Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PÉTUR BJÖRGVIN GEORGSSON + Pétur Björgvin Georgsson fædd- ist 4. janúar 1921. Hann lést 25. nóvem- ber si'ðastliðinn. For- eldrar hans voru Georg Sigurðsson, f. 23.4. 1887, og Stein- unn Ingibjörg Pét- ursdóttir, f. 18.1. 1886. Systkini hans eru Ingibjörg, f. 27.4. 1918; Ragnar Vald- imar, f. 27.7.1923; og Anna Guðrún, f. 21.3. 1929. fjögur börn. 1) Gunnar Örn, f. 21.3. 1951, maki Karen Níelsdóttir. Þau eiga tvö börn. 2) Birgir, f. 30.12. 1952, maki Anna Lísa Guðmun- dsdóttir. 3) Stein- unn, f. 12.1. 1954, maki Sveinn Skúla- son. Þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. 4) Guðrún, f. 7.6. 1960. Fyrir átti Pétur Júh'us, f. 9.10. 1947, maki Torill Masdalen. Þau eiga Hinn 2. desember 1950 kvæntist Pétur Guðrúnu S. Gunnarsdóttur, f. 13.5. 1921. For- eldrar hennar voru Gunnar Þor- steinsson og Guðrún Guðmunds- dóttir. Pétur og Guðrún eignuðust tvöbörn. Utfór Péturs Björgvins Georgs- sonar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefstathöfnin klukkan 13:30. Þá er farinn yfir móðuna miklu sá góði drengur Pétur Georgsson, fyr- irvaralaust og óvænt. Við í fjölskyldunni áttum því láni að fagna að alast upp í laxveiði og náttúruskoðun hjá Pétri. Þar var hann hinn mikli listamaður, enda hafði ævistarf hans verið fólgið í hönnun og framleiðslu fagurra hluta. Pétur var meðalmaður á hæð, tággrannur og stæltur. Hann var einstaklega hógvær og kurteis með afbrigðum; rólegur og fumlaus; hafði gott skopskyn og kættist einlæglega á góðum stundum. Var sérstaklega næmur á alla þætti náttúrunnar, enda alinn upp í þeirri fögru sveit Borgarfirðinum; þekkti alla fugla sem framhjá flugu og átti raunar fjölda fiðraðra kostgangara á Bú- landi 2. Kunni nöfn á gróðri jarðar, bæjum og fólki sem bjó þar sem hann var við veiðar. Fáir gátu eins vel og hann lesið straum og árbotn og séð fremur öðr- umhvar fiskur lá undir steini. Enda máttu veiðimenn heldur betur fara að örvænta um afla í þau fáu skipti sem Pétri varð það á að verða ekki var. Hann var ótrúlega laginn við að kenna verðandi veiðimönnum galdrafluguveiðinnar, hylji ánna og hvar flugan skyldi lenda og gerði það á þannhátt, að nemendanum fannst hann alla tíð hafa kunnað þetta. Skyndilega versnaði heilsan og Pétur gekkst undir erfiða aðgerð af miklu æðruleysi. Hann var fljótur að ná sér og þaut í fyrrasumar upp og niður Stóru-Laxárgljúfrin. Héldum við vinir hans að nú væri öllu óhætt. Hann gekk til rjúpna, var allur og trúi ég að honum hafi verið ljúft að kveðja á þennan hátt. Pétur fylgir fast á eftir þeim Gunnlaugi Péturssyni og Kristjáni Gíslasyni veiðifélögum sínum í hálfa öld. Þeir hafa áreiðanlega allir haft færin úti á leiðinni yfir ána Gjöll þeg- ar þeir fóru á helveg. Við Ásta og synir okkar þökkum Pétri samfylgdina og sendum Guð- rúnu og bömum þeirra og fjölskyld- um innilegar samúðarkveðjur. Árni Kristinsson. Hugurinn reikar vestur í Hítardai til þeirrar seiðmögnuðu og miklu náttúruperlu, þar sem ég sem ungl- ingur rölti á eftir Pétri og Ragnari móðurbræðrum mínum í rjúpnaleit eða á veiðum í Tálma. Það var ekkert óeðlilegt að þeir bræður höfðu sterk- ar taugar til dalsins þar sem foreldr- ar