Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Pútín seffir ríkistjórnina þurfa að laða að fjárfesta Ahersla á stöðugleika Moskvu, Urus-Martan. AP, AFP, The Daily Telegraph, Reuters. Reuters Tsjetsjneskir karlar á herskyldualdri sem Rússar handtóku í Grosní og sökuðu um að bera ekki á sér skilriki. GENNADÍ Zjúganov, leiðtogi rúss- neska kommúnistaflokksins og for- setaefni hans, sakaði í gær Vladímír Pútín, starfandi forseta og frambjóð- anda í kosningunum 26. mars, um að hafa ekki enn greint frá stefnu sinni. „Það er út í hött að kjósa fram- bjóðanda sem hefur enga stefnu, enga hugmyndafræði og er ekki full- trúi neins flokks," sagði Zjúganov. Hann hét á blaðamannafundi í Moskvu að yrði hann kjörinn forseti tryggði hann að framkvæmdavaldið sýndi ekki yfirgang, umfangsmiklu velferðarkerfi yrði komið aftur á og bankar og orkulindir þjóðnýttar. Pútín sagði á þriðjudag í sjón- varpsviðtali að binda yrði enda á þrá- látan óstöðugleika í stjómmálum Rússlands og brjóta á bak aftur upp- reisnarmenn í Tsjetsjníu. Nauðsyn- legt væri að laða fjárfesta að landinu með því að sannfæra þá um að þar ríkti öryggi. „Ef menn vafra stöðugt úr einu valdaráninu í annað, ef stöð- ugt er beðið eftir því næsta og afleið- ingum þess, hver leggur þá út í fjár- festingar?" spurði forsetinn. Hann lagði einnig áherslu á góð samskipti við alþjóðastofnanir í fjár- málum. Interfax-fréttastofan rúss- neska sagði í gær að stjómvöld í Vesturlönd sökuð um morðið á Búlatovic Belgrad. AFP, The Daily Telegraph. STJÓRN Slobodans Milosevie, for- seta Júgóslavíu, sakaði í gær vest- ræn ríki um að standa bak við morðið á Pavle Búlatovic, varnamála- ráðherra Júgóslavíu, sem var skot- inn til bana í veitingahúsi í Belgrad á mánudagskvöld. Ýmsar kenningar hafa komið fram í Serbíu um hverjir hafi myrt Búlato- vic. Óháða útvarpsstöðin B 92 taldi að Frelsisher Kosovo (UCK) hefði fyrirskipað morðtilræðið. Aðrir telja morðið eigi rætur í vaxandi spennu í samskiptum stjórnar Milosevic og ráðamanna í Svartfjallalandi. Búla- tovic, sem var Svartfellingur, var svarinn óvinur Milos Djúkanovic, forseta Svartfjallalands, sem hefur hótað að landið gangi úr júgós- lavneska sambandsríkinu láti Milos- evic ekki af embætti. Nokkrir töldu að Búlatovic hefði verið myrtur vegna deilu um vopna- kaupasamning hersins, en aðrir minntu á skyldleika hans við glæpa- mann í Belgrad, Darko Asanin, sem skipulagði mótmæli gegn Djúkan- ovic og var skotinn til bana 1998. Serbnesk stjórnvöld kenndu hins vegar vesturveldunum um morðtil- ræðið. Goran Matic, upplýsingamál- aráðherra júgóslavnesku stjórnar- innar, sagði morðið lið í hermdarverkum erlendra afla til að grafa undan stjórn Milosevic. Leiðtogar stjórnarflokkanna tóku í sama streng. Róttæki flokkurinn sagði að aðeins leyniþjónustur Bandaríkjanna, Bretlands og Frakk- lands hefðu getað skipulagt morðtil- ræðið. Miodrag Popovic, aðstoðarráð- herra upplýsingamála í serbnesku stjórninni, sagði vesturveldin hafa skipulagt morðin á Búlatovic og serbneska stríðsherranum Arkan, sem var myrtur í Belgrad fyrir tæp- um mánuði. Grunsamlegt væri hversu auðveldlega morðingjar Ark- ans hefðu komist