Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ | i ? t HORPU TILBOÐ Gæða innimálning GLJÁSTIG 10 Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á lítra frá * 292 kr. * Miðað við 10 lítra dósir og ljósa liti í verslununum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFBA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400. MÁLIflHGARUERSLANIR Telia Telenor stefnir út í heim Falast eftir írsku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. símafyrirtæki „TILBOÐIÐ grefur í grundvallar- atriðum undan horfum fyrirtækisins og við munum berjast kröftuglega gegn því,“ sagði Denis O’Brien, framkvæmdastjóri og stærsti hlut- hafi í írska símafyrirtækinu Esat Telecom, þegar Ijóst var að Telia Telenor væri að falast eftir kaupum á Esat fyrir um 130 milljarða íslenskra króna. Forráðamenn sænsk-norska fyrirtækisins vildu ekki tala um að kauptilraunin væri fjandsamleg, eins og sagt var í fréttum, heldur væri boðið gott. í írskum fjölmiðlum var álitið að úr sölunni gæti orðið þar sem aðrir fjárfestar tækju boðinu vel. Tilraun Telia Telenor er liður í við- leitni til að auka veltu erlendra um- svifa úr núverandi 20 prósentum í 50 prósent á næstu fimm árum. I Financial Times í gær var sagt frá viðleitni þessara tveggja fyrirtækja í ríkiseign. Rifjað var upp að norska stjómin hefði brugðið fæti fyrir kaup erlendra fyrirtækja á norskum fyrir- tækjum og bent á að héðan í frá yrðu Norðmenn að bregðast öðruvísi við. írski símamarkaðurinn vænlegur Esat einbeitir sér að þremur svið- um. Á farsímasviðinu hefur það 45 prósenta markaðshlutdeild, á venju- lega símamarkaðnum hefur það um 10 prósent og er stærsti netáskrifta- aðilinn. Veltan í fyrra var um 3,5 milljarðar íslenskra króna, Esat rek- ur eigið trefjanet og hjá því vinna 450 manns. Tilboð Telia Telenor hljóðar sam- tals upp á 13 milljarða sænskra króna. Boð í hvert hlutabréf var 24 prósentum hærra en hlutabréfaverð- ið á mánudaginn, daginn áður en boðið kom fram, ellefu prósentum yf- ir lokaboði á þriðjudaginn, þegar boðið var sett fram og 64 prósentum yfir meðalverði undanfarna 90 daga. Þetta boð vill O’Brien þó ekki einu sinni ræða, en hann á sjálfur 14 prós- ent í Esat, svo nú freistar norræna fyrirtækið að kaupa fyrirtækið samt sem áður. Það þarf að ná 80 prósenta hlut til að vera skuldbundið að kaupa Stflhrein og vönduð hreinlætistæki Glæsileg hreínlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö - Sænsk gæðavara T€flGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 - Fax: 564 1089 aðra eigendur út, en þar gæti O’Br- ien orðið óþægur ljár í þúfu. Aðrir fjárfestar hafa tekið boðinu betur og þvi gæti vel orðið úr yfirtökunni. Bæði Telia og Telenor voru hvort í sínu lagi komin inn á írska markað- inn, en við samrunann varð að gera breytingar á vegna samkeppnis- ákvæða. Telia átti 14 prósent í öðru írsku fyrirtæki, Eircom, og Telenor á 49,5 prósent í farsímafyrirtæki Esat. Erfitt að stækka heima fyrir Áhuginn á írska fyrirtækinu er skiljanlegur, því bæði er írland í ná- grenni Norðurlanda, símamarkaður- inn vex hvergi eins hratt í Evrópu og á írlandi og hlutfall ungs fólks er hátt. Stærðin er líka heppileg fyrir Telia Telenor, en ætlunin er að halda þenslunni áfram. Áður hefur komið fram að nýja fyrirtækið hyggist verja 300 milljörðum sænskra króna til fjárfestinga í öðrum fyrirtækjum, en heildarfjárfestingar fyrirtækj- anna tveggja í fyrra námu 25 mill- jörðum. Ástæðan fyrir að þensla erlendis er vænleg er harðnandi samkeppni heima íyrir, þar sem vaxtarmögu- leikarnir eru takmarkaðir. Með haftaafnámi heima fyrir er ljóst að gömlu ríkissímafyrirtækin