Morgunblaðið - 23.01.2000, Side 20

Morgunblaðið - 23.01.2000, Side 20
20 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Miklós Dalmay heldur píanótónleika í Salnum Hliðstæður þeirra Chopins og Rachmaninoffs TÓNSKÁLDIN Fryderyk Chopin og Sergei Rachmaninoff verða í aðalhlutverkum á píanótónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30, þar sem Miklós Dalmay mun leika sex prelúdíur og sónötu í b-moll op. 35 eftir þann fyrrnefnda og tvær prelúdíur í cís-moll og h-moll auk sónötu í b-moll op. 36, í endurskoðaðri útgáfu, eftir þann síðarnefnda. „Ég vildi sýna hliðstæðurnar milli þeirra Chopins og Rachmaninoffs," segir Miklos og setur síðasta verkið á efnisskránni í brenni- depil. „Þetta er sónata sem Rachmaninoff samdi árið 1913, þegar hann var á hátindi ferils síns sem einleikari en hann var mikill píanóvirtúós. Hann flutti hana þó einungis nokkrum sinnum opinberlega á tónleikum og svo lagði hann hana í salt, þar sem hann var ekki nógu ánægður með hana. Svo var það um tuttugu árum seinna að hann tók hana aftur upp úr skúffunni, breytti henni heilmikið og stytti og flutti sjálfur nokkrum sinnum," segir Miklos, en það er endur- skoðaða útgáfan sem hann flytur á tónleik- unum í kvöld. Notaði hljómborðið eins og heila sinfóníuhljómsveit Sem fyrirmynd að sónötunni hafði Rach- maninoff sónötu í b-moll opus 35 eftir Chop- in, en hann var alla tíð mjög hrifinn af Chopin og stíl hans, að sögn Miklósar, sem segir það ekki tilviljun að Rachmaninoff hafi gefið sinni sónötu opusnúmerið 36. Hann segir Rachmaninoff-sónötuna ekki vera verk sem píanistar spili á hverjum degi, því hún sé allt annað en auðveld. „A þessum tíma var hann mikið að hugsa um hljómsveitarverk- og notaði hljómborðið á píanóinu eins og það væri heil sinfóníu- hljómsveit.“ Prelúdíurnar eftir Rachmanin- off segir hann hins vegar mjög vel þekktar og segir það gott að setja saman á efnisskrá þekkt og minna þekkt verk. Miklós stundaði nám í píanóleik við Bar- tók-konservatoríið og Franz Liszt-tónlistar- akademíuna í Búdapest og lauk þaðan ein- leikaraprófi árið 1987. Hann hefur tekið þátt í nokkrum meistaranámskeiðum, m.a. hjá Tamás Vásáry, György Sebök og György Cziffra. Hann hóf kennslu í Ungverjalandi að námi loknu og starfaði með einsöngvur- um. A árunum 1989-1991 stundaði hann nám við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi og var þar aðstoðarmaður Lászlo Simon pró- fessors. Þaðan lauk hann framhaldsnámi með diplómu. Sænska útvarpið hefur gert allmargar hljóðritanir með leik hans og einnig hefur hann komið fram sem einleikari með sænsku útvarpshljómsveitinni. Þá hefur hann tekið þátt í að kynna nútímatónlist sem einleikari í Maros Ensemble. Hann hlaut einleikaraverðlaun Konunglegu sænsku listaakademíunnar og hefur enn- fremur unnið með Robert Szidon og Tatiönu Nikolajevu. Hann flutti aftur til Ungverjalands að lok- inni Svíþjóðardvöl og tók mjög virkan þátt í ungversku tónlistarlífi, sem kennari, einleik- ari og flytjandi kammertónlistar. Hann átti frumkvæði að stofnun Dalmay-stofnunarinn- ar, sem hann hleypti af stokkunum ásamt öðrum, en hún helgar sig því að koma kam- mertónlist á framfæri og afla henni vin- sælda, með því að halda tónleika víða um Ungverjaland. Allur tónlistarflutningur er Miklós Dalmay leikur verk eftir Chopin og Rachmaninoff á píanótónleikum í Salnum í kvöld. unninn í sjálfboðavinnu. Miklós hefur hlotið margskonar verðlaun fyrir píanóleik sinn á alþjóðavettvangi. Hann hefur haldið fjölda einleikstónleika í