Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fyrsta heimsmeistaramótið í snjókrossi haldið í miðbæ Ólafsfjarðar í maí Gert ráð fyr- ir að um 7000 gestir komi HEIMSMEISTARAMÓT í snjó- krossi verður haldið í Ólafsfirði dag- ana 6. -7. maí næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið. Aætlanir gera ráð fyrir að um 7.000 manns komi í Ólafsfjörð af þessu tilefni og hefur allt gistirými í Eyjafirði verið bókað vegna keppn- innar. Allir fremstu vélsleðaöku- menn heims, frá Bandaríkjunum, Kanada, Skandinavíu sem og bestu ökumenn Islands taka þátt í mótinu, samtals um 60 manns. Keppnishaldarar eru World Snowmobile Association, WSA, Kappaksturklúbbur Akureyrar, Vélsleðaklúbbur Ólafsfjarðar og ferðaskrifstofan Sportferðir. Gunn- ar Hákonarson hefur verið ráðinn starfsmaður mótsins. „Undirbún- ingur er í fullum gangi, enda þarf að mörgu að hyggja,“ sagði Gunnar, en þessa dagana er verið að leita að ein- hverjum til að kosta mótið, bæði hér heima og í útlöndum. Gunnar sagði mótið í raun ein- stakt þar sem ökumenn sitt hvoru megin Atlantshafsins hafi aldrei reynt með sér áður í sérstakri keppni. „Menn hafa verið að keppa annars vegar í Evrópu og hins vegar í Ameríku en það hefur ekki áður verið formlegt mót þar sem bestu vélsleðaökumenn þessara heimsálfa keppa sín í milli. Þannig að á þessu móti verður krýndur fyrsti heims- meistarinn í snjókrossi," sagði Gunnar. Mikill áhugi á vélsleðasporti Ólafsfjörður varð fyrir valinu sem keppnisstaður eftir heimsókn full- trúa WSA til íslands síðasta haust og það sem einkum réð staðarvalinu er að í Ólafsfirði er snjór langt fram efttir vori, mikill áhugi er á vélsleða- sporti í bænum og keppnisbrautin sjálf verður í hjarta bæjarins og skapar þannig einstæða stemmn- ingu. Gunnar sagði mikinn áhuga á þessu móti og segir það muni vekja athygli víða um heima. Erlendir keppendur verða um 40 talsins og fylgir þeim að minnsta kosti jafn- margir aðstoðarmenn. Alls taka 16- 20 íslendingar þátt í heimsmeistara- mótinu, þannig að keppendur geta orðið um 60 talsins. Þá er von á Morgunblaðið/Guðmundur Þór. Vélsleðamaður í loftköstum í miðbæ Ólafsfjarðar s.l. vor þegar íslandsmót í íþróttagreininni fór þar fram. Nú er íjóst að áhugamenn um greinina fá að sjá alla fremstu vélsleðakappa heims reyna með sér þarna í vor. fjölda erlendra gesta, bæði áhorf- enda og fjölmiðlafólks, en m.a. verð- ur gerður sjónvarpsþáttur um ferð keppenda frá Bandaríkjunum og þátttöku þeirra í mótinu. Hann verður sýndur á sjónvarpsstöðinni ESPN, sem sýnir frá öllum mótum WSA í Bandaríkjunum en fleiri sjónvarpsstöðvar hafa einnig boðað komu sína. Þá sagði Gunnar að áhugi almennings væri mikill og þegar hefðu borist fjölmargar bók- anir frá áhugamönnum í útlöndum. Að auki má gera ráð fyrir að íslenskt áhugafólk um vélsleðaakstur leggi leið sína í Ólafsfjörð þessa daga. „Við gerum ráð fyrir að um 7.000 manns verði í Ólafsfirði keppnisdag- ana, en auðvitað er ómögulegt að segja nákvæmlega fyrir um það á þessari stundu," sagði Gunnar. Allt gistirými í Eyjafirði er bókað þessa daga, en Gunnar sagði að keppendur og þeir sem með þeim starfa yrðu í Ólafsfirði, á hóteli, sumarhúsum og heimilum, en aðrir yrðu annars staðar í Eyjafirði. Samkomulag milli KEA og mjólkurframleiðenda hefur verið undirritað Nýtt hlutafélag um mjólkurvinnslu stofnað í sumar SAMKOMULAG um stofnun félags um mjólkurvinnslu var undirritað í húsakynnum Mjólkursamlags KEA í gær, en fulltrúar Kaupfélags Ey- firðinga og samninganefndar mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu undirrituðu samkomulagið. Hið nýja félag verður stofnað fyrir lok júní í sumar með samein- ingu þriggja einkahlutafélaga, þ.e. tveggja félaga í eigu KEA, annars vegar MSKEA ehf. sem