Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. PEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Aukin verðvernd hjá Elko sf.
Markmiðið að
vera ódýrastir
MIKIL samkeppni er milli raftækja-
verslana á Islandi og keppst er um að
vera með lægsta verðið. Nýjasta
vopn Elko sf. er aukin verðvernd.
Ráðamenn fyrirtækisins hafa ákveð-
ið að auka verðvemd sína úr 100% af
ákveðnum vörum í 110% á öllum vör-
um nema tölvum, farsímum og vör-
um sem seldar em á Netinu. „Við
höfum verið með 100% verðvemd á
flestum vömm frá opnun íyrirtælds-
ins en höfum nú, meðal annars vegna
tveggja ára afmælis okkar, ákveðið
að auka hana í 110%,“ segir Einar
Long, verslunarstjóri Elko. „Það em
vissar vörur undanskildar en við er-
um einnig að þrengja þann hóp. Aður
var verðvemdin á öllum vöram nema
tölvubúnaði, þ.e.a.s. tölvum, hugbún-
aði og prenturam. Hún var ekki á
símum né á vöram til persónulegra
nota eins og hárblásuram og rakvél-
um. Núna er verðvemd á öllum vör-
um nema tölvum, GSM- símum og
vöram á Netinu. Astæður þessa era
miklar og hraðar sveiflur í verði tölva
meðal annars út af verði á örgjörv-
um. Það liggur við að það breytist
daglega. Sömu sögu er að segja af
GSM-símum en það eru oft tilboð í
gangi í tengslum við áskrift hjá Tali
og Landssímanum. Elko selur sím-
ana sér og áskriftina sér. Að lokum er
það Netið, það er ekki hægt að láta
verðvemdina ná til þess því það nær
út um allan heim,“ segir Einar.
Að sögn Einars er verðvemd í
stuttu máli það að ef viðkomandi
kaupir vöra hjá Elko og sér síðan
auglýsta nákvæmlega sömu vöra
ódýrari hjá öðra fyrirtæki innan 30
daga fær hann verðmismuninn og
10% af verði vörannar hjá sam-
keppnisaðilanum endurgreiddan.
„Til að tryggja það að við séum með
lægsta verðið föram við vikulega og
könnum verð samkeppnisaðilanna.
Það er okkar stefna að vera með
lægsta verðið. Auðvitað getur okkur
yfirsést og svo getur einhver sam-
keppnisaðili lækkað verðið án þess að
við vitum. Til þess að verðvemdin
virki verður viðskiptavinurinn auð-
vitað að geta keypt vörana einhvers
staðar annars staðar,“ segir Einar.
Verðverndin
aukim'110%
„Aukin verðvemd þýðir að núna
fær viðskiptavinurinn 10% til viðbót-
ar endurgreitt, það er að segja 10%
af verðinu sem samkeppnisaðilinn
býður. Segjum sem svo að við séum
að selja til dæmis sjónvarp á 100.000
krónur og samkeppnisaðili síðan á
90.000 krónur og þá er 10.000 króna
munur. Þá færðu þessar 10.000 krón-
ur og síðan 9.000 krónur til viðbótar
endurgreitt, samtals 19.000 krónur.
Þetta er auðvitað öryggi fyrir við-
skiptavininn og mikil kjarabót. Elko
er aðili að stærstu raftækjakeðju í
Evrópu, bæði Elkjöp í Noregi og
Dixon í Bretlandi. Samtals era þetta
1.170 verslanir með gríðarleg magn-
kaup. Þetta er ein af ástæðunum fyr-
ir því að við getum skapað þetta lága
verð,“ segir Einar.
Morgunblaðið/Ásdís
Löng röð myndaðist við Elko í gær vegna tilboða og var meðal annars hægt að kaupa eggjasuðutæki og
brauðrist á tvær krónur stykkið.
Morgunblaðið/Ásdís
Einar Long, verslunarstjóri Elko, segir að í tilefni tveggja ára afmælis
Elko hafi nú verið ákveðið að auka verðvernd fyrirtækisins.
Mikil lækkun átt sér
stað undanfarin ár
„Þessi verðvemd sem við bjóðum
upp á er einsdæmi á íslandi. Margir
samkeppnisaðilar era auðvitað með
einhver tilboð í gangi en ekki verð-
vemd. Fyrir utan þessa verðvemd
eram við svo með 30 daga skilafrest.
Það vill gleymast að áður en Elko
kom á markaðinn var verð á raftækj-
um töluvert hæma. Lækkunin í upp-
hafi var mikil og margir héldu að
þetta væ i bara íyrstu dagana til að
gera sig sýnilega á markaðnum. Við
höfum haldið þessu lága verði ótrauð-
ir áfram. Við viljum vera ódýrastir og
eins þegar við eram með tilboð, eram
við ekki með einhver örfá tæki í boði
heldur eigum við nóg til. Það má geta
þess að við verðum með mörg tilboð í
tilefni af tveggja ára afmæli okkar og
má þar nefna vörar á 2 krónur og
eins á 22 krónur," segir Einar.
