Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ
34 FIMMTUDAGUR 10. FEB RÚAR 2000
Matur og matgerð
Berjatertur
á þorra
Skammdegið hefur verið erfitt hér á
Garðaholtinu, segir Kristín Gestsdóttir.
Þó ekki vegna myrkurs heldur vegna
allt að þriggja metra snjóskafla á
veginum upp að húsinu.
ÉGGEKKhérútá
holtið eftir snjó-
tröðum sem mok-
aðar voru gegnum
,jökulinn“ á hlað-
inu hjá mér. Grasið
var grænt, blóð-
bergsblöðin voru
líka græn og nokk-
ur fagurgræn fifla-
blöð teygðu sig á
móti mér. Ég
bragðaði þessi
grænu grös, blóð-
bergið var bragð-
laust, fíflablöðin
römm, en krydd-
jurtirnar mínar,
steinseljan og sítr-
ónumelissan höfðu
ekki tapað bragð-
inu, þótt þær hefðu
legið tæpa tvo
mánuði undir
snjónum.
Hvaða hljóð var
þetta? Ég leit í
kringum mig eins og ég ætti von á
lóukvaki. Það var nokkuð mikil
bjartsýni, en krummi lét heyra í
sér og röddin var ekki eins rám og
venjulega. Mikið hefur borið á
kolsvörtum hrafninum, þegar
hann oft á dag hefur flogið hér yfir
snjóhvítt holtið og líklega ekki
alltaf haft mikið að éta. Fjaran hér
fyrir neðan hefur þó líklega bjarg-
að honum. Ég vippaði mér upp í
bílinn og keyrði í næsta stórmark-
að og keypti frosin hindber og
jarðarber og bauð gestum í kaffi.
Sólin gægist fram gegnum skýin,
dag er farið að lengja og það stytt-
ist í vorið.
Rúqbraudsterta
meo hindberium
_________3 eggjarauður_________
__________175 g sykur__________
125 g rifið óseytt rúgbrauð (ekkert
annaS brauð)
_______2 msk. kartöflumjöl_____
__________1 msk. kakó__________
__________1 tsk. lyftiduft_____
__________3 eggjahvítur________
1 pundskrukka hindberjasulta
___________1 dl eplasafi_______
________1 V2 blað matarlím_____
V2 pk frosin jarðarber frá Ardo
_________1 msk. flórsykur______
Hitið bakarofn í 200°C, blást-
ursofn í 180°C.
Hrærið eggjarauður létt með
sykri. Rífið rúgbrauðið, setjið
kartöflumjöl, kakó og lyftiduft
saman við það. Setjið út í eggja-
hræruna.
Þeytið eggjahvítumar og
blandið varlega saman við.
Smyrjið springform, um 20 sm í
þvermál, setjið deigið í mótið og
bakið í 20 mínútur. Takið úr ofnin-
um og hvolfið forminu með kök-
unni á bökunargrind. Látið standa
þannig í 10 mínútur, en losið þá úr
mótinu. Kælið.
Tvíkljúfið kökuna, smytjið
þykkt lag af hindberjasultu á milli
botnanna. Smyijið einnig þunnu
lagi af sultu á efsta botninn.
Leggið matarlímið í kalt vatn í 3
mínútur. Hitið eplasafann, vindið
matarlímið úr vatninu og bræðið í
honum.
Dýfið frosnum hindberjum í
hlaupið og raðið þétt ofan á kök-
una. Setjið flórsykur á sigti og
stráið yfir.
Meðlæti: Þeyttur rjómi.
Athugið: Óseytt rúgbrauð er
helst hægt að fá í bakaríum. Ann-
ars konar rúgrauð undir ýmsum
nöfnum ætti ekki að nota svo sem
Búmanns-, Ráðskonu-, Bæjara-
brauð og ótal fleiri nöfn.
Jardarberja/
rjómaterta
____________ásaa_____________
__________150 g sykur________
__________100 g hveiti_______
______100 g möndluflögur_____
1 pk Royal kaldur sítrónu-
________skyndibóðingur_______
4 dl nýmjólk, minna en gefið er
________upp á pakkanum_______
V2 dl sherry (má sleppa)
I lítil dós kurlaður ananas
2A pundskrukka iarðarberiasulta
_________2 '/2 peli rjómi____
1 dl epladjús + 1 '/2 blað matarlím
V2 pk ( u.þ.b. 250 g) frosin jarð-
________arber frá Ardo_______
Ristið möndluflögurnar á þurri
pönnu.
