Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT George Bush bar sigur af John McCain í forkosningum repúblikana í Delaware Forbes hættir við framboð Washington. AP, The Washington Post. Dan Quale, lyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna (t.v.), lýsti nýlega yf- ir stuðningi við George W Bush (t.h.) á kosningafundi í Suður-Karólínu. FORKOSNINGAR REPUBLIKANA Kosið er um samtais 2.066 kjörfulltrúa frá öllum 50 fylkjum Bandaríkjanna og ræðst fjöldi fulltrúa frá hverju fylki m.a. Kbv afibúafjöldaogstyrkflokksinsþar. Kjörfulltrúarnir koma saman á landsþingi repúblíkana í lok júlí og útnefna forsetaframbjóðanda flokksins. Frambjóðandi þarf a.m.k. 1.034 kjörfuiltrúa á bak við sig til að hljóta útnefningu. mÉBM I.Iv Haldnar hafa verið forkosningar f þremur fylkjum, í lowa, New Hampshire og Delaware. Bush hefur fengið 27 fulltrúa kjörna, McCain 11 fulltrúa, Forbes 10 fulltrúa og Keyes 4. 5 ‘1 GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Tex- as, vann á þriðjudag sigur í forkosn- ingum repúblikana til framboðs for- seta Bandaríkjanna í Delaware-ríki. Sigurinn er talinn mikilvægur fyrir Bush eftir að hann beið ósigur fyrir einum mótframbjóðenda sinna, John McCain öldungadeildarþingmanni, í New Hampshire-ríki í síðustu viku. Ákvörðun milljónamæringsins Steve Forbes í gær um að draga sig út úr tilnefningarslagnum þýðir að allt stefnir í einvígi milli Bush og McCains um útnefningu semforseta- frambjóðandi repúblikana. Næstu forkosningar verða haldnar í Suður- Karólínu, en úrslitin þar geta haft mikið að segja um hvor tekst á við frambjóðanda Demókrataflokksins í forsetakosningunum 7. nóvember. Forbes dregur sig í hlé í Delaware hlaut Bush hlaut 51% atkvæða, McCain 25%, Forbes 20% og Alan Keyes, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fékk 4%. Kosið var um 12 kjörfulltrúa í ríkinu og voru allir þeir sem náðu kjöri stuðningsmenn Bush. Delaware er eitt fámennasta ríki Bandaríkjanna og vega úrslit þar ekki þungt á landsvísu. Stuðningsmenn Forbes sögðu úr- slitin vonbrigði enda varð Forbes efstur í ríkinu í forkosningum árið 1996 og hefur lagt umtalsvert fé í kosningabaráttu þar nú. Hann til- kynnti stuðningsmönnum sínum í gær að hann hefði ákveðið að aflýsa framboði sínu og boðaður hefur ver- ið fréttamannafundur á fímmtudag þar sem Forbes mun formlega til- kynna ákvörðun sína. Fjölmiðlar telja hann hafa varið um 60-70 mil- Ijónum Bandaríkjadollara af eigin fé í framboð sitt sl. fjögur ár. Upphæð- in samsvarar 4-5 milljörðum ís- lenskra króna. Forbes reyndi að höfða til efna- meiri og íhaldssamari kjósenda flokksins. Stuðningsmenn hans sögðu í gær að hann hefði ekki tekið ákvörðun um að lýsa yfir stuðningi við einhvem þeirra frambjóðenda sem eftir eru í baráttunni um út- nefningu. AP-fréttastofan telur Bush einkum hagnast á brottfalli Forbes þar sem þeir höfði til svipaðs hóps kjósenda. McCain undrandi og ánægður McCain lýsti í gær ánægju með árangur sinn í Delaware en þar hlaut hann annað sætið þrátt fyrir að hafa ekki rekið marlodssa kosn- ingabaráttu í ríkinu. „Ég er mjög undrandi og ánægður með að hafa fengið þetta mikið fylgi í ríki sem ég hef aldrei heimsótt," sagði hann. Talið er að sigur McCains í New Hampshire, þar sem hann hlaut 49% atkvæða, hafi haft áhrif á hve margir kjósendur greiddu honum atkvæði í Delaware. Samkvæmt útgöngu- könnun sem gerð var fyrir AP-fréttastofuna mun um helming- ur kjósenda McCains hafa ákveðið að styðja hann eftir úrslitin í New Hampshire. Þegar úrslitin í Delaware voru ljós sagði Bush að augljóst væri að boðskapur hans hefði höfðað til kjós- enda í ríkinu. „Það er mér mikilvægt að sýna fram á að ég sé ekki aðeins fær um að standast ágjöf heldur geti ég einnig snúið vöm í sókn.