Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 43
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Ólafsfjörður
- umboðsmaður óskast
Umboðsmaður óskast frá og með 1. mars.
Leitað er að ábyrgðarfullum einstaklingi til
að sjá um dreifingu, innheimtu, akstur og
aðra þjónustu við áskrifendur á svæðinu.
Umsóknareyðublöð fást hjá núverandi
umboðsmanni, Árna Björnssyni,
► við Ægisgötu, Ólafsfirði, og sendist til
skrifstofu Morgunblaðsins,
Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
fyrir 22. febrúar.
Morgunblaðid leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
, Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Sólheimar
Stofnsett 1930
Sólheimar er vistvænt byggðahverfi íÁrnessýslu (rúmur klst. akstur
frá Reykjavik). Á staðnum er m.a. garðyrkjustöð, skógræktarstöð,
gistiheimili, verslun, listhús, kertagerð og vinnustofur, sem vinna
að umhverfisvænni framieiðsiu og endurvinnslu, sundlaug, íþróttahús
og bankaþjónusta. Þar er einnig þjónustumiðstöð, sem veitir 40 fötiuð-
um einstakiingum þjónustu.
• Stuðningsaðila vantar á heimiliseiningu,
unnið er á 4 daga vöktum.
• Þá er einnig leitað að fólki til ræstinga,
hálfsdags/heilsdagsstarf eftir
samkomulagi.
Leitað er að jákvæðu og duglegu fólki. Áhersla
er lögð á góða almenna menntun, reynslu af
störfum með fötluðum og lipurð í samskipt-
um.
Ráðið verður í störfin sem fyrst.
Upplýsingar hjá Jóhönnu í síma 486 4430 virka
daga milli kl. 10.00 og 12.00.
Qe rðaslióli
Kennara vantar
Vegna veikinda vantar strax kennara fyrir
3. bekk út skólaárið. Frekari upplýsingar veita
Einar Valgeir Arason og Jón Ogmundsson í
síma 422 7020.
Skólastjóri.
Kranamaður
Getum bætt við okkur kranamanni strax.
Upplýsingar í síma 892 5605, Theodór.
Eykt ehf
Byggingaverktakar
Hásetar
Tvo háseta vantar á netabát frá Grindavík.
Upplýsingar í síma 863 5294.
Bakari
og afgreiðslufólk
Kökugallerý óskar eftir starfsfólki.
Fullt starf og/eða aukavinna.
Upplýsingar veittar á staðnum á mánudaginn.
Kökugallerý,
Dalshrauni 13, Hafnarfirði.
Bílstjóri óskast
Vanur „trailer"-bílstjóri og verkamaður, með
langa og mikla reynslu, óskasttil starfa hjá
Klæðningu ehf. sem fyrst.
Upplýsingar í símum 565 3140 og 899 2303.
Klæðning ehf.
Wm.
umsækjendur
Landsskrifstofa Leonardó á íslandi býður til upplýsingafundar þár sem Leonardó IL annar hluti Leonardo
da Vinci starfsménntaáætlunarinnar verður kynnmr. Fundurinn verður haldipn í veitingastofu Tæknigarðs,
Dunhaga 5, mánudaginn 14. febrúar 2000 kl. 13.30 - 16.00.
Vinsanilega tilkynnið þátttöku fyrir 11. fébrúar r srma 525-4900 eða með tölvupósti rthj@hi.is
DAGSKRÁ
Kynning á Leonardó II f j, j
Ásta Erlingsdóttir, Landsskrifstofu Leomirdó
Sigurður Guðmundsson, Landsskrifstofu Leonardó
Samstarf Landsskrifstófu Leonardó og Menntar
Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Menntar
kynnir samstarf þesSara tveggja skrifstofa í sdmbandi við umsóknarvinnu og annað
1 "’i/ A\. ¥ ! /
Matsferli í I-eonardó II - hýað ber áð varast þegar umsókn er skrifuð
Þóra Magnúsdóttir, stjórnardeild mennta- og menningarmála ESB
kynnir breytt matsferli umsókna í LeOnardó II og gefur góð ráð um það hvernig
j
Rannsóknaþjónusta
HASKÓLA ÍSLANDS
skrifa má góða umsókn
i
Tæknigarðij Dunhaga 5, 107 Reykjavík, s|m| 525Í4900, fax 552 880J, netfang rthj@hi.is, vefsíða www.rthj.hi.is
TILKVIMIMIIMGAR
Breyting
á aðalskipulagi
Mosfellsbæjar
1992—2012 í tengslum
við Hafravatnsveg
í Mosfellsbæ
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér
með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi
Mosfellsbæjar 1992-2012 samkvæmt 2.
mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997.
Breytingin fellst í því, að legu Hafravatns- .
vegar í Mosfellsbæ hefur verið breytt til
samræmis við úrskurð umhverfisráðherra
að undangengnu mati á umhverfisáhrifum.
Breytingartillagan verðurtil sýnis í af-
greiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar,
Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 10. febrúar 2000
til 4. mars 2000. Þar sem vegarstæðið liggur
að hluta um land innan borgarmarka
Reykjavíkur verður jafnframt til sýnis tillaga
að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016, sem einnig er gerð vegna lagn-
ingu fyrirhugaðs vegar. Athugasemdir, ef
einhverjar eru, skulu hafa borist skipulags-
nefnd Mosfellsbæjar fyrir 4. mars 2000.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir tillögunum.
Bæjarverkfræðingurinn í Mosfeilsbæ.
BORGARSKIFULAG REYKJAVIKUR
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MVNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016
í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með
auglýst til kynningar tillaga að breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
Breytingin felst í því að stofnbrautin
Hafravatnsvegur ásamt helgunarsvæði er
á um 400 metra kafla færð inn á
Hólmsland og lendir því innan lögsagnar-
umdæmis Reykjavíkur á þeim kafla.
Tillagan verður til sýnis í sýningarsal
Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í
Borgartúni 3, 1. hæð frá 10. febrúar til 3.
mars 2000. Þar sem vegastæðið liggur að
mestu um land innan bæjarmarka
Mosfellsbæjar verður jafnframt til sýnis
tillaga að breytingu á Aðalskipulagi
Mosfellsbæjar 1992-2012, sem einnig er
gerð vegna lagningar fyrirhugaðs vegar.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa
borist til Borgarskipulag Reykjavíkur fyrir 3.
mars 2000.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
______
ÞJDIMUSTA
Bókhald
Tökum að okkur alla almenna bókhaldsþjón-
ustu — launaútreikning — VSK uppgjör —
ársuppgjör — skattframtöl — stofnun hlutafé-
laga o.fl. Persónuleg og góð þjónusta — ger-
um föst verðtilboð ef óskað er.
Áhugasamir leggi nafn, heimilisfang og síma
á auglýsingadeild Mbl. merkt: „B — 9239".