Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 15 Oðinn Arnason kjörinn íþróttamaður Þórs KNATTSPYRNUMAÐURINN Óðinn Árnason var valinn íþrótta- maður Þórs 1999 en kjörinu var lýst í hófi í Hamri sl. laugardag. Auk þess sem kunngjört var val á íþróttamanni félagsins voru leik- menn einstakra deilda félagsins út- nefndir. Óðinn var jafnframt útnefndur Ferðafélag Akureyrar Skíðaganga og mynda- sýning FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til skíðagönguferðar á morgun, laugar- daginn 12. febrúar, og verður að þessu sinni farið í Krossstaðadal og verður komið niður að Þelamörk. Verði ófært á þessum slóðum verður farið eitthvað annað. Skráning í ferð- ina er á skrifstofu ferðafélagsins frá kl. 17.30 til 19 í dag, föstudag. Sama dag verður myndasýning í húsakynnum Ferðafélags Akureyr- ar og hefst hún kl. 16. Þórhallur Þor- steinsson frá Ferðafélagi Fljótsdals- héraðs sýnir myndir úr Lónsöræfum og einnig af Víknaslóðum. Ferðafél- ag Akureyrar býður upp á ferð í Lónsöræfí í sumar í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs en það félag býður að auki upp á fjórar ferð- ir þangað. Um er að ræða afar vin- sælar ferðir og er þegar að verða uppselt í nokkrar þeirra. 4 » ♦ knattspyrnumaður Þórs en göngu- garpurinn Haukur Eiríksson er skíðamaður ársins. Magnús Helga- son var útnefndur körfuknattleiks- maður ársins, Arnar Gunnarsson handknattleiksmaður ársins og Bjartur Guðmundsson tae-kwon- domaður ársins. íþróttafólkið fékk að launum veglega verðlaunagripi, auk þess sem íþróttamaður ársins tók við hinum glæsilega farandbikar sem nafnbótinni fylgir. Sem fyrr eru verðlaunin gefin af Ragnari Sverris- syni, kaupmanni í Herradeild JM J. Óðinn Árnason er einn af lykil- mönnunum í knattspyrnuliði félags- ins og hann á að baki 9 unglinga- landsleiki. Á nýliðnu hausti þekktist hann boð danska 1. deildarliðsins F.C. Midtjylland og æfði og lék með liðinu fram að jólum. Liðið, sem er í efsta sæti í 1. deildarkeppninni í DanmörkUj hefur vakið mikla at- hygli og Óðinn hefur staðið fyrir sínu. Hann hélt á ný til Danmerkur í gær og mun leika með danska liðinu fram á vor, er hann mætir í slaginn með félögum sínum í Þór. Morgunblaðið/Kristján Óðinn Ámason, íþróttamaður Þórs 1999, lengst til vinstri, Amar Gunn- arsson, handknattleiksmaður ársins, Víkingur Hauksson, sem tók við verðlaunum foður síns, Hauks Eiríkssonar, en hann var að keppa í skíðagöngu á ísafirði, Drífa Pétursdóttir, sem tók við verðlaunum sonar síns, Magnúsar Helgasonar, sem var að keppa í Reykjavík og Bjartur Guðmundsson, tae-kwon-domaður ársins hjá félaginu. Síðasta sýning á Bless- uðum jólunum GAMANLEIKURINN Blessuð jólin eftir Arnmund Backman var frumsýndur um miðjan desember hjá Leikfélagi Akureyrar. Vegna mikilla anna í leikhúsinu verður sýningin að víkja og síðasta sýning verður föstudaginn 11. febr- úar. Leikarar í Blessuðum jólunum eru: Aðalsteinn Bergdal, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Árni Tryggvason, María Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir, Sigurður Karlsson, Snæbjörn Berg- mann Bragason, Sunna Borg, Vil- hjálmur Bergmann Bragason, Þór- hallur Guðmundsson og Þráinn Karlsson. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Leikmynd og búningar Hlín Gunn- arsdóttir, lýsing Ingvar Bjömsson, hljóðstjórn Kristján Edelstein. -----Hri------ Spurninga- keppni Baldursbrár ÚRSLIT í spurningakeppni Bald- ursbrár ráðast í síðustu keppni vetr- arins á föstudagskvöld, 11. febrúar, en keppni hefst kl. 20.30 í safnaðar- sal Glerárkirkju. Alls hófu 16 lið keppni í október síðastliðnum og eru nú fjögur lið eft- ir. Þau lið sem keppa á úrslitakvöld- inu eru lið Karlakórs Akureyrar- Geysis og lið Síðuskóla og þá reyna eldri borgarar og starfsmenn RÚVAK með sér. Aðgangur er 500 krónur og gildir sem happdrættismiði. Kaffi og kokt- eill verður selt í hléi en allur ágóði rennur til kaupa á tæki við tölvur sem gerir langveikum börnum kleift að fylgjast með í skólanum sínum. ATvöitT rvminffarsala a golimottum 133x200 6:990,- í' 'rT;;v“Y •• ■ ■ • , ■ : • y' ■ , . - -T '**/*. : , ■ ■ 9 M P; ■’' fíi í ,i>i W ' | % . ■ l .. ■ 120x170 5:490,- 160x230 IftBTflUJ 9:980,- 200x290 iwnfc T5.390,- 30% afsláttur af öllum Berry Tapis gólfmottum á meðan birgðir endast. Ofangreindar mottur eru einnig til í öðrum stærðum. Skráðu þig í vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.