Morgunblaðið - 03.12.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.12.1999, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN > • •_> Avarp OBI á Degi fatlaðra 3. desember 1999 Goðsögnin um íslenska velferðarríkið í RÚMT ár hefur Öryrkjabandalag íslands reynt að vekja athygli þings og þjóðar á þeirri staðreynd að ekk- ert nágrannaríkja okkar ver eins litlu broti þjóðartekna sinna til ör- yrkja. Bandalagið hefur bent á að með mannréttindasáttmálum höf- um við íslendingar skuldbundið okkur til að tryggja að sérhver ein- staklingur eigi kost á fullri þátttöku í menningar- og mannlífi þjóðarinn- ar, og í því sambandi m.a. vísað til umboðsmanns fatlaðra hjá Samein- uðu þjóðunum sem bent hefur á að fátækt fari fyrst og fremst eftir því að hve miklu leyti einstaklingi sé kleift að taka þátt í því mannlífi sem lifað er í kringum hann. Til 'dðbótar við lágan lífeyri hefur Öryrkjabandalagið vakið athygli á því að hér á landi er beitt ýmsum stjórnvaldsaðgerðum sem sporna gegn atvinnuþátttöku öryrkja og fjölskyldulífi, að hér séu með öðrum orðum í gildi sérreglur um borgar- aréttindi öryrkja — aðskilnaðar- stefna sem grundvölluð er á fötlun. Þeir ráðamenn sem ákvarða öryrkj- um jafn lágan lífeyri og raun ber vitni verða að horfast í augu við þá staðreynd að með því eru þeir að útiloka þá og börn þeirra frá eðli- legri þátttöku í samfélaginu, að með því eru þeir að framfylgja aðskiln- aðarstefnu. Afneitun ráðamanna I stað þess að viðurkenna það neyðarástand sem við blasir og bregðast við af sanngirni kusu æðstu ráðamenn þjóðarinnar, með sjálfan forsætisráðherrann í broddi fylkingar, að telja þjóðinni trú um að Öryrkjabandalagið færi með rangt mál. Á lokaspretti kosninga- baráttunnar í vor nýtti forsætisráð- herra sér aðstöðu sína til að koma því inn hjá þjóðinni að hvergi í ver- öldinni væru öryrkjar betur settir en á íslandi. Svo framúrskarandi væri árangur okkar í þessum efnum að frændþjóðir okkar á Norðurlönd- um stæðust þar ekki samanburð, en þá værum við að bera okkur saman við það allra besta sem fyrirfyndist í víðri veröld. Þótt Öryrkjabandalagið styddist við áreiðanlegar upplýsingar, inn- lendar sem erlendar, og hefði varið bæði fé og fyrirhöfn til að koma þeim á framfæri, var illmögulegt að verjast þeim rangfærslum sem haldið var að þjóðinni kvöld eftir kvöld, svo dögum og vikum skipti, ekki aðeins um kjör öryrkja og auglýsingakostnað ÖBI, heldur einnig miður smekklegum aðdrótt- unum í garð Biskups Islands sem gengið hafði fram fyrir skjöldu til að vekja þjóðina til vitundar um þá meðferð sem öryrkjum er gert að sæta í einu ríkasta landi veraldar. Ár kristnihátíðar Um leið og Öryrkjabandalagið færir Tryggingastofnun ríkisins og Háskóla Islands þakkir fyrir að hafa nú tekið af öll tvímæli um þró- un og stöðu almannatrygginga á ísl- andi í samanburði við nágrannarík- in, fyrir að afhjúpa á afgerandi hátt goðsögnina um íslenska velferðar- ríkið, ítrekar bandalagið þakkir sín- ar til Biskups Islands og Hjálpar- starfs kirkjunnar, sem í orði og verki hafa sýnt mikilsverðan skiln- ing á þeim siðferðisvanda sem við er að glíma, þeirri sjálfsblekkingu að við búum við raunverulegar al- mannatryggingar, jafnvel þótt meirihluti skjólstæðinga hjálpar- stofnana séu öryrkjar - fólk sem vegna fötlunar og veikinda hefur ekki til hnífs og skeiðar. Á næsta ári hyggst ríkisstjórn ís- lands taka virkan þátt í hátíðarhöld- um í tilefni þúsund ára kristni í landinu. Áður en til þess kemur er óhjákvæmilegt að þeir ráðamenn sem í sviðsljósi verða geri þjóðinni fullnægjandi grein fyrir því hvenær þeir hyggist hverfa frá þeirri að- skilnaðarstefnu sem framfylgt er