Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yildu meiri tíma til að fjalla um Fljótsdalsvirkjun STJÓRNARANDSTAÐAN á Al- þingi lét við upphaf þingfundar í gær í ljósi óskir um að umhverfisnefnd Alþingis fengi lengri tíma en henni hefur verið ætlaður til að fjalla um umhverflsþátt þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Iðnaðarráðherra og formaður iðnað- arnefndar Alþingis kváðust hins veg- ar ekki sjá ástæðu fyrir slíkum töf- um og hafnaði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, síðan beiðninni. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kvaddi sér hljóðs við upp- haf fundarins í gær og sagði hún um- hverfisnefnd hafa verið skammtaður skammur tími af iðnaðarnefnd, sem fjallar um þingsályktunartillöguna í heild sinni, til að fjalla um umhverf- isþátt tillögunnar. Sagði hún að margir gestir hefðu komið á fund nefndarinnar og með skömmum fyr- irvara. Hefðu sumir þeirra kvartað yfir hinum skamma fyrirvara og segðu að þeir hefðu ekki haft nægi- legan tíma til að undirbúa sig. Kol- brún sagðist því óska eftir því að fresturinn sem iðnaðarnefnd gaf um- hverfisnefnd til að skila af sér mál- inu, þ.e. til 6. desember, yrði lengd- ur. Tafír setja málið í hættu Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra sagði hins vegar að yfirlýsing Norsk Hydro frá þvi á miðvikudag staðfesti að dráttur á því að Fljóts- dalsvirkjun kæmist til framkvæmda og tafir á því að verkefnið væri unnið á þeim hraða, sem samstarfsyfirlýs- ingin sem undirrituð var á Hall- ormsstað 29. júlí segði til um, setti þetta verkefni í hættu. „Og það er þetta sem við höfum lagt höfuðáherslu á allan tímann og teljum að það sé mikil hætta, ef Al- þingi ætlar nú að fara að reyna að tefja málið með einhverjum hætti, eða einhverjir aðilar sem vilja leggj- ast á þær árar að tefja málið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þetta geti orðið að veruleika þá erum við að setja málið í mikla hættu,“ sagði ráðherra. Kolbrún mótmælti þessum orðum iðnaðarráðherra og sagði rangt að hún væri einfaldlega að reyna að tefja málið. Hér væri einungis um það að ræða að umhverfisnefnd fengi að viðhafa vönduð vinnubrögð í um- fjöllun sinni um það. Þarf að taka ákvörðun Hjálmar Árnason, formaður iðn- aðarnefndar Alþingis, lagði hins veg- ar áherslu á að allar forsendur væru hinar sömu í málinu og þegar áætlun var samin um vinnulag þingnefnd- anna tveggja um Fljótsdalsvirkjun. Innanhúsvandi hjá Norsk Hydro, sem birst hefði í orðum talsmann fyrirtækisins á þriðjudag, breytti engu þar um. „Nú nálgast einfaldlega það að taka ákvörðun í málinu, og vitaskuld er hún erfið, en ákvörðun þarf að taka,“ sagði Hjálmar. Þróunarsj óður sj ávarútvegsins Ekki undanþeginn fasteignagj öldum FLUTT hefur verið á Alþingi frum- varp til laga um afnám undanþágu Þróunarsjóðs sjávarútvegsins frá greiðslu fasteignagjalda. í frumvarpinu segir að ekki séu lengur forsendur íýrir undanþágu frá greiðslu fasteignagjalda sem 16. gi-ein laga um Þróunarsjóð sjávar- útvegsins kveður á um. Forsendur undanþágunnar hafi verið að fiskvinnsluhúsnæði sem engin starfsemi færi fram í væri í eigu sjóðsins um skamman tíma og því eðlilegt að undanþága væri veitt- írá greiðslu fasteignagjalda. Um nokkurra ára skeið hefur Þró- unarsjóðurinn átt húsnæði bæði á Patreksfirði og ísafirði og ekki þurft að greiða fasteignagjöld af þessum eignum. Það er mat flutningsmanna frumvarpsins, þeirra Einars K. Guðfinnssonar og Einars Odds Kri- stjánssonar að þetta sé ekki í sam- ræmi við upphaflegan tilgang lag- anna. Þróunarsjóðurinn eigi ekki að geta átt fasteignir um langt skeið án þess að greiða af þeim lögboðin gjöld til sveitarfélaga. Staða seðla- bankastjóra auglýst á allra næstu dögum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að staða seðlabankastjóra yrði auglýst laus til umsóknar á allra næstu dög- um. Sagðist hann telja líklegt að