Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ábending frá Jafnréttisnefnd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ábending frá Jafnréttis- nefnd Háskóla Islands: „Jafnréttisnefnd Háskóla íslands óskar vinsamlegast eftir því að eftir- Námskeið ílíkams- beitingu NÁMSKEIÐ í Feldenkrais-aðferð fer fram í sal FÍH, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík. Leiðbeinandi er Sibyl Urbancic. Námskeið I verður laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. febrúar kl. 10-11.30 og 12.30-14 báða dagana. Það er opið öllum en fremur miðað við þá sem lítið hafa kynnst Feld- enkrais-aðferðinni. Námskeið II verður laugardag- inn 26. og sunnudaginn 27. febrúar kl. 10-11.30 og 12.30-14 báða dag- ana. Það er einnig opið öllum, þótt það sé fremur hugsað sem fram- hald af fyrri námskeiðum hjá Sibyl Urbancic, þar með talið námskeið I. Feldenkrais-aðferðin er kennsluaðferð sem notar kerfi líkamshreyfinga til að bæta með- vitund um stöðu og beitingu líkam- ans. Námskeiðsgjald er 4.000 kr. farandi ábending verði birt í Morg- unblaðinu sem fyrst: Veðjað á karla í vísindum! Ábending frá jafnréttis- nefnd Háskóla íslands vegna grein- ar sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 6. febrúar undir yfir- skriftinni: „Veðjað á vísindin". I grein þessari eru viðtöl við tólf prófessora og þrjá dósenta í lækna- deild Háskóla íslands um aðstæður og horfur í læknisfræðirannsóknum á Islandi. Það hefur vakið athygli okkar og margra annarra að eingöngu var taL að við karlprófessora og dósenta. í læknadeild eru einnig kvenprófess- orar og dósentar, margar þeirra mjög virkar og hafa náð miklum ár- angri í rannsóknum. Jafnréttisnefnd Háskóla Islands bendir á mikilvægi þess að jafna hlut kynjanna í fjölmiðlum og skorar á Morgunblaðið að móta virka stefnu þess efnis.“ Athugas. ritstj. Morgunblaðið valdi viðmælendur með tilliti til þess að þeir væru próf- essorar í læknadeild, eða gegndu svipuðum störfum og þá með tengsl við sjúkrahús þegar rætt var um hvernig standa ætti að fjármögnun sjúkrahúsanna. Farið var eftir heimasíðu læknadeildar um starfs- fólk deildarinnar, þar er enginn kvenprófessor nú þegar Margrét Guðnadóttir er að hætta. Lækna- deild benti á heimasíðuna og eftir því var farið. Ritstj. Goethe-Zentrum sýnir kvikmyndina „Winterschlafer“ GOETHE-Zentrum á Lindargötu 46 sýnir þýsku kvikmyndina „Winter- schláfer“ fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20.30. Leikstjóri er Tom Tykwer sem öðlaðist alþjóðafrægð fyrir myndina „Hlauptu, Lola, hlauptu" er sýnd var hérlendis sl. haust og hlaut mjög góðar viðtökur gagnrýn- enda. „Winterschláfer“, sem unnið hef- ur til margvíslegra verðlauna innan og utan Þýskalands, gerist í Ölpun- um að vetrarlagi og segir frá storma- sömum samböndum tveggja ungra para. í bakgrunni myndarinnar er umferðarslys þar sem aðalpersón- umar eiga hlut að máli. Faðir stúlku, sem deyr í slysinu, vill leita hefnda. Myndin er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. FASTEIGNA rf MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 570 4500, FAX 570 4505 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ Kambasel Mjög vandað 180 fm raðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Húsið sem er með vönduðum innréttingum og gólfefnum skiptist í gesta-w.c., hol, eldhús, saml. stofur, 3 herbergi auk forstherb., nýl. flísal. baðherb. og þvottaherb. Mögul. á 60 fm í risi. Áhv. byggsj. 