Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Fenger opnar netverslun H. Fenger ehf. hefur opnað verslun á Netinu, veffangið er www.fenger.is. Kvenfatnaður af öllum gerðum í stærðum 34-60 er þar til sýnis og sölu og á næstu vikum verða þar einnig sérdeildir með sjálfsvamarbúnað og gjafavörur. Viðskiptavinum er gefinn kostur á að panta og greiða fyrir vöruna á Net- inu og/eða hafa samband við sölu- menn í síma. Ef viðskiptavinurinn hefur hug á að fá að máta flík þá eru sölumenn ætíð við símann og auðvelt að koma því við. Þegar komið er inn á heimasíðu www.fenger.is þá svífa inn á skjáinn mismunandi valmöguieikar. Ef smellt er t.d. á dragtir þá kemur upp síða með myndum af drögtum ásamt upplýsingum um merki, gerð, stærðir, liti, efni, verð o.s.frv. Alltaf eru einhverjar flíkur á út- sölu. H. Fenger ehf. rekur www.feng- er.is, sem er með aðsetur í Reykjavík. Verðkönnun NS og verkalýðsfálaganna á Akureyri, Dalvík og Húsavík Morgunblaðið/Þorkell í könnun NS og verkalýðsfélaganna vekur athygli að verðmunur er hjá sömu verslunum sem reknar eru fyrir norðan og sunnan. Nettó með lægsta verðið Hlutfallslegur verðmunur milli verslana á Norðurlandi 27. janúar VERSLANIR LÆGRAVERÐ HÆRRAVERÐ Nettó, Akureyri -11,2% Hagkaup, Akureyri Úrval, Hrisalundi, Akureyri Úrval, Húsavík Hraðkaup, Kaupangi, Akureyri Strax, Dalvík Strax, Byggðavegi Strax, Húsavík Meðalverð úr öllum verslunum, er sett sem 0% □ +2,2% +4,6% H +5>1% +5,6% Verðbreytingar í verslunum á Akureyri 19. nóvember til 27. janúar VERSLANIR LÆGRAVERÐ HÆRRAVERÐ KEA, Nettó Hraðkaup Hagkaup -0,9% -0,7% +1,5% E-vítamín er öflug vörn fyrír frumur líkamans Éh náttúrulegal eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Verð í Nettó á Akureyri hefur lækkað um 0,9% frá því könnun var gerð þar í nóvember sl. og þar er vöruverð lægst ef miðað er við þá staði þar sem verðkönnun var framkvæmd fyrir norðan, á Akur- eyri, Dalvík og Húsavík. Þetta kemur fram í könnun sem Neyt- endasamtökin gerðu í samvinnu við verkalýðsfélögin á Akureyri, Dal- vík og Húsavík 24. janúar sl. Verðbreytingar voru athugaðar í Nettó, Hagkaupi og Hraðkaupi. Hafði verð lækkað hjá Hraðkaupi um 0,7% en verð í Hagkaupi hækk- aði um 1,5% milli kannana. Verð ekki það saman fyrir norðan og sunnan Að sögn Úlfhildar Rögnvalds- dóttur starfsmanns Neytendasam- takanna á Akureyri vekur athygli að munur er á verði hjá sömu versl- unum sem reknar eru fyrir norðan og sunnan. „Könnunin var borin saman við könnunina sem fram- kvæmd var á höfuðborgarsvæðinu sama dag og er 1,4% munur á verði í Nettó á Akureyri og í Reykjavík. Þá er 1,5% munur á verði í Hag- kaupi í Reykjavík og á Akureyri. Strax á Dalvík er með 1,5% lægra verð en verslunin með sama nafni í ./HLTEIDO I am your slcin's strength. Rely on me. www.shiseido.com Heimskynning á nýrri byltingarkenndri kremlínu frá J~H\SE\DO í dag fimmtudag og föstudag frá kl. 13.00. /Hl/T-ic TlwSfcim am The Skincare. Laugavegi 80, sími 561 1330 Reykjavík, sem er með hæsta verðið af fjórum Strax-verslunum í könnuninni.