Svíþjóð, Ítalíu, Frakk- landi, Austurríki, Banda-ríkjunum og Kan- ada. Árið 1993 kom út geisladiskur þar sem hann leikur píanóverk eftir Beethoven. Miklós hefur búið á Islandi í rúm fimm ár, ásamt eiginkonu sinni, Edit Molnar, kór- stjóra og tónlistarkennara, og þremur börn- um þeirra. Þau hafa verið búsett á Flúðum síðan 1995 og líkar lífið þar stórvel. Hann bar sigur úr býtum í Tónvakanum, tónlistar- keppni Ríkisútvarpsins, árið 1996. Hann hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum og er virkur þátttakandi í íslensku tónlistar- lífi með tónleikahaldi jafnt sem kennslu í píanóleik. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja hvort píanóleikari með þennan feril sé ekkert hræddur um að missa tengslin við hinn alþjóðlega tónlistarheim með því að flytja upp í sveit á íslandi. Miklós neitar því, segist hafa fundið sinn sælureit á Flúðum. „Eg spilaði á tónleikum og tók þátt í al- þjóðlegum keppnum og tónlistarhátíðum út og suður og var alltaf á ferðalögum - aldrei heima. Þá sjaldan ég kom heim var ég alltaf að æfa mig og þekkti orðið varla börnin mín. Ég vildi ekki hafa þetta svona áfram,“ segir hann en viðurkennir að vissulega hafi það verið erfið ákvörðun að snúa svona alger- lega við blaðinu. „En ef ég get gert það sem ég kann og hef lært, þ.e. að spila og kynna tónlist, þá er mér í rauninni alveg sama hvar ég er. Aðalmunurinn er kannski sá að ég er aldrei stressaður hér!“ Sumarfríum ver Miklós og fjölskylda heima í Ungverjalandi og meðan þau geta það segist hann ekki vanta meira hvað varð- ar tengslin við tónlistarlífið á meginlandinu. Þá starfar hann undir merkjum Dalmay- stofnunarinnar sem áður var nefnd og kynn- ir nútíma- og kammertónlist. „I fyrra spilaði ég m.a. íslenska píanótónlist og henni var mjög vel tekið,“ segir hann. Turnleikar og umbergis Þrykk Páls af Thor Vilhjálmssyni. MYNDLIST Svellþrykk/ Bergþrykk/Ljöfl LISTHÚS REYKJAVÍKUR SKÓLAVÖRÐUSTIG ÞRYKK/LJÓÐ PÁLLGUÐMUNDSSON THOR VILHJÁLMSSON Opið virka daga kl. 10-18, laugar- daga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 14-18. ÞAÐ hefur mikil bjartsýni legið í loftinu á markaðssviði myndlistar við stóraldahvörf, hvert listhúsið á fætur öðru opnað á liðnu ári og þau af mörgum gerðum, sum eru helst fyrir unglist, en önnur myndverk af öllu tagi. Eitt þeirra er í velþekktu verslunarhúsi á miðjum Skólavörðu- stígnum þar sem höndlað hefur ver- ið með hitt og þetta í tímans rás og nú síðast tómstundavörur margs konar og myndlistarvörur, með úti- búi hinum megin við götuna þar sem nú er fataverslunin Man, sem einnig er með prýðilegan sýningarsal í kjallararými! Ekki einleikið hvað myndlistin leitar stíft á Skólavörðu- stíginn, og hér er borgin að eignast sitt alvöru listahverfi, þangað sem túrhestarnir munu streyma í fram- tíðinni ef rétt er haldið á spöðunum, svona líkt og annars staðar í heimin- um. Listhús Reykjavík var annars opnað með viðhöfn á menningarnótt, og var þar gífurleg þröng á þingi mestan tímann, eins og raunar á öll- um Skólavörðustígnum. Jarðhæðin er björt og rúmgóð með jöfnum birt- ugjafa inn um stóra glugga úr norðri og vestri, en nokkuð blendið kraðak myndverka á veggjum, milliveggj- um og gólfi. Nefna mætti þetta sam- bland gjafavöruverslunar og sýning- arsalar, og víst er að flest myndverk eru í dag keypt til tækifær- isgjafa og skal sú árátta ekki vanmetin, né löstuð, verra að þeim virðist hafa fækkað sem kaupa fyr- ir sjálfa sig og safna myndlist en virðist vera að fjölga aftur í seinni tíð. Ekki veit ég hvernig reksturinn hefur