þeirra byrjuðu búskap sinn fyrst í Múlaseli og fluttu síðar að Hrófbjar- garstöðum innar í dalnum. Fjölmar- gar minningar eru tengdar Pétri frá þessum ferðum þar sem hann kenndi mér að bera virðingu fyrir og meta ýmsar náttúruperlur bæði þarna og víða annars staðar. Pétur var góður vinur vina sinna og naut þess að vera í þeirra hópi á góðri stundu. Að fá sér létta hress- ingu með Pétri að loknum erfiðum veiðidegi áður en gengið var í hús, hvort sem var inni við Hagavatn, við Iðu, við Norðurá eða annars staðar, þar sem gist skyldi, er nokkuð sem aldrei gleymist og mun ég ylja mér við þær minningar um ókomna tíð. Aðal Péturs var hógværð og út- sjónarsemi í hvívetna. Hann var sér- lega ráðagóður og þau ráð dugðu yf- irleitt, að minnsta kosti hvað veiðiskap snerti. Þau hjón Guðrún og Pétur voru ávallt höfðingjar heim að sækja og öllum leið vel í návist þeirra. Eg sakna Péturs frænda míns og vinar mjög, en ég veit, að sjálfur hefur hann ekki verið ósáttur við endalokin - á rölti í Hítardal, er kallið kom, á degi eins og þeir gerast fegurstir. Vorið beð þinn vökvar tárum, vakirsóláystubárum greiðir hinsta geislalokkinn, grúfir sig að bijóstum hranna Moldin að þér mjúk skal hlúa, móðurlegaumþigbúa rétta þér á rekkjustokkinn rós úr lundum minninganna. (Magnús Ásgeirsson) Elsku Guðrún og fjölskylda, við Sigfríður biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og blessa á erfiðum stundum. Árni Magnússon. Kynni okkar Péturs Georgssonar eru orðin löng því ég hef þekkt hann alla mína ævi. Ég er þakklátur fyrir og tel það til forréttinda að hafa átt þess kost að hafa átt Pétur sem vin og samferðamann öll þessi ár. Mínar fyrstu minningar um Pétur eru skýr- ar. Grannur, stæltur og snöggur í snúningum spilandi badminton. Hann var í áraraðir félagi í badmin- tonhóp sem kallaði sig Fuglana. Fuglarnir iðkuðu íþrótt sína lengi í íþróttahúsi Melaskóla en fluttu sig síðan í Breiðagerðisskóla. Ég kynnt- ist Fuglunum mjög vel því faðir minn var einn félaganna. í upphafi voru í Fuglunum. Pétur Georgsson, Ragn- ar Georgsson, bróðir Péturs, Gunnar Petersen, Kristján Benjamínsson, Kristján Benedikstsson, Guðlaugur Þorvaldsson og Sigurgeir Jónsson. Seinna bættust við þeir Gísli Guð- laugsson og Ragnar Haraldsson. Sigurgeir, Guðlaugur og Gísli létust fyrir nokkrum árum og nú hefur enn fækkað í hópnum. Ekki verður sagt að Fuglarnir hafi verið yfirburða- menn í badminton en þeir ásamt fleiri góðum mönnum lögðu grunn- inn að því veldi sem Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur er í dag. Þeir voru öflugir fjáraflamenn fyrir félagið og svo voru þeir Pétur Georgsson, Guðlaugur Þorvaldsson, Kristján Benediktsson og Kristján Benjamínsson allir kosnir formenn TBR á sínum tima. Pétur fæddist í Skjálg í Kol- beinsstaðahreppi 4. janúar 1921 og bjó þar fram á unglingsár. Á þeim árum mótaðist sú ást og virðing sem Pétur bar fyrir náttúru landsins og segja má að hann hafi verið sjálf- menntaður náttúrufræðingur. Veiði- skapur af ýmsu tagi var Pétri í blóð borinn. Síðustu árin stundaði Pétur mest laxveiðar og gekk til rjúpna á góðum degi. Sagt er að menn kynnist best göllum og kostum manna ef far- ið er saman til veiða. