Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
tölvumynd/Sigurður Gústafsson arkítekt
Gravarvogur
TEIKNINGAR af Víkurs-
kóla, sem byggja á í Borgar-
holtshverfi í Gravarvogi,
verða lagðar fyrir byggingar-
nefnd Reykjavíkurborgar nú
í byrjun desember og segir
Guðmundur Pálmi Kristins-
son forstöðumaður bygging-
ardeildar borgai*verkfræð-
ings að framkvæmdirnar
verði boðnar út og reiknað er
með að þær hefjist í vor.
Áætlaður heildarkostnað-
ur um 640 milljónir
Víkurskóli, sem verður um
4.200 fermetrar að stærð og
mun taka 350 til 400 nemend-
ur, mun standa við Hamravík
í Víkurhverfi sem er í miðju
Borgarholtshverfi.
Borgarholtshverfi skiptist í
þrjú smærri hverfi, Engja-
hverfi, Borgarhverfi og Vík-
urhverfi og er einn grunn-
skóli áætlaður í hverju hverfi.
Engjaskóli, sem tekur 400 til
450 nemendur, hóf störf árið
1997, Borgarskóli, sem tekur
350 til 400 nemendur, mun
hefja störf næsta haust í hluta
nýbyggingarinnar og Víkurs-
kóli hefur svo störf í hluta
hússins haustið 2001 og verð-
ur húsið tilbúið að fullu haust-
Ýmsar nýjungar finnast í hönnun Víkurskóla. Útveggir eru steyptir, ýmist klæddir með stáli, bárujárni eða torfhleðslu.
Framkvæmdir við
Víkurskóla hefjast í vor
ið 2002. 1. til 10. bekk er
kennt í öllum skólunum og
eru þeir allir einsetnir.
Áætlaður kostnaður við
byggingu Víkurskóla er um
660 milljónir króna, án bún-
aðar og leiktækja. Tölvuver
verður í skólanum og er
reiknað með einni tölvu á
hverja sex til sjö nemendur.
Stálklæðning, bárujárn
og torflileðsla
Sigurður Gústafsson arki-
tekt hannaði bygginguna og
segir Guðmundur Pálmi að
margt nýtt sé að finna í hönn-
uninni. Meðal nýjunga er
frágangur veggja utanhúss.
Veggirnir verða steyptir, ein-
angraðir með steinull utan á
og klæddir með stáli, en loft-
ræst bil er á milli einangrun-
arinnar og klæðningarinnar.
Hluti veggjanna verður báru-
járnsklæddur og einnig verð-
ur torfhleðsla utan á veggj-
unum að einhverju leyti.
Henni er ætlað að vera eins
konar einangrun og veðrun-
arkápa, í anda gömlu torfhús-
anna og segir Guðmundur
Pálmi hönnunina vísa að
nokkru leyti tii þjóðveidis-
bæjarins Stangar í Þjórsár-
dal.
Skólabókasafn og tölvuver
verða samliggjandi, miðs-
væðis í skólabyggingunni.
Kennsla fer fram í þremur
sjálfstæðum einingum sem
tengdar eru við gang og
miðrýmið og verður nemend-
um skipt niður í einingarnar
þrjár eftir bekkjardeildum. 1.
til 4. bekk verður kennt í
einni einingunni, 5. til 7. bekk
í annan-i og 8. til 10. bekk í
þeirri þriðju. Auk þess verð-
ur íþróttahús tengt við gang-
inn og miðálmuna. Lóðin er
hönnuð þannig að sporöskju-
laga svæði liggur í kringum
skólann og er því skipt upp
þannig að ólíkir aldurshópar
geti verið aðskildir.
Næstu grunnskólar
verða í Grafarholtshverfí
Næstu grunnskólar sem
stendur til að byggja í
Reykjavík verða í Grafar-
holtshverfi. Guðmundur
Pálmi segir áætlað að byggja
þar tvo skóla og að undirbún-
ingur þess hefjist á næsta ári.
Líklegt sé að framkvæmdir
við þá hefjist árið 2001 og að
þeir taki til starfa haustið
2003 og 2004. Einnig er á
áætlun að byggja grunnskóla
við Kirkjutún og hefst sá
undii'búningur á næsta ári.
Morgunblaðið/Sverrir
Stund
Kópavogur
I GÆR var haldin menning-
ar- og skemmtidagskrá fyr-
ir fólk á öllum aldri í Saln-
um í Kópavogi sem bar
nafnið Stund kynslóðanna.
