Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ungverskir tón- listarkennarar í þorrablótsnefnd Ungverskir tónlistarkennarar hafa hleypt nýju lífí í tónlistarlífíð á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars Krisztina og Zoltán Szklenár í Mýrdalnum. Þau eru ánægð í Vík og segjast í samtali við Helga Bjarnason vilja vera þar áfram. „BREYTINGAR urðu í lífi okkar, þriðja barnið fæddist. Ég missti marga úr fjölskyldu minni og var döpur. Zoltán iagði til að við breyttum til,“ segir Krisztina Szklenár, skólastjóri Tónlistar- skóla Mýrdælinga, þegar hún er spurð af hverju þau hjónin flutt- ust frá Ungverjalandi til Víkur fyrir rúmum tveimur árum. Krisztina og Zoltán Szklenár eru bæði háskólamenntað tónlist- arfólk, frá borginni Györ, um 100 kílómetra norðvestur af Búdapest í Ungverjalandi. Hún kenndi söng, kennslufræði, tónlistarsögu og tónmennt við kennaraháskóla og hann kenndi á blásturshljóð- færi í tónlistarskóla og lék á franskt horn í óperu í Búdapest. Þau komu fyrst til íslands á árinu 1990 og kenndu þá í þrjú ár við tónlistarskólann á Hólmavík. „Það var hringt og við slógum til því okkur þótti spennandi að fara til íslands þótt við vissum lítið um landið," segir Krisztina um starf- ið á Hólmavík. Zoltán hafði þá átt kost á störfum í Bandaríkjunum og á Spáni en aðeins fyrir hann einan. Reyndar var það sama upp á teningnum á Hólmavík, henni var boðið starfið en nemendunum fjölgaði fljótt svo mikið að hann fékk fullt starf. Eftir þriggja ára starf á Hólma- vík fluttu þau aftur heim til Ung- verjalands og tóku þar upp fyrri iðju, Krisztina kenndi við kenn- araháskólann og Zoltán fór að kenna við tónlistarskólann. Reyndar kenndi hann aðeins í hálfu starfi en stofnaði eigin raf- tækjaverslun í Györ til þess að reyna að skapa sér meiri tekjur því að hans sögn eru lág laun greidd fyrir tónlistarkennslu í heimalandi þeirra. Orlagaríkur draumur Á árinu 1997 urðu þær breyt- ingar í lífi þeirra sem sagt er frá í upphafi og þau vildu breyta til. Þá vantaði kennara við Tónlistar- skóla Mýrdælinga. Vinkona þeirra, Marta Magnúsdóttir í Garðabæ, kona Svavars Jónatans- sonar, ræðismanns Ungverja, hringdi til Ungveijalands til að spyrja hvort þau vildu ekki fara til Víkur. Það gerði hún vegna Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Krisztina Szklenár kennir tónfræði í Tónlistarskóla Mýrdælinga. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Zoltán Szklenár tók á móti þorrablótsgest- um í Vík í Mýrdal með lúðrablæstri. þess að hana hafði dreymt Kriszt- inu og Zoltán. Þau komu til Víkur haustið 1997 og segja að það hafi verið góð ráðstöf- un að snúa aftur til Is- lands. Með Krisztina og Zoltán hefur tónlistar- lífið í Mýrdalnuin eflst. 64 nemendur eru í tónlistarskólanum hjá þeim, mest börn og unglingar en einnig eru nokkrir fullorðnir í söngnámi. Krisztina er orgelleikari við kirkjuna og stjórnar kirkjukórnun, auk stjórnunar og kennslu í tónlistarskólanum. I skólanum kennir hún söng, píanóleik og tón- fræði. Zoltán kennir á blásturshljóðfæri, bæði í Vík og Ketilsstaða- skóla, og stjórnar lúðrasveit. I henni eru nú 26 börn, mörg ný- lega byrjuð en nokkur sem eru lengra komin. Lúðasveitin leikur við ýmis tækifæri í Vík og tók þátt í lúðrasveita- mótinu á Blönduósi á síðasta