Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjálfstæðismenn gagnrýna fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar Hart deilt um greiðslur Orku- veitunnar ORKUVEITA Reykjavíkur er með sterka eiginfjárstöðu þrátt fyrir að úr fyrirtækinu séu teknir rúmir 4 milljarðar á þessu ári og því næsta í þeim tilgangi að borga niður skuldir borgarsjóðs. Petta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra við fyrri umræðu borg- arstjórnar um frumvarp að fjárhags- áætlun fyrir árið 2000, sem fram fór í gær. „Frumvarpið ber það glöggt með sér að að mun betra jafnvægi er að þessu sinni milli skatttekna, rekstr- argjalda og fjárfestinga borgarsjóðs en verið hefur allan þennan áratug," sagði Ingibjörg Sólrún. „Frumvarp- ið er vitnisburður um þær miklu breytingar sem orðið hafa í starfs- háttum Reykjavíkurborgar á um- liðnum árum.“ Kallar á hærri gjöld Orkuveitunnar A fundinum lögðu sjálfstæðis- menn fram bókun, þar sem m.a. seg- ir: „Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar vegna aukins hagvaxt- ar, nýrra skatta, hærri þjónustu- gjalda, hærri arðgreiðslna borgar- fyrirtækja og margvíslegra millifærslna frá borgarfyrirtækjum lækka heildarskuldir borgarinnar ekki.“ Ingibjörg Sólrún sagði hins vegar að ef stuðst væri við sömu aðferða- fræði og ríkissjóður styddist við við gerð fjárlagafrumvarps yrðu tekjur borgarsjóðs 23,7 milljarðar króna á næsta ári en gjöld 22,2 milljarðar og að miðað við það yrði tekjujöfnuður- inn 1,5 milljarðar. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði í ræðu sinni að með því að milli- færa hluta eiginfjár Orkuveitunnar í borgarsjóð væri verið að stefna framtíð fyrirtækisins í hættu. Hún sagði að fyrir lægi að Orkuveitan þyrfti að hækka gjöld sín til almenn- ings til að standa straum af afborg- unum af skuldabréfi sem það þyrfti að taka vegna þessa. Ingibjörg sagði það fásinnu að halda því fram að Orkuveitan yrði illa sett á næstu árum vegna niður- færslu eiginfjár. Handbært fé fyrir- tækisins yrði um hálfur milljarður eftir niðurfærsluna og eiginfjárhlut- fallið myndi verða um 70%. Sjálfstæðismenn gagnrýna hækk- un á álagningarstuðli útsvars, sem þeir segja hafa hækkað um 6,7% á síðasta ári. Auk þessa sagði Inga Jóna að tekjur borgarsjóðs vegna holræsagjalds myndu nema um 760 milljónum króna og velti hún upp þeirri spurningu hvort þetta fæli í sér lækkun á gjaldinu eða hvort R- listinn hygðist svíkja það loforð sem hann gaf í kosningunum 1998. Ingibjörg Sólrún sagði að hol- ræsagjaldið væri notað til að borga framkvæmdir vegna endurnýjunar holræsa í borginni og skolphreinsi- stöðva meðfram strandlengjunni. Hún sagði að því verki væri enn ekki lokið og því væri enn innheimt hol- ræsagjald, en um leið og sæi íyrir endann á framkvæmdunum yrði gjaldið lækkað. Endanleg afgreiðsla frumvarps að fjárhagsáætlun verður 16. desem- ber. Ósónlagið yfír Norður- Evrópu óvenju þunnt ÓSÓNLAGIÐ yfir norðvesturhluta Evrópu er óvenju þunnt núna mið- að við árstíma, að því er mælingar Evrópsku geimferðarstofnunarinn- ar benda til. Barði Þorkelsson, jarð- fræðingur hjá Veðurstofunni, segir að landsmenn þurfi þó ekki að ótt- ast skaðlega útfjólubláa geisla og að ósónlagið muni að öllum líkindum þykkna aftur eftir nokkra daga. Barði segir að það sé að jafnaði mjög lítið ósónlag á þessum árstíma á þessum slóðum. Hann segir að undanfarna daga hafi það þó verið með allra minnsta móti og stafi það af aðstæðum í háloftunum því í efri loftslögum, nánar tiltekið heiðhvolf- inu, sé loftið óvenju kalt. Þá sé mik- ið af ósoneyðandi efnum til staðar að það hafi valdið tímabundinni þynningu ósonlagsins. Fréttastofan AFP segir að íbúar Norðvestur-Evrópu þurfi ekki að óttast útfjólubláa geisla því að geislar sólarinnar séu ekki það sterkir á þessum árstíma HOLTACARÐAR OPIÐ j DAO KL» [•öí‘ BÓNUf FRÁ 12-20 Presturinn í Holti fluttur úr embætti KARL Sigurbjörnsson, biskup ís- lands, hefur sent frá sér fréttatil- kynningu varðandi ágreiningsmál í Holtsprestakalli í Önundarfirði, en þar segir: „Samkvæmt heimild í 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 70/1996 og með samþykki dóms- og kirkjumála- ráðherra hefur biskup íslands ákveðið að flytja sr. Gunnar Björnsson til bráðabirgða úr emb- ætti sóknarprests í Holtspresta- kalli í ísafjarðarprófastdæmi í embætti sérþjónustuprests, sbr. 37. