Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 13 FRÉTTIR Kynning á nýjungum fyr- ir fatlaða og aldraða ÞRETTÁN hagsmunasamtök og stofnanir standa að sýningunni Lið- sinni í Perlunni dagana 11.-13. febr- úar. Kynntar verða nýjungar í upp- lýsingatækni og umhverfisstjórnun fyrir fatlaða og aldraða. Samhliða verður efnt til ráðstefnu á laugardag undir heitinu, Liðsinni - ný tækni - allra aðgengi. „Sýningin og ráðstefn- an er fyrir alla en ekki eingöngu fatl- aða,“ sagði Friðrik Sigurðsson, for- maður sýningarnefndar, og minnti á að hljóðbókin sem ætluð var fötluð- um væri nú almennings eign. „Það má segja að lati nútímamað- urinn sé að finna upp ýmis þægindi svo hann þurfi að heyfa sig og hugsa sem minnst og það kemur þeim sem eiga í erfiðleikum með annaðhvort eða hvort tveggja að góðum notum.“ „Þetta verða hjálpartæki íyrir þá. Við teljum nauðsynlegt að vekja at- hygli á þeim þvi til þess að geta nýtt hutina verða menn að vita af þeim.“ Sýndar verða ýmsar tölvunýjung- ar, forrit og nýjungar í bankaþjón- ustu með heyrnarlausa í huga auk þess sem athygli verður vakin á þeim möguleikum sem Netið býður fötluð- Morgunblaðið/Þorkell Bragi Sveinsson sýnir hvernig hlaupabraut í lofti nýtist hreyfi- hömluðum. Búnaðurinn er í end- urhæfingaríbúð Sjálfsbjargar. um. „Hann hefur ef til vill átt í erfið- leikum með að fara um en getur nú t.d. sinnt bankaerindum og innkaup- um heima hjá sér. Þá má nefna ann- an búnað eins og fjarstýringar sem stjórna hurðum, gluggatjöldum og opna og loka gluggum." A ráðstefnunni verða kynntar nýj- ungar og að auki skipulag norrænn- ar samvinnu og er von á fyrirlesur- um frá Norðurlöndum og Banda- ríkjunum. „Það er gaman að heyra af framtíðinni,“ sagði Friðrik. „Til dæmis um þetta vitræna eldhús, sem er manni fjarlægt og notagildið ekki augljóst en vera má að fyrir ákveð- inn hóp fatlaðra skapi svona fram- farir möguleika á sjálfstæðara lífi.“ Meðal gesta á ráðstefnunni er Karl Guðmundsson nemi í Lundarskóla á Akureyri, en hann stjómar tölvumús með augunum. Þá verður fjallað um siðfræði tækninnar. „Það er eins með þessa tækni og aðra hún getur verið tví- eggja og getur ef ekki er rétt með farið snúist upp í andhverfu sína,“ sagði hann. „Við viljum því vekja at- hygli á því að samfélag sem byggist á þvi að fatlaðir fái alla sína þjónustu í gegnum vélar er ekki það sem við viljum. Mannleg samskipti skulu einnig í heiðri höfð.“ Morgunblaðið/Ami Sæberg Hjörleifur Stefánsson minjastjóri (í pontu) kynnti hugbúnaðinn ásamt Frosta Jóhannssyni, verkefnisstjóra Sarps, og Guðnýju Gerði Gunnars- dóttur safnstjóra. Sarpur tekinn í notkun ÞJÓÐMINJASAFN Islands tók í vikunni formlega í notkun fyrstu út- gáfu upplýsingakerfisins Sarps. Hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit af- henti Þór Magnússyni þjóðminja- verði fyrstu útgáfu forritsins, Sarp 1.0, og að því loknu ræsti mennta- málaráðherra Bjöm Bjamason kerf- ið. Þjóðminjasafnið hefur, í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf. og Bjama Júlíusson tölvuráðgjafa, unnið að þróun Sarps undanfarin misseri. Sarpur er alhliða tölvuskrán- ingarkerfi og í honum em nú átta að- alskrár: munaskrá, myndaskrá, þjóð- háttaskrá, fornleifaskrá, húsaskrá, jarðfundaskrá, Idrkjuminjaskrá og ömefnaskrá, en Ömefnastofnun hef- ur óskað eftir aðgangi að forritinu. Ætlun Þjóðminjasafnsins er að bjóða öðram minja- og myndasöfn- um, stofnunum og fyrirtækjum sem skrá og varðveita hliðstætt menning- arsögulegt efni og Þjóðminjasafnið, aðgang að Sarpi og freista þess þann- ig að samræma skráningu sambæri- legra heimilda á landsvísu. Verð 1.588.000 kr. Það er eitthvað meira við égane Break Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Mégane Break Grand Comfort Break hefur nú aukið forskotið. Hann státar ekki aðeins af meiri öryggis- og þægindabúnaði og stærra farangursrými en aðrir skutbílar í sama flokki heldur fæst nú í sérstakri Grand Comfort útgáfu; enn betur búinn. Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bíl. RENAULT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.