Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 20
ÍS ooos flAimaa'í .oí HUDAauTMMi'iT aiŒAjaviuDHOM 20 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Silli Dr. Gunnar Karlsson hélt fyrirlestur á Húsavík á dögunum sem hann nefndi Freisisbaráttu Suður-Þingeyinga. Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga Húsavík - Einn af tíu liðum menn- ingardagskrár í Safnahúsinu á Húsavík árið 2000 vegna 50 ára af- mælis Húsavíkurbæjar var fyrirlest- ur dr. Gunnars Karlssonar, prófess- ors við Háskóla íslands, sem hann flutti 6. febrúar sl. um frelsisbaráttu Suður-Þingeyinga. Gunnar Karlsson skrifaði mikið ritverk sem út kom 1977 er hann nefndi „Frelsisbarátta Suður-Þing- eyinga og Jón á Gautlöndum" svo prófessorinn er vel kunnur sögu Þingeyinga. I erindi sínu sagði hann frá stofnun ýmissa félaga og sam- taka víðs vegar um landið þar sem hann benti á að ekki hefðu Þingey- ingar alltaf verið í forystu um miðja síðustu öldina. í stjómmálum hefðu þeir ekki heima í héraði verið fremri öðmm en á þingi hefðu þeir eitt sinn átt fjóra eftirtektarverða fulltrúa. í verslun hefðu þeir um miðja siðustu öld stofnað verslunarsamtök til að ná hagkvæmari verslun og 1882 hefðu þeir stofnað Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta kaupfélagið á landinu. Hann sagði menntun Þingeyinga hafa ver- ið á háu stigi og bókmenning hefði verið meiri á síðustu öld norðanlands og þar meira lesið en víða annars staðar. Þingeyingar stofnuðu Leyni- félagið sem hafði þann tilgang að út- vega félagsmönnum sínum erlendar bækur til lestrar. Hver sem orsök þess væri hefðu vesturfarar til Ameríku verið flestir úr Þingeyjar- og Múlasýslum. Að loknu hinu fróðlega erindi vörpuðu fundarmenn til frummæl- anda ýmsum fyrirspumum, sem úr urðu hinar skemmtilegustu umræð- ur. Skólinn aðstoðar nemend- ur við að hætta að reykja Grindavík - Sjö einstaklingar eru skráðir á námskeið til þess að hætta að reykja sem stendur í sex vikur. Þetta þætti kannski ekki fréttnæmt nema vegna þess að hér er um grunnskólanemendur að ræða. Aðallega eru þetta nem- endur úr 10. bekk en einn er úr 9. bekk. Að sögn Gunnlaugs Dan skóla- stjóra er námskeiðið í umsjón skólahjúkrunarfræðings og for- stöðumanns félagsmiðstöðvar- innar Þrumunnar sem sinnir for- varnarstarfi í Grunnskóla Grindavíkur. „Þetta er mjög já- kvætt, skólinn gerir ekki ein- göngu kröfu um reykleysi á skóla- tíma, heldur kemur hann einnig til aðstoðar við að hætta að reykja. Nemendurnir höfðu verið á nokkrum fundum undanfarna föstudaga til að undirbúa þessa stóru ákvörðun. Það er von okk- ar, að sem flestir hætti alveg að reykja, en tíminn mun leiða það í ljós,“ sagði Gunnlaugur. Nemendurnir sem taka þátt í þessu námskeiði vildu ekki allir láta taka af sér mynd en allir voru þeir ákveðnir í að þessi fyrsta helgi í febrúar yrði sú helgi sem þeir dræpu endanlega í. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Þeir nemendur sem taka þátt í námskeiðinu treystu sér ekki allir fyrir framan myndavélina en þeir sem eru á myndinni eru frá vinstri: Stefanía Jónsdóttir skólahjúkrunarfræðingur, Eybjörg Daníelsdóttir, Eva Ásgeirs- dóttir, Davíð Guðmundsson, Harpa Magnúsdóttir og Ágústa Gísladóttir, forstöðumaður Þrumunnar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Guðfinna Einarsdóttir, stjórnarmaður Sjálfsbjargar í Austur-Húna- vatnssýslu, afhenti Héraðshælinu á Blönduósi gjafabréf. Páll Þorsteins- son yfirlæknir Héraðshælisins veitti gjöfinni viðtöku. 