Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ TDPP ED Vinsældalisti þar sem þú hefur áhrif! 4 á uppieið 4 á niðurleið stendur í stað .V nýtt á lista Vikan 10.02. -17.02. t. Dolphins Cry Live 2. Hann Véðís H. Árnad Other side Red Hot Chili Peppers Okkar nótt Sálin hans Jóns míns 5. Bad Touch Bloodhound Gang 6. Crushed Limp Bizkit 7. Sex Bomb Tom Jones 4 8. Falling Away From Me Korn «► 9. Starálfur Sigur Rós 10. I Learned from the best Whitney Houston 4 11. Sexx Laws Beck 4 12. The Great Beyond R.E.M 4 13. BreakOut Foo Fighters 4 14. Born to make you happy Britney Spears «► 15. Vínrauðvín Ensími 4 16. What a girl wants Christina Aguilera 4 17. Whatlam Tin Tin Out & Emma B. 4 18. Mixed Biznez Beck 4 19. Maria Maria Santana 20. So long Everlast Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. ® mbl.is FÓLK í FRÉTTUM 50. alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlin Reuters Gestur á Berlínarhátíðínni sést hér ganga fram hjá einu auglýsingaskilti hátíðarinnar við Potsdamer-Platz. Berlinale fagnar hálfrar aldar afmæli Kvikmyndahátíðin 1 Berlín hófst með heimsfrum- sýningu nýjustu myndar Wim Wenders, „The Million Dollar Hotel“. Rósa Erlingsddttir kynnti sér dagskrá hátíðarinnar sem nú er haldin í nýjum, glæsilegum húsakynnum á Potsdamer-Platz. í FYRSTA skipti er Berlinale-há- tíðin, sem löngum hefur verið há- punktur lista- og menningarlífs Berlínar, haldin í gömlu miðborg- inni á Potsdamer-Platz. Nú, árið 2000, heldur hátíðin upp á hálfrar aldar afmæli sitt, rúmum tíu árum eftir fall múrsins, í nýjum, glæsileg- um kvikmyndahúsum á Potsdamer- Platz. Hátíðin í ár ber þannig áþreifanleg merki um þær pólitísku og menningarlegu breytingar sem orðið hafa á síðastliðnum áratug og sýna jafnframt þróun Berlínar sem heimsborgar. Ný borg, önnur borg er að rísa á sundurtættri jörð hins gamla, sögufræga torgs. Berlinale- hátíðin er fyrsti menningarlegi stórviðburðurinn í póstmódernísk- um höllum nýju borgarinnar og á hún eflaust eftir að festa sig þar í sessi sem máttarstólpi menningar- lífs þessa ævintýralands. Draumur aðstandenda hátíðarinnar til margra ára um að eignast sitt eigið húsnæði, rétt eins og aðrar alþjóð- legar hátíðir, er nú loks orðinn að veruleika. Berlinale-Palats tekur á móti gestum hátíðarinnar og býður þeim upp á tíu daga kvikmynda- veislu á heimsmælikvarða. Enn setja byggingakranar og -grunnar sterkan svip á leið gesta frá neðan- jarðarlestinni að húsakynnum kvik- myndahátíðarinnar við Marlene- Dietrich-Platz sem enn sem komið er minna helst á furðuverk í ævin- týralandi. Óhætt er að segja að hátíðin í ár muni endurspegla þrjú meginsvið kvikmyndaframleiðslu í heiminum í dag; Evrópu, Suðaustur-Asíu og Bandaríkin. Meira en helmingur myndanna sem keppa til verðlauna kemur að þessu sinni frá Evrópu eða Suðaustur-Asíu, eða er undir leikstjórn leikstjóra frá þessum heimshornum. Flestar myndanna verða heimsfrumsýndar núna í Berlín og spanna verk óþekktra leikstjóra sem og ný verk gamal- kunnra meistara. Hátíðin stendur yfir til 20. febrúar og tekur til sýn- ingar á þriðja hundrað kvikmynda frá öllum heimshornum. Tuttugu og ein mynd frá tíu löndum er tilnefnd í samkeppnisflokki og eiga þær möguleika á að hreppa aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna Björninn. I samkeppnisflokki verða að auki sýndar