Morgunblaðið - 03.12.1999, Page 54

Morgunblaðið - 03.12.1999, Page 54
.54 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING HEL GIBENEDIK TSSON Hjónin Helgi Benediktsson og Guðrún Stefánsdóttir á hátíðarstund við Landakirkju árið 1956. Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Helga Benediktssonar, eins mesta athafnamanns í Vest- mannaeyjum á þessari öld. Hann fæddist 3. desember 1899 að Grenj- aðarstað í Aðaldælahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu og var óskilgetinn. Faðir hans var Benedikt Kristjáns- son, ráðsmaður þar á prestsetrinu, frá Snæringsstöðum í Svínavatns- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu, - síðar skólastjóri á Eiðum og lengi bóndi á Þverá í Öxarfirði í Norður- Þingeyjarsýslu, - mikilhæfur maður. Móðirin var Jóhanna Jónsdóttir, vinnukona á staðnum. Hún var af þingeyskum ættum og talin vel gef- in. Hún hafði þá nýlega skilið við eig- inmann sinn og varð að sjá á bak börnum sínum vegna aðstöðuleysis. Hún var heilsulítil og dó árið eftir að Helgi fæddist, á 37. aldursári. Hálfsystkini Helga, samfeðra, voru: Stefán, f. 12.7. 1914; Sigur- björg, f. 2.4. 1916; Kristján, f. 21.7. 1917; Rósa, f. 1.8. 1918; Eva, f. 7.10. 1921, og Sigurveig, f. 6.9.1923. Hálf- systkini hans, sammæðra, voru: Hallgrímur, lögregluþjónn í Arindal í Noregi, og Arnþór, verkamaður í Reykjavík, Jakobssynir. Að móður Helga látinni var honum >J«omið í fóstur til hjónanna Sigtryggs Péturssonar og Hólmfríðar Magnús- dóttur á Húsavík, en hann var þeim óskyldur. Ólst hann upp hjá þeim á Húsavík. Þau voru efnalítil, einkum eftir að á Sigtrygg féllu víxlar, sem hann hafði af greiðvikni ábyrgst, við banka á Akureyri. Ekki urðu þau samt svo fátæk, að mat skorti. Bar Helgi ævilangt mikla virðingu fyrir minningu þeirra. Hann sá vel um, að þeim yrði ekki févant í elli þeirra, en þau áttu enga forsjármenn aðra en hann og Kristbjörgu Þorbergsdótt- ur, sem þau ólu upp ásamt honum. Hún var lengi matráðskona við Landspítalann í Reykjavík, vel virt kona í starfi og góðum gáfum gædd. Gagnkvæm velvild var jafnan með þeim fóstursystkinunum. Helgi byrjaði snemma að vinna og leggja til heimilisins. Sumarið 1916 var hann 314 mánuð landmaður við sjávarútveg í Flatey á Skjálfanda þar sem hann fékk 60 kr. á mánuði og frítt fæði. Vorið og fram í miðjan júlí sumarið 1917 vann hann við vegavinnu, en þá hóf hann störf við kolanámu á Tjörnesi, en hann segir m.a. svo frá í dagbók sinni frá þessu tíma: „16. júlí fór ég að vinna í kola- námu Landsjóðs á Tjörnesi og hafði «þar kr. 7,00 á dag og þurfti þar af að borga fæði kr. 1,75 á dag. Þetta kaup hafði ég þar til í október þá lækkaði það ofan í kr. 4,25 á dag og frítt fæði. Seint í nóvember var Húsvíkingum og Tjörnesingum sagt upp vinnunni, fyrir vöntun á sprengiefni." Með námi vann hann við kolanámuna og þróuðust mál þannig að hann fór að selja kol. Bemsku- og æskustöðvar Helga voru honum mjög kærar alla tíð og velgengni íbúanna þar mikið áhuga- mál hans. Þessi áhugi hans og rækt- arsemi við æskustöðvamar