Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BJÖRG HAUKSDÓTTIR + Björg Hauks- dóttir fæddist 24. janúar 1941 á Hvanneyri. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans 25. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Haukur Jörund- arson, f. 13. maí 1913, og Astríður Sigurmundardóttir, f. 27. nóvember 1913, þau skildu. Systkini Bjargar eru Anna, f. 1938, Áslaug, f. 1944, Ás- rún, f. 1944, og Arndís Ósk, f. 1950. Björg giftist ÓlaFi Guðmun- dssyni , þau skildu, sonur þeirra er Hafsteinn Haukur, f. 5. júní 1961, maki Karin Stross, f. 1965. Börn: Ásdfs Björg, f. 15. júní 1984, Bryndís Rut, f. 21. apríl 1986, Mar- teinn Ingi, f. 11. júní 1991. Björg giftist Guð- jóni Arnari Kristjáns- syni, þau skildu. Syn- ir þeirra eru Kristján Andri, f. 27. ágúst 1967, maki Kristín Berglind Oddsdóttir, f. 1969, barn: Ingunn Rós, f. 1. ágúst 1998. Kolbeinn Már, f. 19. janúar 1971, maki Ingunn Mjöll Birgis- dóttir, f. 1970, barn: Björg Sóley, f. 8 október 1997. Arnar Bergur, f. 10. september 1979, kærasta Kolbrún Agnes Guðlaugsdóttir, f. 1981. Utfór Bjargar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30. Elsku mútta mín. Nú þegar komið er að leiðarlokum hjá þér á lífsleið þinni langar mig að minnast þín í nokkrum orðum. Oft nefndir þú það við mig að þeg- ’ár ég kom í heiminn, þá fannst þér þú þekkja mig, meira að segja hringdir þú strax í Dísu systur þína og sagðist þekkja drenginn þinn er ég kom í heiminn. Okkar samband var alltaf svo gott, við gátum rætt saman um allt milli himins og jarðar, tímunum saman. Þú þekktir strákinn þinn það vel að ef eitthvað var að hjá mér, þá þurftir þú bara að sjá mig eða heyra í mér röddina. Eg gat aldrei leynt þig neinu ef eitthvað bjátaði á hjá mér. Þá gat ég alltaf rætt við þig, hvað sem hrjáði mig, á góðum eða erfiðum stundum. Þú varst mörgum kostum prýdd, sérstaklega var heiðarleiki þinn og hreinskilni áberandi. Stundum vorum við nú ekki alltaf sammála, og þá sérstaklega um póli- tík, við gátum oft hnakkrifist um stjórnmálin lengi vel, en það risti nú aldrei djúpt og við virtum alltaf skoðanir hvort annars. Oft hlógum við nú að því hvað við vorum með ól- íkar skoðanir á pólitíkinni. Það verður skrýtið að heyra ekki röddina þína á hverjum degi, mútta mín, það leið varla sá dagur að við töluðum ekki saman. Eg gleymi því aldrei að þú hefur alltaf hringt í mig á mínútunni 13:05 hinn 19. janúar á afmælisdaginn minn, meira að segja léstu stundum ná í mig úr kennslu- stund í skólanum til að óska mér til hamingju með daginn, mér þótti allt- af svo vænt um það. Það verður skrýtið að ég mun ekki heyra rödd- ina þína aftur á þeirri stundu. Við strákarnir þínir áttum svo gott uppeldi hjá ykkur pabba á Isafirði, það var alltaf að nóg að gerast á Urð- arvegi 41, enda þú eini kvenmaður- inn á heimiiinu, pabbi var oftast á sjó, þannig að þú hafðir nóg fyrir stafni að hugsa um heimilið með fjóra drengi. Oftar en ekki vorum við bræðurnir að slást og brjóta fyrir ykkur pabba leirtauið og stundum brotnuðu líka fingur eða handleggir á einhverjum strákanna þinna, all- avegana hjá mér man ég. En alltaf stjórnaðir þú heimilinu af festu og hlýju, það var alltaf svo gott að kúra í faðminum þínum eftir erfiðan dag. Hvort sem það var eftir leik í snjó- sköflunum á veturna eða í fótbolta á sumrin. Þegar við æskuvinirnir ég og Hilmar vorum að leika okkur saman, þurftir þú og Lóa nú oft að leita að okkur um allan bæinn. Einu skipti man ég sérstaklega eftir, er við Hilmar fórum einu sinni niður á höfn, þá kom eitt sinn einhver maður hjólandi sem ég þekkti ekkert, og sagði okkur að mamma væri að leita að okkur! Þá var komið vel fram yfir kvöldmat, en það þekktu allir alla á Isafirði, þannig að við fundumst allt- af að lokum, óhultir. Þegar ég og Gunnar frændi feng- um að gista hjá hvor öðrum