Morgunblaðið - 03.12.1999, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 03.12.1999, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hlj óms veit á sýiiingii TOJVHST Háskðlabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Leifur Þórarinsson: Haustspil. Poulenc: Konsert f. 2 píanó. Mus- sorgsky: Myndir á sýningu. Anna Guðný Guðmundsdóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó; Sin- fóníuhljómsveit Isiands u. stj. Zuohuang Chen. Fimmtudaginn 2. desember kl. 20. LEIFUR Þórarinsson samdi hljómsveitarverk sitt Haustspil 1983, og virðist snemma hafa gælt við þá hugmynd að prjóna úr því sinfóníu, sem og varð, áður en hann lézt í fyrra. Upphafsverkið stendur þó áfram undir eigin nafni og var sem slíkt síðast flutt af Sinfóníuhljómsveit Islands 1988. Þetta er þétt samtvinnað og afar litríkt nútímaverk, borið uppi bæði af hnitmiðuðum raðtækni- vinnubrögðum Leifs frá fyrri ár- um og vaxandi tilfinningu hans fyrir hinu ljóðræna frá þeim síð- ari, ásamt fjölbreyttu stílvali og „ívitnunum", eins og hann kallaði, í minningar um eldri músík; aug- ljósast í Vorblót Stravinskys, sem raunar bregður víðar fyrir í öðr- um verkum Leifs líkt og erki- týpiskri „flashback“-glætu aftan úr fortíð. Beiting Leifs á kunnugu tón- máli í bland við afstrakt sýndi þroskaðan skilning hans á nauð- syn andstæðna og spennunar milli hins þekkta og óþekkta, sem maður saknar svo oft hjá yngri framsæknum tónskáldum, er ná fyrir vikið hvorki að halda athygli né að fá hið bezta út úr eigin hug- myndum. í vönduðum og blæ- brigðaríkum leik hljómsveitarinn- ar læddist sá grunur að manni, að hér sé eitt fremsta verk síðari áratuga í íslenzkum módernisma. Það var ekki aðeins vegna þess hvað þeim svipaði saman í útliti að Francis Poulenc (d. 1963) var kallaður „Fernandel tónlistar- heimsins", því í kvikmyndahlut- verki sínu sem klerkurinn lunkni Don Camillo gerðist franski gam- anleikarinn ljóslifandi eftirmynd af sjálfslýsingu Poulencs, munkur með götustrákseðli. Sagt er að Poulenc hafi verið eini meðlimur sexmenningahópsins svokallaða (Les Six) sem hélt tryggð við upphaflega stefnu frá 1920 um hispurslausan hreinleika í and- stöðu við impressjónisma fyrri kynslóðar og að ganga þess í milli hæfilega fram af fólki með fyndni, frekju og furðulegum uppátækj- um. Það er ekki undarlegt að Poulenc eigi vaxandi fylgi að fagna á seinni árum, því ef eitt- hvað er sjaldfundið í verkum hans, er það leiðinleiki. Þau rista ekki alltaf djúpt, en flest eiga þau sér fleti sem í krafti hrífandi músíseringar, hugmyndaauðgi og einskærrar lífsgleði ætla greini- lega að endast hlustendum von úr viti. Konsertinn fyrir tvö píanó og hljómsveit er frá 1932. Hann er meðal mest fluttra hljómsveitar- verka Poulencs, enda skortir hvorki fjör né líðandi lýrík í þessu tápmikla verki, sem liggur við að mætti kalla dívertimentó. Lítið fer fyrir úrvinnslu stefja, en bull- andi andagift og kerskni meira en bætir það upp með sannkallaðri eldflugnahríð skondinna hug- mynda. Hinn dreymandi milli- þáttur náði nærri kosmísku svifi í fisléttu hniti píanóanna og hljóm- sveitarinnar um himinhvolfin. Fínalinn átti stundum til að jaðra við hið banala, aðallega fyrir þá sök að ýmisskonar lánsfengur úr djassi og dægurlögum sem voru ný og fersk á tilurðartíma hafa síðan orðið útjöskun skemmtiið- naðar að bráð. Hvað sem því líður léku þær Anna Guðný og Helga Bryndís glimrandi vel, þó að þær hefðu kannski mátt láta hendur standa ívið meir og karlmennsku- legar fram úr ermum í lokaþætti. Hjómsveitin hélt góðu jafnvægi við slaghörpurnar undir glöggri stjórn Zuohuang Chens með snörpum og samtaka leik. Myndir á sýningu, „prógramm- svíta“ Modests Mussorgskys fyrir píanó við málverk vinar hans Victors Hartmanns, hefur reynzt meðal langþolnustu viðfangsefna á sinfóníutónleikaskrám allt frá því er Maurice Ravel orkestraði verkið 1923 að beiðni Serges Koussevitzkys. Og eflaust lítil furða að eitt innblásnasta verk frumlegasta tónskálds rússneskr- ar þjóðernisrómantíkur, í hljóm- sveitarútfærslu kannski snjallasta orkestra 20. aldar, skuli enn halda sínu, ef flutningur á annað borð stendur undir verulegum kröfum höfundanna til hljóm- sveitar og stjórnanda. Það er óhætt að segja, að Sin- fóníuhljómsveitin reyndist vand- anum vaxin. Tignarlegur lúðra- blásturinn í upphafsprómenöðunni hét þegar góðu um framhaldið, og átti hann