“ Meinað að gera verðkönnun Úlfhildur segir að verð hafi verið kannað hjá átta verslunum, fimm á Akureyri, einni á Dalvík og tveim- ur á Húsavík. Þá bendir hún á að hjá versluninni Búrfelli á Húsavík hafi ekki fengist leyfi til að fram- kvæma verðkönnun. Hún segir að um beinan verð- samanburð sé að ræða og ekki sé lagt mat á þjónustustig, sem er mismunandi. *Sr Da|vík ,»Húsavík ©Akureyrii. 0 Reykjavík../ / Verðmunur milli verslana í Reykjavík og á Norðuriandi 27. janúar +89,6% +91,0% +96,3% +97,8% +105,5% +106,1 % +106,8% +107,0% >. £ 3 X < £ ð 2 o cc £ > (U oc I i £ > Q > £ 3 X < £ > s >3 x NETTÓ HAGKAUP STRAX Spurt og svarað um skattamál Er kostnaður við tómstundanám barna eins og pianónám, mynd- listarnám og íþróttir frádráttar- bært til skatts? Svar: „Heimild til lækkunar fer eftir aldri barnsins. Það er engin heimild til frádráttar eða til að veita ívilnun vegna náms barna sem eru yngri en 16 ára. Sé bamið orðið 16 ára er heimilt að veita ívilnun vegna menntunar- kostnaðar. Hér er fýrst og fremst átt við böm á aldrinum 16-21 árs sem stunda nám í framhaldsskólum. Nám í tónlistar- eða myndlistaskóla getur fallið þar undir. Hins vegar er ekki heimilt að veita ívilnun vegna kostnaðar sem hlýst af því að bömin taka þátt í íþróttum. Við ákvörðun á lækkun er tekið mið af tekjum barnsins. Hámarks- ívilnun í framtali 2000 er kr. 158.668. Frá þeirri fjárhæð dregst 1/3 af tekjum bamsins á árinu 1999. Mis- munur er lækkun á tekjuskatts- stofni sem skiptist á milli framfær- enda barnsins." Hvað telst eðlilegt að verktakar sem vinna skrifstofuvinnu heima reikni sér háan kostnað vegna hús- næðiskostnaðar? Svar: „Almennt verður að telja að rekstur íbúðarhúsnæðis hljóti að teljast persónulegur kostnaður sem ekki geti komið til frádráttar rekstr- artekjum þótt verktaki að einhverju leyti noti aðstöðu þar vegna verk- takastarfseminnar, enda sé litið svo á að það hafi ekki sérstakan kostn- aðarauka í för með sér. Ef aftur á móti er nauðsynlegt að leggja í sérstakan kostnað vegna rekstraraðstöðu á heimili, og sá kostnaður er eingöngu tilkominn vegna starfseminnar getur sá kostn- aður verið frádráttarbær. Þá er gengið út frá því að ekki sé jafn- framt um persónuleg not af þeim hluta húsnæðisins að ræða.“ Hvað má llða langur tími frá kaupum hlutabréfa þangað til selja má þau á ný án þess að skerða skattaafsláttinn? Svar: „Þeir sem keypt hafa hluta- bréf 1998 og síðar og hafa notið frá- dráttar vegna þeirra kaupa þurfa að eiga hlutabréfin yfir fimm áramót. Kostnaður við íþróttir barna ekki frá- dráttarbær Þeir sem keyptu hlutabréf 1997 og fyrr og nutu frádráttar vegna þeirra þurfa þó ekki að eiga hluta- bréfin lengur en í full þrjú ár eins og áskilið var samkvæmt eldri lögum. Séu bréfin seld innan framan- greindra tímamarka og ekki keypt önnur hlutabréf á sama ári eigi síðar en 30 dögum eftir söluna, færist nýttur frádráttur til tekna á söluári hlutabréfanna." Fjárfest var í erlendum hluta- bréfasjóði til 10 ára. Með