Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 22

Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ I Verslunarfólk á rétt á 11 klst. hvíld milli vinnudaga Sími 510 1700 • Netfang www.vr.is Aukinn hag- vöxtur í N or egi BÚIST er við að hagvöxtur í Noregi verði meiri á næstu tveimur árum en hann var á þessu ári, að því er fram kemur í hagtölum frá Noregi. Búist er við að landsframleiðsla í Noregi, fyrir utan olíu og gas, aukist um 1,3% á næsta ári og 2,2% árið 2001, en aukningin var aðeins 0,8% á þessu ári. Aukinn hagvöxtur er tal- inn orsakast af hækkandi olíuverði en Noregur er annar stærsti olíuút- flytjandi í heimi á eftir Saudi-Arabíu. Tekjur af gas- og olíuútflutningi munu einnig leiða af sér hagstæðan greiðslujöfnuð. Á þessu ári er afgan- gurinn 33,5 milljarðar norskra króna eða um 301 milljarður íslenski’a króna. Árið 2000 er búist við að hagnaðurinn verði sem samsvarar 882 milljörðum íslenskra króna og árið 2001 verði afgangurinn um 1.050 milljarðar íslenskra króna. Til sam- anburðar var greiðsluhallinn 146 milljarðar íslenskra króna árið 1998. Talið er að hægja muni á verð- bólgu í Noregi, úr 2,3% á þessu ári í 2,1% á næsta ári og 1,9% árið 2001. Atvinnuleysi er talið munu aukast h'tillega, úr 3,2% á þessu ári í 3,5% á næsta ári og 3,6% árið 2001. Skýrr býðurfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu nýjung í gagnaflutningum, örbylgjutengingu við Internetið sem veldur þáttaskilum á þessu sviði. LoftNet Skýrr gefur allt að 2048 kb tengingu við Internetið, tengingu sem er allt að 32 sinnum hraðvirkari en 64 kb ISDN og ræðurvið mun meiri gagnaflutninga á mun styttri tíma. Örbylgjutenging við Internetið er lausn til framtíðar. Leitaðu nánari upplýsinga hjá sölu- og markaðsdeild Skýrr hf. firmóla 2 • 108 Reykjavfk • Sími 569 5 1 00 Bréfaiími 569 525 1 • Netfang skyrr@skyrr.is Heimasíía http://www.skyrr.is ÖRUGG MIÐLUN UPPLYSINGA Yfir 200 hluthafar í Yals- mönnum VALSMENN, fjárfestingarhlutafé- lag, var stofnað á miðvikudag. Nú þegar eru hluthafar orðnh’ yfir 200 og hlutafé um 38 milljónir. Markmið- ið er að hlutafé félagsins verði orðið 60 milljónir fyrir áramót. Að sögn Helga Magnússonar, varaformanns stjórnar Valsmanna, var góð stemmning á fundinum en um 300 manns voru mættir. Margir notuðu tækifærið til að skrá sig fyrir hlutafé en lágmarksupphæð er 10.000 krónur. Verðbréfastofan sér um sölu á hlutabréfum i Valsmönn- um. Aðspurður segir hann lögfræðing félagsins nú vera að vinna að því að fá samþykki ríkisskattstjóra fyrir þvi að kaup á hlutabréfum í félaginu veiti skattaafslátt. Hann segir ekk- ert því til fyrirstöðu að leyfið fáist fljótlega eftir helgina. ♦ ♦ ♦ Hugsanleg sameining Hdlmadrangs og ÚA HÓLMADRANGUR hf. og Útgerð- arfélag Akureyringa hf. eiga í við- ræðum um hugsanlega sameiningu félaganna, að því er fram kemur í til- kynningu til Verðbréfaþings íslands. Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra ÚA, eru viðræð- ur nýhafnar. „Báðir aðilar töldu grundvöll fyrir viðræðunum en að- dragandinn er aðeins nokkrir dagar. Við vonum að niðurstaða fáist innan tveggja til þriggja vikna en að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um málið,“ segir Guðbrandur. ÚA er þriðja fyrirtækið sem Hól- madrangur gengur til viðræðna við um hugsanlega sameiningu en áður hafa viðræður við BGB og FISK runnið út í sandinn. -----♦♦♦ ------- Sænskur ljds- leiðari í Banda- ríkjunum SÆNSKA fyrirtækið Skanska AB hefur tilkynnt um samning um lagn- ingu ljósleiðara í Bandaríkjunum. Samningurinn er metinn á um 2,1 milljarð dollara eða sem samsvarar tæpum 153 milljörðum íslenskra króna. Skanska gerði samning við banda- ríska félagið RCN um uppsetningu ljósleiðarakerfis á vesturströnd Bandaríkjanna. í samningnum felst að RCN muni á næstu þremur árum nota sem svarar til 218 milljarða ís- lenskra króna til að byggja ljósleið- arakerfið upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.