Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Frá brautskráningu fyrstu hjúkrunarfræðinganna með meistaragráðu, í fremstu röð eru þrír þeirra, þeir sem búsettir eru á Akureyri, Sigfríður Inga Karlsdóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir og Dóróthea Bergs, í næstu röð eru Árún Sigurðardóttir, starfandi forstöðumaður heilbrigðisdeildar, og Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri, og í öftustu röð eru Bob Price, yfirmaður meistaranáms við Royal College of Nursing Institute, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Liz Clark, sem stjómar fjarnámi við RCNI við Manchester-háskóla. Meistaragráðunám í hjúkrunarfræði við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og RCNI við Manchester-háskola Reynslan eykur trú á gildi fjarnáms inga eða annarra sérfræðinga eftir þörfum." Auka þarf samfélagsþjónustu En hvaða framtíðarsýn sjá þau Þórhalla og Engilbert fyrir sér - á hvað myndu þau leggja áherslu ef þau yrðu heilbrigðisráðherra í einn mánuð eða eitt ár? „Ég sé fyrir mér að auka þarf samfélagsþjónustu við geðsjúka í samvinnu við heilsugæsluna," segir Þórhalla. „Það þurfa ekki allir geð- sjúklingar að leggjast á sjúkrahús og margan vanda þeirra má leysa með öðrum hætti. Til þess að svo megi verða þarf að koma til samfé- lagsþjónusta, sjúkrahústengd geð- hjúkrun og heimaþjónusta þar sem hjúkrunarfræðingar og aðrir sér- fræðingar svo sem félagsráðgjafar myndu sjá um vitjanir í heimahús og aðra þá þjónustu sem viðkomandi þarf á að halda.“ Engilbert segir að flétta þurfi bet- ur saman félagsþjónustu og geðheil- brigðisþjónustu. „Hér er þetta of að- greint en víða erlendis fléttast mjög náið saman heilbrigðis- og félags- þjónusta við aldraða og geðsjúka. Við þurfum líka að sinna þeim van- greinda og lítt meðhöndlaða hópi fólks sem kemur til lækna endurtek- ið vegna líkamlegra einkenna sem engar líkamlegar skýringar finnast á. Þetta nefnum við sállíkamleg ein- kenni og er þarna um mun stærri hóp að ræða en flestir gera sér grein fyrir. Við þurfum líka að sinna betur þeim fjölmörgu sem eiga við át- raskanir að stríða og þannig mætti áfram telja. Ég vil þó leggja áherslu á mikilvægi þess að þjónustan sé sem mest samfelld og allt gert til að boðskipti verði sem einföldust og greiðust milli þeirra sem henni sinna. Hér vantar betra fyrirkomulag til að tryggja að langveikum sjúkling- um, t.d. sumum geðklofasjúklingum, sé fylgt nægilega vel eftir. Það er ekki nóg að segja þeim að koma reglulega, það getur hreinlega þurft að heimsækja þá suma hverja, því að þeir geta einfaldlega átt mjög erfitt með að skipuleggja daginn og kom- ast á milli staða til að mæta á göngu- deild á tilsettum tíma. Þama kæmi aukin samfélagsþjónusta sér vel.