Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 5J, UMRÆÐAN Halldór Jakobsson, fyrrverandi gjaldkeri Kommúnistaflokks Islands Segir ekkert fé hafa borist eftir óeðlilegum leiðum HALLDÓR Jakobsson, forstjóri fyrirtækisins Borgarfells, lýsti því yflr á bókafundi sem haldinn var á Súfistanum síðastliðið þriðjudags- kvöld að ekkert fé hefði borist eftir óeðlilegum leiðum í sjóði Kommún- istaflokks Islands, og síðar Sósíal- istaflokksins, á meðan hann var þar gjaldkeri. Sagði Halldór það jafn- framt rangt að Borgarfell hefði ver- ið sett á stofn gagngert til að koma peningum frá Sovétstjórninni til ís- lenskra kommúnista. Á bókafundinum í fyrrakvöld var rit Jóns Ólafssonar heimspekings, Kæru félagar, til umræðu og kvað Halldór sér hljóðs að afloknum framsöguerindum þeirra Jóns, Áma Bergmann og Vals Ingimundarson- ar. Gerði Halldór, sem er fæddur 1917, athugasemdir við staðhæfing- ar, sem hann sagði koma fram í bók Jóns, um tengsl íslenskra kommún- ista við Sovétríkin fyrr á öldinni. Halldór, sem varð fyrst gjaldkeri Kommúnistaflokksins 1937 og síðan Sósíalistaflokksins, sameiningar- flokks alþýðu, kvaðst geta fullyrt að ekkert fé hefði borist í sjóði flokk- anna þann tíma sem hann var gjald- keri heldur hefði fé verið safnað frá alþýðu manna, eins og sósíalista hefði verið siður. Ennfremur upplýsti Halldór að Borgarfell hefði engin samskipti haft við Sovétríkin nema hvað fyrir- tækið hefði eitt sinn þaðan keypt tvær prentsmiðjusetvélar. Fyrir- tækið hefði verið stofnað til að styðja við bak Þjóðviljans en rangt væri að nefna það til sögunnar, þeg- ar rætt væri um fyrirtæki sem not- uð voru til að koma fjármunum frá Sovétstjórn til íslenskra kommún- ista. Boðaði Halldór að hann myndi brátt gera betur grein fyrir fjár- hagstengslum íslenskra kommún- ista við Sovétríkin á árunum um og eftir seinna stríð. Nýtt þjónustuver opn- að við Reykj anesbraut ANING, nýtt þjónustuver vegfar- enda við Reykjanesbraut, verður opnað laugardaginn 4. desember nk. Auk þess sem þetta er fyrsta þjón- ustuver sinnar tegundar hér á landi er Áning á landfræðilegri miðju höf- uðborgarsvæðisins. Grunnþjónusta Áningar skiptist í veitingasölu, sölu á ferða- og bíla- vörum, banka- og fjái-málaþjónustu, bensínsölu og bílaþvott. Nýbreytni þjónustuversins birtist í samspili nýjustu tækni og hefðbundinna verslunarhátta. Viðskiptavinir geta því í raun klæðskerasniðið þá þjón- ustu sem þeir hyggjast kaupa eftir eigin þörfum og áherslum. í Snertibanka er hægt að fá sam- band við þjónustufulltrúa SPH með myndsímabúnaði yfir Netið. Um leið og símtólinu er lyft upp fer myndavél í gang og komið er á sam- band við þjónustufulltrúa Spari- sjóðsins. í Snertibankanum er hægt að greiða allar gerðir af gíróseðlum og greiðsluseðlum með því einu að renna þeim í gegnum lesara. Auk þess veitir Snertibankinn alla al- menna bankaþjónustu. Flest efni sem notuð eru í GLANS-bílaþvottastöðinni eiu um- hverfisvæn og niðurbrjótanleg í náttúrunni (biodegradeable). Þre- föld skiljun er á frárennslisvatni sem er nýbreytni og tryggir að vatnið sem fer frá stöðinni sé sem hreinast. Ný tækni hefur rutt sér til rúms í matreiðslu skyndibita sem lækkar fituinnihald þeirra um allt að 50%. I þjónustuverinu er veitingaskáli sem rúmar um það bil 60 manns í sæti. Rekstraraðilar Að baki GLANS-bílaþvottastöðv- arinnar og ÓB-bensínstöðvarinnar stendur OLÍS. OLÍS stefnir að því að fjölga umhverfisvænu bílaþvotta- stöðvunum og verður opnuð önnur slík á Skúlagötunni þennan sama dag. Snertibankinn er í eigu Spari- sjóðs Hafnarfjarðar en að veitinga- rekstrinum stendur Áning við þjóð- braut ehf. sem rekin er af Þorvaldi Ásgeirssyni og Guðna Stefánssyni. Markmið rekstraraðilanna er að auka við starfsemi þjónustuversins, eftir því sem tilefni myndast. M.a. er verið að athuga rekstrargrunn nettengdra einkatölva í verinu. Arkitekt mannvirkjanna á svæðinu er Ingimundur Sveinsson. Stuðningur á heimil- um fólks í upphafi nýrrar aldar I TILEFNI af al- þjóðadegi fatlaðra 3. des 1999 og því að ný öld er rétt að renna í garð tók ég þá ákvörð- un að skrifa þessa grein. Hún fjallar um búsetumál