Morgunblaðið - 23.01.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 23.01.2000, Síða 64
VlÐSKIPTAHUCBÚNAÐUR A HEIMSMÆUKVARÐA D NÝHERJI S: 569 7700 heim að dyrum <5íjV PÓSTURINN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, FÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-Aí'GREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJlSMBL.IS, AKUREYRI: KA UPANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Heimilisbankinn opnar útibú ($) BÚNADARBANKINN Tniuíilur Imnki Islensk erfðagreining fær rekstrarleyfí fyrir gagnagrunn á heilbrigðissviði Morgunblaðið/Kristinn Rekstrarleyfið fyrir gagnagrunninn á heilbrigðissviði með skilmálum sínum og skilgreiningum er mikið að vöxtum. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra afhenti Kára Stefánssyni, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, leyfið f Ráðherrabústaðnum í hádeginu í gær. Arlegt gjald til ríkisins get- ur orðið 70-140 milliónir INGIB JÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra afhenti í gær Kára Stef- ánssyni, forstjóra íslenskrar erfða- greiningar ehf., rekstrarleyfi til gerðar og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði í tólf ár. Markmið gagnagrunnsins er að „auka þekk- ingu til þess að bæta heilsu og efla Áfeilbrigðisþjónstu“, segir í fyrstu grein rekstrarleyfisins. Árgjald ÍE fyrir leyfið verður 70 milljónir króna auk hlutdeildar í hagnaði sem verður þó aldrei meiri en 70 milljónir. Verja skal gjaldinu til að efla heilbrigðis- þjónustu, rannsóknir og þróun. „Það er von mín og trú að þetta verði íslenskri þjóð til mikils gagns,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir meðal annars er hún afhenti leyfið. Hún sagði gagnagrunnsmálið hafa fengið ýtarlega umfjöllun í ráðuneytinu, margir sérfræðingar verið kallaðir til og það tekið ýmsum breytingum. Hún sagði mikla vinnu hafa verið lagða í undirbúning rekstrarleyfis- ins frá því í maí þegar ákveðið var að ^%anga til samninga við ÍE. „Það hef- ur verið mikilvægast fyrir okkur að allur almenningur fengi að fylgjast með málinu frá fyrstu tíð. Þetta er stórt og mikið og viðkvæmt mál.“ GAGNAGRUNNUR Á HEILBRIGÐISSVIÐI I Hafist verði handa/2 I Söfnun og vinnsla/4 I Allar upplýsingar/10 ■ Samkomulag/16 ■ Reykjavíkurbréf/32 Kári Stefánsson sagði að fyrir- tækið myndi gera sitt besta til að rísa undir því trausti sem ráðherra auðsýndi „og ég vona heitt og inni- lega að þessi miðlægi gagnagrunnur á heilbrigðissviði verði það tæki sem við höfum vonast til“, sagði Kári og lét í ljósi þá ósk að hann muni búa til mikla þekkingu og auka hróður ís- lendinga um allan heim, bæði að því er varðar nýja þekkingu og rann- sóknir í læknisfræði. í rekstrarleyfinu segir að gerð og starfræksla gagnagrunnsins miði að því að móta heildstætt safn með ópersónugreinanlegum upplýsing- um úr meginhluta sjúkraskráa sem nú liggi fyrir og ekki sé takmarkað- ur aðgangur að. Starfrækslunefnd skal hafa umsjón með gerð samn- inga rekstrarleyfishafa við heil- brigðisstofnanir og heilbrigðis- starfsmenn og gæta hagsmuna heilbrigðisyfirvalda og rekstrarleyf- ishafa ber að uppfylla gildandi tækni-, öryggis- og skipulagsskil- mála tölvunefndar á hverjum tíma. Fram kom á fundi með frétta- mönnum í gær þegar heilbrigðisráð- herra kynnti rekstrarleyfið ásamt fleirum að leyfið getur tekið breyt- ingum þar sem það kemur til endur- skoðunar ef það samræmist ekki ís- lenskri löggjöf eða reglum eða alþjóðlegum samningum, sáttmálum og samþykktum sem ísland er aðili að á hveijum tíma en leyfið er háð lögunum um gagnagrunn sem sam- þykkt voru á Alþingi í október 1998. íslensk erfðagreining skal í júlí ár hvert á leyfistímanum greiða 70 milljónir króna auk 6% af hagnaði fyrir skatta. Viðbótargreiðslan skal þó aldrei verða hærri en 70 milljónir. Endurskoða má árgjaldið að sex ár- um liðnum. Rekstrarleyfið gildir til 21. janúar árið 2012 en verður tekið til endurskoðunar eigi síðar en 1. október 2008. Stefnt er að því að samningar um aðgang að upplýsingum úr sjúkra- skrám geti tekist fyrir árslok. Kveð- ið er á um að fyrsta greiðsla árgjalds skuli ekki fara fram fyrr en tekist hafi samningar við Sjúkrahús Reykjavíkur og/eða Ríkisspítala, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og tvær aðrar heilbrigðisstofnanir í öðrum landsfjórðungum. Þegar rekstrarleyfi fellur úr gildi ber leyf- ishafa að afhenda leyfisveitanda gagnagrunninn og öll gögn er varða hugbúnað sem hann á eignarrétt að og eru nauðsynleg til gerðar og starfrækslu grunnsins. 