11% Austur-Húnvetn- inga í Sjálfsbjörg Blönduósi - Aðalfundur Sjálfsbjarg- ar í Austur-Húnavatnssýslu var haldinn nýlega. Mikil fjölgun varð í félaginu á síðasta ári og lætur nærri að 11% íbúa sýslunnar séu félagar í Sjálfsbjörg en 249 félagar eru skráð- ir í félagið og er einungis Sjálfsbjar- garfélagið í Reykjavík fjölmennara. Á fundinum afhenti Guðfinna Ein- arsdóttir, stjórnarmaður Sjálfs- bjargar í A-Húnavatnssýslu, Hér- aðshælinu á Blönduósi gjafabréf fyrir einu sjúkrarúmi, tveimur dýn- um og einu náttborði. Páll Þor- steinsson yfirlæknir veitti gjöfinni viðtöku. Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, ávarpaði aðalfundinn og lýsti yfir mikilli ánægju með hvemig staðið væri að málefnum fatlaðra á Blönduósi og hvað mikið hefði verið gert til að létta aðgengi að stofnunum. Hvatti hann heima- menn til að veita viðurkenningar fýrir vel unnin störf á þessu sviði. Kristján Guðmundsson, læknir á Blönduósi, tók við formennsku í fél- aginu af Guðmundi Klemenssyni sem lést fyrir rúmu ári en Guð- mundur hafði gegnt formannsem- bættinu frá stofnun félagsins. Á síð- asta ári gaf Sjálfsbjörg í A-Hún. tvo hjólastóla til Héraðshælisins til minningar um Guðmund. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Kristinn Kristjánsson, Sigurjón Skúlason, er sæmdur var Melvin Jones viðurkenningunni, eiginkona hans Amþrúður Ingvarsdóttir og Sveinn Pálsson, formaður Lionsklúbbs Hveragerðis. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Kristinn Krisljánsson, umdæmisstjóri Lionsmanna á svæði 109A, Val- garð Runólfsson, fyrsti formaður klúbbsins í Hveragerði, og Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir, eiginkona Kristins umdæmisstjóra. Lionsklúbbur Hveragerðis 30 ára Hveragerði - Síðastliðinn laugar- dag fagnaði Lionsklúbbur Hvera- gerðis þeim timamótum að 30 ár eru liðin frá stofnun hans. Fjöl- margir gestir, Lionsfélagar af svæðinu sem og fyrrverandi félagar Lionsklúbbs Hveragerðis, fögnuðu þessum tímamótum og var skemmtunin öll hin glæsilegasta. Einn félagi í klúbbnum hefur starfað með honum óslitið frá stofnun, Sigurjón Skúlason. Á skemmtuninni var hann sæmdur viðurkenningu Melvin Jones, sem er æðsta viðurkenning hreyfingar- innar. Lionsklúbbur Hveragerðis hefur í gegnum tíðina styrkt hin ýmsu málefni, svo sem Hveragerðis- kirkju, Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélags íslands í Hveragerði, heilsugæslustöðina, grunnskólann og margt fleira. Núverandi formað- ur er Sveinn Pálsson. Morgunblaðið/Albert Kemp Margrét Jóna Þórarinsdóttir, íþróttamaður FáskrúðsQarðar. Margrét Jóna Þórarinsdóttir íþróttamaður ársins Fáskrúðsfirði - Hið árlega sólar- kaffi Ungmennafélagsins Leiknis á Fáskrúðsfirði var haldið í Fél- agsheimilinu Skrúð þar sem val- inn var íþróttamaður ársins 1999. Fyrir valinu varð Margrét Jóna Þórarinsdóttir og hlaut hún far- andbikar. Margrét stundar hlaup, sund og knattspyrnu. Á árinu náði hún lágmarki til að vera valin í úrvals- hóp íslands í fijálsum íþróttum 15-22 ára. Viðurkenningar voru veittar fyrir hópíþróttir, s.s. sund, en sá hópur vann í fjórða sinn á síðasta ári bikar í keppni á miili staða á Austurlandi. Viðurkenningu fékk hópur 14 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem flest stig fengu á móti UÍA og sérstaka viðurkenn- ingu fékk Daði Már Sveinsson fyrir að sýna framfarir í knatt- spyrnu á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.