Morgunblaðið - 23.01.2000, Page 51

Morgunblaðið - 23.01.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 51 I DAG Arnað heilla O ÁRA afmæli. í dag, O U sunnudaginn 23. janúar, verður áttræð Guðmunda Elíasdóttir söngkona. Guðmunda verður heima á afmælisdaginn. WA ÁRA afmæli. í dag, I \/ sunnudaginn 23. ian- úar, verður sjötug Ásta Sveinsdóttir húsmæðra- kennari, Háaleitisbraut 117, Reykjavík. A ÁRA afmæli. Á OU morgun, mánudag- inn 24. janúar, verður sext- ug Jósefína Gísladóttir, kaupmaður á ísafirði. _Eig- inmaður hennar er Úlfar Ágústsson. Þau eiga 40 ára brúðkaupsafmæli 13. febr- úar og Úlfar verður sextug- ur 3. júlí. Hyggjast þau hjónin bjóða til sameigin- legrar afmælishátíðar vegna þessara tímamóta í sumar. GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, mánudaginn 24. janúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Valgerður Jóna Pálsdóttir og Halldór Jónsson, Túngötu 47, Eyrarbakka. Þau verða að heiman í dag. Þú hefur enn einu sinni gleymt að salta gólfið, Umanaq! SKAK I msjön Ilelgi Áss Grútarsson Hvítur áleik ÞESSI staða kom upp á milli Matnadze og Ma Yu á móti ungra meistara sem haldið var í Groningen um jólaleytið á síðasta ári. Sá fyrrnefndi lauk skákinni með snaggaralegum hætti: 31.Hxg6! Kxg6 32.Hxf5! Dxfö 33.Be4 Hhf8 34.Dg2+! Kf7 35.Bxf5 Hg8 36.Df3 Ke8 37.Bxb6 Hf8 38.De4+. Svartur gafst upp. Auðvitað er ég ánægð með að þú skulir vera miHjónamær- ingur og fræg poppstjarna. Ég vildi bara að þú hefðir fasta vinnu. LJOÐABROT Hjá f Ijótinu Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit hið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt um síld og engi. Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund, þó fölur beygur hægt um sviðið gengi er laut hann höfði og sagði í sama mund: Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi. Hannes Pétursson. ORÐABOKIN Fjárhirðir - féhirðir - gjaldkeri I Mbl. 6. jan. sl„ 29. bls., er rætt um fjármála- hneyksli í Þýzkalandi. Þar átti ákveðinn mað- ur þátt í að koma hneyksl- inu af stað með því „að- upplýsa að hann hefði afhent fjárhirði CDU milljón marka á bflastæði í Sviss,“ eins og blm. Mbl. kemst að orði. Svo birtist aftur frétt um sama mál í Mbl. 11. s.m., þar sem enn er talað um fjárhirði flokksins. Hér hnaut ég um no. fjárhirðir. Þeir eru fleiri en ég, sem hafa ein- ungis vanizt no. féhirðir í þessum dæmum eða þá orðinu gjaldkeri. Hygg ég það nafn einna algengast um þessa menn. Víða á skrifstofum blasa við leið- beiningaspjöld, hvert halda skuli til þess að fá afgreiðslu, t.d. til að greiða gjöld. Þar má oft sjá gjaldkeri eða féhirðir, aldrei fjárhirðir. í mínum huga merkir fjárhirðir eingöngu sama og smali eða hjarðmaður. Raunar er þetta no. sagt til í báð- um merkingum í OM (1983) og eins í orðabók Blöndals frá um 1920. Því verður ekki heldur neitað, að orðstofnarnir fé- og fjár- eru alveg fastir í sumum samböndum. Við- höfum t.d. no. eins og fé- fastur og fégræðgi, en ekki fjárfastur og fjár- græðgi. Svo er alltaf talað um ijárhag og íjármál, ekki féhag eða fémál. Þá eru gerólíkar merkingar í lo. féglöggur og fjárglögg- ur. Sama ætti að gilda um no. féhirðir og fjárhirðir. J.A.J. STJÖRJVUSPA eftir Fraiices Drake VATNSBERI Afmælisbam dagsins: Þú hefur mikil áhrif á við- mælendurþína og kannt að notfæra þér það til hins ýtr- asta en mundu að sýna öðr- um sanngirni. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú ert í flnu formi þessa dag- ana og átt hiklaust að nota það bæði í leik og starfi. Reyndu svo að fá aðra til liðs við þig í íþróttunum. Naut (20. apríl - 20. maí) Sýndu öðrum þolinmæði jafn- vel þótt þér finnist skilnings- leysi þeirra ganga úr hófi fram. Þú munt uppskera þín laun þótt síðar verðL Tvíburar . (21.maí-20.júní) An Reyndu að haga orðum þínum þannig að þau meiði ekki aðra. Sérstaklega skaltu fara var- lega með glens og grín því ekki er víst að kunni jaíhvel að meta það. Krabbi ^ (21. júní - 22. júlí) Þú hefur lagt mjög hart að þér og sérð nú fram á árangurinn af öllu erfiði þínu. Varastu samt allan oflátungshátt og leyfðu öðrum að njóta sigurs- ins með þér. Ljón (23. júlí-22. ágúst) M Það borgar sig alltaf að líta á björtu hliðamar þvi annars er hætt við að mál þróist þannig að þau verði ekki til lykta leidd með sómasamlegum hætti. Meyja (23.