eiga eftir að missa markaðshlutdeild heima fyrir og samkeppnin snarharðna. Fjandsamleg yfirtaka og fjandsamleg ríkisstjórn í Financial Times í gær er bent á að fjandsamleg yfirtaka yfir evrópsk landamæri sé algjör undantekning. Sú staðreynd að í hlut eigi norrænt fyrirtæki, þar sem annar aðaleig- andinn hafi þegar verið andstæður eriendum kaupum geri málið sérlega snúið. Blaðið spyr hvernig norska stjórn- in verji nú að nýja fyrirtækið leggist í víking, eftir að hún hafi fyrir skömmu spillt kaupum MeritaN- ordbanken á norskum banka og kaupum Elf Acquitaine á Saga-olíu- félaginu. Þó sænski eigandinn hafi ekki verið svo þjóðernislega sinnað- ur hafi hann þó samþykkt norskar kröfur um að nýja fyrirtækið verði í meirihlutaeign ríkjanna næstu sext- án árin. Að mati blaðsins er þó ekki ástæða til að fetta fingur út í viðleitni Telia Telenor, heldur verði að gjalda í sömu mynt. „Næst þegar erlendur kaupandi knýr dyra í Noregi á hann skilið að fá góður móttökur. Annars mun Óslo verða ákærð fyrir hræsni.“ Tormod Hermansen nýr Móses? I Svenska Dagbladet r gær er sagt að Tormod Hennansen sé áhyggju- fullur yfir hve illa hafi verið skrifað um nýja fyrirtækið. Þetta kemur fram í bréfi hans til 250 yfirmanna nýja fyrirtækisins, þar sem hann set- ur auk þess fram tíu boðorð um stjórnun. Bréfið hefur verið haft nokkuð í flimtingum í norskum fjölmiðlum. Síðasta boðorðið er um að yfirmaður eigi að stjóma eins og hann sjálfur vilji láta stjóma sér, en norskir fjölmiðlar geta sér þess þó til að Hermansen stjórni fremur eftir lög- málinu um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. I fyrirlestri í Ósló nýlega hafi Hermansen nefnilega ekki getað stillt sig um að segja að Svíar ættu erfitt með að horfa upp á Norðmann stjóma sænsku stórfyrirtæki í Sví- þjóð. Það hafi líka verið Svíum að kenna hve langan tíma það tók að koma fyrirtækjunum saman. Eftir erfiða fæðingu hafi ýmsir misst kjarkinn og á því verði að taka. Fjallað um Brunna hf. og ísþykkni 1 Financial Times Fersk aðferð fyrir togara- sjómenn TÖLUVERÐ umfjöllun er um fyrirtaekið Bmnna hf. í Financial Times 26. nóvember, undir fyrir- sögninni „Fersk aðferð fyrir tog- arasjómenn". Þar er fjallað um aðferð fyrirtækisins, sem það hefur einkaleyfi á, til að búa til „Liquid Ice“, eða ísþykkni. Is- þykkni er fljótandi ís, en hægt er að framleiða á innan við fimm mínútum á stórum fiskiskipum og er dælt í lestarnar til að kæla aflann til löndunar. Þessi aðferð þykir hafa ótví- ræða yfirburði yfir hefðbundnar aðferðir, en venjulegur ís á það til að skemma útlit fiskjarins. Einn- ig þykir ísþykknið kæla aflann betur og þá fylgir því sá kostur að hægt er að dæla því og þannig er ísmokstur nánast úr sögunni. I frétt Financial Times segir að mikil spurn sé nú eftir ísþykkni- tækjum fyrirtækisins. Nokkur ís- lensk skip sem verið sé að smíða í Kína verði með slík tæki og eitt tæki hafi nýlega verið sent til E1 Salvador, til notkunar í rækju- togara. Þá sé aðferðin notuð í Bandarískum rækjutogurum og brátt muni hún verða tekin upp í Kanada við humar-, rækju- og krabbaveiðar. I fréttinni er einnig sagt frá því að tveir íslenskir togarar, Bylgja VE-75 og Dala-Rafn VE-508, hafi verið að landa afla sem kæld- ur hafi verið með ísþykkni í Grimsby og Hull. Hæsta verð hafi fengist fyiTi' aflann, þótt hann hafi verið sex til sjö daga gamall. r- PASTAPOTTAR ■ Pasta- og gufusuðupottur kr. 7.900. 7 Itr. 18/10 stál Pastavél kr. 4.500. PIPAR0GSALT Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 \ Fást i byggingavöruverslunum um lantl allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.