Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Börnin gegna mikilvægu hlutverki í styrktaræfingum. Hér halda mömmurnar börnum sín-
um beint fyrir framan sig, á meðan þær stíga fram og beygja hnén.
Á meðan mæðurnar gera upphitunaræfingar undir taktfastri tónlist eru bömin í bamastól-
um meðfram veggjum og súlum. Sum fá þó að vera í fanginu á mömmu á meðan.
!
Fara þrisvar í viku með litlu börnin sín í leikfími
Lóð eru óþörf í
mömmuleikfimi
MÖMMURNAR hlaupa inn í salinn
og raða bömum sínum meðfram
speglum og veggjum. Kveikt er á
taktfastri þoifimitónlist og kcnnar-
inn, Sóla, rekur þær af stað. Mömm-
umar stíga sporin og litiu krflin sitja
í bamastólum súium og fylgjast
undrandi með því sem fyrir augu
ber. Þau horfa gapandi á allar þess-
ar spriklandi konur og öll hin litlu
bömin og sum þeirra hreyfa meira
að segja hendur og höfuð í takt við
tónlistina.
Mömmurnar stökkva öðm hvom
frá, fá sér sopa úr vatnsbrúsunum
sem þær geyma við hliðina á bama-
stólunum og athuga í leiðinni hvort
ekki sé í lagi með bömin. Þolæfing-
araar verða smám saman erfiðari og
mömmum er bannað að svindla með
því að hætta í miðju kafi og þykjast
þurfa að huga að bömunum.
Að lokinni upphitun segir Sóla:
„Jæja stelpur, náið nú í bömin, ef
þau em ekki SÓfandi!" og mæðurnar
rjúka til og ná í litlu bömin sín.
Komið er að styrktaræfingum og
þar gegna bömin afar mikilvægu
hlutverki, en lóð em óþörf í
rnömmuleikfiminni. Byijað er á æf-
ingum fyrir rass- og lærvöðva og þá
halda mæðurnar bömunum beint
fyrir framan sig, stíga til skiptis
fram með hægri og vinstri fæti og
beygja hnén í hvert sinn. Bömin síga
mismikið í en Sóla telur kjarkinn í
mömmurnar og bannar þeim að gef-
ast upp, jafnframt sem hún brýnir
fyrir þeim mikilvægi réttrar líkams-
stöðu. Næst em æfingar fyrir hand-
leggfi og er bömunum þá lyft upp í
Ioft, „upp, niður, upp, niður og mun-
ið að vera alveg beinar í baki!“ kall-
ar Sóla og er greinilegt að bömun-
um finnst þetta mjög skemmtileg
æfing því þau hlæja og skríkja allan
tímann á fluginu. Fleiri æfingar era
gerðar með aðstoð bamanna, þar á
meðal armbeygjur þar sem bömin
liggja a dýnum og mömmurnar
beygja sig yfir þau, til skiptis til
hægri og vinstri. Bömunum finnst
þetta líka afar skemmtileg æfing og
er svipurinn á mömmu greinilega
fyndinn þegar hún beygir sig svona
yfir þau og hlær um leið. Bömin
sifja svo ýmist á maganum á mömmu
eða hanga í hnjánum á henni á með-
an hún gerir magaæfingar og æfing-
ar fyrir grindarbotnsvöðva en Sóla
segir slíkar æfingar mjög mikilvæg-
ar eftir meðgöngu og fæðingu.
Sóla hefur kennt leikfimi í mörg
ár en byjjaði með mömmuieikfimina
í Baðhúsinu fyrir um einu og hálfu
ári sfðan, þegar hún var sjálf nýbúin
að eignast dóttur. Þegar dóttir
hennar var tveggja mánaða gömul
langaði Sólu til að byija að kenna
aftur og datt þá í hug að taka hana
með sér í tíma og bjóða öðmm kon-
um sem vom nýbúnar að eignast
böm að koma einnig með böm sín.
Til að byrja með kom til hennar hóp-
ur tæplega tíu kvenna, en fljótlega
spurðust tímamir út og nú koma
rúmlega þijátíu konur þrisvar í
viku.
Bömin era flest á aldrinum
tveggja til tólf mánaða en nokkur
eldri systkini era einnig með í hópn-
um. Flestar mömmumar era í fæð-
ingarorlofi og segja leikfimitúna
þessa algjöra himnasendingu. Á
meðan bömin séu svona lítil og enn-
þá á bijósti vilji þær hafa þau hjá sér
og því sé þetta tilvalin lausn, því
leikfimitímarair geri þeim svo gott,
bæði andlega og líkamlega. Þær
segja bæði skemmtilegt að komast
út og hitta aðrar konur sem séu
nýbúnar að eignast böm, auk þess
sem hreyfingin sé bráðhressandi og
tala sumar einnig um að bijóstagjöf-
in gangi betur eftir að þær fóra að
hreyfa sig.
Mömmurnar benda þó á að það sé
nær hálfsdagsvinna að koma með
bömin í leikfimina. Auk eigin leik-
fimifata og alls annars tilheyrandi,
fylgi bömunum heil ósköp af far-
angri sem þurfi að pakka saman og
flytja á milli staða. Einnig segja þær
mikilvægt að búið sé að gefa börn-
unum vel áður en túnamir byija, en
stundum þurfi þær þó að taka sér
smá hlé frá æfingunum til að gefa
þeim sopa svo þær geti lokið við tún-
ann.
Að sjálfsögðu er einnig mikill
hamagangur í búningsklefanum eft-
ir tímana, þegar bömunum er raðað
út um allt gólf á meðan mömmumar
fara í sturtu og klæða sig. Samt era
þær fyllilega sammála um að allt
þetta umstang sé svo sannarlega
þess virði.
Bömin era mörg mjög lítil, yngstu krflin eru aðeins tveggja mánaða
Um þijátíu konur koma þrisvar í viku í mömmuleikfimi í Baðhúsinu.
(