Morgunblaðið - 23.01.2000, Side 21

Morgunblaðið - 23.01.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 21 LISTIR Á safninu sjálfu Morgunblaðið/Jim Smart Verk eftir Ástu Ólafsdóttur á sýningunni í Nýlistasafninu. Skúlptúr í nýju ljósi TUNGLIÐ og Calder-skúlptúrinn í borginni Grand Rapids íMichigan- rfld í Bandaríkjunum fengu á sig sérkennilega rauðleita birtu í tunglmyrkvanum sem var aðfara- nótt föstudags. Form og litir skúlptúrs og tungls bindast sérkennilegum böndum á myndinni og má segja að þar mynd- ist í raun nýtt listaverk þar sem hlutir aðskildir í tíma og rúmi njóta sín á nýja vegu. MYNDLIST IV ý 1 i s t a s a f n i ð ÝMSIR BLANDAÐEFNI Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18 og stend- ur til 13. febrúar. í NÝLISTASAFNINU hefur verið opnuð sýning þar sem tekist er á við hið mikla og kaótíska safn listaverka sem þar hefur hrannast upp á þeim rúmlega tuttugu árum sem félagið hefur starfað. Þegar Nýlistasafnið var sett á laggirnar var gert ráð fyrir því að hver sá listamaður sem væri meðlimur í safninu gæfi til þess eitt listaverk á ári; seinna var reglunni breytt og sagt að gefa ætti eitt verk á fimm ára fresti. Auk þessa hafa ýmiss konar listaverk gegnum tíðina end- að í geymslum Nýlistasafnsins án þess að nokkur kunni endilega skýringu á því. Sumt hefur gleymst á sýningum eða verið skilið eftir, sumt hefur verið gefið og sumt hef- ur kannski lent á safninu af því að enginn vissi hvar annars staðar það ætti heima. Niðurstaðan af þessari tuttugu ára söfnun er að Nýlista- safnið á líklega mörg þúsund lista- verk en enginn veit með nokkurri vissu hvað er hvað, hver saga verk- anna er eða hvað eigi að gera við þau. Þess vegna hefur nú verið brugðið á það ráð að sýna þau. Líkt og ofangreind lýsing er sýn- ingin í léttum dúr og tekur þannig mið af því hvemig listaverkaeign Nýlistasafnsins hefur byggst upp. í stað þess að reyna að flokka safnið, búa til þema og byggja þannig upp sýningu hafa verið fengnir til verksins fimm sýningarstjórar sem gefnar eru frjálsar hendur við að túlka safneignina. Það eru þau Alda Sigurðardóttir, Benedikt Krist- þórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Ingirafn Steinarsson og Sigurbjörg Eiðsdóttir. Hvert þeirra hefur gramsað gegnum safnaeignina og fundið sína nálgun við þá sögu sem þar er geymd og spannar fram- sækna íslenska myndlist allt aftur til SÚM-tímans, auk margra og oft dularfullra gripa eftir erlenda lista- menn. Ingirafn hefur gripið á það ráð að láta taka röntgenmyndir af ýmsum verkum í safninu og geta gestir þannig skoðað innri byggingu list- arinnar á ljósaskermi. Einar Gari- baldi sýnir verk ýmissa listamanna án þess að taka þau úr umbúðunum sem þau voru flutt í til safnsins. Benedikt Kristþórsson fjallar um Dieter Roth með því að sýna ekki grafíkmynd sem safnið á eftir hann. Sigurborg sýnir verk úr safninu og myndir af fólki með verkin í fang- inu. Alda tekur síðan á innheimtu- stefnu safnsins með því að hafa samband við stofnfélaga og sýna eftir þá bæði gömul og ný verk. Safnaeign Nýlistasafnsins er mikil og fjölbreytt og henni verða líklega seint gerð tæmandi skil en hér er tekist á við hana á frumlegan og skapandi hátt. Uppsetning sýn- ingarinnar lýsir í senn ást og virð- ingu sýningarstjóranna fyrir safn- inu og hæfilegum húmor sem er ómissandi þegar tekist er á við sýn- ingarverkefni af þessu tagi. Aðferð- in sem hér er beitt - að fá til verks- ins fimm utanaðkomandi listamenn sem hver tekst á við verkið á sínum forsendum - gengur vel upp og skil- ar sér í skemmtilegri og forvitni- legri sýningu. Þetta er sýningar- form sem vel mætti hugsa sér að beita á fleiri söfnum, til að mynda á Listasafni Islands þar sem safna- sýningar hafa undanfarið verið frekar blóðlitlar. Það