Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur telur mann hafa að ófyrirsynju orðið að þola refsivist Dæmdar 2,2 milljóna króna miskabætur fyrir fangelsisvist HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða manni 2,2 milljónir króna í miskabætur með dráttarvöxtum og 500 þús. kr. í málskostnað. Maðurinn var dæmdur til fangelsisvistar árið 1995 fyrir að skjóta undan aðflutningsgjöldum vegna innflutning? franskra kartaflna og sat í þrjá mánuði í fangelsi. Arið 1996 felldi Hæstirétt- ur þann dóm að álagning gjaldanna hefði verið ólögleg og var maðurinn síðar sýknaður í Hæsta- rétti. Höfðaði hann mál og krafðist 30 milljóna kr. skaðabóta. Komst meirihluti Hæstiréttar að þeirri niðurstöðu með dómsúrskurði sínum í gær að maðurinn hefði að ófyrirsynju þurft að þola refsivistina. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi lækka bótafjárhæðina. Umræddur maður, sem var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri hlutafélags, var árið 1995 dæmdur til að sæta tveggja ára fangelsi fyrir brot á tollalögum en 21 mánuði var frestað skilorðs- bundið í tvö ár. Taldi dómurinn sannað að maður- inn hefði með fulltingi erlends seljanda framvísað við tollayfirvöld reikningum, sem aðeins sýndu hluta þess verðs sem innflutningsfyrirtækið hafði raunverulega greitt fyrir sendingar af frystum forsteiktum kartöflum og skotið þannig undan að- flutningsgjöldum. Maðurinn ákvað að una þess- um dómi og tók út hinn óskilorðsbundna hluta refsingarinnar. Með dómi Hæstaréttar 19. desember 1996 var felldur úr gildi úrskurður ríkistollanefndar um endurákvörðun á aðflutningsgjöldum vegna inn- flutnings hlutafélags á frystum forsteiktum kart- öflum, þar sem talið var að álagning gjaldsins hefði verið ólögmæt. I framhaldi af þessum dómi Hæstaréttar óskaði maðurinn endurupptöku máls síns og vísaði til þess, að með dóminum hefði verið dæmd ólögmæt álagning sams konar jöfn- unargjalds og hann hefði meðal annars verið sak- felldur fyrir að greiða ekki. Var fallist á þá beiðni og maðurinn síðan sýknaður með dómi Hæsta- réttar 12. mars 1998, þar sem talið var að eins og ríkissaksóknari hefði gert málið úr garði við áfrýjun þess lægju engan veginn fyrir viðhlítandi sönnur fyrir sök hans. Hefði eingöngu hlotið sekt Hæstiréttur taldi ótvírætt í dómnum sem féll í gær, að jöfnunargjaldið hefði vegið langþyngst og mestu máli skipt við refsiákvörðun héraðsdóms. Þegar litið var til gagna málsins og tveggja dóma Hæstaréttar, sem fjölluðu um undanskot á sama gjaldi, þótti mega ætla, að maðurinn hefði ein- göngu hlotið sekt ef dæmt hefði verið á grundvelli allra gagna málsins í Hæstarétti 12. mars 1998. Að þessu virtu þótti maðurinn hafa að ófyrirsynju orðið að þola refsivist þá, er hann var dæmdur til með dómi héraðsdóms. Voru honum því dæmdar miskabætur og háttsemi hans varðandi aðflutn- ingsgjöld og skýrslugerð til yfirvalds voru virt til lækkunar bótanna. Umhverfísmat vegna Fljótsdalsvirkj- unar til umræðu á norska þinginu Undir íslenskum stiórnvöldum sjalfum komið Morgunblaðið/Arni Sæberg. Systkinin fimm sem öll leika með Skólahljómsveit Vesturbæjar. Fremst á myndinni er Valgerður, en aftan við hana frá hægri eru Þorvaldur Kári, Gylfi, Arnljótur og Unnur Malín. Fimm systkini í sömu hljómsveit UMHVERFIS- og