“ Iðjuþjálfun mikil- vægur þáttur Iðjuþjálfun er snar þáttur í starf- semi bráðageðdeildarinnar og þar eru jafnan sex til átta sjúklingar í þjálfijn á degi hveijum auk þess sem öllum sjúklingum á deildinni er boðið upp á frjálsa tíma þar þrisvar í viku. „Hlutverk okkar er að þjálfa þá sem eru hér til meðferðar til að tak- ast aftur á við ýmis venjuleg og dag- leg störf,“ segir Annetta Ingimund- ardóttir yfiriðjuþjálfi. Hún segir að þeir sem hafi átt við erfiða geðsjúk- dóma að stríða mikli oft fyrir sér ein- foldustu hluti og ráði hreinlega ekki við að skoða póstinn, greiða reikn- inga eða annast heimilisstörf og því þurfi oft að skoða aðstæður þeirra heima fyrir. Taki þjálfunin mið af því að koma mönnum aftur til að sinna þessum daglegu störfum. „Ef fólk hefur verið lengi veikt áð- ur en það kemur í meðferð getur heimilið hreinlega verið í rúst og þess vegna er mikilvægt að við skoð- um vanda sjúklinga út frá því og vinnum saman að lausn. Iðulega fá- um við einnig félagsráðgjafa til að taka að sér þætti er varða fjármál eða annað sem lagfæra þarf. Það reynist sjúklingum oft erfitt að koma heim aftur eftir meðferð og taka upp fyrri hlutverk sín sem eiginmaður eða eiginkona en þjálfun okkar mið- ar að því að koma sjúklingnum til að standa á eigin fótum á ný,“ segir Annetta ennfremur. Rúmum fækkað Varla er unnt að skilja við umfjöll- un um geðsviðið án þess að spyija þau Engilbert og Þórhöllu hvaða áhrif fækkun rúma á deildinni kunni að hafa á starfsemi hennar og raunar komu áhyggjur þeirra vegna fækk- unarinnar oft fram í samtalinu. „Hér við deildina hefur verið á sl. árum mikil uppbygging, hér starfa meðal annars sjúkraþjálfarar, sjúkraliðar og sérhæft starfsfólk við umönnun. Einnig er hér við deildina starfandi fræðslustjóri sem sér um fræðslu fyrir sjúklinga, starfsmenn og ekki síst, þar sem mest er þörfin, fræðslu fyrir aðstandendur," segir Þórhalla. „Það verður þrengt verulega að húsnæði deildarinnar. Til dæmis verður að færa iðjuþjálfunina, sem nú hefur sérstaka aðstöðu, inn á gang deildarinnar. Einnig þarf að finna læknum, sálfræðingum og fé- lagsráðgjöfum nýja aðstöðu þar sem herbergi þeirra á gangi B-2 verða nýtt fyrir taugasjúkdómadeildina sem flyst frá Grensásdeild í aðal- byggingu SHR. Ef þjónustan minnkar hér verða sjúklingar sem hefur verið fylgt eftir um árabil að fara annað og allt slíkt er mjög erfitt fyrir þá sem glíma við langvinna og alvarlega geðsjúk- dóma. Því var mjög gott að heyra þann eindregna vilja heilbrigðisráð- herra í umræðum á Alþingi 22. febr- úar að hún ætli ekki að standa fyrir skerðingu á þjónustu við þá sem glíma við geðraskanir. Það er gott að eiga hana að bakhjarli ef þessi sparnaðaráform fara úr böndunum og leiða til erfiðleika hjá geðsjúk- um,“ segir Engilbert. „Sú umræða sem hefur verið í gangi allt frá því að framkvæmda- stjórn SHR kynnti niðurskurðartil- lögur sínar hefur líka þau óbeinu áhrif að starfsfólk getur farið að hugsa sér til hreyfings ef því líst ekki á þróunina hér og það kann ekki góðri lukku að stýra. Nú þegar vant- ar starfsfólk í greinina og við megum ekki við því að tapa fagfólki með áhuga og reynslu í störf utan geð- heilbrigðissviðsins. Launalega er grasið grænna víða annars staðar en í umönnunarstörfum á sjúkrahúsun- um og þvi er gríðarlega þýðingar- mikið að meðferðarumhverfið sé áhugavert og mannsæmandi fyrir sjúklinga og starfsfólk.