fólks með fötlun. Enn þann dag í dag býr fjöldi fólks með fötlun á stofnun- um. Samfélagið hefur enn ekki áttað sig á því að þessum ein- staklingum mundi líða miklu betur úti í sam- félaginu. Margir þess- ara einstaklinga myndu þroskast bæði andlega, félagslega og líkamlega á við jafningja sína við það að flytja út í samfélagið. Það er að minnsta kosti skoðun þeirra sem best vita um þessi mál. Auk þess eru ein- staklingar sem koma í heimsókn til vina sinna er búa úti í samfélaginu sífellt að spyrja um það hvenær þeir fái að flytja í sambærilegt húsnæði. Það eitt segir mér að þessir einstaklingar vilja ekki búa á stofnun. Það hlýtur því að vera skylda alls samfélagsins, og þá sér- staklega ráðuneytisins sem sér um málefni fatlaðra að vinna að þess- um málum á faglegum nótum. Fólk með fötlun þarf einnig í mörgum tilvikum góðan stuðning á heimilum sínum. I dag er erfitt að fá fólk sem er með uppeldismenn- tun á sviði fötlunar til að sinna fólki með fötlun, sem býr úti í sam- félaginu og þarf stuðning, vegna lágra launa sem þessu starfsfólki er boðið upp á. Þetta fólk fer í ann- ars konar störf. Eg virði það þó við starfsfólkið að það láti ekki bjóða sér hvað sem er. En ábyrgð þeirra sem semja um svo lág laun er mikil og einnig stjórnvalda í landinu að grípa ekki inn í þessi mál. Stuðn- ingurinn er á hraðri niðurleið vegna þjónustuskorts. Grípið inn í áður en það verður of seint! Fólk með þroskahömlun vill einnig eignast börn eins og annað fólk. Það er staðreynd að þessir einstaklingar hafa jafna möguleika og aðrir til að ala upp börn með réttum stuðningi. Geindarskortur- María Hreiðarsdóttir inn segir ekkert til um hvort einstakling- urinn sé hæfur til for- eldrahlutverks, held- ur miklu frekar það hvort foreldrarnir séu ástríkir við börn sín eða ekki. í öllum stéttum fólks er til fólk sem mundi ekki teljast mjög hæft til foreldrahlutverks. Við getum þó ekki al- hæft um, að þó einn einstaklingur í þess- ari stétt hafi ekki staðið sig vel þá geri það allir. Þá á ég bæði við um fólk með fötlun sem og annað fólk í okkar samfélagi. Fordómar gagnvart þroskaheft- um í foreldrahlutverki hafa verið Þroskaheftir Fólk með þroskahömlun vill einnig, segir María - Hreiðarsdóttir, eignast börn eins og annað fólk. mjög miklir hingað til. Tel ég það vera vegna þess hversu umræðan hefur verið lítil. Umræða skiptir miklu máli til að koma í veg fyrir fordóma gegn fólki, því þeir eru fljótir að brjótast út ef fólk veit ekki um hvað málið snýst, og þá sérstaklega hjá minnihlutahópum eins og fólki með þroskahömlun. Höfundur er formaður Átaks, félags þroskaheftra. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF KR-konur KR-konur Munið aðventukvöldið á Sox- baujunni, Eiðistorgi, i kvöld kl. 20. Fjölmennum. Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I kvöld kl. 21 heldur Birgir Bjarnason erindi um vald hug- ans í húsi félagsins, Ingólfsstraeti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræð- um, kl. 15.30 í umsjón Ruth Stefnis: „Himnaríki. Helvíti". Bókasafnið verður opið kl. 14—15.30 til útláns fyrir félaga. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Áfimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Starfsemi félagsins er öllum opin endurgjaldslaust. I.O.O.F. 1 = 1801238'/2 = E. K. I.O.O.F. 12 «< 1801238'/2 X E.r. jjjNd Adalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. VAKA í kvöld kl. 20. Lofgjörð og fræðsla. Ungt fólk á öllum aldri velkomið. Ath. Bænastund verð- ur á undan stundinni kl. 19.30. Kristniboðssambandið. Aðventa ó Þingvöllum Laugardagur 4. des.: Gönguferð um Gjábakkastíg og skógarreit- ina undir Hrafnagjárhalli hefst við þjónustumiðstöð kl. 13.00 og tekur 2—3 klst. Nauðsynlegt er að vera vel búin til vetrargöngu og gott er að hafa heitt á brúsa meðferðis. Þátttaka í gönguferð- um þjóðgarðsins er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánari upp- lýsingar í þjónustumiðstöð i síma 482 2660. Lækkaðu skattana! Kauptu hlutabréf í tæka tíð í Ávöxtun fjármuna , I Verðbréfaráðgjöf V E R Ð B R EFA ST O FA N Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.