Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kjarval Krítik, olía á Iéreft, 1946-1947. í allri mannkynssögunni hefur vinnan og óvægin rýni á hlutina verið undirstaða mikilla afreksverka í list og mennt. „Fram til listarandans, ber þú óskir þínar, ef þú vinnur vel munt þú fá svar. Annars verður þú að leita að réttum spumingum." (Kjarval.) MYNDLIST K j a r v a I s n t a A i r MYNDIR ÚR KJARVALSSAFNI JÓHANNES SVEINSSON KJARVAL Opið alla daga frá 10-18. Breytingar á upphengingu í óákveðinni framtíð. Aðgangur 400 krónur f allt húsið. KJARVAL í nýju ljósi mætti nefna umskiptin sem hafa orðið við breytingu lýarvalssalar, svo mjög sem sum myndverka hans njóta sín sem aldrei fyrr. Kemur strax fram í stóra málverkinu, Krítik, sem við blasir þá gengið er inn í salinn. Þetta mikla málverk hefur hangið uppi á mörgum stöðum í húsinu sem annars staðar, m.a. neðanjarð- ar hjá Rafveitunni. En aldrei hefur mér fundist innihald þess og boð- skapur komast fullkomlega til skila og á stundum hefur hráleikinn í ná- grenninu átt sinn þátt í því. Allt þar til núna að málverkið hefur fengið umhverfi og innsetningu við hæfi, þannig að það opinberast skoð- andanum í öllu sínu veldi, eins og slær á borðið og segir, hér er ég ... Frábært dæmi þess, að mynd- verk þurfa andrúm, þurfa að geta lifað og andað þar sem þau eru staðsett, ella verða þau sem ókenni- legir hlutir í annarlegu umverfi, lífsneistinn tekinn frá þeim. Hér er ofstöðlun lítið farsælli lausn en kraðak, meður því að sumar mynd- ir njóta sín vel í þrengslum, eins og gerist á mannlífsvettvangi að ein- stakir skera sig helst úr í fjölmenni. Hér gilda sem áður hin óskráðu lögmál innsæisins, hin beini skiln- ingur án rökhugsunar, líkt og ger- ist í litafræði, einnegin svo mörgu sem að listum og skapandi atriðum lýtur, þar eru lögmálin í og með sértæk líkt og í sjálfri náttúrunni. Þetta vissi Kjarval, sem jafnvel málaði sig inn í umhverfi sitt eins og Lífshlaupið er til vitnis um, fleiri athafnir hans og háttalag. Gott að lokið skuli að stokka upp hlutunum í Kjarvalssal, bæta lýs- inguna og koma fyrir nýjum og stærri skilrúmum. Við það fá myndverkin meiri nálgun og eins og toga enn frekar í skoðandann. Smíðisverkið í loftinu, sem var van- hugsuð viðbót í lok upphaflegu framkvæmdanna þó enn til staðar, skrúfað enn fastar af lögvísum van- vitum á listir, og þrátt fyrir eld- hættu við ofhitun ef gamla lýsingin var í hámarki. Hins vegar nær óm- enguð og himnesk náttúrubirtan að ofan ekki frekar en áður að skína óhindrað á myndimar, né listaverk- in að njóta lofthæðarinnar. Hér er tilefni að víkja að fleiri þáttum er varða Kjarvalsstaði, hins vegar nóg svigrúm til að gera ein- stökum verkum og hlutum skil sér- staklega, eftir því sem þörf krefur, því þessar þjóðargersemar skal vakta og beina kastljósi að, ræktar- semin aldrei ofnóg. Og þó er undar- legt að naumast skuli fitjað upp á neinu nýju á staðnum, að ekki sé kynnt undir öfugsnúna söguskoðun fyrir vanþekkingu eða eitthvað lak- ara. Þannig gat að lesa í Lesbók 29. janúar, að með þessari sýningu sé langþráður draumur að rætast um varanlegan samastað verka Kjar- vals. Þarf ekki að fara nema þrjá áratugi aftur í tímann til rannsókn- ar á byggingarsögu Listaskálans á Miklatúni, sem hefði eins getað fengið nafnið Listaskálinn að Klömbmm (eða við Sunnuhvol), til að hið rétta komi í ljós. Uppruna- lega var ráðist í byggingu hans vegna niðurrifs Listamannaskálans gamla við Kirkjustræti, við hlið Al- þingishússins, en framkvæmdir hófust ekki fyrr en samið hafði ver- ið við borgaryfirvöld um byggingu Kjarvalsálmu, jafnframt tengirými á milli. Losaralega var gengið til samninga af hálfu myndlistar- manna, að ekki sé fastar að orði kveðið, þannig að eðlilega fór svo að þeir glutraðu öllu framkvæði úr höndum sér, er ófögur saga sem ekki skal rifjuð upp, en hana þekki ég í aðalatriðum upp á mína tíu fingur. Myndlistarmenn allt í einu orðnir peð í framkvæmdunum, og i framhaldinu var listamannaskála- nafnið úr leik en, Kjarvalsstaðir, litu dagsins ljós. Af öllu þessu má ráða að stefnumörk borgarvalda vora frá upphafi þau að búa verk- um Kjarvals varanlegan samastað, sem var í sjálfu sér frábær hug- mynd^og til þess var Kjarvalsálma