viðskiptaráðherra Noregs, Lars Sponheim, segir að norsk yflrvöld muni eftirláta íslensk- um stjómvöldum að taka ákvörðun um framtíð Fljótsdalsvirlgunar og byggingu álvers í Reyðarfirði, og að Norsk Hydro muni virða ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda. Hann segir einn- ig að Norsk Hydro muni meta alla þætti málsins, og þar með talið Fljóts- dalsvirkjun, áður en endanleg ákvörð- un verður tekin um hugsanlega þátt- töku í byggingu álvers í Reyðarfirði. Þetta kom fram í svari ráðherrans vegna fyrirspumar þingmannsins 0ystein Djupedal, sem lagði fram fyr- irspum á norska þinginu þann 23. nóvember sl. til umhverfis- og við- skiptaráðherrans um afstöðu hans tif virlgunarframkvæmda á Fljótsdal. I fyrirspuminni segir að Norsk Hydro ráðgeri að byggja álver á Islandi, þar sem nýtt verður orka frá væntanlegri Fljótsdalsvirkjun, en sú framkvæmd Farþegar í vandræðum KALLA þurfti til aðstoð kröftugra bíla til að flytja hundruð farþega frá Leifsstöð til síns heima í gær- kvöldi vegna slæms veðurs, en rúm- lega 400 farþegar vom þá nýkomn- ir í Leifsstöð með risaþotu Atlanta frá Las Palmas, skv. upplýsingum lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Sami hópur lenti í vandræðum á Kan- aríeyjum í fyrrakvöld þegar flugi var frestað vegna olíuleka eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. hafi ekki farið í umhverfismat, þrátt fyrir að hún hafi veruleg áhrif á ein- stakt landsvæði. Djupedal varpaði fram þeirri spumingu hvort umhverfisráðherr- ann teldi það við hæfi að Norsk Hydro ætti þátt í svo umdeildum framkvæmdum, og jafnframt hvemig ráðherrann ætlaði að beita sér fyrir því að fram færi umhverfismat vegna virkjunarframkvæmdanna. I svari sínu rekur Sponheim sögu málsins og segir það ekki eðlileg vinnubrögð að norska ríkið, sem einn af hluthöfum í Norsk Hydro, sé að grípa inn í ákvarðanatöku eða hafa önnur áhrif á framgang þessa máls, þar sem viðskipti fyrirtækisins á Is- landi séu hluti af eðlilegri starfsemi félagsins og eigi ekki erindi inn á aðal- fund. Þá kemur fram í svari ráðherrans að nú liggi fyrir umhverfismat vegna virkjunarinnar sem unnið hafi verið af Landsvirkjun, auk þess sem ákvörð- un um virkjun hafi verið tekin á grundvelli laga sem heimila fram- kvæmdina án umhverfismats. Ráðherrann segir að málið sé til meðferðar á Alþingi og það sé í hönd- um íslenskra stjómvalda að taka ákvörðun um virkjunarframkvæmdir. Norsk Hydro muni taka þeirri niður- stöðu sem ákveðin verði á Alþingi, en jafnframt meta alla þætti málsins áð- ur en endanleg ákvörðun verði tekin um þátttöku í byggingu álvers. Að lokum sagði ráðherrann að hann sæi enga meinbugi á því að Norsk Hydro tæki þátt í framkvæmd- um hjá nágrannaþjóðinni Islandi. SKÓLAHLJÓMS VEIT Vesturbæjar heldur tónleika í Ráðhúsi Reykja- víkur nk. sunnudag kl. 14. Svo óvanalega vill til að með hljómsveit- inni leika fímm systkini. Þau heita Valgerður Sigurðardóttir 7 ára, Gylfi Sigurðsson 9 ára, Arnljótur Sigurðsson 12 ára, Þorvaldur Kári Sigurðsson 14 ára og Unnur Malín Sigurðardóttir 15 ára. Að sögn Lárusar Halldórs Gríms- sonar, stjórnanda hljómsveitarinn- ar, er það óvanalegt að systkini séu öll í tónlist og hafi öll jafn mikla hæfileika. Hann segir að þau fái líka mikinn stuðning frá sínu heim- ili, sem skipti miklu