Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu vilja að mis- læg gatnamót á Vesturlandsvegi fái forgang Framkvæmdir í haust Vesturlandsvegur SAMSTARFSNEFND sveit- arfélaganna á höfuðborgar- svæðinu mun í þessum mán- uði senda ríkisstjórninni sameiginlegar tillögur um forgangsröðun vegafram- kvæmda á höfuðborgar- svæðinu og þar verður m.a. farið fram á það að hafist verði handa við gerð mis- lægra gatnamóta á Vesturlandsvegi, við Víkur- veg og Reynisvatnsveg í haust. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Stefán Hermannsson borg- arverkfræðing, en hann sagði að málið yrði tekið fyrir á næsta fundi skipu- lagsnefndar. Þá sagði hann að borgin ætti í viðræðum við ríkið um að kaupa eða leigja Keldnaland. Fyrsti áfangi í notkun haustið 2001 Samkvæmt vegaáætlun átti, á þessu ári, að hefja framkvæmdir við gerð mis- lægra gatnamóta á mótum Vesturlands- og Suður- landsvegar, en Stefán sagði brýnna að Ijúka fyrst gerð hinna gatnamótanna, þar sem við þau yrði ekið inn í Grafarvogs- og Grafar- holtshverfi. Stefán sagði að ef þetta gengi eftir myndu fram- kvæmdir hefjast í haust og fyrsti áfangi yrði tekinn í notkun haustið 2001. Að hans sögn er áætlaður heildarkostnaður vegna framkvæmdarinnar um 280 til 300 milljónir. Borgin vill kaupa eða leigja Keldnaland Eins og staðan er í dag eru bæði gatnamótin við Suðurlandsveg og Víkur- veg ljósastýrð. Stefán sagði að ef forgangsröðinni yrði snúið við, þ.e. ef ráðist yrði í gerð mislægra gatnamóta við Víkurveg fyrst, yrðu þau færð dálítið norðar og núverandi gatnamót lögð niður. Þá yrði ekki ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Suðurlandsveg fyrr en eftir tvö ár. Eins og áður kom fram sagði Stefán að borgin hefði áhuga á að kaupa eða leigja Keldnaland af rikinu og sagði hann að fulltrúar borgarinnar væru að fara yfir skipulagsþáttinn með fulltrúum ríkisins. Hann sagði að málið væri enn á umræðustigi en að vilji væri til að byggja þar upp einhverja íbúðabyggð eða hátækniiðnaðarhverfi. Stöðumat Staðardagskrár 21 sett á heimasíðu Garðabæjar Ibúum gel'st tæki- færi til að hafa áhrif á umhverfi sitt Garðabær NEFND um Staðardagskrá 21 í Garðabæ hefur sett drög að stefnu sinni og stöðumat inn á heimasíðu Garðabæjar á Netinu og er íbúum bæjarins þannig gert kleift að hafa áhrif á verk- efnið, enda „í samræmi við hugmyndafræði Staðardag- skrárinnar að allir sem vilja geti verið með,“ segir Guð- mundur Einarsson, starfs- maður nefndarinnar. „Hugmyndin er sú að allir hafi rétt á að tjá sig og koma sínum sjónarmiðum að og svona telur Garðabær að best sé að nálgast íbúa bæj- arins,“ segir Guðmundur. Staðardagskrá 21 byggir á hugmyndafræði um heild- ræna hugsun í umhverfis- málum. Hún er heildaráætl- un um þróun samfélaga á 21. öld og er ætlað að vera eins konar forskrift að sjálf- bærri þróun. Auk umhverf- ismála er áætluninni ætlað að taka tillit til efnahags- legra og félagslegra þátta enda verði umhverfismál aldrei slitin úr samhengi við önnur mál. Mengunarmál, umhverfisfræðsla og atvinnustarfsemi I stöðumatinu sem sett hefur verið inn á heimasíðu Garðabæjar eru teknir fyrir ýmsir þættir og komið með tillögur í tengslum við þá. Núverandi ástandi er lýst og hvað þyki jákvætt við það, einnig er vandi núver- andi kerfis tiltekinn og kom- ið með tillögur til úrbóta. Guðmundur segir að vonast sé til að íbúar sýni viðbrögð við stöðumatinu og komi einnig með eigin tillögur, með því að senda annað hvort tölvupóst eða bréf. Meðal mála sem tekin eru fyrir á heimasíðunni og íbúar hafa tækifæri til að tjá sig um eru fráveitu- og úr- gangsmál, mengunarhætta og röskun á umhverfi og at- vinnustarfsemi. Einnig er fjallað um hávaða- og loft- mengun, náttúruvernd, um- hverfisfræðslu, skipulags- og samgöngumál. Meðal annars er lagt til er að hætt verði að tjöruþvo bíla í íbúðarhverfum, að greitt verði fyrir sorphirðu samkvæmt vigt, að úrgang- ur verði flokkaður á stofn- unum