ári. Zoltán kveðst stoltur af framlagi Mýrdælinga, lúðrasveitin þeirra hafi verið frá langminnsta staðn- um, flestar hafi verið frá stórum kaupstöðum. Hann hefur áhuga á að tvískipta lúðrasveitinni, hafa nýliðana í sér hljómsveit, enda segir hann að slæmt geti verið að hafa nýliðana og þá lengra komnu saman. „Við förum ef til vill með tvær hljómsveitir á næsta lúörasveitamót," segir Zoltán kíminn. Sleppa súrmatnum Ungversku tónlistarmennirnir hafa gaman af því að taka þátt í félagslífi staðarins. Þau segjast stolt af því að hafa verið í þorra- blótsnefnd í vetur og haft gaman af því starfi. Þau segjast ekki fúlsa við hangikjöti og hákarli en viðurkenna að þau hafi sleppt því að mestu að borða íslenska súr- matinn á þorrablótinu. Krisztina hefur skrifað upp nótur að tveim- ur lögum eftir heimamenn og út- sett fyrir kór og undirleikara. Og nú er kirkjukórinn byrjaður að undirbúa ferð til Ungverjalands á næsta ári. Það sama gerði kórinn á Hólmavík þegar Krisztina og Zoltán kenndu þar. Þau halda góðu sambandi við heimalandið. Fara á hverju sumri til Ungverjalands en Krisztina segir að sífellt verði erfiðara að fá börnin þrjú með út á vorin, því þau eigi sína vini og kunningja í Vík. Og á haustin vilja þau öll ólm komast aftur í Mýrdalinn að starfa með kórunum og nemend- unum. Ættingjarnir hafa einnig komið í heimsóknir og í vor er von á stórum hópi til að vera við fermingu elsta sonarins. Zoltán segir að þau hafi aðgang að gervihnattasjónvarpi og fylgist mikið með tveimur ungverskum stöðvum, meðal annars fréttum. Loks halda þau ákveðnu sam- bandi við fjölmarga ungverska tónlistarkennara sem starfa hér á landi, enda eru þau öll úr sömu tónlistarakademíunni. „Við erum mjög ánægð hér í Vík og verðum hér áfram, það er að segja ef fólkið vill hafa okk- ur,“ segir Krisztina. Hugvísindi í aldarlok TÍMARIT Tíinarit M á I s og menningar 60. árgangur, 1999, 4. hefti. Mál og menning, Reykjavík. 112 bls. HUGVÍSINDAÞINGIÐ sem haldið var í Háskóla íslands í októ- ber síðastliðnum setur mark sitt á nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Fjórar af sex fræðileg- um greinum tímaritsins eiga rætur að rekja til fyrirlestra sem þar voru fluttir. Þrjár birtast undir yfirskrift- inni „Erfðavísindi í aldariok" og þar velta Sigríður Þorgeirsdóttir, Unn- ur Karlsdóttir og Torfi H. Tulinius fyrir sér ólíkum hliðum erfðavís- indaumræðunnar. Sigríður og Unn- ur sýna að þessi umræða á sér langa sögu á íslandi og hefur tekið á sig ól- íkar myndir í gegnum tíðina. Ein sú áhrifamesta var mannkynbótastefn- an, sem fram kom um miðja nítjándu öld og fjaraði út um miðja þá tuttug- ustu, en hún er umfjöllunarefni Unnar í greininni Jarðyrkjumenn komandi kynslóða. Góðkynja eða úrkynja í grófum dráttum er hugmynda- fræði mannkynbótastefnunnar sú að mannfólki sé hægt að skipta í tvo flokka, þá sem eru góðkynja og hina sem eru úrkynja. Flokk hinna fyrr- nefndu skipa m.a. menntamenn og athafnamenn en hinn seinni flakkar- ar og fátæklingar. Þannig er verald- leg velgengni framsett sem eðlis- bundinn fylgifiskur góðra erfða og stéttaskipting því álitin náttúruleg og óhagganleg. Þjóðfélaginu er það síðan til framdráttar að hinir fyrr- nefndu fjölgi sér sem allra mest en hinir síðarnefndu sem minnst. Sú staðreynd að