2,1 millj. Veghús - frábærl útsýni Nýkomin í sölu góð 101 fm 4ra herb. íb. á 10. hæð í lyftuhúsi. 3 rúmgóð herb. og þvottahús í íbúð. Stórkostlegt útsýni. Stæði í bílskýli. Verð 12,5 millj. Fossvogur Góð 91 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð. Stofa og 2 góð herbergi. Parket á gólfum. Sérlóð. Hús nýtekið í gegn að utan. Áhv. lífsj. 2,7 millj. Hamrahlíð Vel skipulögð 3ja herb. endaíb. í góðu fjölbýli á besta stað í Hlíðunum. 2 svefnherb: og góð stofa. Verð 8,9 millj. Miðborgin Fín 2ja - 3ja herb. vel innréttuð íbúð í nýlegu húsi miðsvæðis í Reykjavík. Stórar svalir. Stutt í allt. Áhv. byggsj. 3,7 millj. Digranesheiði - Kóp. Nýkomin í sölu góð 60 fm 2ja - 3ja herb. íb. á jarðhæð með sérinng. í þrfbýli. Nýlegt gler. Falleg ræktuð lóð. Laus strax. Verð 6,9 millj. # Danshópurinn Kristall sem vann á síðasta ári. Keppt í frjálsum dönsum REYKJAVÍKURKEPPNI í frjálsum dönsum fyrir unglinga 13-17 ára fer fram í Tónabæ föstudaginn 11. febrúar og hefst það kl. 20. Kynnir er Björgvin Franz Gísla- son. Islandsmeistarakeppnin verður í Tónabæ 18. febrúar nk. Yfírlýsing frá Reykja- garði hf. AÐ gefnu tilefni vill Reykjagarður hf. koma því á framfæri að á þessu ári hefur rekki greinst camphylobacter í kjúklingum við sýnatöku í eldhúsum fyrirtækisins. í könnun sem að stóðu heilbrigðis- eftirlitin á höfuðborgarsvæðinu kom fram í fréttatilkynningu 4. febrúar að camphylobacter hafi fundist í 38% sýna hjá Reykjagarði hf., þ.e.a.s. í fimm sýnum af þrettán, sem tekin voru í verslunum dagana 17. til 25. janúar sl. Þau fimm sýni sem reyndust menguð voru öll úr sama sláturhópi þann 18. janúar. Önnur sýni úr slát- urhópnum frá 13., 14., 17. og 20. jan- úar, samtals átta sýni, reyndust öll ómenguð. Af fimm sláturhópum reyndist einn mengaður, þ.e.a.s. 20%. Við skoðun á sláturdagbók kemur í ljós að 18. janúar biðu slátrunar í sama rými 1300 varphænur og kjúkl- ingar sem voru ómengaðir í eldishúsi samkv. vottorði. Nú eru leiddar sterkar líkur að því að kjúklingamir hafi mengast af camphylobacter af varphænunum. Stjóm Reykjagarðs hf. hefur því ákveðið að frá og með 8. febrúar verði hætt slátmn allra annarra al- ifugla en kjúklinga. Frá og með sama degi verður aðeins slátrað kjúkling- um sem em ómengaðir samkv. heil- brigðisvottorði. Breyting á samræmdu lokaprófi í íslensku í 10. bekk grunnskóla MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur ákveðið nokkrar breytingar á samræmdu lokaprófi í íslensku í 10. bekk gmnnskóla. Ávörðun þessi er í samræmi við tillögur vinnuhóps um uppbyggingu samræmds lokaprófs í íslensku í gmnnskóla. Veigamesta breytingin er sú að hætt verður að prófa á samræmdu prófi úr lesnum bókmenntum eins og tíðkast hefur um árabil. Þess í stað er skólum gert að velja bókmenntatexta sem þeir meta á skólaprófum. Menntamálaráðherra hefur þegar ákveðið að samræmd lokapróf í 10. bekk gmnnskóla verði valfrjáls fyrir nemendur vorið 2001 í þeim fjómm námsgreinum sem nú er prófað í. Breytingar á íslenskuprófinu koma þegar til framkvæmda vorið 2001 um leið og prófin verða valfrjáls. Eftirfarandi em megintillögur vinnuhópsins um uppbyggingu sam- ræmds lokaprófs í íslensku í 10. bekk. 1. Samræmt próf í íslensku skal taka mið af markmiðum aðalnám- skrár gmnnskóla frá 1999 eftir því sem framast er unnt. 2. Ekki verður prófað úr lesnum bókmenntum á samræmdu lokaprófi í íslensku. Þess í stað verður lestur og lesskilningur prófaður með fjöl- breyttum verkefnum sem byggjast á margs konar efniviði, m.a. stuttum ólesnum bókmenntatextum. 