“ Víða fordómar undir niðri Þórhalla segir að það ætti að vera sjálfsagt að menn leiti hjálpar vegna geðsjúkdóma en fordómar blundi víða undir niðri. „Oft er rætt þannig um geðsjúkdóma að menn reyna að gera lítið úr þeim og sumir teija að geðsjúkdómar séu merki um að líf þeirra sé á einhvem hátt misheppn- að, en staðreyndin er sú að geðsjúk- dómar geta ekki aðeins verið lífs- hættulegir, þeir valda einnig meiri fötlun og lífsgæðamissi en flestir aðrir sjúkdómar samkvæmt nýleg- um rannsóknum Murray og Lopez, sem hafa vakið mikla athygli. Þar kemur m.a. fram að aðeins kran- sæðasjúkdómur mun valda meiri lífsgæðamissi en þunglyndi á fyrri hluta nýrrar aldar. Á síðari árum hafa menn getað losað sig við feimni í umræðunni um áfengis- og vímuefnavandamál, en geðsjúkdómar, eins og þunglyndi, eru ennþá feimnismál hjá mörgum. Það þarf að breytast.“ Engilbert og Þórhalla segja að al- menningsálitið hérlendis í garð geð- sjúkdóma sé að breytast til hins betra með aukinni fræðslu. „Bókin og kvikmyndin um Engla alheimsins hafa haft heilmikið að segja í þessu sambandi og nú síðast líka herferð landlæknis um geðheilbrigðismál,“ segir Engilbert. „Þekking fólks er að aukast og það er ekki eins feimið og áður að tala um geðsjúkdóma. Fyrir áratug eða svo kostaði lyfjafyrirtæki útgáfu á bæklingi, sem Lánis Helgason geð- læknir skrifaði, um þunglyndi og á eftir fylgdu bæklingar um aðrar geðraskanir. Þetta var nauðsynlegt brautryðjendastarf, enda lágu þessir bæklingar víða frammi. Síðar hafa fleiri lyfjafyrirtæki tekið upp svona útgáfu og Geðvernd hefur unnið mikið og gott fræðslustarf. Allt þetta hefur orðið til þess að færa þekkingu á geðsjúkdómum til fólks og er það af hinu góða.“ Að endingu .ítrekuðu starfsmenn geðdeildar SHR mikilvægi sam- felldrar þjónusta fyrir geðsjúka. „Sjúklingar hafa kannski myndað tengsl við ákveðinn geðlækni eða ákveðinn hjúkrunarfræðing, tengsl sem myndast hafa eftir margra ára meðferð, og allt hringl og óstöðug- leiki er mörgum þeirra mjög erfitt," segir Þórhalla. FYRSTU hjúkrunarfræðingarnir sem luku meistaragráðunámi í hjúkrunarfræði við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri í samvinnu við Royal College of Nursing Inst- itute, RCNI, sem er deild innan Ma- nchester-háskóla voru brautskráðir við athöfn í Akureyrakirkju um helgina, en alls luku 6 hjúkrunar- fræðingar þessu námi. Sigríður Halldórsdóttir, próf- essor við Háskólann á Akureyri, hefur séð um námið fyrir hönd há- skólans í samvinnu við Bob Price, yfirmann meistaragráðunáms við RCNI, og Liz Clark, yfirmann fjarnáms við deildina. Hún sagði að námið hefði breytt miklu fyrir hjúkrunarfræðingana sem ella hefðu orðið að flytjast búferlum með fjölskyldum sínum til annars lands með allri þeirri röskun og fjárútlátum sem slíkt krefðist. Einnig sagði hún það mikið gildi hafa að hjúkrunarfræðingarnir gerðu allir rannsóknir sínar á ís- lenskum veruleika. „Þegar fólk stundar nám á er- lendri grund er það oft svo að rann- sóknir þess miðast við það þjóðfélag þar sem nám er stundað og fólk veltir því oft upp hvernig þessu sé háttað á íslandi og leggur jafnvel til að rannsóknin sé endurtekin á ís- landi, sem stundum verður reyndar aldrei, sagði Sigríður, en í þessu til- viki voru rannsóknirnar allar mið- aðar við ísland. Nýjar rannsóknir á íslenskum veruleika Þeir sem útskrifuðust nú voru Christer