Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Pútín seffir ríkistjórnina þurfa að laða að fjárfesta Ahersla á stöðugleika Moskvu, Urus-Martan. AP, AFP, The Daily Telegraph, Reuters. Reuters Tsjetsjneskir karlar á herskyldualdri sem Rússar handtóku í Grosní og sökuðu um að bera ekki á sér skilriki. GENNADÍ Zjúganov, leiðtogi rúss- neska kommúnistaflokksins og for- setaefni hans, sakaði í gær Vladímír Pútín, starfandi forseta og frambjóð- anda í kosningunum 26. mars, um að hafa ekki enn greint frá stefnu sinni. „Það er út í hött að kjósa fram- bjóðanda sem hefur enga stefnu, enga hugmyndafræði og er ekki full- trúi neins flokks," sagði Zjúganov. Hann hét á blaðamannafundi í Moskvu að yrði hann kjörinn forseti tryggði hann að framkvæmdavaldið sýndi ekki yfirgang, umfangsmiklu velferðarkerfi yrði komið aftur á og bankar og orkulindir þjóðnýttar. Pútín sagði á þriðjudag í sjón- varpsviðtali að binda yrði enda á þrá- látan óstöðugleika í stjómmálum Rússlands og brjóta á bak aftur upp- reisnarmenn í Tsjetsjníu. Nauðsyn- legt væri að laða fjárfesta að landinu með því að sannfæra þá um að þar ríkti öryggi. „Ef menn vafra stöðugt úr einu valdaráninu í annað, ef stöð- ugt er beðið eftir því næsta og afleið- ingum þess, hver leggur þá út í fjár- festingar?" spurði forsetinn. Hann lagði einnig áherslu á góð samskipti við alþjóðastofnanir í fjár- málum. Interfax-fréttastofan rúss- neska sagði í gær að stjómvöld í Vesturlönd sökuð um morðið á Búlatovic Belgrad. AFP, The Daily Telegraph. STJÓRN Slobodans Milosevie, for- seta Júgóslavíu, sakaði í gær vest- ræn ríki um að standa bak við morðið á Pavle Búlatovic, varnamála- ráðherra Júgóslavíu, sem var skot- inn til bana í veitingahúsi í Belgrad á mánudagskvöld. Ýmsar kenningar hafa komið fram í Serbíu um hverjir hafi myrt Búlato- vic. Óháða útvarpsstöðin B 92 taldi að Frelsisher Kosovo (UCK) hefði fyrirskipað morðtilræðið. Aðrir telja morðið eigi rætur í vaxandi spennu í samskiptum stjórnar Milosevic og ráðamanna í Svartfjallalandi. Búla- tovic, sem var Svartfellingur, var svarinn óvinur Milos Djúkanovic, forseta Svartfjallalands, sem hefur hótað að landið gangi úr júgós- lavneska sambandsríkinu láti Milos- evic ekki af embætti. Nokkrir töldu að Búlatovic hefði verið myrtur vegna deilu um vopna- kaupasamning hersins, en aðrir minntu á skyldleika hans við glæpa- mann í Belgrad, Darko Asanin, sem skipulagði mótmæli gegn Djúkan- ovic og var skotinn til bana 1998. Serbnesk stjórnvöld kenndu hins vegar vesturveldunum um morðtil- ræðið. Goran Matic, upplýsingamál- aráðherra júgóslavnesku stjórnar- innar, sagði morðið lið í hermdarverkum erlendra afla til að grafa undan stjórn Milosevic. Leiðtogar stjórnarflokkanna tóku í sama streng. Róttæki flokkurinn sagði að aðeins leyniþjónustur Bandaríkjanna, Bretlands og Frakk- lands hefðu getað skipulagt morðtil- ræðið. Miodrag Popovic, aðstoðarráð- herra upplýsingamála í serbnesku stjórninni, sagði vesturveldin hafa skipulagt morðin á Búlatovic og serbneska stríðsherranum Arkan, sem var myrtur í Belgrad fyrir tæp- um mánuði. Grunsamlegt væri hversu auðveldlega morðingjar Ark- ans hefðu komist