Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Hollenskur gjafabúnaður tekinn í notkun í fiósinu í Gunnbjarnarholti í Gnúpverjahreppi
Gefa kúnum
heyið einu
sinni í viku
Bændurnir í Gunnbjarnarholti hafa tekið
1 notkun gjafabúnað í nýju fjósi sínu, þurfa
nú aðeins að gefa kúnum heyið einu
sinni í viku og sjálfvirkur búnaður sér um
skömmtun fóðurbætisins. Helgi Bjarnason
ræddi við þá og skoðaði aðstöðuna.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Berglind Bjarnadóttir og Arnar Bjarni Eiríksson framan við nýja gjafabunaðinn í fjósinu í Gunnbjarnarholti.
ARNAR Bjarni Eiríksson og Berg-
lind Bjarnadóttir hófu búrekstur í
gamla fjósinu í Sandlækjarkoti í
Gnúpverjahreppi fyrir tíu árum en
unnu um leið að byggingu fjóss á
nýbýlinu Gunnbjarnarholti. Þau
fluttu gripina í elsta hluta nýja
fjóssins þremur árum síðar. Fjósið
var með hefðbundnum básum og
mjaltabás. „Við höfum verið að
fjölga og auka við kvótann og aðst-
aðan var sprungin utan af starfsem-
inni,“ segir Arnar Bjami. Þau
byggðu við fjósið, tvöfólduðu það, og
hafa nú tekið viðbótina í notkun.
Jafnframt vinna þau að stækkun og
breytingum á gömlrnn fjárhúsum og
verða með kálfaeldið þar þannig að
fjósið verður fullt af kúm.
Byggt að erlendri fyrirmynd
Nýja fjósið er lausagöngufjós með
legubásum. Amar Bjarni segist hafa
farið nokkrar ferðir til útlanda til að
skoða fjós og byggingin hafi verið
hönnuð í samráði við danskan ráðu-
naut. Þótt fjósið sé byggt að er-
lendri fyrirmynd hafí þurft að taka
tillit til aðstæðna, meðal annars
vegna þess að það er viðbygging við
nokkurra ára gamalt fjós.
Mikill vinnusparnaður er við fjós
af þessari gerð, að sögn Amars og
Berglindar. Þá segja þau ekki síður
mikilvægt að kýrnar geti alltaf
hreyft sig frjálst um húsið. Heilsu-
far þeirra sé betra og auðveldara að
fá fang í kýrnar. Þau segja að í sum-
ar verði húsið opið allt sumarið og
kýrnar geti farið inn í rigningu, leit-
að sér skjóls og lagst á bás.
í fjósinu er enn um sinn notast við
þá átta mjaltavéla gryfju sem var í
eldri hluta fjóssins. Mjaltabásinn er
of lítill eftir stækkun fjóssins enda
er það hannað með tilliti til þess að
sett verði upp sjálfvirk mjaltaað-
staða, svokallaður mjaltaþjónn. Am-
ar Bjami segir að þessi tækni sé
ennþá nokkuð dýr en það sé engin
spurning að mjaltaþjónar henti vel
fyrir stærri fjölskyldubú eins og þau
hjónin í Gunnbjamarholti em að
byggja upp.
Mesta nýjungin í fjósinu í
Gunnbjamarholti er hollenskur
gjafabúnaður, Weelink, sá fyrsti hér
á landi. Amar Bjami er sjálfur með
umboð fyrir búnaðinn og segir að
þannig fóðurgrind sé nú einnig kom-
inn í fjós á Skíðbakka í Landeyjum.
Gjafabúnaðurinn byggist á því að
heyrúllunum er ekið inn á fóður-
gang, allt að tíu rúllum í einu. Þar er
plastið tekið utan af þeim og raf-
drifnar fóðurgrindur færðar að
þeim. Fóðurgrindurnar eru síðan
færðar saman eftir því sem kýrnar
éta utan af rúllunum, þannig að þær
hafi alltaf greiðan aðgang að heyi.
Með þessu móti þarf ekki að aka
rúllum inn í fjósið nema einu sinni í
viku.
í fjósinu eru sjálfvirkir kjamfóð-
urbásar sem tengdir eru beint við
fóðurgeymi við fjósið. Fyrirmæli um
fóðurbætisskammta og hvað kýrnar
mega fá mikið í hvert skipti em
skráð í tölvu sem stýrir búnaðinum.
