Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 35 Grikkir og Bretar deila um vörslu frægra listaverka úr Parþenon-hofínu í Aþenu Jólatilboð 895 kr. Vandað 5 metra Stanley málband Jólamarkciður Kolaportsins verður opinn alla virka daga wi kl. 12-18 fró II. desember jmm Markaðstorg Opið föstudaga kl. 12-19 og um helgar kl. 11-17 Hreinsun „Elgin- marmaralágmynd- anna“ hneyksli Lundúnum. Thc Daily Telegraph, AP, AFP. Fallegt antik Austurlenskur ævintýraheimur Glitrandi jólavara Geðveik geisladiskaútsala Byggileg búsáhöld Rafmögnuð heimilistæki Handofin töfrateppi Geggjaðar snyrtivörur Skotheldir skartgripir Frábær fótabúnaður Skemmtilegt handverk Lýsandi Ijós Safnaravara og frímerki I Kostulegt kompudót Skemmtileqt s Lokkandi leikföng — kompudót Verkleg verkfæri Flottar flíkur Eiguleg efni BREZKIR og grískir fornleifafræð- ingar komu saman í Lundúnum á þriðjudag til að sitja í tvo daga á rök- stólum og reyna að jafna ágreining sinn um það hvemig farið hefur ver- ið með Elgin-marmaralágmyndirnar svokölluðu, eina af þjóðargersemum Grikkja, þær tæpar tvær aldir sem þær hafa verið í vörslu Breta. Þegar upp var staðið á miðvikudag var ekki að sjá að tekizt hefði að minnka þessa gömlu deilu svo neinu næmi, en umheiminum gafst tækifæri til að fræðast um athyglisverðan kafla evrópskrar menningarsögu. Ian Jenkins, yRrumsjónarmaður rómverskra og forngrískra muna á British Museum, viðurkenndi við opnun ráðstefunnar á þriðjudag í fyrsta sinn opinberlega, að 40% af hinum frægu listaverkum, sem eru 56 misstórar lágmyndir og 17 myndastyttur sem áður prýddu Par- þenon-hofið á Akrópolís-hæð í Aþenu, hefðu „orðið fyrir“ hinni um- deildu „hreinsun" sem gerð var á ár- unum 1937-38 og safnið og brezk yf- irvöld höfðu alla tíð síðan ekki viljað viðurkenna opinberlega. Grísk stjórnvöld, sem lengi hafa barizt fyr- ir því að fá listaverkin ílutt til Grikk- lands á ný, hafa lýst hreinsuninni sem „villimannlegu verki“. Allmarg- ir grískir sérfræðingar sátu ráð- stefnuna, sem samtals var sótt af um 200 sérfræðingum. Sagði Jenkins að þessi hreinsun hefði verið „hneyksli", en tók fram að aðrar lágmyndir og styttur, sem prýtt hefðu Parþenon-hofið í Aþenu, hefðu hlotið verri meðferð í vörzlu Grikkja. Hreinsunaraðferðin „var hneyksli; það hvernig safnið reyndi að breiða yfir mistökin var hneyksli, en var það sem gert var í raun og veru hneyksli?" sagði Jenkins. Það sem kom út úr hreinsunarvinnunni féll mörgum vel í geð. Jenkins vitnaði í listfræðing, sem skrifaði árið 1950 um hrifningu sína á því að geta barið lágmyndirnar augum „eins skýrar og þær voru daginn sem þær voru búnar til“. Sagði Jenkins skaðann alls ekki vera eins mikinn og brezki sagn- fræðingurinn William St Clair héldi fram. I nýlegri bók, sem varð for- ráðamönnum British Museum tilefni til að efna til ráðstefnunnar, heldur St Clair því fram, að allt að 80% lág- myndanna hefðu skaðazt við hreins- unina. Segir í bókinni að ófaglærðir verkamenn hefðu skafið burt alla skán og málningarleifar af hinu 2.500 ára gamla listaverki með kísilkola- sköfum og sporjárnum, í því skyni að láta hvítan grunnlit marmarans njóta sín, í samræmi við fegurðar- skyn þess tíma sem hreinsunin var gerð. „Harmleikur" Sagði Jenkins listaverkunum hafa verið forðað frá verri örlögum með því að Bretar fluttu þau frá Aþenu. Grískir fulltrúar á ráðstefnunni reiddust þeim ummælum Jenkins, að í vörzlu Grikkja lægju enn sum af listaverkum Parþenon-hofsins „und- ir skemmdum“. Sá skaði væri miklu alvarlegri en sá sem hreinsun Elgin- lágmyndanna hefði valdið. Sagði Jenkins lágmyndina á vest- urgafli Parþenon-hofsins, sem var ekki komið í skjól í Akrópólis-safn- inu í Aþenu fyrr en árið 1993, þar með hafa legið undir skemmdum áratugum saman af völdum loft- mengunar og súrs regns. Hið sama ætti við um mörg listaverkanna á Akrópólis-hofinu sjálfu. Þetta væri „hrikalegasti harmleikur" sem hann þekkti til. Lágmyndirnar eru kenndar við Elgin lávarð, sem í upphafi 19. aldar var sendiherra Bretlands í Tyrkja- veldi, sem Grikkland heyrði þá und- ir. Hann fékk árið 1801 leyfi til að Málband HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is gera gipseftirmyndir af lágmyndun- um á Parþenon-hofinu, en með mút- um gat hann fjarlægt frummyndina og flutt á brott með sér. Síðar varð hann sér úti um formlegt leyfi, og ár- ið 1817 skiluðu lágmyndirnar sér í British Museum. Safnið geymir einnig fleiri listaverk af Parþenon- hofinu, sem þangað bárust á 19. öld eftir öðrum leiðum. Brezk stjórnvöld hafa jafnan hafn- að kröfum Grikkja um að skila lista- verkunum, en sérskipuð þingnefnd mun skila áliti um málið á næsta ári. AP Ian Jenkins fyrir framan hestshöfuð úr lágmyndasafninu af forngríska Parþenon-hofmu, sem geymt hefur verið á British Museum frá árinu 1817.1 bakgrunni er Robert Anderson, forstöðumaður safnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.