timanum á sjóðurinn að verða eign afkom- enda. Borgar sig að hafa sjóðinn á nafni einstaklings eða gera hann að einkahlutafélagi, þ.e. skattalega séð? Svar: „Ef um er að ræða einstakl- ing sem ekki hefur með höndum at- vinnurekstur gerir hann grein fyrir þessari eign og arði af henni á sínu skattframtali. Gangi eignin til erf- ingja að honum látnum, eða sem fyr- irframgreiddur arfur, þá greiða erf- ingjarnir erfðafjárskatt af andvirði eignarinnar. Sé eignin færð til ann- arra án þess að um arf sé að ræða er eignin skattlögð hjá þeim sem gjöf. Það að stofna einkahlutafélag í þeim eina tilgangi að koma í veg fyr- ir eðlilega skattlagningu er vandséð að geti gengið og hafa þegar fallið dómar í þá veru.“ Ef sjóður fyrir bágstadda er stofnaður, verður hann skattlagð- ur? Svar: „Félög, sjóðir eða stofnanir sem ekki reka atvinnu og eingöngu eru rekin í hugsjónatilgangi eru undanþegin því að greiða tekjuskatt og eignarskatt, enda verji þau öllum hagnaði sínum einungis til almenn- ingsheilla og hafi það að einasta markmiði samkvæmt samþykktum sínum. Hagnaði telst þvi aðeins var- ið til almenningsheilla að hann gagnist ótilteknum fjölda manna. Þessum aðilum ber þó að greiða 10% skatt af fjármagnstekjum. Með fjármagnstekjum er hér átt við sölu- hagnað hlutabréfa, arð og vaxtatekj- ur. Með vaxtatekjum er átt við vexti, verðbætur, afföll og gengishagnað." Roskin hjón eiga eignir sfnar skuldlausar, einbýlishús, sumarhús og fleira og eru með þó nokkuð af Qármunum sem þau ráðstafa í hlutabréfakaup. Með hvaða ráðum geta þau lækkað eignarskatta ? Svar: „Hlutabréfaeign er eignar- skattsfrjáls að því marki sem hún er umfram skuldir, þó að hámarki kr. 1.291.611 hjá einhleypingi og kr. 2.583.222 hjá hjónum. Sé hlutabréfa- eign umfram þetta hámark þá kem- ur til álagningar eignarskatts á um- framfjárhæðina. Þá er rétt að geta þess að hlutabréf eru talin fram á nafnverði en ekki á markaðsvirði og getur það haft sín áhrif á eignar- skattsálagninguna. Bankainnstæður eru eignar- skattsfrjálsar að því marki sem þær eru umfram skuldir. Verðbréf útgefin af ríkissjóði og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða sem eingöngu eru myndaðir af verð- bréfum sem gefin eru út af ríkissjóði eru eignarskattsfrjáls upp að kr. 2.000.000 hjá einstaklingi og kr. 4.000.000 hjá hjónum. Það sem þar er umfram er eignarskattsfrjálst að því marki sem það er umfram skuld- ir. Þar sem í þessu dæmi eru hjónin skuldlaus þá kæmu hvorki banka- innstæðurnar né ríkisverðbréfin til eignarskattsálagningar. “ Er viðhald húseigna frádráttar- bært til skatts? Svar: „Viðhald fasteigna er ekki frádráttarbært á framtali einstakl- inga.“ • Á næstum vikum geta lesend- ur komið með fyrirspurnir varð- andi skattskýrslugerð, en frestur til að skila skattframtali er 28. febrúar næstkomandi. Spurning- um lesenda verður svarað hér d neytendasíðu ogþað erHrefna Einarsdóttir starfsmaður hjá ríkisskattstjóra sem svarar fyrir- spurnum lesenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.