Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ENN á ný hefur ver- ið gerð atlaga að lög- gæslunni í Grindavík. Það má heita að það sé nú orðinn árlegur við- burður að reynt sé að skerða löggæsluna þar. Allar götur síðan 1992, er lögreglan í Grindavík var samein- uð lögregluembættinu í Keflavík, hefur hver niðurskurðurinn rekið annan í þjónustu lög- gæslunnar á staðnum. Alltaf eru sparnaður eða hagræðing til- greind sem ástæða og síðan er sagt að ein- mitt þessi niðurskurður verði til að bæta löggæsluna á staðnum. Fólk er orðið mjög uggandi vegna þessarar þróunar, það óttast um ör- yggi fólks á svæðinu og ekki af ástæðulausu. Bakvaktir um nætur voru lagðar af á sl. ári og þeim sinnt frá Keflavík. Þaðan tekur 20 mínút- ur að keyra í útkall í Grindavík, jafnvel þó bíllinn standi fullmannað- ur á hlaði lögreglustöðvarinnar þeg- ar kallið berst, og mun lengri tíma ef eitthvað er að færð eða veðri. Þegar þessi breyting var keyrð í gegn, þrátt fyrir áköf mótmæh heimamanna og þrátt fyrir að marg- sýnt var fram á að sú ráðstöfun hefði ekki sparnað í för með sér, ef staðið yrði við loforð um að lögreglubíll færi tvisvar til þrisvar sinn- um á nóttu í eftirlits- ferð til Grindavíkur. Eg tók málið fyrir utan dagskrár á Al- þingi og í kjölfar þeirr- ar umræðu sendi ég fyrirspurn til _ dóms- málaráðherra. í skrif- legu svari sem mér barst kom fram að ekki væru fyrirhugaðar á þessu ári frek- ari skipulagsbreytingar hjá lög- reglu. Þetta svar gerði það að okkur sem fylgjumst grannt með þessu máli var ekki rótt og áttum okkur ills von. Samt held ég að fæstum hafi dottið í hug að svo langt yrði gengið í næstu atlögu sem raun ber vitni. „Að auka löggæsluna“ Nú eru skipulags- og sparnaðar- sérfræðingar sýslumannsembættis- ins með fulltingi dómsmálaráðherra Löggæsla Fólk er orðið mjög ugg- andi vegna þessarar þróunar, segir Sigríður Jóhannesdóttir, það ótt- ast um öryggi fólks á svæðinu. „að auka löggæsluna" með því að skera niður þá löggæslu sem hefur verið á svæðinu en ætla að sinna henni í staðinn úr bíl (að jafnaði). Einn maður á að sinna forvarnar- starfi á dagvakt, en lögreglubíll með tveim mönnum á að vera stöðugt á ferðinni (að jafnaði sagði sýslumað- urinn). Hversu lengi skyldi nú jöfnuður- inn duga? Hvað skyldi vera langt þess að bíða að löggæslunni á svæð- inu verði sinnt samkvæmt útköllum frá Keflavík? Og vel á minnst, stöðin þar er líka undirmönnuð. Við höfum dæmin fyrir okkur um slíka löggæslu hér á svæðinu. Það glatast við þetta að heimamenn sem þekkja hvar skórinn kreppir í bæn- um sinni löggæslunni. Það verður auðvitað tilviijun ef lögreglumaður úr Grindavík verður í þessum flökkubíl sem ætlað er að sinna 2.300 íbúum í Grindavík, 300 aðkomumönnum í verbúðum og bát- um á svæðinu, 700 íbúum í Vogum, um 300 þúsund gestum sem líklegt er að heimsæki Bláa lónið árlega, auk þess að sinna hluta af Reykja- Löggæslan í Grindavík Sigríður Jóhannesdóttir Handbolti á heimsmælikvarða MIKIL umræða hef- ur verið undanfama daga vegna frammi- stöðu íslenska hand; knattleikslandsliðsins. í þessari umræðu hefur margt komið fram, bæði jákvætt og neikvætt. Eitt er