Morgunblaðið - 23.01.2000, Page 26

Morgunblaðið - 23.01.2000, Page 26
26 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ragnheiður Bragadóttir, nýskipaður prdfessor við iagadeild Háskóla íslands - fyrsta konan sem skipuð er íþað embætti í 90 ára sögu deildarinnar. Erfítt að gera upp á milli kennslu og rannsókna Ragnheiður Bragadóttir er fyrsti kvenpró- fessorinn í 90 ára sögu lagadeildar HI. Hún er því komin á spjöld sögunnar. I samtali við Hildi Einarsdóttur kemur í ljós að hún á mörg áhugamál og hefði þess vegna getað lagt ýmislegt fleira fyrir sig en lögfræðina. HÚN ER óformleg, þegar hún kemur til dyra, á sokkaleistunum, í stuttu pilsi og peysu og býður blaðamanni að ganga í bæinn. Ragnheiður Bragadóttir líkist frem- ur nemenda en ströngum háskóla- prófessor sem stendur upp við púlt og kennir refsirétt. Hún hefur milt og hæglátt yfirbragð enda ímynd hins formfasta og vægðarlausa pró- fessors löngu úrelt. Þegar við erum sestar inn í stofu heima hjá henni og farnar að ræða saman má finna að þama fer stefnuföst kona sem er vel að sér á sínu sviði. Ragnheiður hefur stundað kennslu og rannsóknir við Háskóla íslands í 15 ár. Hún hefur einkum fengist við íslenskan refsirétt, um- hverfisrefsirétt og ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar. í þessu spjalli ætlum við þó ekki eingöngu að fjalla um lagaprófessorinn held- ur fá að kynnast persónunni á bak við þetta virðulega starf. Ragnheiður er fædd í Reykjavík árið 1956 og bjó fyrstu árin í Laug- arneshverfinu en fluttist 11 ára gömul í Háaleitishverfið ásamt for- eldum sínum þeim Braga Hannes- syni, bankastjóra, síðar forstjóra Iðnlánasjóðs, og Ragnheiði Gunn- arsdóttur, húsmóður, og tveim systrum, Ásdísi, handmenntakenn- ara, og Bryndísi, tónlistarkennara. Hún segir uppvöxtinn hafa verið ánægjulegan og uppbyggilegan. „I uppeldinu var lögð áhersla á að við nýttum hæfileika okkar og gengjum menntaveginn. Okkur systrunum var innprentað að okkur væru allir vegir færir,“ segir hún. Úrvals nemandi Ragnheiður er ein þeirra sem alla tíð hafa verið úrvals nemendur. Eft- ir grunnskóla fór hún í Kvennaskól- ann sem þá var gagnfræðaskóli og þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. Þar stundaði hún nám í fornmála- deild og varð dúx skólans á stúdent- sprófi. Þegar hún lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla íslands árið 1982 var hún ein af þeim efstu á prófinu það árið. Jafnframt námi sínu lagði Ragn- Morgunblaðið/Jim Smart „Tónlistin er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir Ragnheiður Braga- dóttir, fyrsti kvenprófessor lagadeildar HÍ. Hér er hún ásamt eigin- manni sinum, Bjarna Kristjánssyni, og dætrunum Ragnheiði og Unni. heiður stund á nám í píanóleik.