3. Samræmda prófið á einkum að byggjast á viðfangsefnum út frá margvíslegum textum og megin- áhersla verður á að meta almenna þekkingu og fæmi nemenda í ýmsum þáttum íslensku og að þeir beiti kunnáttu sinni í málfræði og staf- setningu. 4. Ákveðinn sveigjanleiki verður í uppbyggingu samræmda prófsins milli ára. 5. Samræmda prófið á að byggjast á fjölbreyttum tegundum spuminga, t.d. fjölvalsspumingum, rétt/rangt spumingum, ritunarverkefnum og verkefnum sem reyna á málnotkun. 6. Hjálpargögn verða ekki leyfð í samræmda prófinu en aukin áhersla lögð á verkefni sem byggjast á notk- un ýmissa gagna, t.d. orðabóka og verkefni þar sem reynir á hæfni til að túlka upplýsingar af ýmsu tagi. Vakin er athygli á því að hægt er að nálgast lokaskýrslu vinnuhóps um uppbyggingu samræmds lokaprófs í íslensku í grunnskóla á heimasíðu ráðuneytisins, www.mm.stjr.is. --------------- Hádegisdjass á Café Bleu í febrúar Opinn fundur um vöruþróun OPINN fræðslufundur um vöm- þróun verður haldinn föstudaginn 11. febrúar kl. 13 í Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2, ísafirði. Fundinum verður sjónvarpað á bókasafninu á Hólmavík og í grunnskólanum á Patreksfirði. Nýsköpunarsjóður og Iðntækni- stofnun eiga í samvinnu um Vöm- þróunarverkefni þar sem fyrir- tækjum er veitt aðstoð við að þróa samkeppnishæfa vöru á innan- landsmarkað eða til útflutnings. Á ísafirði em þrjú ný vöruþró- unarverkefni að fara af stað. Verk- efnin eru á sviði hugbúnaðar, mjólkuriðnaðar og fullvinnslu fisk- afurða. Nýsköpunarsjóður og Iðntækni- stofnun standa í samstarfi við At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða að fræðslufundi. Þar verður m.a. farið yfir umsóknarferil og framkvæmd vömþróunarverkefna ásamt um- ræðu um áhættulán sem fjármögn- unarkost á vöraþróunarverkefn- um. Fundurinn er opinn fyrir alla þá sem áhuga hafa á vöruþróun. ------^-4-*------ Fyrirlestur um franska bfla FYRIRLESTUR um franska bíla verður haldinn fimmtudagskvöld kl. 20 í Alliance Frangaise, Austurstræti 3. Umsjón hefur Omar Ragnarsson. Renault- og Peugeot-bílai- verða til sýnis á Ingólfstorgi. í HÁDEGINU á föstudögum mun Ami Isleifs spila djass fyrir gesti Café Bleu á píanó hússins Café Bleu, kaffihús og „Brasserie í Kringlunni er opið frá sunnudögum til miðvikudaga til 21. Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga er grillið opið til 23. ------*-++-------- Leiðrétt Ranglega getið um höfund í FRÉTT í Mbl. sl. þriðjudag birt- ist frétt um bátinn Skúla Hjartarson. Þar var getið um höfund að vísu sem fylgdi bátnum við sjósetningu og var höfundurinn sagður heita Jón Jóhannsson. Þetta er ekki rétt held- ur orti Jón G. Jónsson vísurnar. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Ranglega nefnd SAGT var frá opnun bankaþjón- ustu fyrir heyrnarlausa og undir myndatexta var Andrea Þ. Rafnar ranglega nefnd. Beðist er velvirðing- ar á þeim mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.