Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 55
GUÐNI
SIG URBJARNASON
+ Guðni Sigur-
bjarnason lög-
reglumaður fæddist í
Reykjavík 12. júlí
1957. Hann lést á
Landspítalanum 30.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Bústaða-
kirkju 7. febrúar.
Jarðsett var í Gufu-
neskirkjugarði.
Fallinn er frá elsku-
legur svili okkar og
mágur, Guðni Sigur-
bjamason. Hann lést á
Krabbameinsdeild Landspítalans að-
faranótt sunnudagsins 30. janúar sl.
Guðna kynntumst við 1989 er hann
hóf sambúð með Þorgerði Bergvins-
dóttur og syni hennar. Hjá þeim
blómstraði ástin og minnisstæður er
dagurinn er þau giftu sig í Viðeyjar-
kirkju að viðstöddum ættingjum og
vinum. Það var 7. júlí 1990 á falleg-
um sumardegi. Sól skein hátt á
himni. Framtíð ungu hjónanna virtist
blasa við þeim og árið 1992 eignuðust
þau stúlkubam sem skírð var Björk.
Amdís fæddist þeim síðan 1994.
Þessi fjölskylda bjó í Amarsmáran-
um í Kópavogi og kom sér vel íyrir.
Það var um nóg að hugsa á þeim
bænum, Guðni útivinnandi í lög-
reglunni og Þorgerður heima með
bömin þrjú.
Þar var oft fjör en
saman tókst þeim að
fikra sig vel áfram í
lífinu. Oftar en ekki
vora það þreytt hjón
sem gengu til náða
seint um kvöld eftir
langan dag. Samvera-
stundir okkar vora
alltof fáar í gegnum
tíðina en upp koma
góðar minningar um
þær stundir sem við
áttum saman. Grillferð
í Vaglaskóg og ættar-
mót í Ólafsfirði eru
þar ofarlega í minn-
ingunni. Ávallt var tekið vel á móti
okkur í Arnarsmáranum er við lit-
um þar við. Þessi fallega fjölskylda
virtist því eiga sér glæsta framtíð
en á aðventunni 1996 urðu þau fyr-
ir áfalli. Guðni greindist með hinn
illvíga sjúkdóm sem krabbameinið
er. Af hverju hann, maður í blóma
lífsins, fyrir stuttu giftur og með
ung börn sem hann elskaði svo
heitt? En við þessari spurningu fá-
um við aldrei svar. Guð einn veit
um tilgang þann. Aftur varð ekki
snúið og barðist hann hetjulega allt
til dauðadags við þennan vágest.
Allan þann tíma stóð Þorgerður við
bakið á eiginmanni sínum og var
aðdáunarvert að fylgjast með bar-
áttu þeirra beggja á þessum erfiðu
tímum. Börnin gerðu sér grein fyr-
ir því að ekki var allt með felldu en
höfðu þá von í brjósti að faðir
þeirra næði sínum fyrri styrk. Síð-
ustu jól nutum við samvista með
Guðna hér á Akureyri. Við gerðum
okkur fyllilega grein fyrir því sem
koma skyldi en vonuðumst eftir
kraftaverki. Með trega kveðjum við
góðan dreng.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við biðjum Guð að styrkja Þor-
gerði, börnin og alla ástvini í sorg-
inni.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við þeim öllum.
Guð blessi minningu Guðna Sig-
urbjarnasonar.
Stefán Arnaldsson,
Guðný Bergvinsdóttir,
Sigurður Guðmundsson,
Borghildur María
Bergvinsdóttir.
+ Gunnar Iljálm-
arsson fæddist í
Hafnarfirði 24. maí
1934. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 24. janúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Víðistaðakirkju 3.
febrúar.