reist. í henni og austurgangi hafa á tímabilinu verið haldnar margar misgóðar sýningar og ein stórgóð í samanlagðri byggingunni í tilefni aldarafmælis listamannsins 1985. En í raun réttu er það nær 30 ára vanræksla og trassaskapur um var- anlegan samastað sem nú er að verða að veraleika, en hins vegar er raunsær draumur um nýjan Lista- mannaskála, sem rekinn væri af myndlistarmönnum og í líkingu við hinn gamla á Kirkjustræti, löngu fyrir bí. Þeir sem muna hinn forna skála, vita að hann var mesta lyfti- stöng íslenzkrar myndlistar allan tímann meðan hann var og hét, en eitthvert spennufall hafði orðið á fórnfýsinni og metnaðinum að baki byggingarinnar er svo var komið, útkjálkapólitík, nánasarsemi og sérhyggja tekið völdin. Eðlilega koma upp tímabundnar aðstæður sem kalla á að allt rými byggingarinnar sé lagt undir ákveðna listræna framnínga, en þó á að vera hægt að koma því svo fyr- ir að alltaf verði á einhvem hátt hægt að nálgast verk málarans. Þó ber að forðast að gróma helgi stað- arins með kosningum og veislu- höldum eins og gert hefur verið og ekki á sér hliðstæðu nema fyrir austan tjald, sem var, og í mjög vanþróuðum ríkjum. Merkilegt hve vel þessi 30 ár, ríma við 30 ára bið Kjarvals eftir efndum ríkisins um að reisa honum hús og vinnustofu sem loks var tilbúið er hann var kominn að fótum fram. Kjarval hafnaði því af mjög skiljanlegum ástæðum, og vel að merkja með þeirri frómu ósk um leið, að það nýttist myndlistarmönnum í fullu fjöri, en sú ósk var að engu virt nema rétt í upphafi. Við þessi ánægjulegu og heil- brigðu hvörf að Kjarvalsstöðum, kom það nokkuð á mig að sjá stórt ljósrit af hluta Lífshlaupsins þekja norðurvegg austurgangsins, ein- mitt og öðru fremur vegna þess, að borgin hafnaði því á sínum tíma að kaupa framverkið þá henni bauðst það, afþakkaði að fá sýnishorn af umhverfí meistarans í hans eigið hús. Nú geta menn borið frumverk- ið sem sýnt er í kjallara Listasafns Kópavogs ásamt ýmsum hlutum úr vinnustofunni að Austurstræti, saman við ljósritið. Upplifað hinn stóra mun, að vera með framverkið í beinu sjónmáli og andrúmið í kring, svo og ljósrit, en þó raunabót að ekki skyldi sett marmaragólf fyrir framan það. Skynja þá vænt- anlega mikilvægi þess að varðveita sem mest af andrúminu í kringum listamenn svo örsjaldan sem tæki- færi gefst til þess, í stað þess að má það út, valta yfir það með fínheitum og rasspúðaskipulagi. Er mér and- rúmið á vinnustofunni í fersku minni, því Kjarval átti það til að taka mig herfangi á Austurstræti og sýna mér herlegheitin innan dyra um leið og hann áritaði og gaf mér bækur sínar, Grjót, Meira grjót og Enn grjót. Eru það ljúfar og stórbrotnar minningar. Verður spennandi að fylgjast með athafnaseminni í húsinu eftir breytingarnar, til að mynda sveigj- anleika skilrúmanna, aðdáendur Kjarvals sem aðrir skulu eindregið hvattir að fjölmenna á staðinn og upplifa verk listamannsins, stór og smá, í nýju ljósi. Bragi Ásgeirsson M-2000 Fiinmtudagur 10. febrúar títvarp 2000 - títvarpshátíð í Háskólabíói. Athyglisvert út- varpsefni hvaðanæva verður flutt í sal og textanum varpað upp á bíótjald. Umsjón hafa Jón Karl Helgason, Jón Hallur Stefáns- son og Þorsteinn J. Vilhjálms- son. Við gluggann eftir Piers Plowright, Bretlandi. Ég er bara Króati í prófíl eftir Richard Dinker, Svíþjóð- .Sérstakur gestur: Piers Plow- right. Aida. Stærsta framtak Sin- fóníunnar á þessu starfsári er sviðsetning á meistai-averki Verdis, óperunni Aidu í Laug- ardalshöll. Meðal einsöngvara era Kristján Jóhannsson, Lar- issa Diadkova og Guðjón Óskarsson. Með hljómsveitinni koma fram Kór Islensku óperannar og dansarar úr Listdansskóla Islands. Sýningin á fimmtudag hefst kl. 19:00 og á laugardag kl. 16. Vefslóð www.sinfonis.is Tölvuþjálfun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! 1! Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 Okkar árlega lagerútsala hofst í dciCJ Opið til klukkan í kvöld endast flokks vörur að ræða Dstlegu verði Í*SSg] þsj'j ltj.j©.jút*ate GOLFEFNABUÐIN ■ traust undlrstaða fjölskyldunnar BORGARTÚN 33 - 105 REYKJAVlK - SÍMI 561 7800 - FAX 571 7802 LAUFÁSGATA 9 - 600 AKUREYRI - SlMI 461 4910 - FAX 461 4911
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.