Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 16

Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristj án Kristján Edelstein, Helga Arnalds, Þórhallur Sigurðsson, Herdís Jónsdóttir, Ingvar Björnsson og Þórarinn Blöndal; hópurinn sem stendur að leikbrúðusýningunni um Gosa. Leikfélag Akureyrar og 10 fíngur Gosi á leik- brúðusýningu ÆFINGAR standa nú yfir á Gosa, sem er leikbrúðusýning eftir hinni sígildu sögu um samnefndan spýtu- strák og ævintýri hans en það er Leikfélag Akureyrar í samvinnu við leikhúsið 10 fíngur sem sér um sýn- inguna. Höfundur sýningarinnar er leik- brúðumeistarinn Helga Amalds. Hún er menntuð í leikbrúðulist bæði í leikhúsháskólanum í Barcelona á Spáni og í Tékklandi og hefur á síð- BÚDARVOGIR • Verðútreikningur kr/kg • 30 verðminni kr/kg • Stór upplýsingaskjár KvnningarverÖ frá kr. 29.700 án vsk. ustu árum rekið eigið brúðuleikhús, 10 fingur. Um er að ræða fullbúna sýningu á sviði og er hún full af leikhúsbrellum og sjónrænu ævintýri. Ljós skipa stóran sess í þessari sýningu og geta áhorfendur búist við að sjá ýmislegt sem þeir hafa ekki áður séð á sviði. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son, leikstjóri við Þjóðleikhúsið og einn reyndasti leikstjóri landsins. Auk Helgu taka þátt í sýningunni tveir aðrir leikarar/leikbrúðustjóm- endur, þau Herdís Jónsdóttir og Þórarinn Blöndal, en fjöldinn allur af leikbrúðum kemur við sögu. Jafnframt sýningunni á Gosa mun Helga bjóða kennurum og öðm starfsfólki leik- og gmnnskóla upp á námskeið um brúðuleikhús. Sýnt verður fyrir leik- og grann- skóla í miðri viku, en um helgar em opnar sýningar. Framsýning verður laugardaginn 4. mars kl. 14. Eldtraustir skjalaskápar á heildsöluverði Umboðs og heildverslun Netfang gagni@centrum.is. Refurinn og Krákur reyna að tæla Gosa. SíÖumúla 13, sími 588 2122 Þdra Hrafnsdottir og synir flutt í íbúð sína sem stdr- skemmdist í eldsvoða fyrir jol Morgunblaðið/Kristján Ágúst Hilmarsson, sölufulltrúi hjá Frigg á Norður- og Austurlandi, Þóra Hrafnsdóttir og Hjörtur Sigurðsson, verslunarstjóri 10-11 á Akureyri, en þeir Agúst og Hilmar afhentu Þóru þvottavél og þurrkara þegar verslunin var opnuð í gær. Allir boðnir og búnir að rétta okk- ur hjálparhönd ÞÓRA Hrafnsdóttir og synir hennar, þeir Guðbjörn og Þor- valdur, eru nýlega flutt inn í íbúð sína við Tjarnarlund á Ak- ureyri en hún stórskemmdist í eldsvoða skömmu fyrir jól. Frá þeim tíma hefur verið unnið hörðum höndum við að koma íbúðinni í samt horf og um síð- ustu helgi flutti fjölskyldan inn. „Menn hafa lagt nótt við dag við lagfæringar enda voru verkefnin næg og nú er allt að komast í samt lag, við erum reyndar enn að taka upp úr kössum en þetta kemur allt,“ sagði Þóra, en hún fékk í gær afhenta þvottavél og þurrkara í verslun 10-11 sem opnuð var í Kaupangi í gærdag. Frigg gaf þvottavél og þvottaduft og fleira en 10-11 gaf þurrkarann. „Það hefur farið ákaflega vel um okkur, en strákarnir mínir eru afskaplega fegnir að vera komnir heim,“ sagði Þóra en hún hefur verið í leiguíbúð og búið hjá móður sinni siðustu vikur. „Það hafa allir verið boðnir og búnir að aðstoða okkur og við erum því þakklát. Eg er svo lánsöm að eiga góða að, við erum átta systkinin og ég hef lítið þurft að leita út fyrir þann hóp. Fólk af landinu öllu hefur lagt okkur lið eftir brunann og við vorum nú síðast að fá sendan fatapakka frá Laugarvatni," sagði Þóra en þá hefur, svo dæmi séu nefnd, Rafiðnaðarsambandið gefíð henni tvær saumavélar þannig að saumaherbergið er komið í lag og bekkjasystkin bræðr- anna í Lundarskóla stóðu fyrir fjársöfnun og afhentu þeim fé svo þeir gætu endurnýjað dótið sitt. „Við erum eiginlega orðlaus yfír því hvað allir eru boðnir og búnir að rétta okkur hjálp- arhönd, fólk er afskaplega al- mennilegt og ég kem varla í verslun hér á Akureyri öðruvísi en mér sé boðinn afsláttur," sagði Þóra. Skúlptúrsýning í Ketilhúsinu NEMENDUR Myndlistaskólans á Akureyri hafa unnið þrívíð verk und- ir handleiðslu Stefáns Jónssonar myndlistamanns. Veridn verða til sýnis í Ketilhúsinu en sýningin var opnuð fyrir helgi, á , föstudaginn 25. febrúar - og stendur hún til 3. mars næstkomandi. Hún er opin daglega þessa daga frá kl. 12-18. Eftirtaldir nemendur era með verk á sýningunni: Anna Katrine, Arnfríður Arnardóttir, Birgir Rafn Friðriksson, Halldóra Helgadóttir, Ingunn St. Svavarsdóttir (Yst), Jó- hanna Björk Benediktsdóttir, Sunna Björg Sigfríðardóttir, Tinna Ingvar- sdóttir og Þrándur Þórarinsson ...fljújíufrekar Bókaðu í síina 570 3030 oj 4(0 7000 Fax 570 3001 • websalesðairiceland.js • www.fluyfelaj.is FLUGFELAG ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.