Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 6

Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Minnihlutinn í Hveragerði gagnrýnir sölu á rafveitu bæjarins Islands- Málið illa undirbúið ÁRNI Magnússon, Framsóknar- flokki og Knútur Bruun, Sjálfstæðis- flokki, mótmæltu á bæjarstjómar- fundi í fyri’adag sölu Hveragerðisbæjar á di’eifíkerfi raf- veitunnar til Rarik. Bæjarfull- trúarnir segir hagstæðari tilboð hafa borist og er það skoðun Ái’na að illa hafi verið að málum staðið. Knútur hefur kært fundinn til félagsmála- ráðherra. Árni segir að meirihluti bæjar- stjórnar hafi gengið til viðræðna við Rarik umfram það sem var gert við aðra. Góð tilboð hafi borist frá Sel- fossveitum og Orkuveitu Reykjavík- ur, sem hann hafi kynnt fundinum. Engu síður hafi verið gengið til samninga við Rarik án þess að kanna til hlítar hvað í tilboðunum fælist. Fundurinn kærður Rétt hefði verið að fresta málinu og láta óvilhallan aðila yfirfara kosti og galla tilboðanna. „Pað er gengið til samninga við þann eina aðila sem ætlar sér að hækka orkuverðið," segir Árni og kveður málið snúast um hvort orkuverði verði haldið óbreyttu, það lækkað, eða bæjar- búar látnir taka þátt í kaupum Rarik með hækkun raforkuverðs. Knútur Bruun segir önnur tilboð hafa verið hagstæðari en tilboð Rarik. „Mér finnst vinnubrögðin í kringum þetta forkastanleg og er þeirrar skoðunar að það hafi verið búið að semja við Rarik fyrir alllöngu," segir Knútur. Tilboð hafi borist sem skiluðu neyt- endum um 15-20% lægra raforku- verði, auk þess að skila verulegum fjárupphæðum í bæjarsjóð. Knútur kærði fundinn til félags- málaráðherra, en hann segist ekki telja lagaskilyrði fyrir því að ákveðið var að hafa fundinn lokaðan. Megin- reglan sé sú að fundir bæjarstjórnar séu opnir og að sínu mati hafi ekki verið ástæða til að hafa fundinn lok- aðan. Það er álit Knúts að þegar Sunn- lensk orka var stofnuð fyrir um ári hafi þegar verið búið að ganga frá að kæmi sala rafveitunnar til, gengi Rarik fyrir. „Það eru tvímælalaust tengsl þarna á milli,“ segir Knútur. En Rarik er einn eigenda Sunn- lenskrar orku sem hyggur á virkj- anaframkvæmdir í nágrenni Hvera- gerðis. Hreinn Loftsson stjórnar- formaður Baug’s HREINN Loftsson hri., formaðui’ framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu, tekur við stjómarformennsku í Baugi hf. af Óskari Magnússyni hri. sem lætur af stöi-fum hjá félaginu í árslok. Formlega verður gengið frá kosningu nýs stjómarformanns á næsta stjómarfundi félagsins, sem haldinn verður þriðjudaginn 7. des- ember nk. Hreinn hefúr setið í stjóm Baugs frá stofnun félagsins. I samtali við Morgunblaðið segir Hreinn það hafa legið beinast við að stjómarmaður tæki við formennsku í stjóm félagsins. „Þó að ég verði ekki í fullu starfi sem stjómarformaður eins og forveri minn hefur verið, þá mun ég ásamt forstjóra og aðstoðarfor- stjóra fyrirtældsins mynda fram- kvæmdastjóm sem mun hittast viku- lega. Það verður skýr verkaskipting á milli okkar. Ég mun áfram sinna störfum mínum sem lögmaður og for- maður íramkvæmdanefndar um einkavæðingu og stjómarformennska í Baugi stangast ekki á neinn hátt á við þau störf mín,“ segir Hreinn. Hreinn er sjálfstætt starfandi lög- maður og einn af eigendum Lög- manna Höfðabakka. Áður gegndi hann störfum aðstoðarmanns ráð- herra í viðskipta-, utanríkis- og sam- gönguráðuneytum og var aðstoðar- maður forsætisráðherra árin 1991-1992. Hreinn hefur verið for- maður framkvæmdanefndar um einkavæðingu frá árinu 1992 og einn- ig gegnt fjölda annarra trúnaðar- starfa. Hann hefur setið í stjórnum fyrirtækja, þ.á m. Vífilfells, Þórs- brunns, Sólar-Víkings, Hvíta hússins og ísvás. Halldór Ásgrímsson og Jón Marvin Jónsson ræðast við í boðinu. Fjölmennt var í boðinu í Norræna safninu en um 75 manns mættu þangað. Hitti / Islendinga í Seattle HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hitti ís- lendinga búsetta í Seattle í boði sem haldið var í norræna safninu í Seattle. Sjötíu og fimm manns mættu á samkomuna en auk Halldórs sóttu hana þeir Sigurgeir Þorgeirs- son og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, sem nú sitja fund Heimsviðskiptastofnunarinnar. Áttu þeir í nokkr- um erfiðleikum með að komast á staðinn vegna fjölmennra mótmæla í borginni en það hafðist þó að lokum. Það var Jón Marvin Jónsson, ræðismaður Is- lands í Seattle, sem sá um skipulagningu boðsins en veitingar voru í höndum Valdimars Bjarnason- ar er rekur veitingastaðinn Valdísi í Ballard við Seattle. 