kom ber- lega í ljós þegar atvinnulausir Húsvíkingar sóttu á vertíð til Vest- mannaeyja á kreppuáranum, þá , T greiddi hann götur þeirra svo um munaði. Arið 1941 þurfti kaupmannsfjöl- skylda, sem hafði verið góður granni hans og fósturforeldranna á Húsa- vík, að selja miklar húseignir og lóð- ir. Hann brá við og keypti eignirnar og greiddi strax. Var þetta mikill vinargreiði, því hann hugsaði sér ekki að hagnýta þær í ábataskyni. Litlu seinna bauð hann Kaupfélagi Þingeyinga eigninar, án verðhækk- unar, með aðgengilegum greiðslu- skilmálum, og keypti félagið þær. Þetta kom félaginu vel, því fasteign- "*irnar lágu að aðalathafnasvæði þess og veittu félaginu æskileg skilyrði til aukinna umsvifa. Tæplega tvítugur að aldri fluttist Helgi Benediktsson frá Húsavík, fé- lítill en fullur eldmóðs og bjartsýni. Fyrirheitna landið var Vestmanna- eyjar. Árið 1920 fluttist Helgi Benedikts- 'son til Vestmannaeyja og hóf þar verslun sama ár jafnframt því sem hann stundaði nám við Samvinnu- skólann, en þaðan útskrifaðist hann 1921. Hann hóf útgerð 1925, kúabú (Hábæjarbú) rak hann frá 1929 og lét reisa Hótel HB 1949, sem hann rak alla tíð. Verslunarsaga Helga spannar hálfa öld. Hann hóf verslunarrekstur í kjallaranum í Miðgarði, Vest- mannabraut 13a, og þar með hófst ferill fjölhæfs athafnamanns sem átti eftir að marka varanleg spor í sögu Eyjanna. Það er táknrænt að yfir dyram fyrstu verslunar Helga hafði hann skráð: „Það besta er ekki of gott.“ Árið 1925 hóf hann verslunar- rekstur í Verslunarfélaginu við Njarðarstíg, síðan rak hver verslun- in aðra, Kaupangur við Vestmanna- braut; Bjarmi (3 verslanir) við Mið- stræti, en þá verslun rak Guðrún eiginkona Helga eftir lát hans allt fram að gosi 1973; Vosbúð við Strandveg; Heimir við Heiðarveg; Hótelbúðin við Heiðarveg, verslunin Hásteinsvegi 39 og verslunin (Krata- búðin) Skólavegi 2, er þessi upp- talning ekki tæmandi. Auk þess rak hann saumastofu og sá ýmsum versl- unum í Reykjavík fyrir margskonar varningi á stríðsáranum og eftir stríð þegar erfitt var um öflun efnis í fatnað o.fl. þess háttar. Útgerð Árið 1925 hófst nýr þáttur í lífi Helga Benediktssonar. Þá eignast hann hlut í sínum fyrsta vélbát, en það var Auður VE 3, 15 brl., sem hann lét smíða í Eyjum. Aðrir eig- endur Auðar vora þeir Ágúst Jóns- son og Kristján Sigurðsson, Vest- mannaeyjum og Þórður Magnússon, Reykjavík. Helgi eignaðist síðan bát- inn einn og átti hann til ársins 1948. Sama ár, þ.e. 1925, eignaðist hann hlut í Freyju VE 260 ásamt þeim Björgvini Vilhjálmssyni og Hannesi Hanssyni, Vestmannaeyjum. Bátur- inn strandaði við Landeyjasand 30. mars 1927. Tveir menn fórast en sex menn björguðust. Árið 1929 lét Helgi smíða Skíð- blaðni VE 287,16 brl., í Vestmanna- eyjum. Skíðblaðni átti hann til ársins 1950. Sama ár, þ.e. 1929, eignaðist hann 69 brl. stálbát með 120 ha gufu- þjöppuvél, sem smíðaður hafði verið í Noregi 1902. Þessi bátur hlaut nafnið Gunnar Ólafsson VE 284. Seldi hann bátinn 1933. Aðrir bátar í eigu Helga á þessum áram vora; Blakkur VE 303, 27 brl. (sm.