er ástæða til að hvetja alla listunnendur til að drífa sig í Nýlistasafnið og kynnast þeim fjársjóðum listarinnar sem þar eru geymdir en fá því miður allt of sjaldan að sjást. Jón Proppé Morgunblaðið/Arni Sæberg Jónas Ingimundarson og Arnar Jónsson í Salnum. Tónlist, ljóð og myndir í Salnum, Kópavogi ÓHEFÐBUDNIR tónleikar verða mánudagskvöldið 24. janúar kl. 20.30 í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Á efnisskránni er Óður steinsins, Myndir, ljóð og tónar. Fyrir allmörgum árum kom út bók sem hafði að geyma myndir af ís- lenskum steinum eftir Agúst Jóns- son. Á myndunum gefur að líta eins konar sneiðmyndir af steinum - lita- dýrð og fjölbreytileg form náttúrunn- ar. Skáldið Kristján Einarsson frá Djúpalæk orti kvæði fyrir áhrif þess- ara mynda, sem hann kallaði Óður steinsins. Myndirnar eru þrjátíu tals- ins og kvæðið að sama skapi þrjátíu erindi. Atli Heimir Sveinsson tón- skáld samdi síðan jafnmörg píanó- stykki og er verkið þrefalt eða þríeitt sem flutt verður á mánudagskvöldið. Arnar Jónsson leikari les ljóð Krist- jáns og Jónas Ingimundarson leikur tónamyndir Atla Heimis um leið og myndir Ágústar Jónssonar era sýnd- ar á stóru sýningartjaldi. Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs er ríkuleg búinn tæknilega og gefast þar bestu skilyrði til að flytja þetta óvenjuleg verk. Auk þess að flytja ljóð Kristjáns, mun Arnar Jónsson lesa úr eftirmála bókarinnar, sem ritaður er af Stein- dóri Steindórssyni frá Hlöðum og ber heitið Steinninn leystur úr álögum. Verk þetta var frumflutt á 40 ára af- mæli Tónlistarfélags Akureyrar og síðan nokkrum sinnum í Norræna húsinu. Jónas Ingimundarson flutti verkið víða, t.d. í Skandinavíu og er Ijóð Kristjáns til þýtt á ýmsum tungumálum (ensku - sænsku - þýsku og frönsku). I tengslum við tónleikana, mun Náttúrufræðistofa Kópavogs standa fyrir sýningu í anddyri Salarins á völdum steinum úr safni Náttúru- fræðistofu, draugasteinum, berg- kristöllum, japisum o.fl. tegundum. Miðasala Salarins er opin alla virka daga frá kl. 9-16 og tónleikadaga frá kl. 19 nema laugardaga frá kl. 14. Djasskvöld í Listaklúbbnum DJASS verður leikinn í Leikhús- kjallaranum á mánudagskvöld. Fram kemur píanótríó sem í eru Agnar Már Magnússon á píanó, Matthías Hemstock á trommur og Gunnlaugur Guðmundsson á kontrabassa. Agnar Már útskrifaðist frá lista- háskólanum í Amsterdam í djass- píanóleik í vor og er nú á leiðinni til New York í einkanám hjá Larry Goldings, þekktum djasspíanista í New York. Gunnlaugur Guðmundsson er búsettur í Haag í Hollandi. Hann útskrifaðist frá Konunglega listahá- skólanum í Haag í djasskontra- bassaleik í vor og starfar nú í Hol- landi með tveimur hljómsveitum, Wolfert Brederode-píanótríóinu og Zenker/Kappe-kvartettinum. Matthías Hemstock er einn af okkar fremstu djasstrommurum. Tríóið mun leika frumsamda tón- list sem einkennist að miklu leyti af óvenjulegum takttegundum og hljómferlum. Að sögn strákanna má búast við „Evrópu-hljómi“ frá tríó- inu, en hann einkennist af opinni spilamennsku. Einnig verða leiknir nokkrir „standardar“ sem djass- unnendur kannast við. Dagskráin hefst kl. 20:30, en hús- ið er opnað kl. 19:30. Framkvæmdastjóri hættir RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir læt- ur senn af störfum sem fram- kvæmdastjóri Nýlistasafnsins. Hún tók við starfinu árið 1993 og varð þá fyrsti launaði starfskraftur safnsins sem tók til starfa árið 1978. í frétt frá stjóm Nýlistasafnsins segir að starfsemi og umfang safns- ins hafí aukist til muna í tíð Ragn- heiðar. Þá hafi fjárveitingar aukist ár frá ári og eigi Ragnheiður stóran þátt í því. Hún hafi borið hitann og þungann af starfsemi safnsins og gegnt starfinu af alúð og sóma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.