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fara oft til veiða með Pétri aðallega í Norðurá og að Iðu í Biskupstungum. Veiðitúr með Pétri í Norðurá var einstök upplifun. Þar þekkti hann hvern bæ, öll örn- efni, auðvitað alla veiðistaði og sagði manni oft sögur sem tengdust því sem fyrir augu bar. Ég staðhæfi með fullri virðingu fyrir öðrum ágætum veiðifélögum að vart var hægt að fá betri veiðifélaga. Það var svo merki- legt að Pétur virtist vera hluti af um- hverfinu. Áin, fjöllin, fiskarnir og Pétur allt rann þetta saman í eina ór- júfanlega heild. Stundum fannst manni að Pétur hefði komið á svæðið á sama tíma og áin fjöllin, og fiskarn- ir. Hann féll svo vel inn í umhverfið. Einnig var það þessi einstaka virð- ing og nærgætni gagnvart umhverf- inu. Hvert spor var mjúkt og átaka- laust ekkert fum fát eða buslugangur. Sérhver hreyfing sér- hvert kast bar þessi merki að þar fór maður sem aflað hafði sér reynslu og þekkingar og kunni sitt fag til hlítar. Þó ekki hafi verið fyrirgangur í Pétri við veiðar þá voru fáir hans jafnokar. Hann var afburða veiðimaður, mjög fylginn sér og duglegur en þetta gerðist allt svo eðlilega og afslappað að maður varð aldrei var við hið mikla veiðieðli sem innbyggt var í Pétur maður bara vissi um það. Pét- ur var fáorður um sína veiðisæld og miklaðist aldrei dró heldur úr ef eitt- hvað var. Við Pétur störfuðum sam- an í Norðurárnefnd SVFR í mörg ár. Hann hóf störf í nefndinni árið 1956 og starfaði þar til æviloka. Þar af gegndi hann formennsku árum sam- an. Hann var sæmdur Silfurmerki SVFR 7. febrúar 1986. Pétur fór óteljandi vinnuferðir upp að Norð- urá gegnum árin enda unni hann þessum fallega stað. I þessu starfi og þessu einstaka umhverfi nutu hæfi- leikar Péturs sín vel. Hann var sér- lega handlaginn, smiður góður, vandvirkur og oft tókst honum að bæta eða gera við hluti á hagkvæm- an hátt. Eitt var það sem einkendi Pétur frá flestum öðrum. það var GUÐMUNDINA JÓHANNSDÓTTIR + Guðmundína Jú- hannsdúttir (Ina) fæddist í Reykjavík 5. apríl 1905. Hún lét í Landspítalanum 23. núvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Sig- urðardúttir, f. 1868 á Valbjamarvöllum í Borgarhreppi, d. 1945, og Júhann Teitur Egilsson, trésmiður í Reykja- vík, f. 1863 í Vöðla- koti í Flúa, d. 1938. ína var fjúrða í röð fimm systkina. Þau vora Egill Ágúst, f. 1899, d. 1942, maki Katrín Helgadúttir; Guðrún, f. 1900, d. 1976, maki Jún Þor- steinsson, f. 1892, d. 1994; María, f. 20. maí 1902, d. 1996, maki Eyjúlfur Runúlfsson, f. 1903, d. 1949, og Sa- bína Unnur, f. 1911, fyrri maki Magnús Halldúrsson, f. 1912, d. 1942, seinni maki Gi'sli Júhannesson, f. 1900, d. 1979. ína giftist Emil Gunnari Péturssyni Hvað er það sem tengir manneskj- ur almennt saman? Hvernig kynnist fólk hvert öðru á lífsleiðinni? Það er eins og það gerist stundum að við fyrstu kynni af einhverjum tengist maður einhvers konar hugarsamb- andi sem auðveldar öll samskipti við viðkomandi eftir það. Þetta gerir ekki einungis samskiptin auðveldari heldur gerir það að verkum að jafn- vel hálfrar aldar aldursmunur gjör- samlega gleymist. Þannig upplifði ég kynni mín og samskipti við Guðmundínu Jóhanns- dóttur eða