Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 33 Beinverkir KVIKMYJVPIR Laugarásbfó, Sljörnubíó, Borgar- bíð Akureyri BEINASAFNARINN -THE BONECOLLECTOR★★ Leikstjóri Phillip Noyce. Hand- ritshöfundur Jeremy Jacone, bygg't, á sögu Jeffreys Deaver. Kvik- myndatökustjóri Dean Semler. Að- alleikendur Denzel Washington, Angelina Jolie, Michael Rooker, Queen Latifa, Luis Guzman, Ed O’Neill. Lengd 120 mín. Bandarísk. Columbia/Universal 1999. LÖGREGLUKONAN Amelia Donaghy (Angelina Jolie), bregst svo skynsamlega við er hún kemur á morðvettvang, að Lincoln Rhyme (Denzel Washington), snill- ingur í uppljóstrun morðmála, fær hana til að aðstoða sig við leitina að drápsmanninum, Rhyme er lamaður frá toppi til táar og stjórnar rannsókninni úr rúminu á hátæknivæddu heimili sínu. Ljóst er að morðvargurinn ætlar sér ekki að láta þar við sitja heldur skilur eftir vísbendingar um næsta ódæðisverk. Donaghy verður augu og eyru Rhymes í leit sem liggur gjarnan um myrka heima aflagðra bygginga og neðanjarðarlesta- ganga undir Manhattan. Lengst af eru þau augnablikum of sein að ráða í táknmál morðingjans, uns Donaghy dettur niður á lausnina í fornbókaverslun. Hollywood hefur undarlega gaman að fást við raðmorðingja þó handritshöfunda borgarinnar skorti oftast nokkuð upp á að geta lokað málunum á frambærilega skynsamlegan hátt. Jacone er fjær því en B-myndastjarnan Christopher Lambert í Resur- rection á síðasta ári. Þó er að þessu sinni mulið undir framleið- andann. Leikstjórinn er kunnur, en reyndar sviplítill fagmaður, sem oftast kemst vel frá sínu. Tónlistin gerir sitt gagn og kvik- myndataka Semlers og lýsing, einkar áhrifarík, sláandi fyrir aug- að og skynsamleg. Hvort sem í skúmaskotum neðanjarðar eða beitir myndavélinni úr þyrlu að borginni, þannig að hún lítur út einsog skákborð örlaganna. Best af öllu er þó leikurinn. Washington er magnaður, jafnvel þó hann geti tæpast hreyft litlaputta. Senuþjófurinn er nánast óþekkt leikkona, Angelina Jolie, sem virð- ist hafa allt til að bera til að verða stórstjarna í framtíðinni. Glæsileg, gáfuð og tekst jafnvel upp, hvort sem hún sýnir hörku eða mýkt. Sannkölluð himnasending í barbí- dúkkusamfélagið sem, með örfáum undantekninum, er kvenstjörnu- framboð iðnaðarins í dag. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana, dóttir Jons Voight, eins besta leik- ara samtímans. Flest annað er vont og þaðan af verra. Það sem mestu máli skiptir, sjálf sagan, er götótt og með slík- um ólíkindum að einstaka atriði eru það ótrúverðug að slíkt sást ekki einu sinni í fyrrnefndu B- myndinni hans Lamberts. Nægir að nefna fornbókasöluna þar sem lausn gátunnar kemur siglandi beint upp í fangið á Donaghy. Endakaflar hafa heldur ekki sést vemmilegri, jafnvel ekki í Conspir- acy Theory. Ósvikinn Hollywood happ-í-endinn-hvað-sem það-kost- ar. Jafnvel síðustu samúð áhorf- andans. Sæbjörn Valdimarsson UTANRÍKISÞJÓNUSTAN 60 ÁRA Ritgerðarsamkeppni íslenskra ungmenna 16-20 ára (tilefni 60 ára afmælis utanrlkisþjónustunnar á (slandi, 10. aprfl 2000, efnir utanrlkisráðuneytið til ritgerðarsamkeppni meðal Islenskra ungmenna á aldrinum 16-20 ára undir yfirskriftinni: „Hlutverk fslands og hagsmunir f alþjóðasamfélaginu á nýrri öld.” Lögð er áhersla á að þátttakendur fjalli um stöðu [slands á alþjóðavettvangi og framtlðarhagsmuni