ágúst-22.sept) <CSL Það er ekki nóg bara að vilja að hlutimir breytist heldur þarft þú líka að taka til hend- inni til þess að svo verði. Mundu bara að hálfnað er verk þá hafið er. (23. sept. - 22. október) « Skemmtileg tækifæri berast upp í hendumar á þér og þú átt umfram allt að leyfa sköp- unarkraftinum að pjóta sbi. Ræddu málin við vini þína. Sporðdreki ^ (23. okt.-21.nóv.) Varastu að draga of mikla at- hygli að sjálfum þér því nú eru það verldn sem skipta máli en ekki persóna þín en þú munt engu að síður hljóta þín laun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) ÍC7 Ýmsir jákvæðir hlutir em að gerast í kringum þig og þú skalt bara halda þínu striki með bros á vör því ekkert getur mistekist ef þú hefiir augun þjá þér. Steingeit _ (22. des. -19. janúar) 4K Farðu gætilega í því að trúa öðrum fyrir þýðingarmiklum upplýsingum. Það er aldrei að vita hvenær þau ná röngum eyrum og þá er fjandinn laus einsogþúveist Vatnsberi (20.jan.r-18. febr.) Reyndu að halda þig sem mest við skipulagða dagskrá en vertu um leið sveigjanlegur ef eitthvað kemur upp á Sýndu samstarfe- mönnum þínum nærgætnL Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Leggðu þig fram um að eiga gott samstarf við vinnufélaga þína. Mundu að þolinmæðin skiptir miklu máli og þú færð hana endurgoldna þegar þér hentar. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Barnaskóútsala Opið frá kl. 12 til 18 smáskór í bláu húsi v/Fákafen NAMSAÐSTOÐ við þá sem vilja ná lengra í • grunnskóla • háskóla • framhaldsskóla • flestar námsgreinar Innritun í síma 557 9233 Nemendaþjónustan , bannhgHra 10, Mjódd. SJALFSDALEIÐSLA MEIRA S-TALFSORYGGI EINKATÍMAR/NÁMSKEIÐ sími 694 5494 Nvtl námskcið hefst 2. febniar Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. BRIDSSKOLINN Námskeið á vorönn Byrjendur: Fullbókað Framhald: Hefst 26. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. Á framhaldsnámskeiðinu verður að þessu sinni lögð höfuðáhersla á spila- mennsku sagnhafa, áætlanagerð og úrspilstækni af ýmsum toga. Jafnframt farið dýpra í Standardsagnkerfið og grundvallarreglur vamarinnar. Það hentar fólki sem hefur nokkra spilareynslu, en vill taka stórstígum fram- förum. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Öll kennslugögn fýlgja. Nánari uppl. og innritun í síma 564 4247 milli ki. 13 og 18 daglega. Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands fslands, Þönglabakka 1 í Mjódd, þriðju hæð. Fjárfestu í þekkingu og árangri Námskeiðið Gæðasala þann 26. og 27. janúar kl. 9-12:30 Að námskeiði loknu getur þú... - náð betri tengslum við viðskiptavini - framkallað gæðasölu - forðast algeng grundvallarmistök - vitað hver eru fjögur mikilvægustu atriðin f fari góðs sölumanns að mati viðskiptavinarins - stórbætt sjálfsímynd þína - haldið eldmóði þinum stöðugum - tekið betur á móti gagnrýni frá viðskiptavini - orðið betri mannþekkjari - verið hæfari að loka sölu - kynnt þina vöru, hugmynd og þjónustu með betri árangri - snúið neikvæðum viðskiptavini yfir í jákvæðan - skilgreint kaupmerki frá viðskiptavininum - stýrt viðskiptavini yfir í það svar sem þú vilt fá - aukið gæði sölunnar - byggt upp betri og traustari viðskiptasambönd - aukið gæði í þjónustu - aukið söluna með einföldum aðferðum - fengið ánægðari viðskiptavini sem aftur er besta auglýsingin - og margt, margt fleira Fyrirlesari er Gunnar Andri Þórisson en hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um allt land við frábærar undirtektir þátttakenda. www.gunnarandri.com Skráning stendur yfir - Takmarkaður sætafjöldi sími 561-3530 / 897-3167 4 SÖLUKENNSLA GUNNARS ANURA R Einkaþjálfun • Námskeið ■ Ráðgjöf • Fyrirlestrar Við höfum sameiginlegt markmið - að þér gangi vel!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.