vorum við mjög duglegir að stífla klósettin á heimilum okkar, með leikfangabfium + Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, STEFÁN STEFÁNSSON trésmiður, áður til heimílis á Holtsgötu 7, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudag- inn 1. desember. Soffía Bryndís Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Óskar Karl Stefánsson, Jón Valgeir Stefánsson, Ágúst Stefánsson, Sigurður Stefánsson, barnabörn, barnabarnabörn Gunnar Guðmundsson, Guðrún L. Guðmundsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Anna M. Þórðardóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, og barnabarnabarnbörn. og allskonar dóti. Ekki voru allir nú jafnánægðir með það og við frænd- urnir! Enda fengum við það viður- nefni hjá þér og fleirum að vera „klósettkafarar". Eg hafði fyrir löngu ákveðið að ef ég myndi einhvern tímann eignast telpu, þá myndi hún bera þitt nafn, og svo þegar sólargeislinn hún Björg Sóley kom í heiminn þá rættist draumur minn. Þú varst svo glöð er við Ingunn sögðum þér að við ætluð- um að skíra hana eftir þér, en stutt er á milli gleði og sorgar, aðeins 5 dögum eftir skírn Bjargar Sóleyjar greindist þú með lífshættulegan sjúkdóm, frá þeim tíma barðist þú af gríðarlegum vilja og æðruleysi. Fljótlega kom þó í ljós að þú áttir við ofurefli að etja, og varðst undan að láta að lokum efth- hetjulega baráttu í hartnær tvö ár. Oft talaðir þú um hvað „stelpurnar“ í Karitas eins og þú kallaðir þær, reyndust þér vel í veikindum þínum og einnig hvað var vel hugsað um þig þína síðustu ævi- daga á líknardeild Landspítalans. Kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir. Það er svo margs að minnast með þér, mamma mín, ég geymi í hjarta mínu minningar um þig ævilangt og veit að þú munt fylgjast vel með bamabörnunum þínum. Þau gáfu þér svo mikið og voru demantarnir þínir eins og þú sagðir stundum. Nafni þínu og minningu verður áv- allt haldið hátt á lofti af okkur strák- unum þínum. Þú lifir ekki bara í barnabörnunum þínum heldur varstu líka afskaplega stolt af því er Kristján nefndi nýja bátinn sinn í höfuðið á þér. Efast ég ekki um að þar fari aflaskip! Það sem er mér efst í huga á þessari stundu er þakk- læti til þín, mamma, hve góð móðir og vinur þú varst alltaf. Við strák- arnir þínir munum ávallt minnast þín og geyma þig í hjarta okkar. Það síðasta sem ég sagði við þig, mamma, nokkram andartökum áður en lífsneisti þinn fjaraði út, var að við munum hittast aftur. Eg veit að það munum við gera þótt síðar verði. Guð blessi þig, elsku mútta mín. Þinn sonur, Kolbeinn Már. Jæja, mamma mín. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur og mig langar að minnast þín nokkrum orðum. Síðastliðið ár hefur verið þér erfitt og mér finnst gott að vita að þú ert komin á góðan stað hjá Guði og þar átt þú skilið þína hvfld sem þú fékkst ekki í þínu lífi. Þú varst hetjan mín í mínu dag- lega lífi og ég var stoltur af því að eiga þig sem móður og þó svo að við höfum rifist af og til þá sættumst við alltaf og þú varst svo hjartagóð og heiðarleg. Eg man sérstaklega eftir því í brúðkaupi Kolbeins og Ingunnar þegar fólk kom og sagði við mig hvað ég ætti fallega móður, ég roðnaði þegar það var sagt við mig enda varstu mjög falleg kona. Eg man líka eftir því hvað þú varst lukkuleg þegar Kolbeinn og Kristján voru báðir búnir að eignast stelpu sem þú kallaðir alltaf snifsin þín enda voru þetta einu stelpurnar þín- ar því að þú áttir eingöngu stráka. Og ég man vel eftir því þegar þú varst að skamma Kristján og Kol- bein eftir að þeir voru búnir að eyði- leggja skápinn þinn með fínu kampa- vínsglösum sem þú varst búin að safna í mörg ár og á meðan þú skammaðir þá þá sat ég upp á borði og borðaði heila Machintosh-dós og ég naut þess að horfa á þig skamma þá. Jæja, mamma mín, nú kveð ég þig en ég mun