Hitið bakarofn í 200°C, blást-
ursofn í 180°C.
Hrærið egg og sykur vel sam-
an, sigtið hveiti út í. Hellið í smurt
springform um 22 sm í þvermál.
Bakið í 20 mínútur. Hvolfið for-
minu á grind og kælið þannig í 10
mínútur, en losið þá úr forminu og
kælið alveg. Kljúfið botninn.
Síið ananaskurlið. Blandið því
saman við jarðarberjasultuna og
smyrjið á neðri botninn. Þeytið
ijómann. Búið til búðinginn, setjið
1 dl af þeyttum ijóma út í hann og
sherry ef þið notið það. Setjið ofan
á sultuna og leggið efri botninn of-
aná.
Leggið matarlímið í kalt vatn í 3
mínútur. Hitið eplasafann, vindið
matarlimið úr vatninu og bræðið í
honum. Dýfið frosnum jarðarbeij-
um í matarlímssafann og raðið of-
an á kökuna.
Smyijið ijóma í kringum tertuna
og þrýstið möndluflögum í hann.
ÍDAG
Islensk erfða-
greining
og kettir
ÉG fékk bréf frá Kára Stef-
ánssyni hjá Islenskri erfða-
greiningu, þar sem hann
m.a. hvetur þá, sem sagt
hafa sig úr gagnagrunnin-
um, til að endurskoða hug
sinn. Búið er að fjalla mikið
um þetta mál og er ég löngu
orðin leið á þessum umræð-
um og vil fá að vera í friði.
Mér fmnst það líka óskap-
lega leiðinlegt að geta ekki
sagt mína nánustu sem eru
látnir úr þessum grunni.
Vegna þeirrar umræðu,
sem átt hefur sér stað um
að miklar kvartanir hafi
borist vegna ónæðis af
köttum, finnst mér að það
ætti að taka niður nafn,
kennitölu og heimilisfang
þeirra sem kvarta og kanna
síðan hvort þessar kvartan-
ir eiga við rök að styðjast.
Sigrún.
Ömurleg bíómenning
ÉG hef mikið gaman af því
að horfa á góðar kvikmynd-
ir og nýt þeirra þest í kvik-
myndahúsum. Kvikmynda-
hús borgarinnar eru hins-
vegar orðin mjög slæmur
kostur.
Miðaverð er ásættanlegt,
nema á íslenskar myndir
þar sem ég hef þegar niður-
greitt þær með sköttum
mínum sem kvikmynda-
sjóður notar til að styrkja
íslenska kvikmyndagerðar-
menn, en þegar inn er kom-
ið í yfirleitt glæsileg húsa-
kynni liggur leið flestra í
sjoppuna, sem eru stærstu
mistök bíógesta því þar láta
þeir okra svo um munar á
sér. Dæmi: Poppkom mið-
stærð kr. 200 (ódýrasta
hráefni sem til er), lakkrís-
poki kr. 180 (kostar í
sjoppu kr. 100), Opal-pakki
kr. 90-100 (kostar í sjoppu
kr. 60), h'til gosdós í sjálf-
sala kr. 150 (kostar í sjoppu
kr. 90). Veit ég og fyrir víst
að innkaupaverðið er lægra
hjá kvikmyndahúsunum en
sjoppunum.
Nú liggur leiðin í salinn
og eftir bið í mannhrúgu
fyrir utan og slagsmál að
komast inn í sahnn tekur
við manni klístrað gólf og
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
viðbjóðslegt drasl út um
allan sal. Ég veit vel að
starfsfólk bíóanna hreinsar
mestallt draslið á milli sýn-
inga og ekki er bara við það
að sakast, heldur líka bíó-
gesti, fyrr má nú aldeihs
vera.
Þegar maður er loksins
sestur eftir að hafa forðast
að stíga á hálfétinn frost-
pinna og hálft gosglas sem
einhver hefur misst, og bíð-
ur eftir að myndin byrji,
ljósin slokkna og gamanið
hefst, heldur fólk áfram að
tínast inn í salinn og ég þarf
að standa upp fyrir tveimur
sem þurfa endilega að setj-
ast fyrir innan mig. Fólkið
fyrir framan mig þarf líka
að standa upp fyrir slóðum
sem koma of seint. Það ætti
að hætta að selja inn 5 mín-
útum fyrir sýningu og loka
salnum þegar sýning hefst,
ekki tæki langan tíma að
kenna slóðunum að koma á
réttum tíma og hætta að
trufla hina.
