Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
FOSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999
VERÐI LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK.
Flateyringar stofna nýtt fískvinnsiufyrirtæki
Ætla að sækjast eftir
byggðakvóta Flateyrar
KAMBUR, nýstofnað fiskvinnslufyrirtæki á Flat-
eyri, hyggst sækjast eftir byggðakvóta sem eyrna-
merktur var Flateyri sl. sumar en síðan úthlutað til
Þingeyrar.
Forsvarsmenn Kambs og Básafells hf. gengu í
gær frá samningi þess efnis að Kambur kaupir
fasteignir, vélar og tæki af Básafelli á Flateyri en
eins og kunnugt er hefur stjórn Básafells ákveðið
að hætta vinnslu á Flateyri um næstu áramót. Eig-
endur Kambs eru að stærstum hluta Flateyringar
en stærstan hlut eiga Hinrik Kristjánsson, Ingi-
9r,örg Kristjánsdóttir og eignarhaldsfélagið Hjálm-
ur. Kaupverð fékkst ekki uppgefið.
Hinrik Kristjánsson, sem verið hefur
framleiðslustjóri Básafells á Flateyri, segir engar
aflaheimildir fylgja með í kaupunum. „Við hyggj-
umst reka þessa vinnslu á svipuðum nótum og verið
hefm-. Við teljum rekstrarhorfur góðar, enda hefur
afkoma þessarar deildar Básafells verið ágæt og
við ætlum að halda áfram á sömu braut. Við sjáum
góða afkomumöguleika í þessum rekstri en ætlum
hinsvegar ekki að reisa okkur hurðarás um öxl. Við
höfum keypt talsvert af hráefni á markaði og verið í
beinum viðskiptum við báta og munum væntanlega
halda því áfram. Síðan munum við í framhaldinu
skoða kvótakaup. Kvóti er mjög dýr og bankamir
viðhafa mjög stífar lánareglur gagnvart kvóta-
kaupum og það er erftitt að fá stuðning til þeirra.“
Byggðakvótinn eyrnamerktur
Flateyri
Hinrik segir að sá byggðakvóti sem eymamerkt-
ur var Flateyri sl. sumar hefði verði gott veganesti í
þessum rekstri. ísafjarðarbær fékk úthlutað 387
tonna byggðakvóta sl. sumar, þar af var Flateyri
ætlað að fá 115 tonn, Suðureyri 102 tonn og Þing-
eyri 170 tonn. Bæjarstjóm Isafjarðarbæjar ákvað
hinsvegar að ráðstafa öllum byggðakvótanum til
Þingeyrar. Hinrik segir að þó búið sé að ráðstafa
kvótanum ætli Flateyringar að láta reyna á réttar-
stöðu sína í þessum efnum. „Þessi kvóti var eyma-
merktur Flateyri í þeim úthlutunarreglum sem
lagt var af stað með. Uppruninn er því sannarlega
frá Flateyri. Þarna er verið að úthluta hreinum
fjármunum í formi kvóta og það getur vai-la verið
réttlætanlegt að mismuna byggðarlögum hvað
þetta varðar. Þegar byggðakvótanum var úthlutað
á Þingeyri varaði ég við þeirri aðgerð og vildi að
þessi ráðstöfun yrði ígrunduð mun betur. Það var
því miður ekki gert og ég tel að þessi ráðstöfun hafi
skapað fleiri vandamál en hún leysti,“ segir Hinrik.
Goshætta í
Eyj afj allaj ökli
Bolungarvík
*------------
Atta hús
^ rýmd
ALMANNAVARNANEFND Bol-
ungarvíkur ákvað um kl. 18 í gær að
rýma sex hús við Dísarland og tvö hús
við Traðarland vegna snjóflóðahættu.
Olafur Kristjánsson bæjarstjóri sagði
að mikið fannfergi hefði verið allt irá
hádegi í gær og fram eftir kvöldi og
sett niður ótrúlega mikinn snjó. Því
hefði verið ákveðið að grípa til þess að
rýma húsin að höfðu samráði við sér-
fræðinga Veðurstofunnar. Að sögn
Ólafs er fylgst vel með þróun mála en
hann kvaðst þó ekki gera ráð fyrir að
rýma þyrfti fleiri hús.
—------------
Fundir WTO
Tillögur Is-
lands í drögum
að yfirlýsingu
TILLÖGUR sem íslensk stjórnvöld
hafa lagt fram á vettvangi Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar (WTO) eru
komnar inn í drög að yfirlýsingu
ráðherrastefnunnar, sem nú stend-
ur yíír í Seattle. Halldór Asgríms-
son utanríkisráðherra flutti ræðu á
fundinum í fyrrakvöld og fagnaði
því að tillögur Islendinga í þessu
máli væri að finna í drögum.
Halldór sagði það skoðun sína að
•iðildarríki WTÓ yrðu að halda
áfram á braut sinni til aukins
frjálsræðis í heimsviðskiptum með
því að afnema viðskiptahindranir
og ætti það jafnt við um landbúnað,
þjónustuviðskipti og iðnvarning.
Kuldinn
gleymist í
hita leiksins
NOKKUÐ kalt hefur verið í höfuð-
borginni undanfarna daga og því
hafa höfuðborgarbúar þurft að
klæða sig vel til að halda á sér hita.
