Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 20
ÍS ooos flAimaa'í .oí HUDAauTMMi'iT aiŒAjaviuDHOM
20 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Silli
Dr. Gunnar Karlsson hélt fyrirlestur á Húsavík á dögunum sem hann
nefndi Freisisbaráttu Suður-Þingeyinga.
Frelsisbarátta
Suður-Þingeyinga
Húsavík - Einn af tíu liðum menn-
ingardagskrár í Safnahúsinu á
Húsavík árið 2000 vegna 50 ára af-
mælis Húsavíkurbæjar var fyrirlest-
ur dr. Gunnars Karlssonar, prófess-
ors við Háskóla íslands, sem hann
flutti 6. febrúar sl. um frelsisbaráttu
Suður-Þingeyinga.
Gunnar Karlsson skrifaði mikið
ritverk sem út kom 1977 er hann
nefndi „Frelsisbarátta Suður-Þing-
eyinga og Jón á Gautlöndum" svo
prófessorinn er vel kunnur sögu
Þingeyinga. I erindi sínu sagði hann
frá stofnun ýmissa félaga og sam-
taka víðs vegar um landið þar sem
hann benti á að ekki hefðu Þingey-
ingar alltaf verið í forystu um miðja
síðustu öldina.
í stjómmálum hefðu þeir ekki
heima í héraði verið fremri öðmm en
á þingi hefðu þeir eitt sinn átt fjóra
eftirtektarverða fulltrúa. í verslun
hefðu þeir um miðja siðustu öld
stofnað verslunarsamtök til að ná
hagkvæmari verslun og 1882 hefðu
þeir stofnað Kaupfélag Þingeyinga,
fyrsta kaupfélagið á landinu. Hann
sagði menntun Þingeyinga hafa ver-
ið á háu stigi og bókmenning hefði
verið meiri á síðustu öld norðanlands
og þar meira lesið en víða annars
staðar. Þingeyingar stofnuðu Leyni-
félagið sem hafði þann tilgang að út-
vega félagsmönnum sínum erlendar
bækur til lestrar.
Hver sem orsök þess væri hefðu
vesturfarar til Ameríku verið flestir
úr Þingeyjar- og Múlasýslum.
Að loknu hinu fróðlega erindi
vörpuðu fundarmenn til frummæl-
anda ýmsum fyrirspumum, sem úr
urðu hinar skemmtilegustu umræð-
ur.
Skólinn aðstoðar nemend-
ur við að hætta að reykja
Grindavík - Sjö einstaklingar eru
skráðir á námskeið til þess að
hætta að reykja sem stendur í sex
vikur. Þetta þætti kannski ekki
fréttnæmt nema vegna þess að
hér er um grunnskólanemendur
að ræða. Aðallega eru þetta nem-
endur úr 10. bekk en einn er úr 9.
bekk.
Að sögn Gunnlaugs Dan skóla-
stjóra er námskeiðið í umsjón
skólahjúkrunarfræðings og for-
stöðumanns félagsmiðstöðvar-
innar Þrumunnar sem sinnir for-
varnarstarfi í Grunnskóla
Grindavíkur. „Þetta er mjög já-
kvætt, skólinn gerir ekki ein-
göngu kröfu um reykleysi á skóla-
tíma, heldur kemur hann einnig
til aðstoðar við að hætta að
reykja. Nemendurnir höfðu verið
á nokkrum fundum undanfarna
föstudaga til að undirbúa þessa
stóru ákvörðun. Það er von okk-
ar, að sem flestir hætti alveg að
reykja, en tíminn mun leiða það í
ljós,“ sagði Gunnlaugur.
Nemendurnir sem taka þátt í
þessu námskeiði vildu ekki allir
láta taka af sér mynd en allir
voru þeir ákveðnir í að þessi
fyrsta helgi í febrúar yrði sú helgi
sem þeir dræpu endanlega í.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Þeir nemendur sem taka þátt í námskeiðinu treystu sér ekki allir fyrir framan myndavélina en þeir sem eru á
myndinni eru frá vinstri: Stefanía Jónsdóttir skólahjúkrunarfræðingur, Eybjörg Daníelsdóttir, Eva Ásgeirs-
dóttir, Davíð Guðmundsson, Harpa Magnúsdóttir og Ágústa Gísladóttir, forstöðumaður Þrumunnar.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Guðfinna Einarsdóttir, stjórnarmaður Sjálfsbjargar í Austur-Húna-
vatnssýslu, afhenti Héraðshælinu á Blönduósi gjafabréf. Páll Þorsteins-
son yfirlæknir Héraðshælisins veitti gjöfinni viðtöku.