Jæja, myndin er á enda
og leiðin hggur út, en það
gengur óskaplega hægt, því
starfsfólkið hefur aðeins
opnað annan hurðarvæng-
inn af tveimur í dyrunum
og mannfjöldinn þarf að
skáskjóta sér út og þeir
sem reykja snarstansa þeg-
ar út er komið og kveikja
sér í rettu og stöðva allt á
meðan.
Hvað ætli myndi gerast
ef það kviknaði nú í bíóinu
og allir þyrftu að komast út
ísnatri?
Ég legg til, að kvik-
myndahúsagestir taki með
sér nesti, þangað til varn-
ingur í bíósjoppunni er orð-
in samkeppnisfær við
sjoppurnar og að tekið
verði upp á því aftur að
selja í númeruð sæti (sér-
staklega á frumsýningar).
Að lækkað verði miðaverð í
hhðarsalina. Að hætt verði
að hleypa inn þegar sýning
er að hefjast og að öryggis-
reglum verði fylgt og út-
gönguleiðir opnaðaralveg
(rílarnir teknir upp). Ég vil
taka fram að ég er ánægður
með hversu fljótt kvik-
myndir koma til landsins og
hversu gott hljóðkerfi er í
kvikmyndahúsunum.
Kvikmyndahúsagestur.
Spilafíkn
ÉG heyrði í Sigrúnu Árna-
dóttur, framkvæmdastjóra
Rauða Kross íslands, í
fjölmiðlum í fyrra og mig
langar að spyrja, hvað með-
ferð spilafíidls kostar og
vinnutap hans. Ég tel að
bingó, hlutaveltur og happ-
drætti geti líka valdið fíkn.
Ég er einn af þeim sem tap-
að hafa stórfé í spilaköss-
um.
Spilafíkill.
Götugrillið og
kínversk leikfími
NANNA hafði samband við
Velvakanda og langaði að
vita hvað hefði orðið um
veitingastaðinn Götugrillið
í Borgarkringlunni. Er
þess sárt saknað því henni
fannst það alveg frábær
staður.
Einnig langar hana að
vita hvort einhvers staðar
sé kennd kínversk leikfimi,
einhvers konar Tae bo á
hægferð.
Þakkir til
Ríkissj ónvarpsins
MARGRÉT hafði samband
við Velvakanda og vildi
þakka Ríkissjónvarpinu
fyrir fuglaþættina eftir
David Attenborough og
þættina um mannshkam-
ann. Hún sagðist glöð
borga afnotagjöldin sín,
þegar hún fengi dagskrá
sem þessa.
Hver er á myndinni?
ÞESSI mynd var tekin á
dansleik í Vínarborg 3. des-
ember sl. í ferð á vegum
Úrvals-Útsýnar. Sá sem
tók myndina vill gjarnan að
stúlkurnar fái að eiga hana.
Eru þær vinsamlega beðn-
ar að hafa samband við
Agnar í síma 553-3936.
Ósmekkleg
auglýsing
ÉG vil koma því á framfæri
að mér finnast sjónvarps-
auglýsingarnar frá IKÉA
með eindæmum ósmekk-
legar. Er ég þá að tala um
rassaauglýsingarnar.
Finnst mér þetta fyrir neð-
an allt velsæmi.
Guðrún.
Tapad/fundid
Lyklakippa fannst
LYKLAKIPPA fannst á
gangbraut neðst við Urðar-
braut í Kópavogi. Upplýs-
ingar í síma 554-2140.
Svart seðlaveski
týndist
SVART seðlaveski týndist
laugardaginn 5. febrúar sl.
annaðhvort í Kolaportinu
eða á bílaplaninu á móti. I
veskinu voru skilríki. Skil-
vís finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í Sól-
eyju í síma 568-9587.
Hnésíð svört
kápa týndist
HNÉSÍÐ svört kápa týnd-
ist á Broadway á balli hjá
Menntaskólanum við
Hamrahhð 27. janúar sl. I
erminni voru vettlingar,
sjal og peysa. Finnandi
vinsamlegast hringi í Sig-
rúnu í síma 555-4185.
Svört leðurstígvél
tekin í misgripum
SVÖRT, há og glansandi
leðurstígvél voru tekin í
misgripum í Skautahöllinni
sl. sunnudag milli kl. 3 og4.
Foreldrar, og aðrir, sem
hafa orðið varir við stígvél-
in, eru vinsamlega beðnir
að hafa samband í síma
587-9861 eða 699-1022.