Elsku pabbi minn
og afi okkar, Gunnar
Hjálmarson, er látinn
eftir erfið veikindi,
ekki var hann nú gam-
all 65 ára, á besta al-
dri. Við eigum þér mikið að þakka,
pabbi, og afastelpurnar eiga um
sárt að binda núna. Dagný,sem ólst
upp hjá þér og mömmu að mestu
leyti, á erfitt eftir þennan missi og
ég, pabbi minn, sem
fylgdi þér eins og
skugginn þegar ég var
yngri, þegar við fórum
saman á vörubílnum
að sækja fisk í Þor-
lákshöfn og Grindavík
og það skipti engu þó
að skólinn væri daginn
eftir, Erna skyldi fara
með pabba og sækja
fiskinn. Þá bara svaf
ég í bílnum og man að
mamma var ekki
ánægð með þetta, en
það varð engu tauti við
mig komið, með skyldi
ég fara, hvað sem hún sagði og þú
sagðir að þetta væri allt í lagi. Við
áttum oft góðar stundir, ég og þú,
þar sem við töluðum mikið saman
og enginn veit um nema ég og þú,
hvað okkur fór á milli en þessi sam-
töl geymi ég og á góðar minningar
um þær stundir. Dagný mín var
mikið uppáhald hjá þér, fyrsta
barnabarn sem ólst upp meira og
minna hjá þér og mömmu, sem þér
þótti vænt um, og margar minning-
ar á hún um þig og Sigurbjörg, sem
er bara fjögurra ára og kynntist
þér í þennan stutta tíma, spyr oft
hvar er Gunni afi og skilur ekki af
hverju afi er ekki heima og leitar að
þér um allt og ísak Máni, sem er
bara eins árs, hann kíkti inn í her-
bergi, leitaði að þér en fann ekki.
En pabbi minn og afi okkar, við vit-
um að þér líður vel núna og við
geymum minninguna um þig og all-
ar góðu stundirnar með þér. Farðu
í guðs friði, elsku pabbi og afi okk-
ar, við eigum eftir að sakna þín
mikið, en tíminn læknar öll sár.
Elsku mamma, Ásta, Jói og öll
hin, guð geymi ykkur og styrki ykk-
ur. Þakka þér fyrir allt, pabbi minn
og afi okkar.
Erna, Dagný, Ingibjörg og
Sigurbjörg Ósk.
GUNNAR
HJÁLMARSSON
EYJOLFUR SVANUR
PÁLSSON
+ Eyjólfur Svanur
Pálsson fæddist á
Starrastöðum í
Skagafirði 23. nóv-
ember 1952. Hann
lést 25. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Sauð-
árkrókskirkju 5.
febrúar.
Hann Eyjólfur
frændi minn er látinn.
Þegar ég heimsótti
hann viku áður en
hann dó granaði mig
ekki að það yrði síð-
asta skiptið sem við hittumst. Bar-
átta hans við erfiðan sjúkdóm var
stutt og snörp.
Eyjólf hef ég þekkt frá blautu
bamsbeini, þar sem hann er föður-
bróðir minn. Ég var ennfremur svo
lánsamur að hafa fengið að vera í
sveitinni á sumrin hjá ömmu, afa og
Eyjólfi frá því að ég var barnungur.
Fyrir okkur krakkana var gott að
vera nálægt Eyjólfi, hann var skap-
góður og alltaf til í glens og grín.
Hann gaf sér tíma fyrir okkur, var
góður leiðbeinandi og alltaf tilbúinn
til að hjálpa. Ég bar
mikla virðingu fyrir
honum og leit upp til
hans eins og hann
væri minn eldri bróðir.
Það var fróðlegt fyr-
ir barn og síðan ungl-
ing að fylgjast með
Eyjólfi vinna. Hann
var kraftmikill, ósér-
hlífinn og vann ekkert
verk með hangandi
hendi sama hvort
heldur var verið að
smala, stinga út úr
fjárhúsum, mjólka,
heyja eða nokkurt
annað það starf sem þarf að leysa
af hendi í sveitinni.
Þær eru margar minningarnar
sem koma upp í hugann þegar
hugsað er til baka. Eg man til
dæmis að hann eftirlét mér reið-
hjólið sitt, gamalt Möve hjól, og
kenndi mér að hjóla. Eins man ég
eftir heyskapnum sem var erfiður í
þá daga. Þá náðum við í heyið á
gamla Chevrolet-vörubflnum suður
í flóa. Á leiðinni bar margt á góma
hjá frændunum og var rætt um allt
milli himins og jarðar á meðan Eyj-
ólfur keyrði og ég lá makindalega í
sætinu og horfði upp í bláan himin-
inn. Þegar heyið var komið í hlað
var því blásið inn í þröngar hlöð-
urnar og þurftu þá Eyjólfur, afi og
við krakkarnir að fara að velta því
veggja á milli í hlöðunni, vaðandi
hey upp í hné. Það var mikið púl og
allt aðrar aðstæður en í dag.
Einnig man ég þegar komið var
að þeirri langþráðu stund, að ég
fengi að keyra dráttarvélarnar. Þá
var Eyjólfur boðinn og búinn að
kenna mér tökin á þeim. Þegar
þeirri kennslu var lokið og ég orð-
inn fullgildur ökumaður, sýndi
hann mér ávallt fyllsta traust við
vélarnar.