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/ 1997. Gildir þessi tilhögun í þrjá mán- uði frá og með 3. desember 1999 að telja. Ráðstöfun þessi verður end- urskoðuð innan þess tíma. Þá get- ur hún sömuleiðis komið til endur- skoðunar þyki niðurstaða áfrýj- unarnefndar eða önnur atvik gefa tilefni til þess. Verksvið sr. Gunnars verður að sinna kirkjulegum verkefnum sam- kvæmt nánari ákvörðun biskups. Sr. Gunnar mun sitja prestssetrið í Holti áfram. Prestsþjónustan í Holtspresta- kalli verður á ábyrgð prófasts ísa- fjarðarprófastsdæmis, sr. Agnesar Sigurðardóttur, umræddan tíma. Biskupsembættið telur að öðru leyti ekki rétt að tjá sig frekar um þetta mál að sinni." Undir fréttatilkynninguna ritar Guðmundur Þór Guðmundsson, lögmaður kirkjuráðs, fyrir hönd biskups Islands. Strandaði í innsiglingu Isafjarðar- hafnar TOGARINN Júlíus Geirmundsson ÍS, sem strandaði í gær í innsigling- unni á ísafirði, er kominn að bryggju. Togarinn var á lítilli ferð þegar hann strandaði á sandrifi á Suðurtanga- oddinum og er því óskemmdur. Hann náðist á flot upp úr klukkan fjögur. Lóðsbátur og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson ýttu á togarann til hliðanna en að öðru leyti tókst áhöfninni að bakka skipinu út úr rif- inu. Að sögn Ulfars Agústssonar hafn- arvarðar hefur ísinn fært til bauju } nótt án þess að eftir því væri tekið. I dag hafi verið bylur og lélegt skyggni og því hafi togarinn strandað. Togarinn var að koma fulllestaður úr veiðiferð. Hraðfrystistöðin-Gunn- vör gerir togarann út. Hann er 771 brúttórúmlest að stærð og 60 metra langur. Morgunblaðið/Gísli Kristjánsson Regnbogi yfír Krýsuvík Breskir vísindamenn undirbúa erfðafræðilegan gagnagrunn A lítið sameiginlegt með íslenskum gagnagrunni BRESKIR sérfræðingar á sviði læknavísinda hafa í hyggju að koma á fót líf- og læknisfræðilegum gagna- grunni (UK Population Biomedical Collection) eða gagnagrunni sem hefur að geyma erfðasýni úr að minnsta kosti hálfri milljón manna í Bretlandi. Tom Meade prófessor og stjómandi verkefnisins segir í sam- tali við Morgunblaðið að markmiðið með slíkum grunni sé m.a. að geta tengt erfðafræðileg einkenni við krabbamein og hjarta- og æðasjúk- dóma í fullorðnu fólki í þeim tilgangi að geta komið í veg fyrir, séð fyrir og/eða fundið lækningu við slíkum sjúkdómum. „Þetta er meginmark- miðið en auðvitað er ekki hægt að sjá fyrir, nema að takmörkuðu leyti, hvaða gagn er hugsanlega hægt að hafa af slíkum grunni. Það veltur endanlega á því hverjar niðurstöður rannsókna byggðar á grunninum verða.“ Aðspurður segir Meade að um- ræddur grunnur eigi lítið sem ekkert sameiginlegt með hinum íslenska miðlæga gagnagrunni á heilbrigðis- sviði. „Hugsanlegt er að markmiðin séu að einhverju leyti sambærileg en öflun upplýsinga í breska grunninn og rekstur hans yrði allt öðruvísi en íslenska grunnsins," segir Meade og neitar því að íslenski gagnagrunnur- inn sé fyrirmynd breska grunnsins á nokkurn hátt. Ef eitthvað þá sé reynt að forðast þá leið sem íslend- ingar hafi valið þ.e. að sjúklingar verði að segja sig úr gagnagrunnin- um. Þá segir hann að það komi ekki til greina að aðeins einn aðili hafi leyfi til að reka grunninn og nýta sér upplýsingar úr honum. „Mér skilst að hugsunin sé sú á íslandi að tengja saman upplýsingar úr þremur mis- munandi gagnagrunnum, þ.e. tengja saman gagnagrunn á heilbrigðis- sviði, gagnagrunn með ættfræðiupp- lýsingum og gagnagninn með erfða- fræðilegum upplýsingum án þess þó að almenningur hafi mikið um það að segja eða viti á hvem hátt sýni úr þeim komi til með að verða notuð. Við erum á hinn bóginn að tala um að hefja nýjar rannsóknir og munum byrja á því að leita að fólki og spyrja hvort það vilji taka þátt í okkar gagnagrunni. Upplýsingum, til dæmis heilsufarsupplýsingum, verð- ur því aðeins safnað saman hafi fólk gefið til þess samþykki sitt.“ Meade leggur áherslu á að enn hafi engar endanlegar ákvarðanir verið teknar um það hvort hafist verði handa við að koma á umrædd- um gagnagrunni í Bretlandi. Verði raunin á hinn bóginn sú kemur það til með að verða sameiginlegt verk- efni sérstakrar nefndar ríkisstjórn- arinnar um læknarannsóknir (Medical Research Council) og góð- gerðarfyrirtækisins Welcome Trust. Þegar hafa safnast um 25 milljónir punda til starfsemi grunnsins að þvi er fram kemur í Financial Times. Einsleitni þjóðar hefur ekki endilega kosti í för með sér Því hefur verið haldið fram hér á j landi að einsleitni íslensku þjóðar- innar auðveldi rannsóknir við gagna- grunninn hér á landi en aðspurður segir Meade að slík einsleitni get1 bæði haft í för með sér kosti og j ókosti. „Ég held að þegar á heildina i er litið sé það kostur fyrir okkar rannsóknir hvað breska þjóðin er j stór og fjölbreytileg. Það verður að : minnsta kosti ekki hægt að vaena ' okkur um að byggja niðurstöður okkar á all sérstæðum, einsleitum eða óvenjulegum hópi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.