undan og orðrómur væri á kreiki um að þeir hefðu farið til Vesturlanda. Serbneskir stjórnar- andstæðingar sögðu ráðamenn í Belgrad sjálfa eiga sök á hrinu morða í landinu síðustu árin og vör- uðu við að skálmöld væri yfirvofandi. Moskvu gerðu sér vonir um að samn- ingar tækjust við erlenda lánar- drottna í vikunni um að endurskipu- leggja skuldir sem stjórnin erfði frá sovétskeiðinu og nema rúmlega 32 milljörðum dollara, yfir 2.000 millj- örðum króna. Óvíst um örlög fréttamanns Rússneskar hersveitir í Tsjetsjníu reyndu í gær að koma í veg fyrir að Tsjetsjenar kæmust til fjallahéraða í suðurhluta héraðsins, þaðan sem þeir ætla að skipuleggja skæruhem- að gegn Rússum. Talsmaður Aslans Maskhadovs, forseta Tsjetsjníu, fullyrti í gær að skæruliðar hefðu Andrei Babítskí, fréttamann útvarpsstöðvarinnar Radio Free Europe á sínu valdi og vildu afhenda hann einhverju Evrópuríki. „Tsjetsjenar björguðu lífi hans, hann hafði gert mikið fyrir Tsjetsjena,“ sagði talsmaðurinn. Rússneskir embættismenn hafa sagt að Babítskí, sem hefur gagn- rýnt stríðsrekstur Rússa í Kákasus- héraðinu, hafi verið handtekinn og látinn í hendur Tsjetsjena í skiptum fyrir þrjá rússneska stríðsfanga. Ummæli embættismanna hafa verið mjög misvísandi og m.a. var sagt í yf- irlýsingu frá Kreml að Babítskí væri „skósveinn tsjetsjnesku stríðsherr- anna Basajevs og Khattabs“. Á þriðjudag sagði aðstoðarinnanríkis- ráðherra Rússlands, Ivan Golúbev, að fréttamaðurinn væri á lífi, við góða heilsu en væri stöðugt „fluttur á milli staða“. Síðast sást hann í borginni Gudermes og varþá bólginn í andliti og blóð á fötum hans, óljóst er þó hvort hann var fangi. Margir óttast að hann sé látinn og mannréttindasamtök hafa beðið Kofi Annan, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, að grennslast fyrir um afdrif hans. Lögmaður Babítskís for- dæmir framferði rússneskra stjórn- valda og segir að annaðhvort hafi Pútín enga stjórn á sínum mönnum í Tsjetsjníu, ellegar hafi hann lagt blessun sína yfir meðferðina á Bab- ítski. Málið er orðið hitamál í baráttunni fyrir forsetakosningamar. Pútín sagði í áðurnefndu sjónvarpsviðtali að frjálsir fjölmiðlar væru einn mik- ilvægasti hluti siðaðs samfélags. „Þeir eru öflugasti þátturinn í að tryggja ... að við hverfúm ekki aftur til stjórnarhátta alræðis,“ sagði hann. Forsetinn hefur aldrei minnst orði á mál fréttamannsins. Andstæðingur hans, Gennadí Zjúganov, sagði að Babítskí væri orðinn leiksoppur í valdatafli tveggja fylkinga innan stofnana ríkisins. FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 25 Útsola á dömuhárkollum Seljum nokkrar dömuhárkollur á niðursettu verði. Allt að 70% afsláttur. Aðeins laugardaginn 12. febrúar kl. 10-14. APOLLO hárstúdíó Hringbraut 119, sími 552 2099 (við hliðina ó Björnsbakaríi) Eldaðu einfaldan og góðan mat í einum grænum! Hvort sem þú notar sveppa-, skinku- eða hvídauksbragð, eða einfaldlega ósvikinn osta- kvartett, eru ostasósumar f einum grænum frábær og fljódegur kostur út á pastað. Þú sýður pastað, hitar sósuna og svo er bara undir þér komið hvort þú hefur eitthvað meira með.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.