bæjarins og að notkun endurnýtanlegrar vöru verði aukin. Einnig eru tillögur um að strandlengjan verði kortlögð og viðbrögð við mengun undirbúin, að lífríki við Urriðavatn og Lamb- húsa- og Skógtjarnir verði verndað og að komið verði í veg fyrir röskun á verndar- svæði framtíðarvatnsbóla. Varðandi atvinnustarf- semi í bænum er lögð áhersla á að bifreiðastæði fyrir vinnutæki og stærri bifreiðar séu utan ibúðar- hverfa og að lóðafrágangur, þar sem geymsla tækja og búnaðar fer fram utandyra, sé bættur. Lagt er til að hafnar verði staðbundnar aðgerðir til að draga úr um- ferðarhávaða og að akstur þungra bifreiða um íbúðar- hverfi verði takmarkaður. Einnig er lagt til að búið verði til fræðsluefni um um- hverfismál og að umhverfis- verkefnum verði veittur stuðningur. Formaður FH ósáttur við tillögur um færslu Reykjanesbrautar inn á Kaplakrika „Iþróttasvæðið þegar of lítið“ EF ráðist verður í fram- kvæmdir við Reykjanesbraut í Hafnarfirði og hún grafin niður og sett í stokk að hluta mun hluti af landsvæði Fim- leikafélags Hafnarfjarðar (FH) verða nýttur undir veg. Gunnlaugur Magnússon, for- maður FH, sagðist ekki vera ánægður með að tekið yrði af svæðinu við Kaplakrika, þar sem það væri nú þegar orðið of lítið. „Þessar tillögur hljóma illa í okkar eyrum,“ sagði Gunn- laugur. „Það er mjög slæmt ef enn á að þrengja að okkur því íþróttasvæðið við Kapla- krika er þegar orðið of litið.“ Hagkvæmast að hafa beygjuna krappa Gunnlaugur sagði að sá hluti íþrótttasvæðisins, sem yrði nýttur undir veg, væri kastvöllurinn, en á honum væri bæði æft og keppt og mjög erfitt að koma honum fyrir annars staðar. Þá sagði hann að hluti af grasæfinga- svæði knattspyrnudeildar- innar færi jafnvel undir veg- inn „Við vitum ekki hversu stórt svæði verður tekið af okkur, en það fer eftir þvi hvaða tillaga verður valin.“ Alls voru fjórar tillögur kynntar á borgarafundinum í Hafnarborg á mánudags- kvöld. Munurinn á þeim er annars vegar fólginn í því hversu kröpp beygjan við Morgunblaðið/Sverrir Horft í norðaustur yfir íþróttasvæði FH í Kaplakrika, en formanni félagsins finnst margt óljóst í tillögum um úrbætur á Reylqanesbrautinni. Hafnarfjörður Kaplakrika er og hins vegar hæðarlegu vegarins. Gunnlaugur sagði, að ef á annað borð yrði farið út í þessar framkvæmdir, væri hagkvæmast fyrir FH-inga að hafa beygjuna við Kapla- krika krappa, þannig að sem minnst af landsvæðinu færi undir veg. Þá væri einnig mikilvægt að grafa veginn niður þannig að yfirbygging- in (stokkurinn) yrði í sömu hæð og Kaplakrikasvæðið. „Það er hugsanlegt að kastvöllurinn bjargist ef krappari beygjan verður valin.“ Samkvæmt skýrslu Verk- fræðistofu Sigurðar Thor- oddsen (VST), sem vann til- lögurnar, má gera ráð fyrir því að FH geti nýtt yfir- bygginguna undir landsvæði í stað þess sem fer undir veginn. Margt óljóst í umræðunni Gunnlaugur sagði margt vera mjög óljóst í allri þess- ari umræðu. í fyrsta lagi væri ekki vitað hvenær ráð- ist yrði í framkvæmdir við yfirbygginguna, þar sem hún væri tiltölulega aftar: lega í framkvæmdaröðinni. I öðru lagi væri erfitt að nýta það landsvæði, sem fengist, undir kastvöll, þar sem það yrði á suðvesturhorni Kapla- krikasvæðisins, en þar er m.a. gert ráð fyrir göngu- stígum. „Þetta eru allt hlutir, sem við verðum að fara yfir með bæjaryfirvöldum og ég á ekki von á öðru en að við ná- um sátt um þetta mál. Mikil- vægast er að menn átti sig á því að Kaplakrikasvæðið er þegar orðið of lítið.“ Gunnlaugur sagði að ef FH hygðist færa út kvíarnar væri alveg ljóst að félagið þyrfti meira landsvæði og að líklega þyrfti þá að byggja upp annars staðar en í Kaplakrika. Hann sagði að í þeim efnum væri einna helst horft suður fyrir Reykjanes- brautina á Setbergshverfið. „Eina landsvæðið sem kemur til greina á Kapla- krikasvæðinu er austan við núverandi íþróttasvæði og það land er í eigu Garðabæj- „„ n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.