ínu eins og hún tók alltaf skýrt fram að hún vildi láta kalla sig. Það var fyrir 27 árum sem ég heyrði ínu ömmu fyrst nefnda á nafn. Það var á þeim árum sem við Hulda vorum að kynnast og hún, nýkomin með bílpróf, fékk oft lánað- an bílinn hjá ömmu sinni. Þá þekkti ég ekki Inu af öðru en því að hún var þessi amma sem alltaf var fús að lána bílinn sinn en vildi jafnframt fá hann heim á ákveðnum tíma aftur og það varð að standa. vélstjúra árið 1927. Hann var fædd- ur 12. júní 1904, d. 1990. Foreidrar Emils voru Elín Eyjúlfsdúttir, f. 23. núv. 1877 í Lambhaga, Rangárvöll- um, d. 1956, og Guðmundur Pétur Guðmundsson vélstjúri, f. 10. mai 1878 i Holti, Önundarfirði, d. 1930. Ina og Emil áttu eina kjördúttur, Erlu, kennara. Fyrri maki hennar var Ríkharður Kristjánsson kaup- maður. Þau skildu. Þeirra börn eru: 1) Hulda hjúkrunarfræðingur, maki Halldúr Pétur Þorsteinsson verkfræðingur. 2) Gunnar, fúður- fræðingur, maki Helga Thorodd- sen textílfræðingur. 3) Hörður, þjúðfélagsfræðingur, maki Sigríð- ur Aadnegard leikskúlakennari. Barnabaraaböra Guðmundinu eru sex. Seinni maður Erlu er Páll G. Björasson. títför Guðmundinu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Já, ína mín. Ég segi „ína mín“ vegna þess að seinna þegar við höfð- um kynnst betur nefndir þú nánast aldrei nafnið mitt öðruvísi en að „minn“ fylgdi í kjölfarið. Þannig kemur hress og skörp rödd þín í hug mér: „Halli minn,“og svo tók umræðan gjarnan flugið. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar horft er til baka og tengjast þær gjarnan hátíðum af einhverju tagi. Fáum hef ég kynnst sem hafa verið jafnmiklir höfðingar heim að sækja og þú og þar naust þú þín vel. Eftir að aldurinn færðist yfir og krafturinn til að sjá um veisluhöldin sjálf minnkaði, léstu ekki deigan síga. Þá var boðið til veislu á veitingahúsi. Það er örugglega öllum sem þú bauðst út að borða, á besta stað sem þú vissir um, síðasta nýárskvöld jafn eftirminnilegt og mér. Þar varst þú hrókur alls fagnaðar, þjónarnir nutu þess að uppfylla óskir þínar og þú hreifst alla með þér með hressilegu viðmóti þínu. Það er gott að eiga slíkar minning- ar núna þegar þú ert farin. Ég minnist Inu Jóhannsdóttur fyrir notalega nærveru, fjörugar samræður um allt milli himins og jarðar, svo og virðuleika hennar. Einnig minnist ég hennar fyrir skap- festu og ákveðni sem kom ekki síst fram í sjálfsaga hennar. Ina var fljót að taka ákvarðanir og virtist óhrædd við breytingar. Þetta vita allir sem til þekkja og sem dæmi get ég nefnt að þegar henni þótti tímabært að hætta að aka bíl, aðeins 75 ára að aldri og í fullu fjöri, var það eins og sjálfsagður hlutur og ekkert talað meira um það. Það var því í anda þessarar sómakonu að hafa banaleguna stutta, halda hugsuninni fram á síðustu stundu og ræða ekki veikindi sín, heldur eitthvað annað. Guð blessi minningu Inu Jóhanns- dóttur Halldúr Pétur Þorsteinssou. einstök snyrtimennska. Það var al- veg sama í hvaða ati við vorum sem ekki var allt þrifalegt aldrei sást blettur á Pétri. Ekki var það vegna þess að hann tæki ekki til hendi. Þetta bara var svona. Það var ekki eingöngu vinna og fallegt umhverfi sem Pétur sóttist eftir í þessum