undan og orðrómur væri á kreiki um að þeir hefðu farið til Vesturlanda. Serbneskir stjórnar- andstæðingar sögðu ráðamenn í Belgrad sjálfa eiga sök á hrinu morða í landinu síðustu árin og vör- uðu við að skálmöld væri yfirvofandi. Moskvu gerðu sér vonir um að samn- ingar tækjust við erlenda lánar- drottna í vikunni um að endurskipu- leggja skuldir sem stjórnin erfði frá sovétskeiðinu og nema rúmlega 32 milljörðum dollara, yfir 2.000 millj- örðum króna. Óvíst um örlög fréttamanns Rússneskar hersveitir í Tsjetsjníu reyndu í gær að koma í veg fyrir að Tsjetsjenar kæmust til fjallahéraða í suðurhluta héraðsins, þaðan sem þeir ætla að skipuleggja skæruhem- að gegn Rússum. Talsmaður Aslans Maskhadovs, forseta Tsjetsjníu, fullyrti í gær að skæruliðar hefðu Andrei Babítskí, fréttamann útvarpsstöðvarinnar Radio Free Europe á sínu valdi og vildu afhenda hann einhverju Evrópuríki. „Tsjetsjenar björguðu lífi hans, hann hafði gert mikið fyrir Tsjetsjena,“ sagði talsmaðurinn. Rússneskir embættismenn hafa sagt að Babítskí, sem hefur gagn- rýnt stríðsrekstur Rússa í Kákasus- héraðinu, hafi verið handtekinn og látinn í hendur Tsjetsjena í skiptum fyrir þrjá rússneska stríðsfanga. Ummæli embættismanna hafa verið mjög misvísandi og m.a. var sagt í yf- irlýsingu frá Kreml að Babítskí væri „skósveinn tsjetsjnesku stríðsherr- anna Basajevs og Khattabs“. Á þriðjudag sagði aðstoðarinnanríkis- ráðherra Rússlands, Ivan Golúbev, að fréttamaðurinn væri á lífi, við góða heilsu en væri stöðugt „fluttur á milli staða“. Síðast sást hann í borginni Gudermes og varþá bólginn í andliti og blóð á fötum hans, óljóst er þó hvort hann var fangi. Margir óttast að hann sé látinn og mannréttindasamtök hafa beðið Kofi Annan, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, að grennslast fyrir um afdrif hans. Lögmaður Babítskís for- dæmir framferði rússneskra stjórn- valda og segir að annaðhvort hafi Pútín enga stjórn á sínum mönnum í Tsjetsjníu, ellegar hafi hann lagt blessun sína yfir meðferðina á Bab- ítski. Málið er orðið hitamál í baráttunni fyrir forsetakosningamar. Pútín sagði í áðurnefndu sjónvarpsviðtali að frjálsir fjölmiðlar væru einn mik- ilvægasti hluti siðaðs samfélags. „Þeir eru öflugasti þátturinn í að tryggja ... að við hverfúm ekki aftur til stjórnarhátta alræðis,“ sagði hann. Forsetinn hefur aldrei minnst orði á mál fréttamannsins. Andstæðingur hans, Gennadí Zjúganov, sagði að Babítskí væri orðinn leiksoppur í valdatafli tveggja fylkinga innan stofnana ríkisins. FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 25 Útsola á dömuhárkollum Seljum nokkrar dömuhárkollur á niðursettu verði. Allt að 70% afsláttur. Aðeins laugardaginn 12. febrúar kl. 10-14. APOLLO hárstúdíó Hringbraut 119, sími 552 2099 (við hliðina ó Björnsbakaríi) Eldaðu einfaldan og góðan mat í einum grænum! Hvort sem þú notar sveppa-, skinku- eða hvídauksbragð, eða einfaldlega ósvikinn osta- kvartett, eru ostasósumar f einum grænum frábær og fljódegur kostur út á pastað. Þú sýður pastað, hitar sósuna og svo er bara undir þér komið hvort þú hefur eitthvað meira með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.