sakna þín um ókomna framtíð og ég veit að við munum hitt- ast aftur hjá Guði. Ég veit að þú fylg- ist með mér. Guð blessi þig, mín ástkæra móð- ir, og nú skaltu hvíla þig. Þinn sonur, Amar Bergur Guðjónsson. Elskuleg móðir mín Björg Hauks- dóttir er látin. Tómarúmið í huga mínum er algjört þessa dagana. Eg heimsótti þig sama dag og þú kvadd- ir þennan heim. Mig hefði ekki órað fyrir því er ég sat við hlið þér í rúm- inu að kallið væri komið. Barátta þín við hið illvíga krabbamein í tæp tvö ár var töpuð. Þó varst þú alltaf ákveðin í að gefast ekki upp, það var þinn lífsstíll alla þína tíð. Minning- arnar um mömmu mína hrannast upp þessa dagana: Æskuárin á Hlíð- arveginum og Urðarveginum eru efst í huga mínum. Ég man þegar við Helgi Mar æskuvinur minn komum oft á tíðum drullugir upp fyrir haus og þú varst að taka okkur báða og setja í bað. Þér þótti það ekkert til- tökumál, enda varstu besta mamma í heimi. Uppeldið á Urðarveginum var þér oft á tíðum erfitt, enda var við íjóra grislinga að eiga. Þar sem pabbi var oftast á sjónum lenti upp- eldið að mestu á þér. Þú eignaðist marga vini og kunningja á Isafirði, sem sýndi_ sig best þegar þú fluttist aftur til Isafjarðar mörgum árum seinna. Þeir tóku þér eins og þú hefð- ir aldrei farið. Ég man að það þótti þér óskaplega vænt um. Fæðing dætra okkar Kolbeins bróður, þeirra Bjargar Sóleyjar og Ingunnar, var þér óskaplega mikils virði. Þau tæpu tvö ár sem þær nutu nærveru þinnar voru okkur öllum mjög mikils virði. Ég gleymi aldrei þeirri stund er þú gafst nýja bátnum mínum nafnið Björg Hauks nú síðastliðið sumar. Þú varst svo stolt og glöð að það var aðdáunarvert, og öll vanlíðan var svo víðs fjarri. En því miður var ekki svo. I september síðastliðnum fór sjúk- dómurinn að ágerast og hægt og síg- andi dró af þér. Þú barðist til síðasta dags og naust aðstoðar færustu lækna og hjúkrunarfólks. Styrkur Karítas var þér ómetanlegur og kann ég þessu fólki kærar þakkir fyrir. Ennfremur áttirðu tryggar systur sem reyndust þér vel í þess- um erfiðu veikindum og ekki síður hann faðir þinn, Haukur. Magga mín, þú stóðst eins og klettur við hlið hennar. Ég kveð þig nú mín móðir. Mín síðustu orð til þín voru: Ég elska þig mamma mín. Hvfl í friði. Þinn sonur, Krislján Andri Guðjónsson. Það var fyrir rúmlega átta árum að leiðir okkar Bjargar lágu saman. Það var nánar tiltekið um haustið 1991 eða þegar ég og Kolbeinn sonur hennar byrjuðum að vera saman. Ég varð þess fljótt áskynja að hér var á ferðinni sterk og heiðarleg kona. Björg kom nefnilega alltaf til dyr- anna eins og hún var klædd og lá aldrei á skoðun sinni um hin ýmsu málefni þjóðfélagsins. Líf hennar hafði ekki alltaf verið dans á rósum og þess vegna bar hún sérstaklega hag þeirra fyrir brjósti sem minna máttu sín í þessum heimi. Björg var einnig mjög lagleg kona með ákaf- lega hlýjar hendur. Einna helst minnist ég þó Bjargar sem ástríkrar móður og ömmu. Hún og Kolbeinn áttu ótrúlega gott og fallegt samband og á milli þeirra lágu órjúfanleg bönd. Þau gátu setið tímunum saman og rætt um heima og geima og veit ég nú að þessar stundir voru þeim ákaflega dýrmæt- ar. Ef þau urðu ósátt þá stóð það ekki lengi því þá var bara rætt út um hlutina og ekki söguna meir um það. Þegar ég og Kolbeinn voram búin að vera sex ár saman fæddist okkur dóttir og skírðum við hana Björgu Sóleyju enda kom ekkert annað til greina af hálfu Kolbeins. Enda var það svo skrítið að þegar hún kom í heiminn þá passaði ekkert annað nafn á hana nema Björg. Ég er mjög þakklát í dag að eiga eina litla Björgu hlaupandi um þegar amma Björg er skilin við. Amma Björg sá ekki sólina fyrir sonardóttur sinni og kallaði hana alltaf snifsið sitt. I veik- indum sínum sagði hún að samvera- stundirnar með nöfnu sinni virkuðu á sig sem vítamínsprauta og þess vegna reyndum við að