Þessum ungu drengjum virðist
hinsvegar ekki vera kalt enda
gleymist allt slíkt í hita leiksins.
NÝLEGAR niðurstöður úr mæling-
um jarðvísindamanna við Eyjafjalla-
jökul benda til þess að kvika safnist
nú fyrir á um 5-10 kílómetra dýpi á
afmörkuðu svæði undir sunnanverð-
um jöklinum. Haldi þessi atburðarás
áfram gæti það leitt til goss og því
verður fylgst náið með framvindu
mála.
Ragnar Stefánsson, forstöðumað-
ur jarðeðlissviðs Veðurstofunnai-,
segir tíða smáskjálfta hafa verið
áberandi undir Eyjafjallajökli í
haust. Þar hefur einnig orðið landris
og miðja þess virðist sunnarlega í
jöklinum.
Að sögn Ragnars er nú ekki síður
þýðingarmikið að fylgjast með þró-
uninni í Eyjafjallajökli en Mýrdals-
jökli. Hann segir atburðarásina ekki
vera komna á það stig ennþá að gos
sé beinlínis yfirvofandi, en þó sé rétt
að hafa allan vara á.
Árið 1994 var álíka þróun í gangi
sem ekki lauk með gosi, en að sögn
Ragnars er að mörgu leyti meiri
virkni á svæðinu núna en þá var.
Gas streymir
frájöklinum
í Eyjafjallajöklinum hafa menn
orðið varir við talsverða gasmyndun.
Að sögn Ragnars er þessi gasmynd-
un ákveðin vísbending um að ekki sé
djúpt niður á þykkfljótandi kviku
sem nálgist yfirborðið það mikið að
það sjóði upp af því. Frá þessum
massa losni kvikuefni sem fari upp á
yfirborðið.
I dag verður fundur í Vík á vegum
Almannavarna. Á fundinn fara þrír
vísindamenn frá Vatnamælingum,
Norrænu eldfjallastofnuninni og
Raunvísindastofnun Háskólans, til
að spjalla við heimamenn um þessa
atburðarás.
Reykjavík fær hæsta
menningarstyrk
Raddir
Evrópu fá
26 milljónir
REYKJAVÍK menningarborg
Evrópu árið 2000 hlaut í gær hæsta
mögulega styrk úr CONNECT-sjóði
Evrópusambandsins til verkefnisins
Raddir Evrópu. Styrkurinn er
350.000 evrur eða sem svarar um 26
milljónum íslenskra króna en áður
hafði verkefnið hlotið fjögurra
miHjóna undirbúningsstyrk, svo
heildarstyrkurinn nemur um 30
milljónum króna.
Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað
er úr CONNECT-sjóðnum en honum
er ætlað að styrkja samskipti
Evrópuþjóða á menningarsviðinu og
er ekki einungis tengdur menningar-
borgunum, svo ljóst er að margir eru
um hituna. Ur sjóðnum er úthlutað
styrkjum að upphæð á bilinu
100.000-350.000 evrur, eða 7,5-26
milljónir króna. Sótt var um hæsta
styrk, 350.000 evrur, til Radda
Evrópu og Tim Hemmings, stjómar-
maður í CONNECT-sjóðnum, stað-
festi í samtali við Morgunblaðið í gær
að ákveðið hefði verið að úthluta
þeii-ri upphæð til verkefnisins. Hann
sagði að alls hefðu borist 240 umsókn-
ir og af þeim yrði 31 verkefni styrkt.
Umsókn Radda Evrópu hefði upp-
fyllt öll sett skilyrði og að mati óháðra
sérfræðinga sem fengnir voru til að
meta gæði verkefnanna væri um
framúrskarandi verkeíhi að ræða.
Gífurleg viðurkenning
fyrir Island
Raddir Evrópu er viðamesta sam-
starfsverkefni menningarborga
Evrópu árið 2000 og er því stjómað af
Reykjavík menningarborg. Níutíu
ungmenni, tíu frá hverri hinna níu
menningarborga, mynda kórinn
Raddir Evrópu. Undirbúningur hófst
á Islandi fyrir um tveimur áram og
mun hópurinn hittast í fyrsta sinn hér
ásamt kórstjóram frá hveiju landi
milli jóla og nýárs. Á gamlárskvöld
syngur kórinn ásamt Björk Guðmun-
dsdóttur í Perlunni undir stjóm Þor-
gerðar Ingólfsdóttur, en hún er aðal-
stjómandi Radda Evrópu. Þá verður
eitt laganna sent beint út til um
tveggja milljarða sjónvarps-
áhorfenda um heim allan. Næsta
sumar æfir kórinn saman dagskrá
sem framflutt verður í Hallgríms-
kirkju í ágúst og síðan verða menn-
ingarborgimar heimsóttar ein af
annarri.
Þórann Sigurðardóttir, stjómandi
Menningarborgarinnar, segir styrk-
veitinguna gífurlega viðurkenningu
fyrir Island, þar sem styrkurinn sé sá
stærsti sem nokkur menningarborg
fær úr sjóðnum en einungis tvö önnur
verkefni sem tengjast menningar-
borgunum fengu styrk.
on
11. - 19. JANÚAB 2000
Ævintýraferð x,
í upphafi nýrrar aldar samvHrZferðir
"I bókunarsími 569ÍOIO Landsýn