víst, að í gegnum alla þessa umræðu hef- ur legið rauður þráður, þ.e.a.s. sú staðreynd að allir viija eiga landslið á heimsmælikvarða. Til þess að eiga lands- lið á heimsmælikvarða, hvort heldur er í hóp- íþrótt eða einstaklings- íþrótt, verða sérsam- böndin að búa við það rekstrarumhverfi sem þarf til að geta haldið úti afreksmannastefnu. Og til þess þurfa sérsamböndin styrk frá ríkinu til að veita sínum aðilum lágmarksþjón- ustu. Landslið á heims- mælikvarða er ekki sjálfgefið og til að ná því markmiði þarf afreks- mannastefnu. Sú stefna kostar fjármagn og það fjármagn þarf ríkið að láta af hendi rakna til sérsambandanna. Til þess að geta byggt upp þessa einstaklinga eða hópa þurfa stjórnar- menn sérsambanda að geta einbeitt sér að bama-, unglinga- og af- reksmannastefnu hvers sambands. I dag er staðan þannig hjá flestum, að stjómir þessara sam- banda eru uppteknar við að greiða niður skuldir, eins og fram hefur íþróttir Til þess að eiga landslið á heimsmælikvarða tel- ______ ur Asgerður Hall- dórsdóttir að sérsam- böndin verði að búa við rekstrarumhverfi sem getur haldið úti afreks- mannastefnu. komið í fjölmiðlum undanfarna daga. Nú er rétti tíminn til breytinga. Ég veit að íþróttanefnd ríkisins er að skoða hvort ekki sé rétt að ríkisvaldið fari að styðja við bakið á sérsambönd- unum. Á síðasta landsfundi sjálfstæð- ismanna var samþykkt af flokks- mönnum að hvetja stjómvöld til að marka sér stefnu hvað varðar afreks- íþróttir í landinu. Ég tel að sú vinna sé hafm þar sem íþróttanefnd ríkisins er nú að skoða þessi mál. Þessi umræða er komin á það stig að nú er tími til kominn að við gemm vel við sérsam- böndin og sjáum til þess að rekstrar- umhverfi þeirra sé þannig að hægt sé að vinna að framgangi íþróttarinnar í stað þess að hafa áhyggjur af hótun- um lögfræðinga. Hver er okkar framtíðarsýn? Að vera meðal þeirra bestu. Afreks- mannasjóður ÍSÍ er styrktur af menntamálaráðherra sem gerði samning við sjóðinn til fimm ára. Hann hefur skapað möguleikann á að geta styrkt einstaklinga eins og Völu, Jón Amar, Kristin og Öm, svo ein- hverjir séu nefndir, svo og hópíþrótt- imar. En afreksmannasjóður hefur ekki fjármagn til að styrkja rekstrar- gmndvöll sérsambandanna. Til þess þarf að koma aukið fjármagn. Ég trúi því að menn muni skoða þessi mál af fullri alvöru núna, því umræðan er búin að vera mikil undanfama daga. Setjum nú punktinn yfir i-ið, sköpum umhverfi sem okkur er öllum sómi af! Höfundur er viðskiptafræðingur. SMAAUGLYSINGAR DULSPEKI Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Huglækningar, sjálfsuppbygg- ing, áruteiknun/2 form. Uppl. í síma S62 2429 f.h. TiLKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Islands Sálarrannsóknar- í félagið Sáló, 1918-2000, Garðastræti 8, Reykjavík. Hugleiðslukvöld í umsjón Agnesar Þórhallsdóttur og Jórunnar Sigurðardóttur verður í kvöld í Garðastræti 8, kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20.10. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SRFÍ. FELAGSLÍF Landsst. 