1 THE COMPLETE CHRISTMAS BOOK 1.895 _______________|kr. Chocolate Ecstasy Sannkölluð jólahandbók fjölskyldunnar, sneisafull af jólaföndri, heimatilbúnum gjöfum og mataruppskriftum. Meira en 500 Litmyndir. Country Erlendar bækur daglega Eyinundsson Austurstræti 511 1130 • Kringlunni 533 1130 • Hafnarfirði 555 0045 Islensk kvik- myndahátíð í New York ÍSLENSKA kvikmyndahátíðin í New York hefst í dag, þriðjudag, á upphafi landafundahátíðar í Banda- i-fkjunum. Hátíðin hefst með sýn- ingu kvikmyndar Guðnýjar Hall- dórsdóttur Ungfrúin góða og húsið. Á hátíðinni verða sýndar íslenskar kvikmyndir frá síðustu árum: Dans- inn eftir Ágúst Guðmundsson, Popp í Reykjavík, eftir Ágúst Jakobsson, Sporlaust og Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson og Stikkfrí eftir Ara Kristinsson. Þá verða sýndar fjórar af kvikmyndum Friðriks Þórs Friðrikssonar: Börn náttúrunnar, Bíódagar, Rokk í Reykjavík og Cold Fever. Islenskir kvikmyndaleik- stjórar munu taka þátt í hátíðinni. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur opn- unina og mun eiga viðræður við for- ystufólk í bandarískum kvikmynda- iðnaði og fjölmiðlafyrirtækjum um það með hvaða hætti ísþensk bók- menntaarfleifð, einkum íslendinga sögur, og einnig íslenskar samtíma- bókmenntir, gætu orðið undirstaða kvikmynda, sjónvarpsþátta og fræðsluefnis vestanhafs. Forsetinn flytur ávarp í hádegis- verði Íslensk-ameríska verslunar- ráðsins í dag. Á þeim fundi mun Kári Stefánsson forstjóri flytja er- indi um Islenska erfðagreiningu. póstur hækkar gjaldskrá 1. janúar ÍSLANDSPÓSTUR hækkar um næstu áramót gjaldskrá fyrir póst- þjónustu innanlands. Auk hækkunar á innanlandsgjaldskrá fyrir almenn- an bréfapóst hækkar verð ýmissa sérflokka póstþjónustu s.s. blöð og tímarit, fjölpóstur, ábyrgðarbréf og bögglar til útlanda. Hækkun sem samsvarar um 6,5% tekjuauka fyrir Islandspóst á kom- andi ári er í flestum þyngdarflokkum á bilinu 4-8%. Við hækkunina hækk- ar verð fyrir 20 g bréf innanlands um 5 krónur, í 40 krónur. í fréttatilkynningu segir: „Gjald- skrá fyrir almenn bréf innanlands var síðast hækkuð í júní árið 1996. Síðan þá hefur orðið um 9,3% raun- lækkun á þessum flokki póstþjón- ustu miðað við þróun neysluvísitölu. Þá hafa samningsbundin laun starfs- manna íslandspósts hækkað um 21% frá því að síðustu kjarasamningar voru undirritaðir í júlí 1997. Árlegur launakostnaður íslandspósts er um 2,2 milljarðar króna, um 60% heild- arútgjalda fyrirtækisins. Þrátt fyrir þessa hækkun verða póstburðargjöld innanland áfram lægri á Islandi en í flestum ná- grannalöndum okkar. Verð á 20 g bréfi innanlands er til dæmis 40 kr. í Danmörku, 43 kr. í Svíþjóð, 44 kr. í Finnlandi en 37 krónur í Noregi.“ Hækkunin tekur ekki gildi fyrr en 1. janúar nk. og hefur þar með engin áhrif á nærri 4 milljónir jólakorta sem landsmenn koma til með að senda á næstu vikum. Vann 40 milljónir í Víkingalóttói Fór til fímm barna móður VINNINGSHAFINN, sem vann 40 milljónir í Víkinga- lóttói, gaf sig fram á skrifstofu íslenskrar getspár í gæmorg- un með vinningsmiðann góða sem var 10 raða sjálfvalsmiði sem kostaði 250 krónur og keyptur var í söluturninum Miðvangi í Hafnarfirði. Vinn- ingsupphæðin er 39.077.763 krónur og verður hún greidd út í einu lagi eftir þrjár vikur eða þann 22. desember nk. Það var einstæð 5 barna móðir og amma í Hafnarfirði sem datt í lukkupottinn. I fréttatilkynningu frá íslenskri getspá segir að óhætt sé að segja að vinningurinn hafi far- ið á besta stað þar sem vinn- ingshafinn hafi ekki aðeins verið frá vinnu vegna veikinda að undanförnu heldur hafi tvö af börnum hennar átt við lang- varandi veikindi að stríða. „Það má því segja að vinning- urinn hafi farið þar sem hans er þörf og full ástæða til þess að samgleðjast þessum heppna Hafnfirðingi. Vinningshafinn sem hingað til hefur ekki haft mikið fé á milli handanna sér nú fram á bjartari daga í þeim efnum og þarf því ekki að kvíða elliáranna. Vinningshaf- inn óskar nafnleyndar og ætl- ar að halda vinningnum leynd- um fyrir börnum sínum þar til 22. desember þegar hann verður greiddur út.“ Þess má geta að fyrsti vinn- ingur er 6-faldur í Laugar- dagslottóinu og hann stefnir í 20 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.