Morgunblaðið - 23.01.2000, Side 4

Morgunblaðið - 23.01.2000, Side 4
4 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 16/1 - 22/1 ►REKSTRARLEYFI gagna- grunns á heilbrigðissviði var kynnt í gærmorgun, en eins og kom fram á sínum tfma ákvað ráðuneytið á sfðast- liðnu sumri að ganga til við- ræðna við Islenska erfða- greiningu um rekstur gagnagrunnsins. ►HÓPUR starfsmanna Bún- aðarbanka Islands fékk á síðasta ári undanþágu frá ákvæði í verklagsreglum bankans til kaupa á hluta- bréfum í DeCODE, móðurfé- lagi Islenskrar erfðagrein- ingar. Samkvæmt verklags- reglum er starfsmönnum bankans óheimilt að kaupa óskráð hlutabréf. ►Á ÞREMUR áratugum hafa Islendingar fengið ígrædd alls 140 líffæri. Þeg- in hafa verið 52 nýru en á síðustu árum hafa íslending- ar einnig gefið 48 nýru sem erlendir sérfræðingar hafa sótt hingað úr látnum. ►LEYFILEG mörk kadmfums f tilbúnum áburði verða lækkuð frá I. október í haust úr 50 mg á kg f 10. Segir landbúnaðarráðherra þetta gert til að mæta kröf- um neytenda um vistvæna framleiðslu landbúnaðaraf- urða. Það geti og hækkað verð á íslensku kjöti erlend- is. ►HRAFNKELL Eiríksson, sem nú stundar framhalds- nám í verkfræði í Kaup- mannahöfn, hlaut nýðsköp- unarverðlaun forseta ís- lands. Verkefni hans var þróun hugbúnaðar til að meta æðar í augnbotnum. Geta augnlæknar þannig betur metið hvort sjón er farin að skerðast. Rafverktakar sviptir starfsleyfi ÁTTA rafverktakar voru sviptir starfs- leyfi þar sem þeir höfðu ekki komið sér upp gæða- og öryggisstjórnunarkerfi fyrir 1. janúar 1999. Um 500 rafverk- takar hafa starfsleyfi hérlendis frá Lög- gildingarstofu og geta þeir sem sviptir voru leyfum endurheimt þau með því að sýna Löggildingarstofu fram á að þeir hafí komið sér upp áðurnefndu gæða- kerfi. Með slíku kerfí er verið að tryggja að verktakar fari yfir verk sín þegar þeim er skilað. Ferðaskrifstofur kynna lág fargjöld FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnu- verðir-Landsýn kynnti tilboð um 25 þúsund sæti til 10 borga í Evrópu á mjög lækkuðu fargjaldi. Kostar farið aðra leið til Kaupmannahafnar 7.400 krónur án flugvallaskatta og 17.900 til Benidorm. Úrval-Útsýn kynnti einnig lág fargjöld í vikunni, 14.900 kr. auk skatta, báðar leiðir milli Islands og Kaupmannahafnar og sama verð til London. Flugleiðir bjóða einnig það verð í næturflugi til þessara borga. Gera má ísland að vetnissamfélagi FORRÁÐAMENN Daimler-Chrysler fyrirtækisins telja að gera megi ísland að samfélagi sem geti verið óháð olíu að öllu leyti. Fyrirtækið telur vetni orku- gjafa framtíðarinnar í samgöngum og eru aðstæður taldar ákjósanlegar hér- lendis til vetnisnotkunar m.a. vegna þess að endurnýjanlegir orkugjafar á borð við vatn og jarðvarma stæðu hér til boða. Iðnaðarráðherra og nokkrir fulltrúar fyrirtækja í orkumálum heim- sóttu Daimler-Chrysler í Þýskalandi. Fyrirhugað er að hefja hér notkun vetnisknúinna strætisvagna sem þýska fyrirtækið framleiðir. CDU-hneykslið vindur upp á sig HELMUT Kohi, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, sagði á þriðjudag af sér heiðursformennsku í flokki Kristilegra demókrata í Þýzkalandi (CDU), eftir að flokksstjómin setti honum þá úrslita- kosti að greina frá nöfnum meintra ólöglegra greiðslna sem hann hefur við- urkennt að hafa tekið við í kanzlaratíð sinni, eða vera sviptur heiðursfor- mannstitlinum ella. Á fostudag greindu forystumenn flokksins frá því að þeir væru að kanna forsendur fyrir máls- höfðun gegn Kohl, í því skyni að knýja hann til að láta af hendi þær upplýsing- ar sem orðið gætu til að kveða niður fjármálahneykslið sem nú skekur flokk- inn. Kohl ítrekaði að hann væri bundinn trúnaðareiði og myndi aldrei gefa upp nöfn greiðenda hinna meintu ólöglegu greiðslna. í umræðum um málið á þýzka þinginu baðst Wolfgang Scháuble, arf- taki Kohls í flokksleiðtogasætinu, afsök- unar á fjármálahneykslinu, sem liti út