Stundin var haldin að
frumkvæði Félags eldri
borgara í Kópavogi, Hana-
nú og félagsheimilanna Gjá-
bakka og Gullsmára. Leitað
var samstarfs við leikskól-
kynslóðanna
ana, grunnskólana og fé-
lagsmiðstöðvarnar í Kópa-
vogi og þeim boðið að taka
þátt í dagskránni og voru
dagskráratriði því í umsjón
fólks á öllum aldri.
Skólahljómsveit Kópa-
vogs tók á móti gestum við
innganginn og meðal efnis
á dagskránni var söngur
barna frá leikskólanum
Kópasteini undir stjórn Ma-
ríu Guðmundsdóttur, söng-
ur tvöfalds kvartetts undir
stjórn Ásgeirs Sverrisson-
ar, sýning á gömlum hring-
dönsum undir stjórn Sigur-
bjargar J. Þórðardóttur og
helgileikur barna úr Kársn-
esskóla undir stjórn Sigrún-
ar Ragnarsdóttur.
Auk þess lásu meðlimir
bókmenntaklúbbs Hana-nú
upp úr verkum Gyrðis El-
íassonar og einnig var
sýndur afrakstur „sköpun-
ardags" félagsmiðstöðva
unglinga.
Bæjarráð felldi tillögu
um að þremur gæslu-
völlum yrði lokað
Hafnarfjörður
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar felldi
nýlega tillögu félagsmálaráðs um að
gæsluvöllunum við Arnarhraun,
Háabarð og Hlíðarberg yrði lokað yf-
ir köldustu vetrarmánuðina, frá byrj-
un nóvember til loka febrúar.
Árni Þór Hilmarsson forstöðumað-
ur fjölskyldusviðs Hafnarfjarðarbæj-
ar segir félgasmálaráð hafa lagt
þetta til því lítil aðsókn hefði verið að
völlunum, en hann segir meðal að-
sókn á dag vera minna en fimm börn.
Hafnarfjarðarbær rekur fimm
gæsluvelli en auk þessara þriggja eru
gæsluvellir við Grænukinn og Miðv-
ang. „Það var álit meirihluta félags-
málaráðs að tveir gæsluvellir myndu
anna þörfinni yfir köldustu mánuð-
ina,“ segir Árni Þór.
En á fundi bæjarráðs var tekin
ákvörðun um að opnunartíma gæslu-
valla yrði_ ekki breytt veturinn 1999
til 2000. Árni Þór segir að talið hafi
verið að það hefði röskun í starfs-
mannahaldi í för með sér, einnig hafi
tillagan þótt koma of seint. Þó að fé-
lagsmálaráð hafi lagt fram þessa til-
lögu segir hann afstöðu þess til
gæsluvalla ekkert hafa breyst, þeir
þyki mjög hentug lausn og praktískir
því þeir kosti bæinn lítið. Þannig hafi
hugsunin ekki verið sú að draga úr
þjónustu, heldur að miða hana við
eftirspurn.
Gæsluvöllurinn við Kirkjuveg í
Hafnarfirði hefur hins vegar verið
lagður niður en verður nýttur áfram
sem opið leiksvæði. Árni Þór segir
þetta gert vegna þess hve lítil að-
sóknin hafi verið, en að jafnaði komu
aðeins örfá börn þangað á dag.
„Gæsluvöllurinn var áður foreldrar-
ekinn, en það gekk ekki upp og
ákveðið var að bærinn myndi sjá um
að hann til reynslu í þrjá mánuði. Það
var hinsvegar ákaflega lítil aðsókn,
aðeins örfá börn á dag, þannig að fé-
lagsmálaráð bæjarins skilaði vellin-
um til tæknideildar, til notkunar sem
opið leikssvæði," segir Árni Þór.
Völlurinn sjálfur verður því áfram
opinn, en þar verður engin gæsla.
Komdu jólapökkunum
öruggkga til skila!
5latilboö á smápökkum 0-20kg
Aðeins 350 kr. pakkinn - hvert á land sem er!
Opið alla laugardaga til jóla kl. 10-14.
MBMÉ,
FLUTNINGAR
HÉÐINSGÖTU 2
S: 581 3030
Kevrum á
ivri
eftirtalda staði:
Akureyri • Bíldudal • Bolungarvík • Dalvík
Drangsnes • Egilsstaði • Eskifjörö • Flateyri
Hellu • Hofsós • Hólmavfþc • Hvammstanga
Hveragerði • Hvolsvöll • ísafjörö • Klaustur
Neskaupstað • Ólafsfjörð • Patreksfjörð
Reyðarfjörð • Sauðárkrók • Selfoss • Seyðisfjörð
Siglufjörö • Snæfellsbæ • Suðureyri • Súðavík •
Tálknafjörð • Varmahlíð • Vestmannaeyjar
Vfk • Þingeyri • Þykkvabæ
I