Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 33 ERLENT Aukin löggæsla í Seattle, 500 hafa verið handteknir Þróunarríki vilja ekki við- ræður um rétt launamanna Lögreglumenn ganga um miðborg Seattle í fyrradag, á öðrum degi ráð- herrafundar WTO í borginni. Ferjuslysið í Noregi Áhöfninni tókst ekki að losa björg- unarbátana Seattle. AP, AFP. RÁÐHERRAR og fulltrúar á ráð- stefnu Heimsviðskiptastofnunarinn- ar, WTO, í Seattle í Bandaríkjunum reyndu í gær að snúa sér að verkefn- inu sjálfu, væntanlegum viðskipta- viðræðum, en sumir þeirra hafa ver- ið í eins konar herkví inni á hótelherbergjum vegna óeirða í borginni. Paul Schell, borgarstjóri í Seattle, setti á útgöngubann í fyrrinótt, aðra nóttina í röð, og í gær hafði lögreglan handtekið nærri 500 manns, fólk, sem hafði kynnt hugsjónir sínar og andstöðu við WTO með því að brjóta rúður, skemma og ræna verslanir og bíla og kveikja í ruslatunnum. Var allt með kyrrum kjörum framan af degi í gær enda hafði lögreglan feng- ið fyrirskipanir um að grípa strax í taumana ef út af bæri. Vilja ekki ræða um rétt launa- manna og barnaþrælkun Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hvatti í gær aðildarríkin til að taka réttindi launamanna og um- hverfismál inn í viðskiptaviðræðurn- ar en fékk heldur litlar undirtektir hjá fulltrúum þróunam'kjanna. Sagði Supachai Panitchpakdi, við- skiptaráðherra Taflands, að héldi Clinton til streitu kröfunni um rétt- indi launamanna myndi það hugsan- lega koma í veg fyrir nýjar viðskipta- viðræður. Deilan um réttindi launamanna er eitt af erfiðustu ágreiningsmálunum innan Heimsviðskiptastofnunarinn- ar en vestræn ríki krefjast þess, að vestrænar viðmiðanir verði teknai’ upp í þróunarríkjunum. Barna- þrælkun, lág laun og skeytingarleysi um aðbúnað jafngildi undirboðum, sem ræni atvinnunni frá öðrum, til dæmis launafólki á Vesturlöndum. Svar þróunarríkjanna er einfaldlega það, að þau hafi ekki efni á neinum úrbótum. ILO, Alþjóðavinnumálastofnunin, var einnig með fund í Seattle í gær og þar ætlaði Clinton að undirrita samning um bann við barnaþrælkun. Átti Bandaríkjastjórn mikinn þátt í tilurð þessa samnings enda vonast Clinton til, að hann geti dregið úr ótta bandarískra verkalýðsleiðtoga við samninga um aukið viðskipta- frelsi. ESB ræðir líftækni Nokkuð hefur miðað í öðrum mál- um og Charlene Barshefsky, við- skiptafulltrúi Bandaríkjanna, kvaðst vera bjartsýn á, að í dag næðist sam- komulag um að draga nokkuð úr við- skiptahöftum. Þá hefur Evrópusam- bandið, ESB, fallist á skipan vinnunefndar um líftæknimál en á það hafa Bandaríkjamenn, sem vilja selja ófúsum Evrópumönnum erfða- breytt matvæli, lagt mikla áherslu. STAÐFEST hefur verið að þrír af fjórum gúmbjörgunarbátum far- þegaferjunnar Sleipnis, sem fórst við Vestur-Noreg fyrh’ viku, sukku með ferjunni, að því er fram kemur hjá norska netmiðlinum Nettavisen. Sleppibúnaður sem hefði átt að sjá til þess að bátarnir losnuðu frá ferjunni og blésu upp í hafinu, virkaði ekki. Neðansjávarmyndir af flaki ferjunn- ar sýna þetta. Áhöfn ferjunnar mun hafa gert ít- rekaðar tilraunir til að skjóta út björgunarbátunum en án árangurs. Talið er að það sé skýringin á því hvers vegna beðið var með að biðja farþega um að fara frá borði. Að síð- ustu neyddust allir 66 sem um borð voru til að stökkva í hafið og var ekki unnt að bjarga 16 þeirra. Farþegar sem komust af hafa lýst því að mjög erfitt hafi verið að kom- ast um borð í þann eina björgunarbát sem tókst að skjóta frá borði. Hver hinna fjögurra björgunarbáta sem á ferjunni voru gat rúmað 140 manns. Sams konar sleppibúnaður í 100 ferjum Tveir björgunarbátar voru á hvorri hlið ferjunnar. Sjálfvirkur búnaður átti að sjá til þess að þeir losnuðu sjálfkrafa frá ferjunni við það að hún sykki og aðeins hefði átt að taka tíu mínútur fyrir þá að verða tilbúnir, uppblásnir í hafinu. Áhöfn ferjunnar hafði prófað búnaðinn bæði í Noregi og Ástralíu, þar sem ferjan var smíðuð. Samkvæmt fréttum Nettavisen má finna sams konar sleppibúnað og var um borð í ferjunni Sleipni á um 100 svipuðum ferjum. Anders Lien, framkvæmdastjóri HSD skipafé- lagsins sem gerði út Sleipni, segir í samtali við netmiðilinn að þrýstings- ventill sem sér um að skjóta hverjum báti út sé af staðlaðri gerð og fram- leiddur í Svíþjóð. Lien segir að hann viti ekki til þess að búnaður af þess- ari tegund hafi brugðist áður. Athygli beinist að kössunum Björgunarbátarnir um borð í Sleipni voru geymdir í sérstökum lokuðum kössum. Samkvæmt Nett- avisen hafa verið uppi vangaveltur um að ef til vill hafi dyr á kössunum ekki opnast sem skyldi en ekki hefur enn tekist að upplýsa hvort svo hafi verið. Anders Lien segir í samtali við netmiðilinn að slíka kassa sé einung- is að finna á Sleipni og systurferj- unni Draupni og ekki á öðrum far- þegafeijum. Ferjan Draupnir hefur verið kyiTsett í höfn í Leirvik meðan framkvæmdar verða prófanir á sleppibúnaði björgunarbáta hennar. Hugsanlegt er að fjarstýrðir kaf- bátar búnir myndavélum muni geta aflað gleggri upplýsinga um orsakir þess að björgunarbátamir komust ekki á flot. OXFORD STREET Kjólar í miklu úrvali kr. 3.790- Opið: mán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 13-17 OXFORD STREET simi Faxafeni 8 Sunnuhlíð sími: 456 5650 Tískuvöruverslun Ný verslun með kvenfatnað í Hafnarfirði og á ísafirði Ljónið, Skeiði 1 400 ísafirði sími:456 5650 Fjarðargata 11 220 Hafnarfirði sími:555 6111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.