Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 15
Oðinn Arnason kjörinn
íþróttamaður Þórs
KNATTSPYRNUMAÐURINN
Óðinn Árnason var valinn íþrótta-
maður Þórs 1999 en kjörinu var lýst
í hófi í Hamri sl. laugardag. Auk
þess sem kunngjört var val á
íþróttamanni félagsins voru leik-
menn einstakra deilda félagsins út-
nefndir.
Óðinn var jafnframt útnefndur
Ferðafélag
Akureyrar
Skíðaganga
og mynda-
sýning
FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til
skíðagönguferðar á morgun, laugar-
daginn 12. febrúar, og verður að
þessu sinni farið í Krossstaðadal og
verður komið niður að Þelamörk.
Verði ófært á þessum slóðum verður
farið eitthvað annað. Skráning í ferð-
ina er á skrifstofu ferðafélagsins frá
kl. 17.30 til 19 í dag, föstudag.
Sama dag verður myndasýning í
húsakynnum Ferðafélags Akureyr-
ar og hefst hún kl. 16. Þórhallur Þor-
steinsson frá Ferðafélagi Fljótsdals-
héraðs sýnir myndir úr Lónsöræfum
og einnig af Víknaslóðum. Ferðafél-
ag Akureyrar býður upp á ferð í
Lónsöræfí í sumar í samvinnu við
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs en það
félag býður að auki upp á fjórar ferð-
ir þangað. Um er að ræða afar vin-
sælar ferðir og er þegar að verða
uppselt í nokkrar þeirra.
4 » ♦
knattspyrnumaður Þórs en göngu-
garpurinn Haukur Eiríksson er
skíðamaður ársins. Magnús Helga-
son var útnefndur körfuknattleiks-
maður ársins, Arnar Gunnarsson
handknattleiksmaður ársins og
Bjartur Guðmundsson tae-kwon-
domaður ársins. íþróttafólkið fékk
að launum veglega verðlaunagripi,
auk þess sem íþróttamaður ársins
tók við hinum glæsilega farandbikar
sem nafnbótinni fylgir. Sem fyrr eru
verðlaunin gefin af Ragnari Sverris-
syni, kaupmanni í Herradeild JM J.
Óðinn Árnason er einn af lykil-
mönnunum í knattspyrnuliði félags-
ins og hann á að baki 9 unglinga-
landsleiki. Á nýliðnu hausti þekktist
hann boð danska 1. deildarliðsins
F.C. Midtjylland og æfði og lék með
liðinu fram að jólum. Liðið, sem er í
efsta sæti í 1. deildarkeppninni í
DanmörkUj hefur vakið mikla at-
hygli og Óðinn hefur staðið fyrir
sínu. Hann hélt á ný til Danmerkur í
gær og mun leika með danska liðinu
fram á vor, er hann mætir í slaginn
með félögum sínum í Þór.
Morgunblaðið/Kristján
Óðinn Ámason, íþróttamaður Þórs 1999, lengst til vinstri, Amar Gunn-
arsson, handknattleiksmaður ársins, Víkingur Hauksson, sem tók við
verðlaunum foður síns, Hauks Eiríkssonar, en hann var að keppa í
skíðagöngu á ísafirði, Drífa Pétursdóttir, sem tók við verðlaunum sonar
síns, Magnúsar Helgasonar, sem var að keppa í Reykjavík og Bjartur
Guðmundsson, tae-kwon-domaður ársins hjá félaginu.
Síðasta
sýning á Bless-
uðum jólunum
GAMANLEIKURINN Blessuð jólin
eftir Arnmund Backman var
frumsýndur um miðjan desember
hjá Leikfélagi Akureyrar.
Vegna mikilla anna í leikhúsinu
verður sýningin að víkja og síðasta
sýning verður föstudaginn 11. febr-
úar.
Leikarar í Blessuðum jólunum
eru: Aðalsteinn Bergdal, Arndís
Hrönn Egilsdóttir, Anna Gunndís
Guðmundsdóttir, Árni Tryggvason,
María Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir,
Sigurður Karlsson, Snæbjörn Berg-
mann Bragason, Sunna Borg, Vil-
hjálmur Bergmann Bragason, Þór-
hallur Guðmundsson og Þráinn
Karlsson.
Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir.
Leikmynd og búningar Hlín Gunn-
arsdóttir, lýsing Ingvar Bjömsson,
hljóðstjórn Kristján Edelstein.
-----Hri------
Spurninga-
keppni
Baldursbrár
ÚRSLIT í spurningakeppni Bald-
ursbrár ráðast í síðustu keppni vetr-
arins á föstudagskvöld, 11. febrúar,
en keppni hefst kl. 20.30 í safnaðar-
sal Glerárkirkju.
Alls hófu 16 lið keppni í október
síðastliðnum og eru nú fjögur lið eft-
ir. Þau lið sem keppa á úrslitakvöld-
inu eru lið Karlakórs Akureyrar-
Geysis og lið Síðuskóla og þá reyna
eldri borgarar og starfsmenn
RÚVAK með sér.
Aðgangur er 500 krónur og gildir
sem happdrættismiði. Kaffi og kokt-
eill verður selt í hléi en allur ágóði
rennur til kaupa á tæki við tölvur
sem gerir langveikum börnum kleift
að fylgjast með í skólanum sínum.
ATvöitT
rvminffarsala
a golimottum
133x200
6:990,-
í' 'rT;;v“Y •• ■ ■ • , ■
: • y' ■ , . - -T '**/*.
: , ■ ■ 9 M
P;
■’'
fíi í ,i>i
W ' | % . ■ l ..
■
120x170
5:490,-
160x230
IftBTflUJ
9:980,-
200x290
iwnfc
T5.390,-
30% afsláttur af öllum Berry Tapis gólfmottum á meðan birgðir endast.
Ofangreindar mottur eru einnig til í öðrum stærðum.
Skráðu þig
í vefklúbbinn
www.husa.is
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is