Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 13 FRÉTTIR Kynning á nýjungum fyr- ir fatlaða og aldraða ÞRETTÁN hagsmunasamtök og stofnanir standa að sýningunni Lið- sinni í Perlunni dagana 11.-13. febr- úar. Kynntar verða nýjungar í upp- lýsingatækni og umhverfisstjórnun fyrir fatlaða og aldraða. Samhliða verður efnt til ráðstefnu á laugardag undir heitinu, Liðsinni - ný tækni - allra aðgengi. „Sýningin og ráðstefn- an er fyrir alla en ekki eingöngu fatl- aða,“ sagði Friðrik Sigurðsson, for- maður sýningarnefndar, og minnti á að hljóðbókin sem ætluð var fötluð- um væri nú almennings eign. „Það má segja að lati nútímamað- urinn sé að finna upp ýmis þægindi svo hann þurfi að heyfa sig og hugsa sem minnst og það kemur þeim sem eiga í erfiðleikum með annaðhvort eða hvort tveggja að góðum notum.“ „Þetta verða hjálpartæki íyrir þá. Við teljum nauðsynlegt að vekja at- hygli á þeim þvi til þess að geta nýtt hutina verða menn að vita af þeim.“ Sýndar verða ýmsar tölvunýjung- ar, forrit og nýjungar í bankaþjón- ustu með heyrnarlausa í huga auk þess sem athygli verður vakin á þeim möguleikum sem Netið býður fötluð- Morgunblaðið/Þorkell Bragi Sveinsson sýnir hvernig hlaupabraut í lofti nýtist hreyfi- hömluðum. Búnaðurinn er í end- urhæfingaríbúð Sjálfsbjargar. um. „Hann hefur ef til vill átt í erfið- leikum með að fara um en getur nú t.d. sinnt bankaerindum og innkaup- um heima hjá sér. Þá má nefna ann- an búnað eins og fjarstýringar sem stjórna hurðum, gluggatjöldum og opna og loka gluggum." A ráðstefnunni verða kynntar nýj- ungar og að auki skipulag norrænn- ar samvinnu og er von á fyrirlesur- um frá Norðurlöndum og Banda- ríkjunum. „Það er gaman að heyra af framtíðinni,“ sagði Friðrik. „Til dæmis um þetta vitræna eldhús, sem er manni fjarlægt og notagildið ekki augljóst en vera má að fyrir ákveð- inn hóp fatlaðra skapi svona fram- farir möguleika á sjálfstæðara lífi.“ Meðal gesta á ráðstefnunni er Karl Guðmundsson nemi í Lundarskóla á Akureyri, en hann stjómar tölvumús með augunum. Þá verður fjallað um siðfræði tækninnar. „Það er eins með þessa tækni og aðra hún getur verið tví- eggja og getur ef ekki er rétt með farið snúist upp í andhverfu sína,“ sagði hann. „Við viljum því vekja at- hygli á því að samfélag sem byggist á þvi að fatlaðir fái alla sína þjónustu í gegnum vélar er ekki það sem við viljum. Mannleg samskipti skulu einnig í heiðri höfð.“ Morgunblaðið/Ami Sæberg Hjörleifur Stefánsson minjastjóri (í pontu) kynnti hugbúnaðinn ásamt Frosta Jóhannssyni, verkefnisstjóra Sarps, og Guðnýju Gerði Gunnars- dóttur safnstjóra. Sarpur tekinn í notkun ÞJÓÐMINJASAFN Islands tók í vikunni formlega í notkun fyrstu út- gáfu upplýsingakerfisins Sarps. Hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit af- henti Þór Magnússyni þjóðminja- verði fyrstu útgáfu forritsins, Sarp 1.0, og að því loknu ræsti mennta- málaráðherra Bjöm Bjamason kerf- ið. Þjóðminjasafnið hefur, í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf. og Bjama Júlíusson tölvuráðgjafa, unnið að þróun Sarps undanfarin misseri. Sarpur er alhliða tölvuskrán- ingarkerfi og í honum em nú átta að- alskrár: munaskrá, myndaskrá, þjóð- háttaskrá, fornleifaskrá, húsaskrá, jarðfundaskrá, Idrkjuminjaskrá og ömefnaskrá, en Ömefnastofnun hef- ur óskað eftir aðgangi að forritinu. Ætlun Þjóðminjasafnsins er að bjóða öðram minja- og myndasöfn- um, stofnunum og fyrirtækjum sem skrá og varðveita hliðstætt menning- arsögulegt efni og Þjóðminjasafnið, aðgang að Sarpi og freista þess þann- ig að samræma skráningu sambæri- legra heimilda á landsvísu. Verð 1.588.000 kr. Það er eitthvað meira við égane Break Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Mégane Break Grand Comfort Break hefur nú aukið forskotið. Hann státar ekki aðeins af meiri öryggis- og þægindabúnaði og stærra farangursrými en aðrir skutbílar í sama flokki heldur fæst nú í sérstakri Grand Comfort útgáfu; enn betur búinn. Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bíl. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.