hafa þær sem flestar. Persónulega átti ég mjög gott samband við Björgu og held ég að hún hafi verið nokkuð ánægð með þann kvenkost sem sonur hennar hafði valið. Allavegana var hún ákaf- lega ánægð og stolt af okkur þegar við gengum í hjónaband síðastliðið sumar. Eitt veit ég þó í ljósi þess hve mikil hannyrðarkona hún sjálf var að hún hneykslaðist oft á því hve ungar konur nú til dags kunnu lítið til verka í þeim efnum. Ég þori ekki að lofa framförum í þeim málaflokki, en ég mun halda áfram að sinna dóttur minni eins vel og ég get því hún hafði oft á orði við mig að sér fyndist ég góð móðir og þau orð era mér mjög dýrmæt. Björgu leið best í faðmi fjölskyld- unnar og sérstaklega þegar við öll komum saman. I mínum huga áttum við margar yndislegar samverastun- dir og minnist ég sérstaklega síðustu jóla og áramóta. Á áramótunum hitt- ust allir strákarnir hennar með sín- um fjölskyldum heima hjá okkur. Við borðuðum saman gómsætan mat og nutum samvera hvert annars til hins ýtrasta. Ekki granaði okkur þá að þetta yrði ekki endurtekið þó svo að sjúkdómur hennar hafi verið kominn í ljós þá. Björg barðist í raun í hljóði við veikindi sín og reyndi að hlífa okkur af fremsta megni. I hjarta mínu er Björg sönn hetja. Að lokum vil ég þakka fyrir þau átta ár sem við áttum saman og fyrir þau tvö ár sem hún reyndist dóttur okkar frábær og hjartahlý amma. Ég veit einnig að hún tengdamamma Björg er komin á betri stað þar sem engin veikindi hrjá hana og án nokk- urs vafa veit ég að hún mun fylgjast með okkur öllum úr fjarlægð og þá sérstaklega litla snifsinu sínu. Guð blessi þig, Björg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín tengdadóttir, Ingunn Mjöll. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Bjargar Hauksdótt- ur. Ég kynntist henni fyrir 12 árum þegar ég byrjaði að vera með syni hennar Kristjáni. Hún var falleg og glæsileg kona og alltaf svo vel til höfð. Hún tók mér strax eins og dótt- ur sinni og kom fram við mig eins og jafningja. Betri tengdamömmu gæti ég ekki hugsað mér. Hún var hlý persóna og mjög opin, það kenndi mér margt. Hún var mikil hannyrða- kona og það voru ófáar útsaums- myndirnar og prjónaflíkurnar sem hún gerði, og hún hafði mikla ánægju af því. Mér þótti leitt hvað það var langt á milli okkar, við á Isa- fu-ði og hún í Reykjavík, sérstaklega þegar heilsu hennar fór að hraka. En við gátum notið nærvera hennar í rámt ár þegar hún bjó á ísafirði. Hún fór að vinna á Sjúkrahúsinu og var mjög ánægð þar. Það átti vel við hana að vinna með sjúkum og öldr- uðum. Því miður varð hún að hætta og flytja suður þegar hún greinist með lungnakrabba fyrir tæpum tveimur árum. Við Kristján eign- umst dóttur 1998 og kallaði hún hana snifsið sitt. Henni þótti gaman að sjá hvað litla tók hraustlega til matar síns, og sagði að hún væri með vest- firsku matarlistina. Hún var yndis- leg amma og leitt að ömmubörnin geti ekki notið nærveru hennar, en við munum halda minningu hennar á lofti . Hún þurfti að hafa fyrir lífinu og þegar veikindi hennar komu upp, fannst mér hún taka aðra lífsstefnu. Það er eins og Guð gefi fólki oft ofur- kraft til að vinna úr svona málum. Og ég dáðist að henni hvað hún var dug- leg að takast á við þetta allt saman. Nú er þrautum tengdamóður minnar lokið og ég trúi að betri heimur bíði hennar. Eg veit að hún mun halda áfram að fylgjast með okkur öllum. Þín tengdadóttir, Kristín Berglind. Mig langar að minnast góðrar vin- konu og fyrrverandi mágkonu, Bjargar Hauksdóttur, sem lést um aldur fram, eftir erfið veikindi, hinn 25. nóvember sl. á Líknardeild Landspítalans. Ég man fyrst eftir Björgu þegar ég er um tíu ára, er hún kemur í fjöl- skylduna og giftist Adda bróður. Þeirra fyrsta barn er Kristján Andri, þegar hann er á fyrsta ári er hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.