fyrir að vera kerfisbundin brot á lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka. Milljónir marka uppgötvuðust á fleiri leynireikningum CDU í vikunni og einn féhirða þingflokksins svipti sig lífi í íbúð sinni í Berlín. Hart barizt í Grosní HARÐIR bardagar hafa geisað í vikunni milli uppreisnarmanna Tsjetsjena og herliðs Rússa í Grosní, héraðshöfuðborg Tsjetsjmu. Fullyrtu talsmenn rúss- neskra hernaðaryfirvalda að herinn hefði brotið vamir Tsjetsjena í miðborginni á bak aftur. Á fímmtudag voru skæruliðar sagðir hafa handsamað einn af æðstu hershöfðingjum rússneska hersins í bar- dögunum um Grosm', Mikhafl Malofeyev. Á meðan bardagar geisuðu í Tsjetsjníu kom dúman, neðri deild rússneska þings- ins, í fyrsta sinn saman eftir kosningam- ar í desember. Helzti stuðningsflokkur Vladimírs Pútíns, setts forseta, og kommúnistar gerðu með sér umdeilt samkomulag um skiptingu helztu þingembætta. Kommúnistinn Gennadí Seleznjov var endurkjörinn þingforseti. ►VIKTOR Klima, kanzlari og leiðtogi jafnaðarmanna í Austurríki, sagðist á föstu- dag ætla að freista þess að mynda minnihlutastjórn, eft- ir að endurnýjun stjórnar- samstarfs jafnaðaramanna og fhaldsmanna, sem hafa verið saman við völd í land- inu undanfarin 13 ár, fór út um þúfur. ►SERBNESKI stríðsmaður- inn Arkan, sem var eft- urlýstur fyrir stríðsglæpi í borgarastríðunum í Króatfu og Bosnfu, var borinn til grafar á fimmtudag, en hann lét lífið í skotárás á hóteli í Belgrad um sfðustu helgi. ►VIÐRÆÐUR ísraela og Sýrlendinga um frið og bætt samskipti lentu í biðstöðu f vikunni. Krefiast Sýrlend- ingar þess að fsraelar skuld- bindi sig skriflega til að láta Gólanhæðir af hendi en fsra- elar svara þeirri kröfu ekki. Var næstu lotu viðræðnanna frestað. ► AÐALSAKSÓKN ARI í ísr- ael fyrirskipaði á fimmtudag að hafin skyldi rannsókn á meintu fjármálamisferli Ez- ers Weizmans, forseta lands- ins. Weizman er gefíð að sök að hafa þegið háar fjárhæðir af erlendum kaupsýslumanni þegar hann var þingmaður og ráðherra á árunum 1989-1993. ►UM 1500 andstæðingar rfkisstjórnarinnar í Ekvador lögðu á föstudag undir sig þinghúsið f höfuðborginni Quito og lýstu yfir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Herinn lýsti síðan yfir stuðningi við aðgerðirnar og forsetinn, Ja- mil Mahuad, fór í felur. Heilbrigðis- og* tryggingamálaráðherra gefur út reglugerð um gagnagrunn á heilbrigðissviði Söfnun og vinnsla sé ávallt í samræmi við alþjóðlegar reglur Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær rekstrarleyfi um starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði. Með henni eru Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri og Þórir Haraldsson aðstoðarmaður. SAMKVÆMT reglugerð um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem heilbrigðisráðherra gaf út í gær, jafnhliða veitingu rekstrarleyfis til gerðar og starfrækslu gagna- grunnsins, skal söfnun, flutningur og vinnsla upplýsinga í gagna- grunninn ávallt vera í fullu sam- ræmi við viðurkenndar alþjóðlegar reglur um vísindasiðfræði og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra og gilda hér á landi á hverjum tíma. í reglugerðinni segir einnig að ráðherra geti á síðari stigum, m.a. að fengnum tillögum starfrækslun- efndar, tölvunefndar, þverfaglegrar siðanefndar eða rekstrarleyfishafa, sett frekari skilyrði en fram koma í rekstrarleyfi varðandi öryggi upp- lýsinga í grunninum, gerð hans og önnur atriði ef upp koma álitamál eða vandkvæði sem nauðsynlegt er talið að bregðast við. í reglugerðinni eru m.a. útfærð ákvæði laga um gagnagrunnin varðandi söfnun, meðferð og vinnslu upplýsinga. Tekið er fram að starfsmenn viðkomandi heil- brigðisstofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna skuli búa upplýsingar til flutnings í gagnagrunninn. Tekið er fram að þeir starfsmenn sem hafa beinan starfa af því að flytja heilbrigðis- upplýsingar í gagnagrunninn skuli ekki koma að starfrækslu grunns- ins hjá rekstrarleyfishafa. Geta hvenær sem er óskað eftir að gögn fari ekki í grunninn Skv. gagnagrunnslögunum og reglugerð ráðherra sem gefin var út í gær geta sjúklingar hvenær sem er óskað eftir því að upp- lýsingar um þá verði ekki fluttar í gagnagrunninn. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að mögulegt verði að fá upplýsingar sem þegar er búið að skrá afmáðar úr grunninum. „Óski sjúklingur eftir að upplýsing- ar um hann verði fluttar í gagna- grunn á heilbrigðissviði, þrátt fyrir að heilbrigðisstofnun eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmaður hafi ekki samið um slíkan flutning upplýsinga, skal sjúklingur senda landlækni beiðni þess efnis. Land- læknir skal sjá til þess að beiðni sjúklings sé virt,“ segir í 12. grein reglugerðarinnar. I 14. grein er tekið fram að óheimilt sé að veita upplýsingar um einstaklinga úr gagnagrunninum. Eingöngu skuli veittar tölfræðileg- ar upplýsingar um hópa einstakl- inga. Starfrækslunefnd varðveiti afrit á tryggilegan hátt Starfrækslunefnd hefur umsjón með gerð samninga rekstrarleyfis- hafa og heilbrigðisstofnana og á að gæta hagsmuna heilbrigðisyfir- valda, vísindamanna og heilbrigðis- stofnana við gerð samninganna. Nefndin hefur einnig m.a. eftirlit með daglegri starfsemi gagna- grunnsins og getur krafið rekstrar- leyfishafa og þá sem á hans vegum starfa um allar þær upplýsingar sem nefndinni eru nauðsynlegar til að rækja hlutverk sitt. Þá skal starfrækslunefnd varð- veita afrit af gagnagrunninum í bankahólfi eða á annan tryggilegan hátt og skal uppfæra afritið reglu- lega. Starfrækslunefnd skal ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti senda vísindasiðanefnd skrá yfir allar fyrirspurnir og tegundir fyrir- spurna sem gerðar eru í gagna- grunninum ásamt upplýsingum um fyrirspyrjendur á því formi sem tækni-, öryggis- og skipulagsskil- málar tölvunefndar heimila, skv. ákvæðum reglugerðarinnar. Beiðni ura rannsóknir lögð fyrir þverfaglega siðanefnd í henni er einnig að finna út- færslu ráðuneytisins á hlutverki og starfi þverfaglegrar siðanefndar sem heilbrigðisráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Hlutverk henn- ar er að tryggja að vinnsla upp- lýsinga í gagnagrunninn sé ávallt í fullu samræmi við viðurkenndar al- þjóðlegar reglur um vísindasið- fræði. „Rekstrarleyfishafi skal leggja fyrir þverfaglega siðanefnd beiðni um rannsóknir og einstakar fyrir- spurnir eða tegundir fyrirspurna sem fyrirhugað er að vinna með upplýsingum í gagnagrunni á heil- brigðissviði. Gildir það bæði um rannsóknir sem að öllu leyti eru unnar innan fyrirtækis rekstrar- leyfishafa eða í samvinnu við aðra aðila. Beiðni samkvæmt ákvæði þessu skal fylgja ítarleg lýsing og önnur gögn samkvæmt nánari ákvæðum í starfsreglum nefndar- innar. Óheimilt er að vinna með rann- sóknir, fyrirspurnir eða tegundir fyrirspurna nema þær hafi hlotið samþykki þverfaglegrar siðanefnd- ar,“ segir m.a. í reglugerð um gagnagrunninn. Samkvæmt ákvæði til bráða- birgða skal í kjölfar útgáfu rekstr- arleyfis taka saman þann kostnað, sem með eðlilegum og sanngjörn- um hætti tengist undirbúningi og útgáfu rekstrarleyfis og rekstrar- leyfishafa gerður reikningur fyrir honum. Ber rekstrarleyfishafa að endurgreiða ríkissjóði þennan kostnað með sex jöfnum mánaðar- legum greiðslum og skal fyrsta greiðslan innt af hendi ekki síðar en 45 dögum eftir útgáfu reiknings- ins. Eftir lok hvers mánaðar á ár- inu 2000 skal heilbrigðisráðuneyti vegna kostnaðar starfrækslunefnd- ar, þverfaglegu siðanefndarinnar og landlæknis og dómsmálaráðun- eyti vegna kostnaðar tölvunefndar fela ríkisféhirði innheimtu tilfallins kostnaðar þessara aðila í nýliðnum mánuði vegna þess hlutverks sem þessum aðilum er falið. UpplýsingrsImi 588 7788 SKRIFSTDFUSlMI 5E8 9208

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.