ár 1895); Bliki VE 143, 22 brl. (sm.ár 1922); Enok VE 164, 11 brl. (sm.ár 1912); Leó VE 249, 18 brl. (sm.ár 1919); Sigga VE 142, 5 brl. (sm.ár 1909) og Tjaldur VE 225, 15 brl. (sm.ár 1919) Á þessum árum beitti Helgi sér mjög fyrir og hafði forgöngu um inn- lendar skipasmíðar. Sést það best á því að hann lét smíða marga af bát- um sínum og skipum í Eyjum. Áður hefur verið getið um Auði VE 3 og Skíðblaðni VE 287, en árið 1935 lét hann smíða Mugg VE 322, 39 brl., Helga VE 333 árið 1939, 119 brl., sem þá var stærsta skip er smíðað hafði verið á landinu og Helga Helgason VE 343 árið 1947, það skip er stærsta tréskip, 188 brl, sem smíðað hefur verið á landinu. Af öll- um skipum Helga Benediktssonar munu Helgi VE 333 og Skaftfelling- ur VE 33, sem hann keypti árið 1939, vera frægust. Þessi skip sigldu öll seinni stríðsárin með ísfisk til Bret- lands og ýmsar nauðsynjar, t.d. byggingarefni, kol og salt, heim til Eyja. í skiprúm þessara skipa svo og annarra í eigu Helga völdust úrvals skipstjórnarmenn og sjómenn. Hall- grímur Júlíusson var með Helga VE 333 öll stríðsárin, fyrst sem stýri- maður en síðan skipstjóri. Helgi VE fór flestar ferðir íslenskra skipa með ísfisk til Bretlands á þessum áram. Var Hallgrímur heiðraður sérstak- lega 1946, í Fleetwood, fyrir þessar ferðir. Ásgeir M. Ásgeirsson, sem síðar var kenndur við Sjóbúðina á Granda, og Páll Þorbjörnsson, sem hafði verið stýrimaður hjá Ásgeiri, vora með Skaftl'elling VE 33. Fræg varð sigling Skaftfellings í ágúst 1942 þegar Páll og skipshöfn hans bjargaði 52 kafbátsmönnum frá bráðum háska.-Helgi var stoltur af þessum mönnum sínum og þeim mun meiri var harmur hans þegar Helgi VE 333 fórst við Faxasker 7. janúar 1950 ásamt 7 manna áhöfn og þrem- ur farþegum. Meðal farþega var Arnþór Jóhannsson frá Siglufirði, skipstjóri á Helga Helgasyni VE 343. Állir þessir menn vora í miklum metum hjá Helga Benediktssyni. Árið 1950 keypti hann v/s Odd VE 353, 245 brl. fiutningaskip, sem smíðað var úr fura 1948. Hann strandaði 1957 kjölbrotnaði og var talinn ónýtur. Fimm báta lét Helgi smíða í Sví- þjóð en þeir vora: Frosti VE 363 árið 1954, 54 brl.; Fjalar VE 333 árið 1955, 49 brl.; Hildingur VE 3 árið 1956, 56 brl; Gullþórir VE 39 árið 1959, 58 brl. og Hringver VE 393 ár- ið 1960, 126 brl. stálskip. Hringver VE er síðasta skipið sem Helgi lét smíða og gerði út. Hringver VE sökk á Síðugrunni í janúar 1964 og bjarg- aðist áhöfnin í gúmþjörgunarbát og þaðan um borð í Árna Þorkelsson KE. Aðstoð við húsbyggjendur I ársritinu Bliki frá 1969 rekur Þorsteinn Víglundsson baráttu sína fyrir byggingu gagnfræðaskólans (1946-1956) í Eyjum, en þar vora mörg ljón í veginum. Það var erfitt um lán, efniskaup, stuðning ráða- manna eða aðra fyrirgreiðslu. I þess- ari gi’ein segir Þorsteinn m.a.: „Sparisjóður Vestmannaeyja lánaði fé til framkvæmdanna þetta haust. Þar spyrnti fulltrúi andspyi’nunnar við fæti efth- getu, en ég naut drengi- legs stuðnings hinna í stjórn Spari- sjóðsins, og þó sérstaklega Helga Benediktssonar, sem studdi bygg- ingarmál skólans af fremstu getu.