„Ég hafði mikinn áhuga á tónlist, faðir minn leikur á píanó og það var mik- ið hlustað á tónlist á heimilinu," segir hún. „Þegar ég var sautján ára gerði ég það upp við mig að ég vildi frekar fara í háskólann en leggja tónlistina fyrir mig. Ég hætti tónlistamáminu sem er tímafrekt ef maður ætlar að ná árangri." Hefur kennt dætrunum á hljóðfæri í stofunni þar sem við sitjum stendur voldugur flygill og Ragn- heiður er spurð að því hvort hún taki í flygilinn öðru hvoru sér til skemmtunar og hugarhægðar? „Nei, ég er alveg hætt því vegna tímaskorts. Þegar mig langar til að hlusta á tónlist set ég í staðinn geisladisk í tækið. Ragnheiður, eldri dóttir mín, sem er 16 ára, leik- ur á píanó og selló, annars eru báð- ar dætur mínar í tónlistamámi. Unnur, yngri dóttirin, sem er fimm ára er að læra söng og að leika á fiðlu. Báðar hafa þær lært á hljóð- færi eftir Suzuki-aðferðinni sem byggist á því að foreldramir leið- beini bömunum heimafyrir. Ég gat því kennt Ragnheiði þegar hún var að læra á píanó og núna er ég að læra á fiðlu svo ég geti leiðbeint Unni.“ Hún segist líka alltaf hafa haft mikinn áhuga á myndlist. Ragn- heiður ólst upp við það að faðir hennar stæði iðulega við málara- trönumar en hann stundar málara- list í frístundum. „Þegar ég var í bamaskóla var ég í myndlistartím- um hjá Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara í Myndlistarskóla Reykjavíkur en hann var brautryðj- andi í því að kenna bömum mynd- mennt.“ Menntaskólaárin skemmti- Iegustu skólaárin Ragnheiður segir að þegar hún líti til baka þá finnist henni mennta- skólaárin skemmtilegustu skólaár- in. „Ég tók þátt í félagslífinu, var gjaldkeri skólafélagsins einn vetur. Það var líflegt félagslíf innan skól- ans.“ Þegar hún er spurð segist hún hafa verið lítið út á lífinu. „Ég fór á skólaböllin en skemmti mér lítið fyrir utan það. Ég hafði meira gam- an af því að vera í góðra vina hópi, hlusta á skemmtilega tónlist og lesa. Sérstaklega gerði ég mikið af því að lesa góðar bækur á mennta- skólaámnum eftir innlenda og er- lenda höfunda.“ Hvað ertu að lesa núna? „Ég hef minni tíma til að lesa bókmenntir núorðið en hef þó alltaf eina góða bók á náttborðinu hjá mér. Ég hef nýlokið við Vetrarferð- ina, eftir Ólaf Gunnarsson, sem er móðurbróðir minn. Mér finnst þessi bók mjög góð og gat varla lagt hana frá mér fyrr en ég hafði lokið við hana. Ahugamálin hafa því verið mörg og ég hefði vel getað hugsað mér að verða eitthvað annað en lögfræðing- ur en ég hef líka alltaf haft gaman af sagnfræði," bætir hún við. Refsirétturinn heillandi fræðigrein „I menntaskóla gerði ég upp hug minn og ákvað að fara í lögfræðina og sé ekki eftir því. Mér fannst gaman í náminu sérstaklega þegar ég var komin á þriðja ár og var far- in að læra refsirétt sem mér fannst strax heillandi fræðigrein. Eflaust hefur það haft sitt að segja að við höfum átt mjög góða fræðimenn á því sviði og vil ég þar nefna Armann Snævar og Jónatan Þórmundsson." Þegar Ragnheiður lauk náminu í lögfræðinni fékk hún styrk frá danska ríkinu til framhaldsnáms við Kriminalistisk Institut við Kaup- mannahafnarháskóla. Þar stundaði hún nám á sviði refsiréttar, afbrota- fræði og refsipólitíkur. „Það lá beint við að fara til Dan- merkur í framhaldsnám því réttar- kerfi okkar er svipað danska kerf- inu ekki síst refsirétturinn svo er þjóðfélagsgerðin svipuð,“ segir hún. „Ég var þarna í eitt ár. Það sem er sérstætt við þessa stofnun er að þar starfa sérfræðingar í hinum ýmsu fræðigreinum sem fjalla um afbrot og afbrotamenn. Það varð þvi til þess að víkka sjóndeildar- hringinn að líta á viðfangsefnið út frá sjónarhóli annarra fræðigreina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.