gagnvart öryrkjum. Hvenær þeir hyggist gera þeim kleift að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Hve- nær þeir hyggist virða í verki þau siðferðisgildi sem liggja ekki aðeins til grundvallar þeirri kristni sem játuð er í orði, heldur einnig þeim alþjóðlegu sáttmálum um mannrétt- indi sem eiga að tryggja að fatlaðir séu ekki meðhöndlaðir sem annars flokks borgarar - séu ekki með- höndlaðir eins og íslensk stjórnvöld hafa leyft sér að meðhöndla þá. Lífssýn aldamótakynslóðar Þegar vakin er athygli á virðing- arleysi stjórnvalda í garð öryrkja er mikilvægt að halda til haga þeirri sögulegu staðreynd að samfélags- vitund forystumanna þjóðarinnar hefur ekki alltaf verið á þann veg sem henni er háttað um þessar mundir. Sú kynslóð stjórnmála- manna sem tók við landsstjórninni lýðveldisárið 1944 hafði til að bera þann siðferðisstyrk, metnað og sannfæringu sem dugði til að reisa hér velferðarkerfi sem um miðbik aldarinnar var orðið nær sambæri- legt við þær fyrirmyndir sem við höfðum frá nágrannaríkjum okkar. í stefnuyfirlýsingu þessarar fyrstu ríkisstjórnar lýðveldisins hafði for- sætisráðherrann gefið tóninn fyrir það sem koma skyldi með svofelld- um orðum: „Ríkisstjórnin hefur með sam- þykki þeirra þingmanna, er að henni standa, ákveðið að komið ver- ið á á næsta ári svo fullkomnu kerfi almannatrygginga, sem nái til allrar þjóðarinnar, án tillits til stétta eða efnahags, að Island verði á þessu sviði í fremstu röð nágrannaþjóð- anna." Sú kynslóð stjórnmálamanna sem komið hafði sér saman um framan- greind markmið hafði til að bera of víðtæka lífsreynslu til að gera þann mannamun sem er nauðsynleg fors- enda þeirrar mismununar sem ör- yrkjum er gert að búa við. Alda- mótakynslóðinni íslensku var ljós bæði siðferðileg og efnahagsleg nauðsyn þein'ar samtryggingar og samábyrgðar sem lá til grundvallar samfélagsgerð frændþjóða okkar - samfélagsgerð sem þrátt fyrir stöð- ugar hrakspár í meira en hálfa öld hefur sýnt og sannað að er ekki að- eins siðferðilega eftirsóknai-verð heldur óhjákvæmileg undirstaða efnahagslegrar farsældar. Þetta skildu þeir þingmenn sem stóðu að fyrstu ríkisstjórn lýðveldisins. Þeir gerðu sér ljóst að þótt almanna- tryggingar kynnu að kosta peninga myndi það til lengri tíma litið verða þjóðfélagi okkar dýrkeyptara að ganga um of á rétt öryrkja, að mis- nota sér um of veika vígstöðu þeirra. Hálfdrættingar Sá hugsunarháttur sem endur- speglaðist í stefnuyfirlýsingu Ný- sköpunarstjórnar Ólafs Thors hefur því miður ekki átt upp á pallborðið hjá þeim kynslóðum sem við tóku og síst þeirri sem nú heldur um stjórn- artauma. Hægt og bítandi hefur kerfi almannatrygginga okkar dregist aftur úr almannatrygging- um nágrannaþjóðanna. Er nú svo komið að við erum einungis hálf- drættingar á við þær þjóðir sem mestan skilning hafa á siðferðilegri og efnahagslegrí nauðsyn jafnrétt- is. Framganga íslenskra stjórn- málamanna í málefnum fatlaðra endurspeglar ekki aðeins alvarleg- an siðferðisbrest, heldur er hún efnahagslega óhagkvæm og skammsýn - sáir fræjum fordóma og grefur undan þeim siðferðisgild- um sem við viljum gjarnan trúa að hér hafi verið höfð að leiðarljósi í þúsund ár. Öryrkjabandalag íslands minnir á að baráttan gegn aðskilnaðar- stefnu íslenskra stjórnvalda er ekki kjarabarátta. Baráttan gegn þess- ari aðskilnaðarstefnu er mannrétt- indabarátta. Brúðhjón Allur borðbúnaóur - Glæsileg gjaídvara - Brúðhjönalistar VERSLUNIN Laugitvegi 52, s. 562 4244. Viltu kaupa eöa selja verðbréf? I Ráðgjöf varðandi verðbréfaviðskipti hérlendis og erlendis Nk .f VERÐBREFASTOFAN I Avöxtun fjarmuna Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.