“ Á árunum 1950-1953 hófst upp- bygging vesturbæjarins, vestan Heiðarvegar og sunnan Hásteins- vegar. Flestir voru tvö til þrjú ár að koma upp húsum sínum og unnu mikið við þau sjálfir, auk þess sem þeir nutu sjálfboðavinnu vina og kunningja. Margir íbúðabyggjenda áttu í basli og fengu litla fyrir- greiðslu í eina bankanum sem var í Eyjum, Útvegsbankanum. Spari- sjóður Vestmannaeyja kom þá oft til bjargar og lánaði þeim sem stóðu vel að verki. Einnig leituðu húsbyggj- endur til Helga Benediktssonar og fóra ekki bónleiðir til búðar. Helgi Benediktsson lánaði á tíma- bili mikið af vörum til uppbyggingar í Eyjum og mun mega þakka honum hve greiðlega bygging vesturbæjar- ins gekk. Hann flutti inn byggingar- efni frá Englandi og lánaði hús- byggjendum, hverjum sem hafa vildi, til lengi-i eða skemmri tíma. Það standa því margir Vestmanna- eyingar í ómetanlegri þakkarskuld við hann frá þeim tíma. Skömmu eftir stríðið flutti Helgi inn eina fyrstu steypuhrærivélina, sem flutt var til landsins og nýttist hún vel við þá uppbyggingu er átti sér stað á þessum tíma, en áður var allt hrært í höndum. Einn er sá þátt- ur í fari Helga Benediktssonar sem fæstum er kunnur, enda fór hann sjálfur dult með það, en það var hjálpsemi hans við þá sem minna máttu sín. Kunnur maður, sem starf- aði um árabil hjá Helga, tjáði þeim er þetta skráir, að Helgi hefði falið sér það verkefni um hver jól að færa þeim fjölskyldum sem bágast vora staddar jólaglaðning. Vora það bæði matvæli, kol og aðrar vörar úr versl- unum Helga. Mátti maðurinn ekki geta þess hver sendandinn var. Ritstörf Helgi Benediktsson var annálaður penni og átti létt með ritmennsku. Hann hóf snemma ritstörf, eða 1911 er hann var í skóla norður á Húsavík. Þar gaf hann út handskrifað blað sem hann kallaði Dagrenningu. Árin 1912 og 1913 gaf hann út handskrifað máðnaðarblað sem hann nefndi Víði. Þessum blöðum dreifði hann til skólafélaga sinna til aflestrar og era flest þessara blaða til enn. Strax á unglingsaldri hafði hann fagi’a rit- hönd sem hann þroskaði stöðugt svo úr varð listaskrift. Hann lagði mikla rækt við málið og þoldi illa ambögur eða útlendar slettur í móðurmálinu. Helgi ritstýrði Framsóknarblaðinu í Vestmannaeyjum 1948-1953 og síðan eigin blaði, Framsókn, sem var bæj- armálablað, í fimm ár, frá 1954. Hann ritaði fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um sjávarútvegs- og atvinnumál og stjórnmál. Greinar hans um stjórnmál þóttu beinskeytt- ar og hugnuðust ekki öllum. Fræg- astar munu þó afmælis- og eftir- mælagreinar hans, en eftir þeim var sérstaklega tekið fyrir það hve vel hann hélt þar á efni. Hann skrifaði geysilega mikið af sendibréfum, einkum á seinni árum. Mörg þessara bréfa vora mjög löng, rituð til einhvers nafngreinds við- mælanda og tilefni fram tekið og rætt, en þar að auki gammurinn lát- inn geisa í víðernum hugans. Bréfin bera vott um mikla ritleikni, þekk- ingu á bókmenntum og sögu, frá- bæru minni um menn og málefni. Ymiss atvik, skopleg