Magnússon, Kópavogi, sem gerði rannsókn sína um reynslu af bráðum hjartavandamálum, Dór- óthea Bergs, Akureyri, sem gerði rannsókn sem fjallar um konur sem hugsa um eiginmenn með krónískan lungnasjúkdóm og reynslu þeirra af gæðum lífs síns, Guðbjörg Guð- mundsdóttir, Reykjavík, sem gerði fyrirbærafræðilega rannsókn á því hvernig krabbameinssjúklingar upplifa samskipti sín við hjúkrunar- fræðinga, Hólmfríður Kristjáns- dóttir, Akureyri, sem gerði mann- fræðilega rannsókn á menningu á sjúkradeild á dreifbýlissjúkrahúsi á íslandi, Laura Sch. Thorsteinsson, Hafnarfirði, sem gerði rannsókn á gæðum hjúkrunar frá sjónarhóli einstaklinga með langvinna sjúk- dóma og Sigfríður Inga Karlsdóttir, Akureyri, sem gerði rannsókn varð- andi ánægju barnshafandi kvenna með þjónustu ljósmæðra hjá mæðravemd. Sigríður sagðist hafa mikla trú á gildi fjarnáms eftir reynslu sína af þessu námi og segir það hafa verið einstaklega ánægjulegt að sjá nem- endurna vaxa við öll þau margvís- legu verkefni sem þeir hafi orðið að leysa af hendi. Nú hafa þeir fyrstu útskrifast, en annar hópur hóf nám í janúar 1999 og stunda nú 14 hjúkr- unarfræðingar þetta nám. Þeir munu útskrifast á næstu árum og sagði Sigríður það breyta miklu fyr- ir þá þætti hjúkrunarkennslu og -þjónustu þar sem meistaragráðu er krafist. Ráðgert að að taka inn nýj- an hóp í janúar á næsta ári, 2001, væntanlega 10 hjúkrunarfræðinga. Búseta skiptir æ minna máli Sigríður sagði fyrirspurnir hafa komið víða að, m.a. frá hjúkrunar- fræðingum búsettum í Þýskalandi og Belgíu. „Það má segja að með nútímatækni hafi merking hins fornkveðna „að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast" fengið nýja merkingu og breyst í „að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að fræðast“,“ sagði Sigríð- ur, en búseta skipti nú æ minna máli og hefðu hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni sérstaklega verið hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til framhaldsnáms. 1.652 einkamerkí á bfla verið gefin út GEFIN hafa verið út 1.652 einka- merki frá því fyrst var hægt að panta og fá slík merki á bfla í júní 1996. Stöðug aukning hefur verið í útgáfu merkjanna. Fyrsta árið voru gefin út 97 merki og tvö þau fyrstu voru ÍSLAND og RAGNAR. í fyrra voni gefin út 752 merki. Hvert merki kostar 28.750 krón- ur og af þeirri upphæð renna 25.000 krónur til Umferðarráðs en 3.750 krónur er framleiðslukostnaðurinn. Einkamerkishafi á ekki einkamerk- ið heldur er hann leyfishafi í átta ár en eftir þann tíma þarf hann að end- umýja leyfið vilji hann halda því. Einkamerkið fylgir eigandanum og það má aðeins vera á ökutæki sem er skráð á leyfishafann. Selji hann ökutækið verður hann að taka einkamerkið af og setja fastanúm- erið á. Kaupi hann nýtt ökutæki sem hann vill setja einkanúmið á, þarf hann að taka fastanúmerið af nýja ökutækinu og leggja það inn hjá Skráningarstofunni eða næsta skoðunarstöð. Flutningur á merkj- unum kostar 2.700 krónur. Það kennir margra grasa þegar einkamerki eru skoðuð. Meðal merkja sem nú eru í notkun eru ÁST, HROÓS, MOZART, ZZZZZZ svo dæmi séu tekin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.