annast mjólkurvinnslu á Akureyri og hins vegar MSKÞ ehf. sem annast mjólkurvinnslu á Húsavík. Þriðja félagið er Granir ehf. sem er í eigu bænda. Granir munu gera við- skiptasamninga við mjólkurfram- leiðendur um að leggja inn mjólk hjá hinu nýja félagi. Sterkast að samþykkja samningsdrögin Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar KEA, kvaðst ánægður með að málið væri svo langt komið, það hefði verið erfitt og í raun eitt það flóknasta sem hann hefði tekið þátt í. „En það var full samstaða bæði hjá okkur og framleiðendum að ná þessu máli í höfn og það hefur nú tekist,“ sagði hann. Sigurgeir Hreinsson, fulltrúi mjólkurframleiðenda í samninga- nefnd, sagði það sterkast fyrir framleiðendur nú að samþykkja samningsdrögin, en þau verða kynnt bændum á næstunni og þá munu þau verða kynnt á deildar- fundum KEA innan tíðar. „Mjólk- urvinnsla á þessu svæði er best tryggð með þessu móti,“ sagði Sig- urgeir, en hann bjóst við að lang- flestir bændur myndu samþykkja samningsdrögin þótt vissulega væru menn misánægðir með þau. Hann sagði það ekki liggja fyrir nú hvers virði eignarhluturinn væri. Reksturinn á næstu árum myndi í raun skapa það verðmæti sem bændur þyrftu að greiða fyrir stærri hlut í félaginu. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri sagði afstætt að tala um verðmæti félags- ins nú, framtíðin myndi skera úr um hvers virði félagið yrði. Erlingur Teitsson, fulltrúi suður- þingeyskra mjólkurframleiðenda, sagði samkomulagið ákveðinn áfanga í að tryggja hagsmuni þing- eyskra bænda. Menn fengju þó aldrei allar sínar óskir uppfylltar, en Suður-Þingeyingar mættu, líkt og Eyfirðingar, þokkalega vel við una. Tilgangurinn að tryggja rekstur mjólkurvinnslu Megintilgangur með stofnun hins nýja félags er að tryggja rekstur mjólkurvinnslu í breyttu rekstrar- umhverfi, en jafnframt er KEA að uppfylla forsendur í samningi um kaup á Mjólkursamlagi KÞ, þar sem segir að KEA muni gera ráð- stafanir til að gefa mjólkurfram- leiðendum á samlagssvæði þess kost á eignaraðild í sameinuðu mjólkurfélagi á Norðurlandi. Loks er með þessu samkomulagi leitast við að skapa sátt um eignaraðild bænda að mjólkurvinnslunni. KEA mun eiga 66% hlutafjár í hinu nýja félagi en framleiðendur með eign sinni að Grönum 34%. Morgunblaðið/Kristján Þingeyskir og eyfirskir bændur gæða sér á ostum í gær í tilefni undirrit- unar á samkomulagi um stofnun nýs hlutafélags um mjólkurvinnslu á Norðurlandi. Frá vinstri: Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi, Erling- ur Teitsson á Brún, Ásvaldur Þormóðsson á Stóru-Tjörnum, Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli og Stefán Magnússon í Fagraskógi. Skiptahlutföllin byggjast á því að Granir skili fyrir lok ágústmánaðar næstkomandi skuldbindandi við- skiptasamningum við bændur fyrir innlögn á mjólk til næstu 5 ára sem nemur 99% af samanlögðu greiðslu- marki á samlagssvæðunum. Fram- leiðendur eru 244 alls í báðum sýsl- um. Á þeim hlutum sem KEA á í hinu sameinaða félagi hvílir kvöð um kauprétt til handa framleiðendum. Kauprétturinn felur það í sér að framleiðendur hafa heimild til þess að kaupa hluta eða allt hlutafé KEA Bókaðu í sítna $70 3030 03 4(0 7000 Fax 570 3001 • websalessairiceland.is •www.flujfelaj.is ...fljújðufrekar FLUGFELAG ISLANDS hvenær sem er á meðan kauprétt- urinn er í gildi. Vilja flytja meira út Hið nýja félag mun athuga mögu- leika á því að auka tengsl við útlönd og kanna frekar markað fyrir mjólkurafurðir erlendis. Félagið er eitt þriggja mjólkursamlaga í land- inu sem má flytja út vörur tu Evrópusambandslanda og það hef- ur einnig ISO-9001 gæðavottun. Að undanförnu hefur fyrirtækið flutt út skyr til Danmerkur með góðum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.