eða alvarleg, era þar rakin og notuð sem dæmi- sögur og lagt útaf þeim. Af sérstakri reglusemi varðveitti hann afrit af öll- um bréfum, sem hann skrifaði og öll bréf sem honum bárast, í einstak- lega aðgengilegu og vel búnu safni. Þetta bi’éfasafn er nú varðveitt í skjalasafni Þingeyinga Húsavík. Helgi Benediktsson þótti góður tækifærisræðumaður, stuttorður, gagnorður og samlíkingafrjór. Minni hans var ótrúlega sterkt á smátt og stórt. Hann las mikið og varð með árunum víðlesinn og fróður. Hann vai’ t.d. mjög ljóðfróður og kunni meðal annars Einar Benediktsson að miklu leyti. Trúnaðarstörf Auk þess sem áður er getið gegndi Helgi Benediktsson ýmsum trúnað- arstörfum í Vestmannaeyjum og lýs- ir það nokkuð elju hans og atorku- semi. Verður hér vitnað til bókarinnar Islenzkir samtíðai’menn, sem kom út 1964, en þar segir m.a.: „Einn stofnenda og í stjórn Neta- gerðarVestmannaeyja. I stjórn Isfé- lags Vestmannaeyja um langt skeið. Einn af stofnendum Lifrarsamlags Vm., Olíusamlags Vm., Isfiskssam- lagsins, Vinnslustöðvarinnar í Vm. og í stjórn hennar, Verslunarfélags Vm., Fiskverkunarstöðvarinnar Stakkur h.f., Olíuf. h.f., Eyjabíós h.f. og formaður stjórnar þar. Meðeig- andi fyi’irtækisins Þórður Sveinsson & Co. 1924-1929. Einn af stofnend- um og í stjórn Vinnuveitendasam- bands VM., Félags matvöraverslana í Vm., Verslunarmannafél. Vm., Fé- lags kaupsýslumanna í Vm., og í stjórn félaganna, Bílasmiðjan s.f.. Rak um skeið kola- og saltverslun (Kolasalan s.f.) í félagi við annan. Einn af stofnendum ísl. endurtrygg- ingar. í hafnarnefnd VM. 1926, - for- maður 1950-1954. Form. Búnaðarfél. Vm. 1942-1952. Einn af stofnendum Stéttarsambands bænda og sat stofnfund á Laugarvatni og Hvann- eyri. Einn af stofnendum Framsókn- arfél. Vm. 1938 og form. fulltrúar- áðsins 1938-1954. Bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar 1950-1954, en neitaði endurkjöri. í stjórn bæjarút- gerðar Vm. 1950-1954. Sat í fjár- hagsnefnd, rafmagnsnefnd o.fl. nefndum. Fulltrái á Fiskiþingi 1945. Ritari í héraðsnefnd Lýðveldiskosn- inganna 1944. I miðstjórn Fram- sóknarfl. 1944-1956. Einn af stofn- endum Innkaupastofnunar Landsambands ísl. útvegsmanna, Flugfél. íslands, Fisksölusamlags Vm., 1926, Fiskifélagsdeildar Vm., Innkaupasamtaka vefnaðarvöra- kaupmanna og í stjórn. Aðalfor- göngumaður um stofnun Sparisjóðs Vm. 3. des. 1942 og í stjórn fyrstu 15 árin. Sá um afgreiðslu Skipaútgerð- ar ríkisins uns hafnarsjóður Vm. tók við. Einn af stofnendum Byggingar- samvinnufél. Vm. og framkvæmda- stjóri þess um skeið. Einn af stofn- endum Tónlistarfélags Vm.“ Helgi Benediktsson var einn af stofnendum félagsskapar sem barð- ist fyrir útvíkkun landhelginnar. Fé- lagið var stofnað 6. mars 1951 og hét Landhelgisvarnarfélagið, varð Helgi fyrsti og eini formaður þess. I fyrstu fundargerð félagsins segir svo: „Sjávarútvegur hefir frá fornu fari verið annar uppistöðuatvinnuvegur Islendinga, og nú um langt skeið sá atvinnuvegurinn sem stendur aðal-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.