Loðinn bakpoki
týndist
LÍTILL loðinn bakpoki
varð eftir í hvítum bíl í
Hafnarfirði sl. laugardags-
morgun. Finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma
868-0931.
Dýrahald
Tveir kettlingar
fást gefíns
VIÐ erum tveir gullfalleg-
ir, skemmtilegir og góðir
ketthngar og okkur vantar
góð heimili. Við erum mjög
þrifnir og kassavanir. Ef
þið hafið áhuga, hringið í
síma 561-0336.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI var undrandi að
heyra af því að sum af stærstu
svínabúum landsins hefðu komist
upp með það í mörg ár að dæla svína-
skít í sjóinn við strendur Reykjavík-
ur. Fyrir um tveimur árum fjallaði
Morgunblaðið nokkuð um stöðu
þessara mála í Bandaríkjunum, en í
sumum fylkjum landsins er úrgang-
ur frá svína- og alifluglabúum gríðar-
lega stórt og vaxandi vandamál.
Blaðið leitaði þá til formanns Svína-
ræktarfélagsins og bað hann um
upplýsingar um hvemig staðið væri
að þessum málum hér á landi. Af
svörum hans að dæma var ekki hægt
að skilja annað en að þessi mál væm í
mjög góðu standi hér á landi og að
svínabændur hefðu lagt metnað sinn
í að hafa þessi mál í lagi. Víkverji
varð því afar undrandi þegar það var
upplýst í fjölmiðlum að svínabúið
sem formaður Svínaræktarfélagsins
á stóran hlut í hefur um árabil dælt
hundmðum tonna af svínaskít í sjó-
inn við Reykjavík. Þar með er upp-
lýst að þessi mál hafa ekki verið og
em ekki í góðu lagi. Viðbrögð for-
manns Svínaræktarfélagsins við
þessum upplýsingum bentu enn-
fremur til þess að hann gerði sér ekki
nægilega vel grein fyrir alvarleika
málsins því að hann reyndi að beina
athyglinni frá svínaskítnum með því
að gagnrýna sveitarfélögin fyrír
hvernig þau stæðu að frárennslis-
málum sínum. I þessu máli fer best á
því að hver hugsi um sig. Ef það er
rétt hjá formanni Svínaræktarfél-
agsins að svínabændur hafi metnað
til að hafa þessi mál í lagi er best að
þeir sýni þann metnað í verki. Neyt-
endur og íbúar í nágrenni við svína-
búin sætta sig ekki við neitt annað.
XXX
Víkverji hefur mikinn áhuga á
bandarískum stjórnmálum og
fylgist spenntur með forkosningum
flokkanna sem nú era að hefjast.
Lengi vel leit út fyrir að lítil spenna
yrði í kosningunum. Flest benti til að
A1 Gore varaforseti myndi auðveld-
lega tryggja sér sigur í forkosning-
um Demókrataflokksins og George
W. Bush, ríkisstjóri í Texas, myndi
sigra næsta auðveldlega keppinauta
sína í Repúblikanaflokknum. Úrslit
kosninganna í New Hampshire
hleypa hins vegar aukinni spennu í
kosningamar. John McCain, öld-
ungadeildarþingmaður frá Arizona,
vann sannfærandi sigur á Bush og
þingmaðurinn og körfuboltahetjan
Bill Bradley veitti Gore harða
keppni.
Víkverji getur ekki annað en hrif-
ist af þrautseigju McCain, sem
skyndilega er talinn eiga raunhæfa
möguleika á að verða útnefndur
frambjóðandi repúblikana. Hann
hefur barist áfram þrátt fýrir að vera
með miklu minna fjármagn í kosn-
ingasjóðum en Bush og er þar að
auki með flestalla forystumenn í
flokknum á móti sér, en þeir styðja
flestir Bush.
McCain var á sínum tíma flugmað-
ur í Víetnamstríðinu og var í rúm
fimm ár í haldi í Hanoi. Flugvél hans
var skotin niður og hann bjargaðist á
ótrúlegan hátt, stórslasaðm-. I fanga-
vistinni mátti hann þola pyntingar
sem reyndu mikið á hann andlega
sem líkamlega. Hann er því sönn
hetja í augum Bandaríkjamanna.
Sjáfur gerir McCain lítið úr hetju-
skap sínum og segir: „Það krefst
ekki mikilla hæfileika að vera skot-
inn niður.“