6000021019 VIII I.O.O.F. 11 = 1802108VÍ = BK I.O.O.F. 5 s 1802108 = 9.11* Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma í umsjón kapteins Miriams Óskarsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur i kvöld kl. 20.30. Friðarhugtakið: Gunnar Her- sveinn, heimspekingur og blaða- maður. Upphafsorð: Hans Gísla- son. Hugleiðing: Sigursteinn Hersveinsson. Allir karlar velkomnir. Ásgerður Halldórsddttir nesbraut og Gri n davíkurvegi sem eru þeir vegir á íslandi sem hafa einna mesta slysatíðni. Sandgerði er sinnt með þessum hætti og einnig Garði og Höfnum. Það er mál manna í Sandgerði að löggæslan þar sé vægast sagt slök, mikið þurfi að gerast til að lögreglan sjáist þar í eftirliti og á hinum stöð- unum hefur líka verið kvartað í mín eyru. Hvað er til ráða? Er þetta sú löggæsla sem verið er að bjóða Grindvíkingum upp á í raun? Ef svo er skyldi þá nokkurn undra þótt Grindvíkingar séu ugg- andi um sinn hag? Hvert okkar myndi ekki vera það við þessar aðstæður? Ég skora á dómsmálaráðherra og hennar und- irmenn hér á svæðinu að endur- skoða þessa ákvörðun. Ef það er meiningin að hafa bfl mannaðan tveim mönnum á vakt allan sólar- hringinn í Grindavík, hvers vegna má þá ekki manna bílinn lögreglu- mönnum úr Grindavík og gera hann út frá lögreglustöðinni þar? Þar með væri komið til móts við sjónarmið Grindvíkinga og hugmyndum um samstarf lögreglunnar í Grindavík við heimamenn vegna grenndarlög- gæslu, sem hafa þegar gefið góða raun, framfylgt. Ég get ekki séð að slíkt fyrirkomulag ætti að vera kostnaðarsamara nema síður væri. Auk þess myndi lögreglan í Grinda- vík að sjálfsögðu ekki skirrast við að vera til taks ef válegir atburðir ger- ast í nærliggjandi byggðarlögum eins og alltaf hefur verið. Höfundur er aiþingismaður. Hagsmunir þjóðarinnar Á SÍÐUSTU árum hafa hagsmunasamtök innan LIÚ með stuðn- ingi stjómvalda troðið á mannréttindum sjó- manna með ótímabær- um lagasetningum. Þegar sjómenn hafa reynt að leita réttar síns í gegnum kjarasamn- inga, til að stöðva kvóta- braskið og sukkið, hafa hagsmunir LÍÚ-maf- íunnar verið látnir rflq'a með stuðningi stjórn- valda. Það mætti halda að stjómvöld væm viljalaust yerkfæri í höndum LIÚ. Þó svo forsætisráðherra bendi Hæstarétti á að dæma eftir öðram leiðum en dóm- ur Héraðsdóms Vestfjarða í Vatn- eyramálinu segir til um vona ég að Hæstiréttur hafi dug og þor til að dæma eftir stjórnarskránni svo að hægt sé að leiðrétta það óréttlæti og misrétti sem þetta kvótaúthlutunar- kerfi hefur valdið íslensku þjóðinni. Síðasta áratuginn hafa sægreifarnir misboðið siðferðilegri vitund hins al- menna borgara í landinu, þegar þeir sem hafa hætt rekstri selja „kvót- ann“, sameign þjóðarinnar, og ganga út úr greininni með hundrað eða þús- undir milljóna í gjafafé. Forstjóri FBA sagði í sjónvarpsfréttum hinn 24. janúar að þeim heimilum, sem ættu meira en 70 milljónir króna, muni fjölga um 8% á næstu 3 árum vegna þess að margir munu hætta að gera út og hverfa úr sjávarútveginum með kvótagróðann, „sameign þjóðar- innar“, en aðrir munu hagnast á verð- bréfum. Ég varaði við því í grein minni 5. maí síðastliðinn að með óbreyttu stjómarfaii yrðu tvær þjóð- ir í þessu landi, „almúginn" sem ætti minna en ekki neitt og „fína fólkið“ sem braskaði með eigur þjóðarinnar. Kvótaúthlutunarkerfið er meingallað. Það orsakar gríðarlegt brottkast á fiski. Eignir hafa safnast á færri hendur. Lítil sem engin nýliðun hefur verið í greininni. Sjávarbyggðirnar lagðar í rúst sem leiðir til þess að flóttafólk af landsbyggðinni streymir til höfuðborgarinnar í leit að atvinnu og húsnæði. Einnig vil ég nefna það að fáir vflja mennta sig til skipstjórn- arstarfa í dag og er það skiljanlegt þar sem ungir athafnamenn eiga ekki lengur möguleika á að eignast bát til að veiða og hagnast. Hvar er frelsið til athafna? Varúð Með sama stjómarfari er lýðræði þjóðarinnar í stórhættu, hagsmunir auðvaldsins era látnir ráða á kostnað almúgans í landinu. Þannig stefnir í að eignaskiptingin verði eins og í Brasilíu, þar sem 7% þjóðarinnar eiga allt en 93% þjóðarinnar minna en ekki neitt. Þá geta landsmenn hugsað um það hvort ekki sé betra að flytja til Kanaríeyja. Svo er komið að forseti þjóðarinnar sá ástæðu til að benda á það við setningu Alþingis að hætta væri á, með sömu þróun, að valdið færðist út fyrir sali þingsins. A dögum Sovétríkj- anna var til stjómtæki sem nefndist heilaþvott- ur, þar sem almúginn var mataður af því sem ráðamenn í Kreml vildu láta heyrast. Oft hef ég haft það á tilfinningunni að verið sé að beita þessu stjórntæki hér á okkar litla íslandi. Sem dæmi má nefna hina svokölluðu sáttanefnd, hún var kosningaloforð stjómarflokkanna fyrir síðustu kosningar, sem mataði almenning á því að reyna ætti að ná sátt um stjórn fiskveiða. Þessi nefnd var sjónarspil Kjarasamningar Ég vil biðja fólk að standa vörð um mann- réttindi sín, segir Ár- elíus Þórðarson, og berjast gegn öllu því óréttlæti sem yfír það er látið ganga. stjómarflokkanna til að villa um fyrir almenningi í landinu. Að mínu viti mun aldrei nást sátt úr þessari nefnd. Samningar Nú era samningar á næsta leiti og vil ég skora á landsmenn að styðja við bakið á verkalýðshreyfingunni í kom- andi kjarasamningum þannig að þjóð- arsátt verði um það að lægstu launin hækki mest á kostnað þeirra sem hærri launin hafa og þrælahald vegna láglaunastefnu atvinnurekanda og rfldsstjórnarinnar verði afnumið. Það er ekki líðandi að horfa upp á fólk allt í kring um sig, sem á ekki til hnífs og skeiðar vegna þess að hagsmunir þessa fólks era látnir víkja íyrir pen- ingaöflunum í landinu. Við verðum að stöðva þá þróun að flutt er inn vinnu- afl frá vanþróuðu ríkjunum til að halda launum verkafólks niðri. Hvemig er komið fyrir farmanna- stéttinni? Að öllu óbreyttu munu mörg heim- ili leysast upp á næstu áram vegna þess að stór hluti almennings í land- inu hefur útborguð laun sem jaðra við fátæktarmörk og getur ekíd staðið við skuldbindingar sínar, þar sem skuldir heimilanna hafa meira en tvöfaldast á síðustu áram. Að lokum langar mig að biðja fólk að standa vörð um mannréttindi sín og berjast gegn öllu því óréttlæti sem yfir það er látið ganga. Einnig að standa vörð um lýðræði lands og þjóðar með því að láta skoðanir sínar í ljós. Höfundur er stýrimaður, rní trúnað- armaður {skautsmiðjunni hjá ÍSAL. Árelíus Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.