geng- ið á þeim skamma tíma sem liðinn er frá opn- uninni, en hins vegar eru ýmsar þreifingar sýnOegar varðandi upphengingu verka, og viðkomandi smám saman að átta sig á möguleikum rýmisins, en það tekur tíma. Æskilegt að listhúsið marki sér einhverja sérstöðu, því of mikil samkeppni á hliðstæð- um grunni er vonlaus á jafn tak- mörkuðum markaði, að auk gengur síður að stokka á þennan hátt saman tómstunda- og atvinnumálurum á tvist og bast. Innan handar að hinir síðarnefndu kippi að sér höndunum, hins vegar er sú regla virðingarverð að höndla einungis með öruggar myndir og eftir núlifandi listamenn. Eftir var að innrétta sérstakan sýningarsal í kjallara, sem nú hefur vérið gert og var hann vígður sl. laugardag með sýningu þeirra fé- laga og kjörvina Páls Guðmundsson- ar myndhöggvara á Húsafelli og Thors Vilhjálmssonar rithöfundar. Salurinn er mjög vel fallinn til sýn- ingahalds af ýmsu tagi, ekki síst á grafík og teikningum eins og fram kemur. Þeir félagar eru náttúrubörn og íslendingar yst sem innst, unn- endur óbyggðanna og hrjúfrar úti- veru, láta einskis ófreistað að leita á vit íslenzkra náttúruskapa einir sér og saman, þá skiljanlega mikið til í nágrenni Húsafells, undir og í skjóli við tignarlegan hadd Eiríksjökuls. Eins og margur veit hefur Páll klappað kröftuglega í grjót og berg í nágrenni Húsafells, þess á milli sem hann bregður í leik við hellurnar sögufrægu í nágrenninu. En lista- maðurinn hefur viljað nálgast nátt- úrusköpin enn frekar og þannig lagt gljúpan pappír yfir og undir grjót og svell í nágrenninu og töfrað fram kynjamyndir, sem hann krukkar rétt í og hlutgerir, eða réttara manngerir. Þetta er ein aðferð þrykks og skyld því sem súrrealist- inn Max Ernst nefndi Grattage og Frottage, en viðbót Páls er að hann er meira í sýnilegu rúmtaki og hold- legum tilfæringum. Á stundum hafa þessi vinnubrögð hrært í sköpunar- sellum rithöfundarins félaga hans, sem hefur þá gripið ritblýið og ljóð- að á afraksturinn, til hliðar ofan við eða undir. Þetta samstarf hefur var- að í sjö ár og eru verkin á sýning- unni hluti afrakstursins, auk möppu sem var gefin út sérstaklega í tilefni sýningarinnar. Mappan er afar fal- leg yst sem innst og er hönnunin verk Marteins Viggóssonar prent- meistara í Odda. Hún er það nýja á sýningunni, en sumt á veggjunum hefur sést áður og hlotið umfjöllun á síðum blaðsins. Heildarsvipur sýn- ingarinnar er góður, en þrykkin nokkuð einhæf og misjöfn, væri ráð að víkka hér tæknisviðið því mögu- leikarnir eru margir. Heillegastar þóttu mér myndir í lit eins og Hall- dór Laxness, (2) og Andað að sér (6), í fyrra flokknum og svo í ljóða- flokknum: Upp ljúkast hamrar (1), Varst að gá (2), Thor (17) og Sjálfs- mynd (19). Einkum er myndin Varst að gá áleitin en þar fellur ljóð að mynd líkt og flís við rass. Til vinstri: „Varst að gá/ eða varast augað/ sem horfir úr holti/ ellegar minningar- urð/ - ekki að leita þín/ heldur líkt og undan skafli/ vænti vors/ enn á ný/ eins og fyrr á öldum/ í sögu þjóðar/ sem þreyði æ.“ Til hægri: „Kom að þér styggð/ á stiklum/ lækjarins/ sem sungið hefur/ undan fönnum/ uppi í gili/ alla leið/ niðrá leirar.“ Sjálft þrykkið er afar hreint og mun- úðarfullt, líkt og hér sé komin sjálf Fjallkonan, eða ófreskur draumur um hana. Með þessari sýningu fer Listhús Reykjavíkur vel af stað og ber að óska því velfarnaðar og langlífi, jafnframt þakka þeim félögum Páli Guðmundssyni og Thor Vilhjálms- syni sérstæðan og jarðneskan framning. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.