Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 34. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lögregla telur engan lengur um borð í afgönsku þotunni sem gæti flogið henni Orðrómur um fjöldaum- um pólitískt Flugræningjarnir hafa ekki sett fram neinar pólitískar kröfur Stansted. Reuters, AP, AFP. TALSMENN brezku lögreglunnar greindu frá því í gærkvöldi, að samningaviðræður við flugræningj- ana um borð í afgönsku farþegaþot- unni á Stansted-flugvelli norðan við Lundúnir gengju vel, en þeir sögð- ust ekki geta staðfest orðróm um að stór hópur þeirra sem um borð væri hefði farið fram á pólitískt hæli í Bretlandi. Fjórir dagar eru nú síðan vélinni var rænt er hún var í innanlands- flugi í Afganistan, en í gær var haft eftir yfirmanni afganska Ariana- flugfélagsins, sem á Boeing 727- þotuna, að stór hópur fólks um borð, bæði flugræningjarnir sjálfir og hluti farþeganna sem taldir eru vera um 150, sæktist eftir að fá hæli í Bretlandi. En talsmenn brezku lögreglunnar sögðu að flugræningj- arnir hefðu ekki sett fram neinar Afsagnar Kochs krafizt Wiesbaden, Berlín. AFP, AP. ÞINGFLOKKAR jafnaðarmanna og græningja á héraðsþingi þýzka sam- bandslandsins Hessen skoruðu í gær á forsætisráð- herrann Roland Koch, sem hefur verið rísandi stjarna í Kristi- lega demókrata- flokknum (CDU), að segja af sér en hann hefur opin- berlega viður- kennt að hafa sagt ósatt í tengslum við fjármála- hneyksli flokksins. Koch lét það uppi á þriðjudag að hann hefði vísvitandi sagt rangt til um hvaðan 1,5 milljónir marka í kosningasjóði flokksdeildar CDU í Hessen væru upprunnar. Hann sagði féð, sem er andvirði 57 milljóna króna, vera gjafafé frá velunnurum flokksins, þrátt fyrir að hann vissi að féð væri komið af leynilegum banka- reikningum í Sviss. Jafnaðarmenn og græningjar á Hessen-þinginu skoruðu í gær enn- fremur á þingmenn frjálsra demó- krata (FDP), sem eru í stjórn sam- bandslandsins ásamt CDU, að styðja kröfuna um afsögn Kochs. Afall fyrir flokkinn Viðurkenning Kochs er nýtt áfall fyrir CDU, en fjármálahneykslið sem skekið hefur flokkinn undan- fama mánuði hefur steypt honum í alvarlega kreppu. En Koch vísaði öll- um kröfum um afsögn á bug. „Hlyp- ist mín kynslóð undan ábyrgð væri mjög illa komið fyrir CDU,“ sagði hann. Koch, sem er fertugur, var rís- andi stjarna í CDU á síðustu stjórn- arárum Helmuts Kohls. Fram að þessu virtist fjármálahneykslið lítið hafa snert hann og innan flokksins bundu allmargir vonir við hann sem vænlegt leiðtogaefni. pólitískar kröfur eða krafizt hælis. „Samningaviðræðumar ganga mjög vel fyrir sig,“ sagði John Broughton, talsmaður lögreglunn- ar. Hann sagði visst traust hafa byggzt upp milli samningamanna lögreglunnar og flugræningjanna. Æsingur vegna flótta flug- mannanna Óvæntur flótti fjögurra manna flugáhafnar þotunnar seint í fyrra- kvöld jók spennuna til muna en samningamönnum tókst að róa flugræningjana í gær. Áhöfninni tókst að flýja með því að klifra út um glugga á flugstjórnarklefanum og láta sig síga niður reipstiga. ÍSRAELAR héldu í gærkvöldi áfram flugskeytaárásum á meinta felustaði skæmliða hizbollah-hreyf- ingarinnar í Líbanon þriðja kvöldið í röð. David Levy, utanríkisráðherra fsraels, varaði í gær við því, að Líb- anon yrði fyrir enn frekari árásum ef hizbollah-skærahðar svöraðu fyrir sig. Salim Hoss, forsætisráðherra Líb- anons, sagði hótanir Levys hluta af skærahernaði ísraela gegn Líbön- um. „Þessar hótanir minna okkur á þær þjóðarútrýmingar sem ein- kenndu nasismann á tímum Hitlers,“ sagði Hoss og kvað einu lausn núver- andi vanda vera þá að ísraelar Flugræningjarnir hrintu fimmta áhafnarmeðlimnum, flugþjóni, út úr vélinni í reiði sinni eftir að þeir uppgötvuðu flótta flugmannanna. Að sögn lögreglunnar er enginn lengur um borð sem fær væri um að fljúga vélinni. Að flugáhöfnin skyldi hafa ákveð- ið að flýja vakti í gær hörð viðbrögð meðal atvinnuflugmanna. A „Orð- rómsvef atvinnuflugmanna" (Prof- essional Pilots Rumour Network), óopinberri alþjóðlegri heimasíðu at- vinnuflugmanna, var ákvörðun af- gönsku flugmannanna fordæmd. „Er ekki ætlazt til þess að skip- stjórinn sökkvi með skipi sínu? Eða er okkur að ástæðulausu borgað drægju herlið sitt burt úr landinu hið fyrsta. Gærdagurinn var ellefti dagurinn 1 röð sem Israelar stóðu fyrir árásum á Líbanon og hafa þær verið for- dæmdar af arabaríkjunum. Auk