Eftir því sem árin liðu og aðstæð-
ur breyttust urðu samskipti okkar
ekki eins mikil og áður en alltaf
ríkti gagnkvæmt traust og virðing
milli okkar. Við ræddum oft um að
rækta betur vináttuna og nú síðast
í haust, hálfum mánuði áður en
Eyjólfur greindist með krabba-
mein. Það minnir mann óneitanlega
á það að maður hefur aðeins tak-
markaðan tíma í þessu lífi og eng-
inn veit hvenær kallið kemur.
Við Ásdís og börn sendum ykkur,
elsku María, Arnar Páll, Sara, Þór-
unn, Margrét, Páll Starri, Stefanía
og Gunna amma, okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Páll Arnar Ólafsson.
KRISTBJÖRG
SVEINSDÓTTIR
+ Kristbjörg
Sveinsdóttir
fæddist á Barðanesi í
Norðfirði 29.
1922. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Vfðihlíð í Grindavík
29. janúar siðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Innri-Nj arð víkur-
kirkju 7. febrúar.
Elsku amma okkar,
við vitum að nú líður
þér vel, við vitum líka
að það voru margir
sem tóku á móti þér, foreldrar þínir,
systkini og margir aðrir sem hafa
kvatt þennan heim á undan þér.
Amma var ung þegar hún missti
pabba sinn en þó tókst mömmu
hennar að halda öllum systkina-
hópnum saman, sem ekki var al-
gengt á þeim árum. Amma fór því
snemma að heiman og byrjaði að
vinna fyrir sér, þau afi kynntust og
stofnuðu fjölskyldu. Rétt rúmlega
tvítug áttu þau þrjú börn, en svo
liðu nokkuð mörg ár þangað til þær
tvær yngstu fæddust.
Amma vann úti svo til alla sína
starfsævi og hafði fá tækifæri til að
sinna sínum áhugamálum. Þegar við
systurnar vorum litlar bjuggum við
í næsta nágrenni og gátum því
skroppið í heimsókn þegar við vild-
um. Seinna þegar við fluttum á
Akranes komum við oft og gistum.
Amma sýndi öllum hlýju, ekki
bara mönnum heldur líka dýrum.
Hún átti alltaf annað-
hvort hund eða kött.
Þegar við voram litlar
átti hún hund sem hét
Tinna, en okkur þótti
afar vænt um hana.
Amma kom fram við
okkur eins og jafn-
ingja, það var ekkert
kynslóðabil. Við gerð-
um ýmislegt saman,
hvort sem það var
kleinubakstur, langar
gönguferðir eða spjall
og spilamennska. >
Henni tókst með töfr-
um sínum að leiðbeina
okkur, án þess að okkur fyndist hún
vera uppalandi okkar.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við kveðja þig, elsku amma.
Þú varst alltaf svo hlý og góð og það
var svo gott að kúra hjá þér. Við
nutum þess að koma til þín, fá „hvíld
frá mömmu og pabba“ og koma í of-
dekrið á Njarðvíkurbrautina.
Tilfinningar okkar til þín eru
dýpri en orð geta lýst. Við viljum
því ljúka þessu með orðum Ingi-
bjargar Sigurðardóttur:
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Pinn kærieikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
Takk fyrir allt,
Bergrós og Jórunn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR FRIÐFINNA KRISTÓFERSDÓTTIR
frá Klúku, Arnarfirði,
síðast til heimilis
í Álftamýri 14, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn
11. febrúar kl. 10.30.
Ásta Kristín Hjaltalín,
Guðmundur Hjaltalín, Bára Óskarsdóttir,
lllugi Sveinn Stefánsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Guðrún Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
MAGNÚSJÓNSSON,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á
morgun, föstudaginn 11. febrúar, kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á sjúkrahúsið Sólvang
Dagný Pedersen,
Jón Magnússon, Helen P. Brown,
Halla Magnúsdóttir, Þórður Bragason,
Anna Magnúsdóttir, Guðmundur Jóhannsson
og barnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir,
BIRGIR BRYNJÓLFSSON,
sem lést fimmtudaginn 3. febrúar, verður
jarðsunginn frá Grensáskirkju föstudaginn
11. febrúar kl. 13.30.
Brynja Ósk Birgisdóttir,
Jón Birgisson,
Justin Þór Birgisson,
Stephan Már Birgisson,
Eric Sigmar Torfi Birgisson.
Sveinur f. Tummasson,
Ásthildur Ágústsdóttir,