Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIE Fjármálaráðherra um breytingar á lög’um um kjara- samninga opinberra starfsmanna Ohjákvæmilegt eftir dóm Félagsdóms GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að mjög brýnt sé að gera breytingu á lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna og í raun og veru óhjákvæmilegt eftir þann dóm sem Félagsdómur kvað upp í máli sveitarfélagsins Arborgar vegna leikskólakennara þar í bæ. „Ég veit að ýmsir sveitarstjómar- menn munu fagna þessu, en við telj- um að það sé ekki við það búandi að það sé hægt að fara á svig við þá kjarasamninga sem gerðir hafa ver- ið með aðgerðum sem jafna má til verkfalla og knýja með þeim hætti fram meiri kjarabætur en samning- arnir gera ráð fyrir. Að því atriði beinist þetta framvarp. Það er snið- ið eftir þeirri fyrirmynd sem er í al- mennu lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur," sagði Geir. Hann sagði að að því leyti til væri um ákveðna samræmingu að ræða, þó svo hann vildi taka það fram að hann teldi ekki hægt að nota þau lög að öllu leyti sem fyrirmynd fyrir samningamál opinberra starfs- manna. Hann benti á aðspurður að þarna væri á ferðinni ákveðin grundvallar- regla í samskiptum atvinnurekenda og launþega, hvort sem um væri að ræða opinbera aðila eða einhverja aðra. Lög sem þessi væru til þess fallin að styrkja stöðu stéttarfélag- anna og forustumanna þeirra, því aðgerðir sem jafna mætti til verk- falla og væru eðli málsins sam- kvæmt ekki á vegum stéttarfélag- anna græfu undan forustuhlutverki þeirra og styrkleika í þessum mál- um. Morgunblaðið/Golli Frá hátíðarsamkomu í Þjóðarbókhlöðu 1. desember. Forseti Is- lands var viðstaddur en ávörp fluttu Björn Bjarnson menntamála- ráðherra og Páll Skúlasons háskólarektor. Einar Sigurðsson landsbókavörður greindi frá stefnu safnsins og framtíðarsýn. + Landsbókasafn Islands - Háskóla- safn minnist 5 ára afmælis Starfsmenn flugstöðvarinnar í Keflavík og Njarðvík Mikil óánægja með að akstri skuli hætt MIKIL óánægja ríkir meðal starfs- manna Flugleiða sem starfa í flug- stöð Leifs Eiríkssonar og búa í Keflavík og Njarðvíkum með að fyrirtækið skuli ekki lengur bjóða þeim upp á akstur til og frá vinnu. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að um margra ára skeið hafí Flugleiðir séð starfs- mönnum sínum fyrir akstri frá Keflavík og Njarðvík að flugstöð- inni, en starfsmenn sem byggju annars staðar á Suðurnesjum hefðu þurft að hafa önnur ráð. Éftir að al- menningssamgöngur á vegum SBK hefðu verið teknar upp til flugstöðv- arinnar snemma sumars hefðu Flugleiðir kosið að láta þá sjá um þennan akstur fyrir sig og síðan hefði verið ákveðið að láta starfs- menn greiða fargjaldið. Komið hefði upp verulegur kurr meðal starfsmanna vegna þessa, enda væri þarna um kostnaðarauka fyrir starfsmenn að ræða og kjaraskerð- ingu í samræmi við það. Gildistöku ákvörðunarinnar hefði verið frestað til 1. desember og fólk væri mjög ósátt við þessa niðurstöðu. Kristján sagði að ekki væri um annað að ræða en taka upp málið í næstu kjarasamningum, en þeir væru lausir 15. febrúar næstkom- andi. „Við höfum svona velt því fyrir okkur stundum hvers konar undir- búningur fyrir kjarasamninga þetta er af hálfu Flugleiða að geta ekki haft þennan akstur þar til að minnsta kosti samningar losna. Þó svo að þetta hafí ekki verið innskrif- að í samninga að þetta eigi að vera frítt þá hefur þetta verið svona í áraraðir," sagði Kristján. Hann sagði að starfsmenn Flug- leiða í flugstöðinni sem væru í VSFK væru rúmlega 380 talsins. c/ó/qgjöfi/t /te/i/ia/ langömmu, ömmu, t mömmu og ungu stúlkunnar Jakkar Pelskdpu stuttar og síðar Uta út san ckta Anna og útlitið verða með ráðgjöf i dag milli kl. 13 og 17. Vero kr. 24.900 Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið latigard. fi-á kl. 10-16 og siinnud. fiá kl. 13-17 Tímabært að huga að við- byggmgu ÞESS var minnst með hátíðar- samkomu á fullveldisdaginn að fimm ár eru liðin síðan Lands- bókasafn Islands - Háskóla- bókasafn var opnað í Þjóðarbók- hlöðu 1. desember 1994. I riti, sem kom út á afmælisdaginn í gær og greinir frá stefnumótun safnsins, er lagt til að næstu þrjú árin verði unnið að forsagn- argerð vegna viðbyggingar við bókhlöðuna en henni hefur frá upphafi verið ætlaður staður Suðurgötumegin við húsið. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra og Páli Skúlason há- skólrektor ávörpuðu samkom- una en Einar Sigurðsson landsbókavörður gerði grein fyr- ir starfseminni fyrstu fimm árin, stefnu safnsins og framtíðarsýn. I tilefni af afmælinu færði menntamálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs safninu til varðveislu stórt málverk af engjafólki eftir Gunnlaug Scheving sem hefur verið komið fyrir í aðallestrarsal safnsins á 1. hæð. Tvö rit komu út á afmælisdaginn. I því fyrra, Landsbókasafn Islands - Há- skólabókasafn fyrstu fimm árin, sem er 30 bls. að lengd og prýtt litmyndum, er sagt frá helstu þáttum í starfsemi safnsins. Hitt ritið nefnist Þekking, vís- indi og menntun og greinir frá stefnumótun safnsins. í kafla um „framtíðarsýn“ er lögð til við- bygging sem hýsi safngögn og hentugt lesrými fyrir stúdenta en einnig fræðastofnun á hugvís- indasviði, s.s. Stofnun Arna Magnússonar og Orðabók Há- skólans. Morgunblaðið/Harpa Gunnarsdóttir Náttúruspjöll á friðlandi BREKKAN hjá Frostastaðahálsi í Landmannalaugum er illa farin eftir akstur utan vega líkt og myndin sýnir glögglega, en hún var tekin um síðustu helgi. Þó jörð sé freðin og hulin snjó getur akstur utan vega engu síður valdið umtalsverðum náttúru- spjöllum. Viðkvæmur gróður læt- ur á sjá og slíkur akstur er ekki til eftirbreytni. Alltaf er ákveðin hætta á að þeir sem illa þekkja til á hverjum stað skaði umhverfið frekar með því að telja óljósa vegarslóða vera rétta ökuleið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.