“ Mjög hefur grynnkað á því góða milli Bush og McCains síðustu daga en vel virtist fara á með þeim í upp- hafi kosningabaráttunnar. Hafa frambjóðendurnir sakað hvor annan um að hafa í frammi neikvæðan kosningaáróður og að vera ekki treystandi til að axla þá ábyrgð sem embætti forseta krefur. í auglýsing- um sem birtar hafa verið undanfarið í fjölmiðlum vestra hafa stuðnings- menn Bush sakað McCain um óheil- indi. Ein af áherslum McCains í kosningabaráttunni hefur verið að nauðsynlegt sé að setja reglur um fjárframlög í kosningasjóði fram- bjóðenda. í nýrri sjónvarpsauglýs- ingu frá Bush er ráðist á McCain fyrir að ástunda ekki sjálfur það sem hann boðar öðrum og sagt að hann þiggi fé af hagsmunahópum í kosn- ingasjóð sinn. McCain hefur svarað þessum áburði með því að segja að greinilegt sé að Bush sé farinn að örvænta og að hann snúi út úr sannleikanum „eins og Clinton [núverandi forseti Bandaríkjanna].“ Hann sagði í gær að honum fyndist breytt framkoma Bush í sinn garð vera athyglisverð. „Skyndilega hef ég breyst í Mr. Hyde... Við vorum vinir, en nú er ég hræsnari," sagði McCain. Kosningastjóri McCains, Rick Davis, skrifaði í gær bréf til eins helsta kosningaráðgjafa Bush þar sem hann lagði til að báðir aðilar kæmu sér saman um að láta af birt- ingu auglýsinga með óhróðri um andstæðinginn. Stuðningsmenn Bush höfnuðu þessari málaleitan. „Þetta er allt leikaraskapur," sagði Bush, „að segja eitt og gera annað.“ Jafnt í Suður- Karólínu Skoðanakannanir síðustu daga benda til þess að mjótt verði á mun- unum milli McCains og Bush í Suð- ur-Karólínu. í nýrri könnun sem dagblaðið Washington Post hefur látið gera í samvinnu við APC-sjón- varpsstöðina kemur fram að aðeins munar nokkrum prósentustigum á frambjóðendunum. Af úrtaki 751 stuðningsmanns repúblikana í rík- inu sögðust 47% styðja McCain en 45% Bush. Ef aðeins eru teknir þeir sem líklegir þóttu til að greiða at- kvæði, sem eru nokkru færri en úr- takið segir til um, mældist fylgi Bush vera 48% en fylgi McCains 43%. Washington Post bendir á að McCain njóti nú góðs af því að stuðn- ingsmenn hans hafi tekið Netið í sína þjónustu. Með því að gera fólki kleift að leggja fé í kosningasjóð McCains á heimasíðu hans hafi tek- ist að afla um 2,2 milljóna Banda- ríkjadollara síðan forkosningunum í New Hampshire lauk. Áður hafi óvæntur árangur frambjóðenda í forkosningum verið lengi að skila sér í auknum framlögum til þeirra og það hafi komið í veg fyrir að þeir gætu fylgt sigri eftir í öðrum ríkjum, segir í frétt blaðsins í gær. Hár hvellur heyrðist áður en vél Alaska Airlines hrapaði Talið er að hluti af þot- unni hafí brotnað af Port Hueneme, Washington. AP, AFP, Washington Post. BANDARÍSKI sjóherinn leitar nú að hluta eða hlutum af farþegaþotu Alaska Airlines sem talið er að hafi brotnað af henni um það leyti sem hrap hennar hófst, að sögn Samgönguöryggis- ráðs Bandaríkjanna (NTSB), sem rannsakar flugslysið undan strönd Kalifomíu 31. janúar. Jim Hall formaður NTSB skýrði frá því í gær að leitarmenn sjóhersins hefðu fundið stóra fest- ingu, sem átti að halda hlutum hæðarstýris- kambs þotunnar saman. Festingin var skemmd en ekki er enn vitað hvort skemmdirnar urðu áð- ur en hún skall í sjóinn. Áður hafði Hall skýrt frá að einn eða fleiri hlutir hefðu komið fram á rat- sjám þegar þotan hrapaði og talið væri að þeir hefðu fallið í sjóinn um 6,4 km frá flaki þotunnar. Rannsókn á hljóðrita þotunnar hefur leitt í ljós að flugmennirnir heyrðu háan hvell aftast í þot- unni skömmu eftir að þeir misstu stjórn á henni og Hill sagði þær upplýsingar renna stoðum undir þá tilgátu að eitthvað hefði brotnað af þot- unni um það leyti sem hún hrapaði. Áður hafði Washington Post