Tölvan les síðan upplýsingar um
hverja einstaka kú af hálsbandi um
leið og hún fer í kjamfóðurbásinn og
skammtar rétt.
Kvótaverðið á mörkum
hins mögulega
Berglind og Arnar Bjami hófu
búskap með 67 þúsund lítra kvóta
og hafa smám saman verið að auka
framleiðsluna. Þau eru með 190 þús-
und lítra fullvirðisrétt. Þótt þau hafi
bætt við 40 þúsund lítrum á síðasta
ári tókst þeim að framleiða upp all-
an kvótann í gamla fjósinu. Þau
hjónin era með 78 bása í nýja fjós-
inu og stefna að því að fullnýta þá
fjárfestingu á næstu áram. Það þýð-
ir að þau þurfa að auka kvótann upp
í 350 til 380 þúsund lítra og era
raunar að líta í kringum sig með
það. Þau hafa hikað aðeins vegna
þess hversu kvótinn er dýr, eða 185
krónur lítrinn sem Arnar Bjami tel-
ur að sé að ystu mörkum hins mögu-
lega. Hann segir að afurðastöðvam-
ar eigi nokkra sök því þær keyri upp
verðið með því að yfirbjóða hver
aðra.
Tæknivæðingin í nýja fjósinu ger-
ir þeim hjónum kleift að vinna tvö að
búinu yfir veturinn, þótt komnar
verði 78 kýr. Þau þurfa þó aðstoð við
vorverk og heyskap á sumrin. „Unnt
er að minnka vinnuna með því að
tæknivæða búskapinn. Við eram að-
eins tvö við hirðingu kúnna enda er
fjósið okkar vinnuléttara en mörg
mun minni fjós,“ segir Berglind.
Arnar Bjarni segir að framtíðin
verði að skera úr um það hversu
arðvænlegt sé að leggja í tugmillj-
óna króna fjárfestingu með því að
byggja nýtt fjós og kaupa kvóta.
Hann treystir því að þetta gangi
upp enda veruleg stærðarhag-
kvæmni í kúabúskapnum. Hann við-
urkennir þó að ekki hefði gengið að
byggja allt frá granni nú, segir að
þau hafi verið að byggja búið upp
smám saman og fengið kvóta á góðu
verði. Arnar Bjami er trésmiður og
hefur sjálfur unnið mikið að bygg-
ingunum, auk þess sem hann hefur
unnið nokkra mánuði á ári sem
trésmiður utan búsins. „Þetta hefst
ekki nema með gríðarlegri vinnu og
álagi á meðan við eram að byggja
okkur upp,“ segir hann og bætir því
við að ekki verði öllu lokið með fjós-
inu og væntanlegri kálfaaðstöðu í
fjárhúsunum. Eftir sé að byggja
íbúðarhús á jörðinni en þau hafa
komið sér ágætlega fyrir til bráða-
birgða í gömlu húsi sem þau keyptu
og settu upp á jörðinni.
Hannað fyrir norskar kýr
Fjósið í Gunnbjarnarholti er eins
og önnur ný fjós hannað þannig að
hægt væri að vera þar með erlendar
kýr á legubásum. Básamir era um
20 sentímetram lengri en þörf er á
fyrir íslenskar kýr. Þegar lengri
kýmar koma er rör sem fest er
þvert yfir básana og stjómar því
hversu langt kýmar komast inn í þá
fært framar með lítilli fyrirhöfn og
þá passa erlendu kýmar á básana.