þess er á alþjóðavettvangi óttast að ár- ásimar kunni að hafa dregið úr möguleika á áframhaldandi friðar- viðræðum ísraela og Sýrlendinga. Bandaríkjastjórn segir þó skæraliða hizbollah ábyrga fyrir ofbeldinu og var haft eftir Bill Clinton Banda- ríkjaforseta að hann ynni nú hörðum höndum að því að koma á friðarvið- ræðum að nýju. Árásimar sýna hverjar „raun- fyrir að hljóta þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum?" vom spurn- ingar sem lesa mátti á heimasíð- unni. Að sögn afganskrar fréttastofu í Pakistan, AIP, segir Mullah Hami- dullah, yfirmaður Ariana-flugfé- lagsins, að líklega séu flugræningj- arnir í félagi við hluta farþeganna og vilji sá hópur fá pólitískt hæli í Bretlandi. Segir Hamidullah, með tilvísun í frásögn flugþjóns sem slapp frá borði í Tashkent, að í kringum 40 manna hópur - karlar, konur og börn - kunni að vera með í ráðum um að sækjast eftir hæli. Flugræningjarnir, sem eru vopnað- ir handsprengjum og skammbyss- um, era taldir vera sex til tíu tals- ins. Flugvélin er umkringd brezkum sérsveitarmönnum. veralegar ætlanir ísraela með frið- arviðræðunum eru“, sagði í yfirlýs- ingu frá Jórdaníustjóm í gær. Israelar skutu 12 flugskeytum að þremur stöðum í gærdag. Þeim var beint að meintum dvalarstöðum hizbollah-skæraliða í Jabal al Daher, utan við bæinn Nabaiyeh. ísraelar staðfestu loftárásirnar sem þeir sögðu svar við eldflauga- áras hizbollah á ísraelska herstöð á hernumdu svæði við Azziyeh. Ekki var vitað hvort einhverjir hefðu særst eða farist í árásunum, en seint í gærdag skutu Israelar tveim- ur flugskeytum til viðbótar að hizbollah-búðum í Wadi al-Hojar. Allt gert til að stöðva tölvu- þrjótana New York, Washington. AP, AFP. JANET Reno, dómsmálaráðheiTa Bandaríkjanna, sagði í gær að bandarísk lögregluyfiivöl d myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að ráða niður- lögum tölvu- þijóta, sem staðið hafa fyrir skemmdar- verkaárásum á þekkt vefsetur að undanfömu. Sagði Reno óljóst hvað vakti fyrir tölvuþijótun- um, en markmið þeirra virtist vera að trufla lögmæta viðskiptastarf- semi á Netinu. Ronald Dick, sérfræðingur hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI í öryggismálum á Netinu, sagði að tölvuþijótarnir gætu átt yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi og allt að 18 milljóna króna sekt. Tölvuþijótum tókst að lama vef- síður fjögurra kunnra vefsetra á þriðjudag, daginn eftir sams konar ái’ás á vefsetrið Yahoo. Er engu lík- ara en um hafi verið að ræða saman- tekin ráð einhvers hóps manna en fyrirtækin sem nú síðast urðu fyrir barðinu áþeim voru Amazon.com, eBay.com, Buy.com og CNN.com. Árásin fólst í því að senda gífur- lega mikið af marklausum upp- lýsingum inn á netþjónana, sem réðu ekki við allt í einu með þeim afleið- ingum, að aðrir eða venjulegir við- skiptavinir komust yfirleitt ekki að. Þessi mál eru nú til rannsóknar hjá FBI, bandarísku alríkislögregl- unni, en ekki er enn vitað hvort einn og sami aðilinn hefur staðið að öllum árásunum eða hvort um var að ræða samræmdar aðgerðir nokkurra gegn vefsetrunum. Flest bendir til, að árásimar séu tengdar enda svip- uðum aðferðum beitt í öll skiptin. Tugum eða hundruðum tölva beitt í senn Aðferðin er í stuttu máli sú að „þrælka“ tugi eða hundruð tölva, sem tengdar eru Netinu, og skipa hverri og einni að láta marklausum upplýsingum rigna yfir skotmarkið. Tilgangurinn er ekki sá að komast inn í kerfið sjálft, til dæmis í leit að kortanúmerum, heldur aðeins að lama netþjóninn. „Þrælkunin" felst í því að bijótast inn í vefþjóna, sem ekki hafa verið tryggilega varðir, og mata þá á marklausum upp- lýsingum, sem síðan eru samtímis sendar á tiltekið netfang. FBI varaði vefsetrin við í desein- ber sl. er lagt hafði verið hald á hug- búnað sem þarf til árása af þessu tagi en hann er raunar tiltækur hverjum þeim sem kunnáttuna hef- ur. Mjög erfitt getur hins vegar ver- ið að hafa uppi á þrjótunum því að þeir fela sig gjarnan á bak við fölsk netföng. MORGUMBLAÐH) 10. FEBRÚAR 2000 AP Líbanar virða fyrir sér stórskemmda Benz-bifreið nágranna síns í hafnarbænum Tyre í Suður-Líbanon í gær. fsraelskar herþyrlur skutu sprengiflaugum á efstu hæð 11 hæða húss í íbúðahverfi í Tyre í fyrrakvöld. Israelar halda áfram loftárásum á Líbanon Bcirút. AP, Reuters. Janet Reno
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.