haft eftir heimild- armönnum, sem tengjast rannsókninni, að lík- lega væri hér um að ræða lítinn væng eða hluta af stélinu. Sjálfstýringin óvenjulengi úr sambandi Rannsóknin hefur einkum beinst að þeim möguleika að orsök slyssins tengist hæðarstýris- kambi, hreyfanlegu vængildi í stéli þotunnar sem hjálpar flugmönnum að halda henni stöðugri og hækka eða lækka flugið. Hall skýrði ennfrem- ur frá því að flugmennirnir hefðu tekið sjálfstýr- ingu þotunnar úr sambandi skömmu eftir flugtak frá Puerto Vallarta í Mexíkó og stýrt henni sjálf- ir í klukkustund og 53 mínútur, en flugið stóð í tvær klukkustundir og 43 mínútur. Að sögn Washington Post er óvenjulegt að sjálfstýringin sé ekki notuð í svo langan tíma eftir klifurlok og blaðið telur hugsanlegt að flugmennirnir hafi verið að reyna að leysa vandamálið í hæðarstýr- iskambinum. Hrapaði 5.400 m á mínútu Nýjustu upplýsingar Halls benda til þess að þotan hafi verið í 31.000 feta (9.300 m) hæð um 14 mínútum fyrir hrapið þegar hæðarstýris- kamburinn færðist í þá stöðu, sem beinir þotunni beint niður, á sex sekúndum. Kamburinn hafi verið fastur í þeirri stöðu þar til þotan hrapaði. Flugmennirnir geta stillt stýriskambinn sjálfir með því að nota öflugan rafmótor en sjálfstýr- ingin getur stillt hann sjálfkrafa með öðrum mótor. Þegar stýriskamburinn festist fór þotan í óvenjumikla dýfu og lækkaði flugið um 7.000 fet (2.100 m) á einni mínútu. Flugmönnunum tókst að ná stjórn á þotunni með því að stilla hæðar- stýrið, hreyfanlegan stýrisflöt sem festur er á stýriskambinn. Þotan lækkaði síðan flugið eðli- lega næstu níu mínúturnar og notaði aðeins 50% af hámarksstýrigetu hæðarstýrisins. Talið er að flugmennirnir hafi þá prófað flapa og raufunga á aðalvængjum þotunnar til að auka lyftikraft þotunnar á hægari ferð, en þeir eru alltaf notaðir í lendingu. Þeir drógu síðan flap- ana og raufungana inn aftur 30 sekúndum síðar án þess að hafa misst stjórn á þotunni. „Þá tók allt að gerast mjög hratt,“ sagði Hall. Flugmennirnir færðu flapana og raufungana út aftur til að undirbúa nauðlendingu og fjórum sekúndum síðar tók nef þotunnar að snúast nið- ur og halli varð um 70 gráður. Hár hvellur heyrðist, þotan snerist á hvolf og hrapaði að lok- um 17.900 fet (5.400 m) á einni mínútu. 88 manns voru í þotunni og talið er að allir hafi dáið samstundis. „Höggið var svo kröftugt að ólíklegt er að nokkur hafi haldið meðvitund eða þjáðst eftir að þotan skall í sjóinn," sagði Ron O’Halloran læknir, sem tekur þátt í rannsókn- inni. Þótt ratsjárupplýsingar bendi til þess að einn eða fleiri hlutar þotunnar hafí brotnað af henni er ekki vitað hvort það hafi verið orsök eða af- leiðing hrapsins. Tveir hlutar hæðarstýris- kambsins hafa fundist í flaki þotunnar en ekki er vitað hvort hann sé þar allur. Konum verði hleypt í glímu hringinn Tokýd. AFP. FYRSTA konan sem kjörin hefur verið fylkisstjóri í Japan hefur nú farið þess á leit við sumo-glímumenn að alda- gömlu banni, sem kveður á um að engar konur megi stíga í glímuhringinn, verði aflétt. Fusae Ota hefur komið hinu hefðum hlaðna súmóglímu- sambandi í klípu. Konum hefur alltaf verið bannaður aðgangur að hringnum, en hefð er fyrir að fylkisstjóri Osaka afhendi sigurvegara fylkiskeppninnar verðlaunin í hringnum. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem fylkisstjóri Osaka er kona. Svipaðri beiðni var synjað 1990, þegar kona sem gegndi stöðu ráðherra vildi afhenda bikar forsætisráðherraem- bættisins í glímuhringnum. Ota sagðist þó vona að margt hefði breyst sl. tíu ár. Ákvörð- un sambands súmóglímu- manna liggur enn ekki fyrir, en þeir hafa látið hafa eftir sér að þeir vilji virða gamlar hefð- ir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.