I utanrlkismálum á sviði stjórnmála, öryggismála, viðskipta- og menningarmála. Lengd ritgerða miðast við 4-6 vélritaðar blaðslður I stærðinni A-4. Skilafrestur er til 17. mars 2000. Ferðaverðlaun verða veitt fyrir fjórar bestu ritgerðirnar. Verðlaunin taka öll mið af verkefnum og starfsemi utanrlkisþjónustunnar erlendis: A. . Heimsókn á heimssýninguna EXPO 2000 i Hannover og f nýtt íslenskt sendiráð í Berlín. B. Heimsókn í sendiráð Islands í Brussel og fastanefnd Islands hjá Atlantshafsbandalaginu. C. Heimsókn i fastanefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðunum og Norrænu menningarmiðstöðina i New York. D. Heimsókn til aðalræðisskrifstofu Islands í Winnipeg i Kanada og þátttaka i fjölbreyttri dagskrá Islendingadagsins 5.-7. ágúst. Ritgerðirnarskulu berast utanrlkisráðuneytinu, Rauðarárstlg 25, 150 Reykjavík, I umslögum merktum „Ritgerðarsamkeppni-2000", eigi slðar en 17. mars 2000. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu upplýsinga-menningarmála og ræðistengsla I utanrlkisráðuneytinu. Ýmsar gagnlegar heimildir um (slensk utanríkismál, starfsemi utanrlkisráðuneytisins og sendiskrifstofa erlendis er að finna á heimasfðu utanrlkisráðuneytisins. UTANRlKISRÁÐUNEYTIÐ RAUÐARÁRSTlG 25 150 REYKJAVlK SlMI 560 9900 FAX 562 3152 www.mfa.is Gefa Eistum smokka LEIKRITIÐ Himnaríki eftir Árna Ibsen hefur slegið í gegn í Eistlandi hjá borgar- leikhúsinu í Párnu sem er ein af stærri borgum landsins rétt vestan við Tallinn. Leikritið var frumsýnt um miðjan desember og voru fyr- irhugaðar 15 sýningar en að- sókn fór framúr björtustu vonum og eftir áramótin var sýningin flutt í stærra leikhús í borginni og nýr kostunarað- ili tók hana upp á arma sína. Er það stærsti smokkafram- leiðandi landsins sem notar tækifærið til að auglýsa fram- leiðslu sína með því að gefa einn smokk með hverjum að- göngumiða. Að sögn Árna Ibsen höf- undar verksins hefur Himna- ríki verið sýnt víða á Norður- löndum undanfarin misseri og ávallt fengið góðar viðtökur. „Mér skilst að ánægjan í Párnu sé ekki síst vegna þess að unga fólkið flykkist á sýn- inguna en það hefur látið sig vanta í leikhúsið að sögn heimamanna." Dómar um sýninguna hafa verið mjög lofsamlegir í eistn- eskum dagblöðum. í Post- timees, stærsta dagblaði landsins, komst gagnrýnand- inn svo að orði: „Himnaríki er „kassa- stykki" en jafnframt fárán- lega geðklofinn gamanleikur. Alla höfunda dreymir um að skrifa leikrit sem grípur svo sterkt inn í nútímann.“ Síðasta sýn- ingarhelgi NÚ fer í hönd síðasta sýningarhelgi sýningar Guðnýjar Magnúsdóttur, Skál, skúlptúr, vasi, í Listasafni ASÍ. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Aðgangs- eyrir er 300 kr. Hvernig kemur þú heilu körfuboltaliði inn i Suzuki WagonR+? ATH: Ekki er ráðlegt að leika körfubolta á meðan á akstri stendur Wagon R+ Fjölnotabíllinn TEGUND: VERÐ: WAG0NR+ 1.099.000 KR. WAG0N R+ 4x4 1.299.000 KR. Fjölhæfni er or&iö sem lýsir eiginleikum WagonR+ best. 4X4 drifiS sér til þess a& smó hindranir standa ekki í vegi fyrir honum en ef hann hins vegar vill stansa, sjó ABS- hemlarnir til þess a& hann gerir þaS fljótt og örugglega. WagonR+ er alvöru fjölnotabíll sem hittir í mark! $ SliZUKI '' -- SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grxnagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.