Arnar Bjarni og Berglind era
mjög áfram um að leyfi fáist til að
flytja inn fósturvísa úr norska kúa-
kyninu. Arnar er óánægður með
umræðuna, segir að kúabændur hafi
tapað ákveðnu áróðursstríði af því
að þeir hafi ekki verið nógu duglegir
að svara greinum í blöðunum. Þá
getur hann þess að inn í umræðuna
hafi blandast ýmis vitleysa, meðal
annars um hollustu mjólkur. Því
hefur verið haldið fram að minna sé
af próteininu betakasein A1 í ís-
lenskri kúamjólk en erlendri en
þetta efni er talið geta valdið sykur-
sýki í börnum. Arnar Bjarni segir að
þetta sé ósönnuð tilgáta. Vitað sé að
hluti íslenska kúastofnsins sé já-
kvæður fyrir þessu efni. Hins vegar
verði erfðaefni norsku kúnna sem
flutt verður til landsins sérstaklega
valið þannig að kýr af þessum
norska stofni verði neikvæðar fyrir
betakasein A1 og með innflutningn-
um væri því verið að kynbæta gegn
þessu efni. Hann segir því að það sé
því furðulegur málflutningur að
andstæðingar innflutnings fóstur-
vísa úr norskum kúm í tilraunaskyni
skuli nota þessi rök. Berglind getur
þess að allt mjólkurduft sem ung-
bömum sé gefið hér á landi sé inn-
flutt, úr sömu kúm og menn vilji
ekki að fluttar verði til landsins.
Amar Bjami segir að þótt ákveð-
in andstaða hafi verið meðal bænda
gegn innflutningi nýs kúakyns hafi
ávallt legið fyrir aðalfundarsam-
þykkt Landssambands kúabænda
fyrir innflutningi. Þá getur hann
þess að þeir efasemdarmenn í
bændastétt sem hafi farið i kynnis-
ferðir til nágrannalandanna hafi
komið heim sannfærðir um ágæti
tilraunarinnar.
Kostir norsku kúnna, sem að
sjálfsögðu verða islenskar þegar
þær fæðast hér á landi, era að mati
Arnars Bjarna þeir að þær eru af-
urðameiri og jafnari en þær ís-
lensku. Þannig myndu 78 kýr af
norsku kyni i fjósinu í Gunnbjamar-
holti geta skilað 500 til 600 þúsund
lítram mjólkur á ári, í stað 350 til
380 þúsund lítra. Til að framleiða
þetta mjólkurmagn þyrfti sömu
vinnu, jafnvel minni, og enga fjár-
festingu í byggingum. Kvótann þarf
auðvitað að kaupa.
„Við eram að fá yfir okkur aukinn
innflutning mjólkurvara og það er
lífsnauðsynlegt fyrir okkur að búa
við svipaðar aðstæður og bændur í
nágrannalöndunum ef við eigum að
geta staðist þeim snúning. Það
gengur ekki að stöðva framþróun í
einni grein landbúnaðarins sem er í
bullandi samkeppni við aðrar, bæði
innanlands og utan. Skynsamir
menn geta ekki sett sig upp á móti
þessari tilraun," segir Arnar Bjarni
Eiríksson.
Morgunblaðið/Þórhallur Þorsteinsson
Lítill snjór á hálendinu
Egilsstöðum - Lítill snjór er á há-
lendinu og að sögn kunnugra er þar
minnsti snjór til margra ára. Mynd-
in eru úr Kverkárnesi og Hnútulóni
og sýnir Snæfell í baksýn en þar var
upphaf hlaupsins í Kreppu á sl.
sumri. Það var stærsta hlaup sem
mælst hefur en flóðtoppur þess var
um 1.400 rúmmetrar.
Tölvunámskeið hja
Kvenfélagasambandi
S-Þingeyinga
Laxamýn - Tölvukennsla er orðin
fastur liður í starfsemi Kvenfél-
agasambands Suður-Þingeyinga,
en á síðasta ári gaf Landssíminn
sambandinu nokkrar tölvur að gjöf
sem hafa komið að góðum notum
við kennsluna.
Tölvur þær sem um ræðir eiga
að vera liður í því að auka þekk-
ingu kvenna á félagssvæðinu í tölv-
unotkun, en margar sveitakonur
sjá um bókhald á búum sínum auk
þess sem mikil nauðsyn er á að
hafa haldgóða þekkingu á þeim
margmiðlunarmöguleikum sem
tölvurnar gefa fólki í daglegu lífi.
Námskeið þessi fara fram í
gamla kvennaskólahúsinu á Laug-
um í Reykjadal og hafa verið vel
sótt enda hafa konur mjög fagnað
þessari nýju starfsemi Kvenfélaga-
sambands Suður-Þingeyinga.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Gréta Ásgeirsdóttir kennari
leiðbeinir við tölvukennslu.