11% Austur-Húnvetn-
inga í Sjálfsbjörg
Blönduósi - Aðalfundur Sjálfsbjarg-
ar í Austur-Húnavatnssýslu var
haldinn nýlega. Mikil fjölgun varð í
félaginu á síðasta ári og lætur nærri
að 11% íbúa sýslunnar séu félagar í
Sjálfsbjörg en 249 félagar eru skráð-
ir í félagið og er einungis Sjálfsbjar-
garfélagið í Reykjavík fjölmennara.
Á fundinum afhenti Guðfinna Ein-
arsdóttir, stjórnarmaður Sjálfs-
bjargar í A-Húnavatnssýslu, Hér-
aðshælinu á Blönduósi gjafabréf
fyrir einu sjúkrarúmi, tveimur dýn-
um og einu náttborði. Páll Þor-
steinsson yfirlæknir veitti gjöfinni
viðtöku.
Arnór Pétursson, formaður
Sjálfsbjargar, ávarpaði aðalfundinn
og lýsti yfir mikilli ánægju með
hvemig staðið væri að málefnum
fatlaðra á Blönduósi og hvað mikið
hefði verið gert til að létta aðgengi
að stofnunum. Hvatti hann heima-
menn til að veita viðurkenningar
fýrir vel unnin störf á þessu sviði.
Kristján Guðmundsson, læknir á
Blönduósi, tók við formennsku í fél-
aginu af Guðmundi Klemenssyni
sem lést fyrir rúmu ári en Guð-
mundur hafði gegnt formannsem-
bættinu frá stofnun félagsins. Á síð-
asta ári gaf Sjálfsbjörg í A-Hún. tvo
hjólastóla til Héraðshælisins til
minningar um Guðmund.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Kristinn Kristjánsson, Sigurjón Skúlason, er sæmdur var Melvin Jones
viðurkenningunni, eiginkona hans Amþrúður Ingvarsdóttir og Sveinn
Pálsson, formaður Lionsklúbbs Hveragerðis.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Kristinn Krisljánsson, umdæmisstjóri Lionsmanna á svæði 109A, Val-
garð Runólfsson, fyrsti formaður klúbbsins í Hveragerði, og Aðalheiður
Dúfa Kristinsdóttir, eiginkona Kristins umdæmisstjóra.
Lionsklúbbur Hveragerðis 30 ára
Hveragerði - Síðastliðinn laugar-
dag fagnaði Lionsklúbbur Hvera-
gerðis þeim timamótum að 30 ár
eru liðin frá stofnun hans. Fjöl-
margir gestir, Lionsfélagar af
svæðinu sem og fyrrverandi félagar
Lionsklúbbs Hveragerðis, fögnuðu
þessum tímamótum og var
skemmtunin öll hin glæsilegasta.
Einn félagi í klúbbnum hefur
starfað með honum óslitið frá
stofnun, Sigurjón Skúlason. Á
skemmtuninni var hann sæmdur
viðurkenningu Melvin Jones, sem
er æðsta viðurkenning hreyfingar-
innar.
Lionsklúbbur Hveragerðis hefur
í gegnum tíðina styrkt hin ýmsu
málefni, svo sem Hveragerðis-
kirkju, Heilsustofnun Náttúrulækn-
ingafélags íslands í Hveragerði,
heilsugæslustöðina, grunnskólann
og margt fleira. Núverandi formað-
ur er Sveinn Pálsson.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Margrét Jóna Þórarinsdóttir,
íþróttamaður FáskrúðsQarðar.
Margrét Jóna
Þórarinsdóttir
íþróttamaður
ársins
Fáskrúðsfirði - Hið árlega sólar-
kaffi Ungmennafélagsins Leiknis
á Fáskrúðsfirði var haldið í Fél-
agsheimilinu Skrúð þar sem val-
inn var íþróttamaður ársins 1999.
Fyrir valinu varð Margrét Jóna
Þórarinsdóttir og hlaut hún far-
andbikar.
Margrét stundar hlaup, sund og
knattspyrnu. Á árinu náði hún
lágmarki til að vera valin í úrvals-
hóp íslands í fijálsum íþróttum
15-22 ára.
Viðurkenningar voru veittar
fyrir hópíþróttir, s.s. sund, en sá
hópur vann í fjórða sinn á síðasta
ári bikar í keppni á miili staða á
Austurlandi. Viðurkenningu fékk
hópur 14 ára og yngri í frjálsum
íþróttum sem flest stig fengu á
móti UÍA og sérstaka viðurkenn-
ingu fékk Daði Már Sveinsson
fyrir að sýna framfarir í knatt-
spyrnu á árinu.