viðmið um æskilega mannkosti eru illskilgreinanleg og breytileg eftir stað og stund, jafnvel háð hagsmunum ráðandi afla, var talsmönnum þessarar stefnu fram- andi. Eftir að martraðarkennd enda- stöð arfbótastefnunnar birtist sjón- um heimsbyggðarinnar við lok seinni heimsstyijaldarinnar lagðist tal um hugmyndir þessar að mestu leyti niður. Unnur hefur annars staðar fjallað um sögu arfbótastefnunnar á Islandi (bæði í útgefinni bók og Skírni, haustið 1998) og hér skorðar hún sig við almenna umfjöllun um hug- myndafræðilegan bakgrunn stefn- unnar. Greinin er augljóslega hugs- uð sem kynning frekar en rannsókn og heppnast vel sem slík, tilfinning er gefin fyrir viðfanginu og forvitni vakin. Nánari umfjöllun um tengsl arfbótastefnunnar og nútíma erfða- vísinda hefði þó verið kærkomin. Sú hugmynd að smánaðir arfbótasinnar hafi við lok seinni heimsstyrjaldar- innar skotið sér undan ábyrgð með því að skipta um nafn og kenna sig við erfðavísindi hljómar ósannfær- andi eins og henni er komið á fram- færi í greininni - þó ýmislegt gæti verið til í því. Rödd Bjargar C. Þorláksson í umræðu mannkynbótasinna um hlut arfgerðar í mótun einstaklinga gætir áhugaleysis um áhrif atlætis og umhverfis, en í greininni Erfðir og atlæti bendir Sigríður Þorgeirs- dóttir á að jafnvel á tímum erfða- fræðilegrar nauðhyggju hafi and- stæðar kenningar, sem mið tóku af ytri áhrifaþáttum, átt sér sterka talsmenn. Þar fjallar Sigríður um ævi og störf vísindakonunnar Bjarg- ar C. Þorláksson. Björg var náttúru- heimspekingur og lífeðlisfræðingur, fyrst Norðurlandabúa til að ljúka doktorsprófi frá Sorbonne-háskóla í Frakklandi, og eftir hana liggur fjöldinn allur af útgefnu efni og heilu fræðibækumar í handriti í Þjóðar- bókhlöðu. Sigríður lýsir því hvernig Björg leitaði svara við ýmsum grundvallarspurningum mannlegs eðlis í lífeðlisfræðilegum rannsókn- um sínum og lagði þar áherslu á ytri áhrifavalda. Fræði Bjargar eru ólík því sem við eigum að venjast í dag þar sem „hörð“ vísindi eru allsráð- andi en verk hennar veita án efa inn- sýn í vísindaheim fyrstu áratuga ald- arinnar, og mikilvægt að rödd hennar heyrist á sama tíma og fjall- að er um skoðanir mannkynbóta- sinna þessa tíma á borð við Guð- mund Finnbogason og Agúst H. Bjarnason. Kynlíf, gen, kapftalismi Þriðja og síðasta innleggið í um- ræðuna er greinin Kynlíf, gen, kap- ítalismi eftir Torfa H. Tulinius sem gerir nýlega skáldsögu franska rit- höfundarins Michel Houllebecq, Ör: eindirnar, að umfjöllunarefni sínu. í þessu verki eru hin „hörðu" vísindi erfðafræðinnar í brennidepli og hef- ur bókin reynst afar umdeild í Frakklandi, höfundur hennar ýmist kallaður byltingarsinni eða aftur- haldsseggur. Söguhetja verksins kemst að því að dauðleika mannsins er að finna í innbyggðum óstöðug- leika öreindanna og leggur hann í kjölfarið grunninn að nýju, ódauð- legu kyni. Torfi leggur áherslu á þá hlið bókarinnar sem snýr að samfél- agsgagnrýni. En greinin er meira en bókmenntaleg umfjöllun um verk Houllebecqa því í raun er það aðeins kveikjan að hugleiðingu Torfa um stöðu mannsins í tækni- og markaðs- samfélagi nútímans. Stærstu greinar heftisins eru tvær og báðar um stórskáld þó ólík séu. Jón Sigurðsson fjallar um Jóhannes úr Kötlum í greininni Ég finn ég verð að springa, sem