máli. I Skólahljómsveit Vesturbæjar eru um 90 krakkar og er þeim skipt í yngri og eldri sveit. Gylfi, sem spilar á trommur, spilar mcð þeim báðum, en Valgerður, sem spilar á klarinett, er ekki komin inn í eldri sveitina ennþá. Lárus segir að hún hafí þó ekki verið búin að læra nema í mánuð þegar hún kom fram á fyrstu tónleikunum og að þar sé mikið efni á ferðinni. Dómsmálaráðherra um Schengen Skilar hertu eftir- liti með fíkniefnum UNDIRBÚNINGUR að þátttöku Norðurlanda að Schengensamstarf- inu var meðal þess sem rætt var á fundi sem dómsmálaráðherra, Sól- veig Pétursdóttir, var í forsæti fyrir í Brússel í gær. Dómsmálaráðherra segir fundinn hafa reynst gagnlegan, en meginat- riði Schengensamningsins varða frjálsa för fólks um innri landamæri aðildarríkjanna, þó taka megi upp eftirlit til bráðabirgða og samstarf ríkjanna um vegabréfseftirlit og lögreglusamvinnu, svo fátt eitt sé nefnt. Það er mat dómsmálaráð- herra að samvinna Schengensam- starfsins muni skila sér m.a. í hertu eftirliti gegn innflutningi fíkniefna. A fundinum í gær var Grikkland samþykkt sem tíunda aðildarríki Schengensamningsins eftir langan aðdraganda. Auk þessa var rætt um framkvæmd Schengensamstarfsins á Norðurlöndunum. Náið samstarf er milli landanna við undirbúning að framkvæmd Schengensamningsins að sögn dómsmálaráðherra. En gert er ráð fyrir að samningurinn komi til framkvæmda á Norðurlöndunum öllum á sama tíma. Unnið er mark- visst að því að undirbúningi fram- kvæmdarinnar verði lokið í október á næsta ári. Dómsmálaráðherra segir að und- anfarin tvö ár hafi verið unnið að undirbúningi samstarfsins á Islandi og kveðst hún vona að unnt reynist að mæta tímatakmörkunum. Alþingi mun á næstunni taka Schengensamstarfið til umræðu og segir dómsmálaráðherra að hún muni leggja fram fi-umvörp í tengsl- um við samstarfið og utanríkisráð- herra þingsályktunartillögu. ísland hefur farið með for- mennsku nefndar sem skipuð er fulltrúum ríkisstjórna íslands, Nor- egs og þeirra sem sæti eiga í ráði Evi'ópusambandsins um Scheng- ensamstarfið nú í ár. Fjöldi bifreiða skemmdur í Vesturbænum Þrír piltar viðurkenna aðild að brotunum ÞRÍR piltar á aldrinum 16 til 17 ára viðurkenndu við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík í gær að hafa unnið skemmdarverk á yf- ir 50 bifreiðum í Vesturbænum um þarsíðustu helgi og viðurkenndu ennfremur innbrot í sumar þeirra. Úr innbrotunum hafa fundist nokkur hljómflutningstæki, einn GSM-sími og talstöðvar. Skemmdarverkin fóru fram i skjóli aðfaranætur sunnudags og stal einn piltanna þá um nóttina jeppabifreið, sem fannst nokkrum dögum síðar, lítið skemmd. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur haft málin til rannsóknar og eru þau upplýst að mestu, en fulln- aðarrannsókn þeirra mun þó taka lengri tíma. Piltamir hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Þeir eru allir sakhæfir en voru yfirheyrðir að viðstöddum fulltrúa félags- málayfirvalda þar sem þeir eru yngri en 18 ára. Sérblöð í dag $íl ________WWW.MBL.IS ÁFÖSTUDÖGUM Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði frá Kringl- unni, „Á jólum er gleði og gaman“. Bolton rígheldur í Eið Smára Guðjohnsen / C1 Anja Andersen hefur hug á „draumaliði“ / C2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.