undir lokin eftir að færast upp í einhvern magnaðasta pjáturleik sem maður hefur heyrt um langa hríð. Meðal eftinninnilegi’a þátta af mörgum mætti nefna dulúðug- an sikileyjardansinn í Gamla kastalanum og dillandi barna- skvaldrið í Tuilerie-garðinum, þó að Uxakerran næst á eftir hefði mátt vera hægari og þyngslalegri. Hljómsveitin beinlínis spriklaði af gáska í Kjúklingadansinum, og látúnsdeildirnar blésu hlustend- um stórbrotinn óhug í kvið í Katakombunum. Rússagrýlan eina og sanna lifnaði heldur betur við í gandreið Böbu Jögu, og sjaldan hefur maður heyrt aðra eins gullbryddaða viðhöfn í tónum og í Kænugarðshliðinu. I þessum upphafna lokaþætti sýndi hljóm- sveitin alla þá breiðtjaldsreisn sem sinfónískur ritháttur hefur upp á að bjóða, svo að þröngar fellingar Háskólabíós glenntust út í svimandi gímald. Hér var vel að verki staðið. Ríkarður Ö. Pálsson 0G VINDHELD IVIEÐ ÚTÖNDUN FRA REGAT1A 10.400 Teygjustroff á ermum Þessi Regatta-útivistarjakki meg rjf|áS nýtist þér allt árið. Ytrabyrðið með lausum flísjakka innan í er ákjósanleg vetrarflík. Flísjakkinn er líka góður einn og sér. Ytrabyrðið er góður regn- og vindjakki. AÐEINS 10.400 KRÓNUR. Litir: Beige/grátt, blátt/svart, rautt/svart og Ijósblátt/svart. SOLUAÐILAR: Reykjavík, Húsasmiðjan um allt land, Akrasport Akranesi, Kaupf. Borgfirðinga, Skipaþjónustan Ólafsvík, Hafnarbúðin Isafirði, Vísir Blönduósi, Skagfirðingabúð Sauðárkróki, KEA Hrísalundi Akureyri, KÞ Esar Húsavík, Kaupf. Héraðsbúa Egilstöðum, S.U.N. Búðin Neskaupstað, Kaupf. Austur-Skaftfellinga Höfn, Skóbúð Selfoss - Sportbær, Skeljungsbúðin Keflavík. REGN- Hetta m/skyggni í kraga Flísjakki (renndur innan í) Stillanleg teygja, neðst og í mittið Renndir vasar með stormflipa Sterkur rennilás og stormflipar yfir ÚTIVISTARVERSLUN FAXAFENI 12, SÍMI 533 1550 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9-18, LAUGARD. 6/12 ER OPIÐ 10-18 ÚTÖNDUN Tveir kórar í Arbæjar- kirkju REYKJALUNDARKÓRINN og Karlakórinn Stefnir verða með sameiginlega aðventutónleika í Ar- bæjarkirkju á sunnudag kl. 15. Reykjalundarkórinn syngur m.a. nokkur jólalög, negrasálm og af- rískt lag úr kvikmyndinni Amistad. Karlakórinn Stefnir mun einnig flytja nokkur jólalög og önnur verk eru m.a. Ave Maria eftir Gluck og Sofið rósir, íslenskt lag eftir Steingrím Birgisson. Kórarnir munu koma fram sitt í hvoru lagi, en einnig munu þeir syngja sameiginlega tvö lög í lok- in: Þakkarbæn og Ó, helga nótt. Undirleik annast Hjördís Elín Lárusdóttir og Sigurður Marteins- son. Stjórnandi kóranna er Lárus Sveinsson. Kórarnir verða einnig með sam- eiginlega aðventutónleika á Reykjalundi miðvikudaginn, 15. desember kl. 20:30. Jólavaka Karlakórsins Stefnis verður sunnudaginn 12. desember kl. 20 í Hlégarði í samvinnu við Barnakór Varmárskóla. ----♦ ♦ ♦ Karlakórar í Njarðvík- urkirkju KARLAKÓR Keflavíkur og Karla- kórinn Lóuþrælar halda tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Einnig kemur fram sönghópurinn Sandlóur. Efnisskrá tónleikanna saman- stendur af íslenskum og erlendum lögum, m.a. hefðbundnum karla- kóralögum, óperukórum og dæg- urlögum. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og einnig saman. Stjórnandi Lóuþræla er Ólöf Pálsdóttir. Stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Vilberg Viggósson. Undirleik annast Agota Joó á pía- nó, Ásgeir Gunnarsson á harmon- iku, Þorvaldur Pálsson á harmon- iku og Þorvarður Guðmundsson á gítar. Einsöng syngja Harpa Þorvalds- dóttir og Steinn Erlingsson barít- on. Tvísöng syngja Arnar og Eyj- ólfur Gunnarssynir. -----♦ ♦ ♦ Aðventutón- leikar Borgar- kórsins AÐVENTUTÓNLEIKAR Borgar- kórsins verða í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudag kl. 17. Á efnisskránni eru lög af nýútkom- inni geislaplötu kórsins auk hefð- bundinna jóla- og aðventusöngva. Einsöngvarar á tónleikunum verða Anna Margrét Kaldalóns og Helga Magnúsdóttir og píanóleikari Ólaf- ur Vignir Albertsson. Stjórnandi Borgarkórsins er Sigvaldi Snær Kaldalóns. Aðgangseyrir að tónleikunum er 500 krónur. -----♦ ♦♦ Syngjandi jól í Hafnarborg SYNGJANDI jól verða haldin í þriðja sinn í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á morgun, laugardag. Þar koma fram 22 kórar og sönghópar með um 80 kórfélaga. Söngurinn hefst kl. 13 og lýkur kl. 20.20. Tónleikarnir eru í samvinnu við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.