vænt- anlega er rituð í tilefni af aldarfæð- ingarafmæli skáldsins. Greinin er tvískipt, hefst á umfjöllun um rit- verkin en lýkur á persónulegri minningu höfundar um Jóhannes. Fyrri hlutinn er áhugavert ferðalag í gegnum höfundaverkið þar sem Jón grípur jafnt niður í kveðskap og lausamál til að draga upp mynd af lífsviðhorfum og skáldskaparfræð- um Jóhannesar. En frásögn Jóns í seinni hlutanum af samskiptum sín- um við skáldið er ekki síður áhuga- verð og þykir mér honum hafa tekist vel til við ritun þessara endurminn- inga. Þá ritar Jón Viðar Jónsson all- ítarlega og fróðlega grein um sögu íslenskra leiksýninga á verkum sænska skáldsins Augusts Strind- bergs. Af heiti greinarinnar, þ.e. Hvers vegna hefur Strindberg aldrei komist til Islands?, má ráða að þær hafi verið af skornum skammti. Jón Viðar varpar fram nokkrum hugsanlegum svörum við þessari spurningu áður en hann rekur sögu þeirra sýninga sem þó hafa verið settar upp. Hann minnist m.a. á þá mynd sem sumir hafi af Strindberg sem „hálfbrjáluðum, á köflum al- brjáluðum hatursmanni mannkyns- ins, einkum kvenkynsins, mistækum sérvitringi, sem stundum slampaðist á að skrifa eitthvað gott þegar vel lá á honum“. Þessu viðhorfi hafnar Jón Viðar alfarið og kemst helst að þeirri niðurstöðu að óvild íslendinga í garð Strindbergs byggist á rótgrónum fordómum sem ekki hafi tekist að hrekja, að viðbættum langvinnum og landlægum takmörkunum ís- lenskra leikhúsa í verkefnavali. I hugleiðingu sinni um Old öfg- anna eftir Eric Hobsbawm, Engar glaðlegar nótur, bendir Einar Már Jónsson á sagnfræðilega sérstöðu verksins, ásamt því að velta fyrir sér ýmsum þáttum í nútímanum og skilningi okkar á samtímasögu. Grein Einars er ákveðin og skemmtileg og tilvalin hliðarlesning við Hobsbawm. Svava Jakobsdóttir heldur áfram þar sem staðar var numið í fræðiverkinu Skyggnst á bak við ský, sem út kom fyrir síðustu jól og fjallar hér frekar um tengsl verka Jónasar Hallgrímssonar við bókmenntasögunna og skáldskapar- arfinn. A stundum er sem skáldkon- an hafi gengið í berg með þjóðskáld- inu en annars staðar varpar hún ljósi á textatengsl sem flestum hefur ef- laust yfirsést. Skáldskap eftir Sjón, Lindu Mar- íu Magnúsdóttur, Valdimar Tómas- son og Sindra Freysson er einnig að finna í heftinu ásamt þýðingu Sölva Sigurðssonar á Ijóði John Keats, Hví hló ég? og Bjarna Jónssonar á smá- sögu Heiners Mullers, Járnkrossin- um. Þá fjallar Soffia Auður Birgis- dóttir um Parísarhjól eftir Sigurð Pálsson og Einar Már Jónsson um Svipþing, minningarþætti eftir Svein Skorra Höskuldsson. Gott jafnvægi Tímarit á borð við það sem Mál og menning gefur út gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðlífi sem vett- vangur umræðu um listir, menningu og málefni líðandi stundar. Reyndar stendur Tímarit Máls og menningar að sumu leyti betur að vígi til að tak- ast á við síðastnefnda þáttinn en sum önnur, eins og Andvari og Skírnir, þar sem það kemur oftar út, og nýjasta heftið er prýðilegt dæmi um hversu gott jafnvægi getur náðst milli fræðilegs efnis, eins og greina Jóns Sigurðssonar og Jóns Viðars, og hugvekjandi umfjöllunar um mál sem ofarlega eru á baugi í samtím- anum, eins og greinar Torfa, Unnar og Sigríðar. Björn Þór Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.