viðskiptaráðherra kláraði málið og mannaði stöðuna þótt gert sé ráð fyrir að Seðlabankinn færist brátt undir forsvar forsætisráðherra. Davíð mælti í gær fyrir lagafrum- varpi sem felur í sér að Seðlabank- inn heyri framvegis undir forsætis- ráðherra í stað viðskiptaráðherra áður. Varð það tilefni nokkurra um- ræðna um málefni bankans og mæltist Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, m.a. til þess að sjálfstæði hans yrði aukið. Forsætisráðherra lét hins vegar í ljós þá skoðun sína að Seðlabankinn ætti ekki að verða ríki í ríkinu, enda gæti það leitt til óæskilegrar tog- streitu stjórnar bankans við stjórn- völd á hverjum tíma. Stjórnarflokkar sammála um að bankastjórar skuli vera þrír Jóhanna hafði einnig velt upp hvort ekki væri eðlilegt að fækka bankastjórum Seðlabankans úr þremur í einn og varð það Stein- grími J. Sigfússyni, formanni Vin- strihreyfingarinnar - græns fram- boðs, tilefni til að spyrja hvað liði ráðningu í þann bankastjórastól í Frumvarp um flutning Byggðastofnunar til iðnaðarráðherra gagnrýnd DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um Byggðastofnun á Alþingi í gær en frumvarpið felur m.a. í sér að stofn- unin muni framvegis heyra undir yf- irstjóm iðnaðarráðherra í stað for- sætisráðherra. í umræðum um frumvarpið sögðu stjórnarandstæð- ingar öll rök vanta fyrir þessari breytingu, nema kannski þau að hún væri liður í hrossakaupum stjórnar- flokkanna. Forsætisráðherra rakti í framsög- uræðu sinni forsögu þessa máls en kveðið var á um flutning Byggðast- ofnunar innan stjómarráðsins í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Skipaði iðn- aðarráðherra síðan nefnd í septem- ber sem vann að undirbúningi flutn- ingsins. Davíð sagði frumvarpið m.a. einn- ig fela í sér að beint stjórnsýslu- samband yrði milli Byggðastofnunar og iðnaðarráðherra, stjóm Byggð- astofnunar verði skipuð af iðnaðar- ráðherra á ársfundi stofnunarinnar og ráðherra verði jafnframt heimilt að fenginni tillögu stjórnar að ák- varða staðsetningu Byggðastofnun- ar. Hrossakaup stjórnarflokkanna? Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur Samfylkingar, reið á vaðið þeirra stjórnarandstæðinga sem gerðu at- hugasemdir við framvarp forsætis- ráðherra. Spurði hann hvers vegna menn teldu rétt að flytja Byggðast- ofnun frá forsætisráðherra til eins af þremui' ráðherrum atvinnumála, og þá hvers vegna iðnaðarráðherra hefði orðið fyrir valinu en ekki t.d. sjávarútvegsráðherra eða landbún- aðarráðherra. Sagði Sighvatur að öll rök skorti fyrir því að færa byggða- mál, sem snertu mörg fagráðuneyt- anna, úr umsjá forsætisráðherra sem ætti að samræma störf ríkis- stjórnar og fjalla um efnahagsmál. „Það skyldi þó ekki vera að þau væra ekki önnur en það að hér væri um hnífakaupin að ræða, þ.e.a.s. helmingaskiptaregluna á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- Sögð liður í hrossakaupum stjórnarflokka Morgunblaðið/lJorkell. Davið Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um Byggðastofnun. fiokks. Gjaldið fyrir það að iðnaðar- ráðherra fallist á að ráðherra efna- hagsmála, forsætisráðherra, fái yfiramsjón með Seðlabankanum sé það að forsætisráðherrann hæstvirt- ur verði að hafa við hann hnífakaup og láta hann hafa eitthvað í staðinn?" Sighvatur gerði ennfremur at- hugasemd við að lagafrumvarpið hefði verið samið í iðnaðarráðuneyt- inu, jafnvel þótt Byggðastofnun heyrði enn undir forsætisráðherra. Gagnrýndi hann að ekki væri gert ráð fyrir í framvarpinu að Byggða- stofnun hefði neina tekjustofna, heldur væri háð framlögum úr ríkis- sjóði. Loks gagnrýndi Sighvatur að iðn- aðarráðherra skyldi framvegis ætlað að skipa stjórn Byggðastofnunar sem hefði verið þverpólitísk fram að þessu. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hjó í ræðu sinni í sama knérann og Sighvatur en gekk þó feti lengra. „Ég held, herra forseti, að hrossakaup stjórnarflokkanna um Seðlabankann og Byggðastofnun séu einhver verstu og vitlausustu hrossakaup, og óheppilegustu fyrir þjóðina, sem lengi hafa farið fram,“ sagði Steingrímur. Sjálfseyðingarhvöt framsóknarmanna? Steingrímur sagði e.t.v. eðlilegt að færa Seðlabankann undir forsætis- ráðherra en hitt væri hneyksli að færa ætti stjórn byggðamála til iðn- aðarráðherra. Steingrímur tók þó fram að Davíð Oddsson, sem verið hefði ráðherra byggðamála frá 1991, skilaði af sér afar slæmu búi og velti hann því fyrir sér hvort sjáifseyðing- arhvöt Framsóknannanna ylli því að þeir vildu fá þennan málaflokk á sína könnu. Steingrímur gagnrýndi ennfrem- ur að flokksvæða ætti Byggðastofn- un. Slá ætti af þingkjörna stjórn hennar en ráðherra að skipa stjórn- ina sem væntanlega yrði þá aðeins skipuð framsóknarmönnum. Undir þessi orð tók Guðjón A. Kri- stjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, og sagðist hann telja framvarpið mistök. Engin ástæða væri fyrir þessum flutningi Byggðastofnunar því eðli- legt væri að byggðamálin heyrðu undir verkstjóra ríkisstjórnarinnar, sjálfan forsætisráðherra. Sagði Guð- jón að allra síst ætti Byggðastofnun að fara undir iðnaðarráðherra. Umræðu um lagafrumvarp for- sætisráðherra var að þessu loknu frestað til mánudags að tillögu Sig- hvats Björgvinssonar sem hafði ósk- að eftir að þingmönnum yrði gefið tækifæri til að kynna sér nýja skýrslu Byggðastofnunar um vanda landsbyggðarinnar, svo þeir gætu rætt málið með hliðsjón af henni. [; J n J;, , * -> -ö ALÞINGI Seðlabankanum sem nú hefur stað- ið auður síðan Steingi'ímur Her- mannsson lét þar af störfum um mitt ár í fyrra. Steingrímur sagðist líta svo á að ekki væru uppi áfonn í ríkisstjórn- inni um að fækka bankastjórum Seðlabankans, enda hefðu menn væntanlega nýtt tækifærið nú til að breyta lögum þar að lútandi ef svo væri. Því væri eðlilegt að velta vöngum yfir því hvers vegna þeirri lagaskyldu, að ráða þriðja banka- stjórann, hefði ekki verið framfylgt- Segir óþarft að tiunda ástæður fyrir drætti Forsætisráðherra sagði það rétt að stjórnarflokkarnir væru sam- mála um að bankastjórar Seðlaban- kans skuli vera þrír. „Og ég geri ráð fyrir því að staða sú sem óm- önnuð hefur verið af ýmsum ástæð- um um skeið verði auglýst nú á allra næstu dögum,“ sagði Davíð, „og ég geri frekar ráð fyiir því að það komi í hlut viðskiptaráðherrans að manna stöðuna fremur en þess sem síðar fer með forsvar bank- ans.“ Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði hins vegar í svörum sín- um að ýmsar ástæður væru fyrir því að dregist hefði að ráða seðla- bankastjóra, sem óþarfi væri að tíunda frekar. Alþingi Dagskrá FUNDUR hefst í Alþingi kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál era á dagskrá: 1. Seðlabanki íslands, frh. 1. um- ræðu (atkvgreiðsla). 2. Jarðalög, frh. 1. umræðu (at- kvgreiðsla). 3. Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýram, frh. 1. um- ræðu (atkvgreiðsla). 4. Meðferð einkamála, frh. 2. um- ræðu (atkvgreiðsla). 5. Vöruhappdrætti SÍBS, frh. 2. umræðu (atkvgreiðsla). 6. Framkvæmdarvald ríkisins í héraði, frh. 2. umræðu (at- kvgi-eiðsla). 7. Svæðisskipulag fyrir suðvestur- hluta landsins, frh. fyrri umræðu (at- kvgreiðsla). 8. Málefni ungs fólks á sviði jafn- réttismála, frh. fyrri umræðu (at- kvgreiðsla). 9. Bifreiðagjald, 1. umræða. 10. Fjáröflun til vegagerðar, 1. umræða. 11. Kjarasamningar opinberra starfsmanna, 1. umræða. 12. Stofnun hlutafélaga um Lands- banka Islands og Búnaðarbanka Is- lands, 1. umræða. 13. Grunnskólar, 2. umræða. Boðað til utandagskráruraræðu Boðað hefur verið til utandag- skráramræðu um fjárhagsstöðu sveitarfélaga á Alþingi á morgun og er ráðgert að hún hefjist kl. 1.30 og standi í hálfa klukkustund. Málshefj- andi er Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingar, og verður Páll Pétursson félagsmálaráðherra til andsvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.