ferð- um. Þar var hann í hópi sinna bestu vina. Einn þeirra var öðlingurinn Gunnlaugur Pétursson sem lést á síðasta ári. Ekki skal Gunnlaugi lýst nánar það er ekki hægt maður varð að upplifa hann og það gleymist aldrei. Líf Péturs var ekki einn al- sherjar veiðitúr. Hann stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur um ára- tuga skeið og farnaðist vel. Með sinni glæsilegu eiginkonu Guðrúnu Gunn- arsdóttur eignaðist hann fjögur mannvænleg börn sem öll hafa kom- ist til vits og ára og farnast vel. Pétur var ekki allra og gat verið skapstór ef honum var misboðið. Vini sína valdi hann af kostgæfni og ég tel mér til tekna að hafa verið í þeim hópi. Undanfarin ár var Pétur veikur fyrir hjarta en lét það ekki aftra sér frá að stunda sín áhugamál. Fimmtudaginn 25. nóvember var ákveðið á æðstu stöðum af honum sem öllu ræður að nú væri tími Péturs runninn upp. Pétur var þá staddur í nágrenni Hít- arvatns og gekk til rjúpna. Kallið kom snöggt og lést hann í fangi tengdasonar síns við þá iðju sem hann unni - við veiðar. Þakka Pétri yfir 50 ára kynni og sendi fjölskyldu hans og ættingjum samúðarkveðjur. Steinar Petersen. í dag kveðjum við Pétur afa í Bú- landi sem var okkur alltaf svo góður frá því að við munum eftir okkur. Nú á seinni árum eftir að hann hætti að vinna úti hafði hann oftast nægan tíma til að spjalla við okkur og gefa góð ráð sem við vonandi munum allt- af búa að. Afi hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutum og stundum fannst okkur þær ekki alltaf réttar en oftast kom þó í ljós að hann hafði rétt fyrir sér. Það verður mikil breyting að koma í Búland og finna hann ekki þar. Afi og amma voru dugleg að halda fjölskyldutengslun- um við því að mjög oft hittumst við öll hjá þeim og eigum við margar yndislegar minningar þaðan. Afi var mikill útivistarmaður sem hafði mjög gaman af ferðalögum og veiðiskap. Stundum fórum við í ferðalög ýmist akandi eða á snjós- leða þar sem afi naut sín vel í að kenna okkur að umgangast landið og gæði þess. Elsku afi, við vonum að þú sérst kominn í annars konar veiðilendur og útivist þar sem þú munt una þér vel. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Hvíldu í friði, elsku afi. Þín afabörn, Eli'sabet, Ragnhildur, Hrafnhildur Björk, Gunnar Þúr og Pétur Björgvin. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvínú erkominnótt. Um ljósið lát mig dreyma, ogljúfaenglageyma, öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) í dag er til moldar borinn félagi okkar og foringi Pétur Georgsson. Kallið kom þar sem hann var á veiðislóð í fylgd góðra félaga og um- vafinn stórbrotinni náttúrufegurð hins fagra lands sem hann unni svo mjög. Okkur vinum hans og veiðfé- lögum finnst hann hafa kvatt jarð- vistina með viðeigandi hætti en allt of snemma þó, þ.e.a.s. á veiðum og tilbúinn til veiða á nýjum veiðilend- um. Hann gerði þetta sem sagt vel sem var einmitt hans háttur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Ég kynntist Pétri fyrst persónulega þegar ég sem stjórnarmaður í stjóm Stangaveiðifélagsins fór að þvælast fyrir vinnandi mönnum í árnefnd Norðurár þar sem þeir voru að sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.