fimm bandarískar kvik- myndir, sem keppa þó ekki til verð- launa. Paradís kvikmyndaunnenda Sannur kvikmyndaunnandi myndi þó halda því fram að sjálfa paradís hátíðarinnar væri að finna í hinum flokkum hátíðarinnar, þ.e. Panorama og Forum. í Panorama- flokknum er leitast við að gefa yfir- sýn yfir alþjóðlega kvikmyndafram- leiðslu síðastliðins árs með tilliti til áhrifa á þróun evrópsks kvikmynda- iðnaðar, og er sérstök áhersla lögð á að velja myndir sem fást við samfé- lagsleg málefni nútímans, sbr. veit- ingu sérstakra verðlauna fyrir bestu kvikmynd ársins sem á einn eða annan máta tengist lífi samkyn- hneigðra. Við lok hátíðarinnar eru einnig veitt önnur verðlaun í Panor- ama, meðal annars fyrir bestu heim- ildarmyndina, stórmerkilegur flokkur sem síðastliðin ár hefur að mestu kynnt til sögunnar leikstjóra og fréttamenn sem hætta lífi sínu við að færa okkur heimildir um stríð og hörmungar þess. Markmið Forum-flokksins (For- um des Jungen Films) er annars vegar að kynna myndir ungra leik- stjóra frá öllum heimshornum og hins vegar að leiða athygli áhorf- enda að listrænu sem og samfélags- legu gildi kvikmyndaframleiðslu. Forum-flokkurinn hefur verið róm- aður fyrir pólitíska hugmyndafræði sem byggir á mannhyggju. Handan pólitískrar hugsmunabaráttu er leitast við að gefa óháðum kvik- myndum, jafnvel þeim sem mega þola ritskoðun í heimalandi sínu, möguleika á alþjóðavettvangi. Sem dæmi má nefna kvikmyndir frá As- íu, jafnvel N-Kóreu, en eins hafa AP Merki Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín er Berlínarbjörninn. ungir austur-evrópskir, tyrkneskir sem og leikstjórar frá fyrrum Júgó- slavíu hlotið heimsathygli með gagnrýnni umfjöllun um stjórnmál og menningu heimkynna sinna í Forum-flokknum. Verður Berlinale samkeppnis- hæf á Potsdamer-Platz? Undirbúningur afmælishátíðar- innar hefur staðið yfir í þrjú ár. Forseti hátíðarinnar til tuttugu ára, Von Moritz de Hadeln, segir að ákvörðunin um fiutning Berlinale hafi fyrst og fremst verið pólitísk, en eins og er fæst enginn stjórn- málamaður til að taka ábyrgð á þeirri ávörðun. Peter Randunski, sem fer með menningarmál í borg- arstjórn Berlínar, segir æðri mátt- arvöld hafa stýrt ákvarðanatökunni, flutningurinn hafi í raun legið ljóst fyrir þegar teknar voru fyrstu skófl- ustungumar að höllum Sony og Mercedes á Potsdamer-Platz. Borg- aryfirvöld og ríkisstjórn hafa haldið að sér höndum með fjárveitingar til Berlinale síðastliðin ár. Fyrrnefnd stórfyrirtæki eiga því greiðan aðgang að fjármögnun kvikmyndahátíðarinnar sem ætti að teljast góð fjárfesting við upphaf fyrirtækjareksturs í borginni. Á tímum alþjóðavæðingar breyt- ast hlutirnir hratt og ljóst er að margur kvikmyndaunnandinn mun sakna litlu, gömlu kvikmyndahús- anna í kringum Zoologischer Gart- en í miðborg Vestur-Berlínar. Hins vegar er ekki annað að merkja en að almenningur og fagfólk sem nú fylk- ir liði að höllunum á Potsdamer- Platz fagni breytingunum, stemmn- ingin ber merki um mikla tilhlökkun til þess sem koma skal. Ný Berlín rís úr rústum sögunnar á svo undra- verðan hátt að athygli heims- pressunnar beinist aftur að henni og talað er um annað þýskt undur á þessari öld. Ný Berlinale-hátíð verður einnig til og á sinn hátt mun hún bera af öðrum kvikmyndaveisl- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.