400-500 milljóna króna sjóður í þágu barna ÍSLENSK erfðagreining og heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra lýstu í gær yfir stofnun Velferðar- sjóðs íslenskra barna sem hefur að markmiði að hlúa að hagsmunamál- um barna á Islandi. Kári Stefánsson, forstjóri IE, lýsti við stofnunina þeirri skoðun sinni að „ýmislegt í okkar sögu [bendi til þessj að við höf- um enn ekki komist úr þeirri stell- ingu að líta á börn sem ómegð en ekki blessun“. Kári sagði þetta hafa verið áhuga- mál sitt lengi. „Börn eru framtíð þessarar þjóðar og það hvernig við hlúum að börnum kemur til með að ráða því hvernig þessi þjóð verður þegar við stígum af sviðinu," sagði Kári. Hann sagði að slysatíðni meðal barna væri hæst hér af Norðurlönd- unum og við fjárfestum minna í skólamálum en þjóðir sem eru á svipuðu menningar- og fjárhagsstigi. Skorar á önnur fyrirtæki Gamli hugsunarhátturinn segði að þessu ætti að breyta með auknum framlögum ríkisins og auknum skattgreiðslum en í anda hinna nýju tíma, sem leggja áherslu á að flytja ábyrgð yfir á einstaklinga og fyrir- tæki, „finnst mér gaman að hafa tækifæri til að koma fram fyrir hönd einkaframtaksins til þess að setja saman þennan sjóð“, sagði Kári. „Það sem meira er þá lít ég á þetta sem tækifæri til að skora á önnur fyrirtæki á íslandi og þá einstakl- inga, sem meira mega sín í íslensku samfélagi, að stíga fram fyrir skjöldu og leggja af mörkum til þessa sjóðs,“ sagði Kári. Um leið og menn krefjist lægri skatta til þess að nota fé til að búa til auð í fyrirtækjum verði þeir að axla þá ábyrgð sem því fylgir og ábyrgðin felist í því að fylla skarðið sem verður til þegar framlög ríkisins minnka. íslensk erfðagreining leggur fram stofnframlag sjóðsins, 150.000 hluti í DeCODE genetics Inc„ móðurfyrir- tæki íslenskrar erfðagreiningar. Miðað við núverandi markaðsvirði er verðmæti sjóðsins 400-500 milljónir króna. Kári vildi ekki tjá sig um verð- mæti framlagsins við Morgunblaðið en sagðist telja eðlilegt að stefna að 6% ávöxtun þess í banka. Hann vill stefna að því að úthluta 50-60 m. kr. á ári og sagði hlutverk sjóðsstjórnar- innar vera að afla þess sem á vantaði til að ávöxtun stofnframlagsins hrykki til þess. Ný staða í frumkvöðla- og, nýsköpunarfræðum við HI STOFNAÐ hefur verið til nýrrar stöðu prófessors í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. Gunnar Björgvinsson, sem rekur fyrirtæki með flugvélasölu í Liecht- enstein, fjármagnar stöðuna sem ráðið verður í til allt að þriggja ára. Páll Skúlason háskólarektor seg- ir að Gunnar, sem hafi sjálfur verið frumkvöðull, hafi haft samband við sig fyrir nokkru og viljað láta gott af sér leiða og sett fram hugmynd um þessa stöðu er snúast myndi um nýsköpun. „Þetta er mikið fagnað- arefni fyrir okkur og kemur þessi staða í góðar þarfir nú til að mæta þeim þörfum sem tengja má hugs- unarhætti frumkvöðla og ný- sköpunar í atvinnulífinu," sagði rektor í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði milli 12 og 14 stöður við Háskólann nú fjármagnaðar af ýmsum fyrirtækjum en þetta væri í fyrsta skipti sem einstaklingur tæki slíkt verkefni að sér. Prófessor í frumkvöðla- og ný- sköpunarfræði er ætlað að taka þátt í að byggja upp kennslu og rannsóknir á sviði frumkvöðla og nýsköpunar í viðskipta- og hag- fræðideild en námið er að nokkru leyti ætlað nemendum í öllum deildum. Páll Skúlason segir æskilegt að fá sem fjölbreyttastar umsóknir um þessa stöðu og ekki síst frá fólki sem hafi víðtæka reynslu úr at- vinnulífinu. Sagði hann það mikil- vægt fyrir háskólann að geta tekið upp kennslu til að mæta þörfum þjóðfélagsins á þessum sviðum. Ætlunin er að ráða í starfið frá 1. september í haust verði störfum dómnefndar þá lokið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.