Hundrað lesgleraugu seld á ema krónu
Lækka
verð og
breyta útliti
„GLERAUGNABÚÐIN í Hagkaup
Skeifunni og í Nýkaup Kringlunni
ætla í dag, þriðjudaginn 29. febr-
úar, að sejja hundrað lesgleraugu,
umgjörð og gler slípuð í á krónu
stykkið en venjulegt verð eru tæp-
ar áttaþúsund krónur," segir
Gunnar Gunnarsson hjá Gler-
augnabúðinni Hagkaup og Ný-
kaup. „Lesgleraugunum verður
skipt á milli búðanna þannig að
fimmtíu lesgleraugu verða seld í
Hagkaup Skeifunni og sama magn
í Nýkaup Kringlunni. Fólk kemur
einfaldlega með sjónmælinga-
vottorð frá augnlækni eða aðrar
upplýsingar um gleraugnastyrk
en það skiptir ekki máli hver
styrkleikinn er. Hægt verður að
velja á milli nokkurra tegunda
umgjarða. Við opnum klukkan tíu
og fyrstir koma, fyrstir fá,“ segir
Gunnar.
„Við verðum með ýmsar nýj-
ungar á næstu mánuðum. Við ætl-
um að bjóða upp á hluti sem þekkj-
ast ekki hérlendis bæði í þjónustu
og verði. Við erum að bjóða sama
verð og þekkist í gleraugnakeðj-
um erlendis. Við höfum unnið mik-
ið með þessum keðjum og kaupum
inn hjá þeim og getum því boðið
lægra verð. Þrátt fyrir þetta verð
þá verðum við með sérstök tilboð
endrum og eins,“ segir Gunnar.
Rekstur búðanna er í höndum
Gunnars og ef vel er skoðað má
finna umgjarðir hannaðar eftir
hann sjálfan. „Við höfum umbylt
búðinni með nýjum innréttingum,
nýjum vörum og nýju útliti,“ segir
Gunnar. „Við erum með breitt
vöruúrval fyrir fólk á öllum aldri.
Gleraugnabúðin einbeitir sér að
því að bjóða lægsta verðið en það
hefur einmitt vantað í gleraugna-
fióru landsins hingað til. Við bjóð-
Morgunblaðið/Þorkell
Rekstur búðanna er í höndum
Gunnars Gunnarssonar.
um upp á viðurkennd merki og
eru allar umgjarðir okkar annað-
hvort þýskar, danskar eða ítalsk-
ar. Við erum aðallega með málm-
umgjarðir en bjóðum einnig upp á
plastumgjarðir. Umgjarðirnar hjá
okkur kosta nær allar undir tíu
þúsund krónum þrátt fyrir að við
séum að selja fyrsta fiokks vörur.
Við ætlum að halda áfram á þess-
ari braut, það er að segja að bjóða
lágt verð en halda sömu gæðum
og þjónustu,“ segir Gunnar.
Lægra verð
„Það er eins með glerin og um-
gjarðirnar, við ætlum okkur að
halda áfram að bjóða betra verð
en þekkst hefur. Við teljum að það
sé hægt að lækka vöruverð án
þess að það komi niður á þjónust-
unni og gæðum. Þetta er markað-
ur sem ekki hefur verið sinnt nóg.
Tökum sem dæmi par af almenni-
legum gleijum, segjum plastgler,
með rispuvöm og þrefaldri
glampavörn og öllu sem því fylgir.
Þetta kostar venjulega í kringum
16 þúsund krónur í verslunum en
hjá okkur kostar þetta 8.400,“ seg-
ir Gunnar.
Vogin í Nýkaupi bilaði
Viðskiptavinur
borgaði margfalt
fyrir grænmetið
Viðskiptavinur Nýkaups á Eiðistorgi
keypti matvörur um helgina og borg-
aði 10.500 krónur fyrir vörumar.
Honum fannst óeðlilegt verð á ýmsu
grænmeti og ávöxtum sem hann hafði
keypt og bað um útskýringar. Farið
var með vörumar á annan kassa og
þær vigtaðar á ný. Kom þá í ljós að
heildarapphæðin lækkaði um 3.000
krónur, niður í um 7.500 krónur.
Þegar haft var samband við Ný-
kaup til að grennslast jfyrir um skýr-
inguna sagði Finnur Amason, fram-
kvæmdastjóri hjá Nýkaupi, að vogin
hefði bilað sl. sunnudag og ekki náð
að núllstilla sig. Hann segir slíkar bil-
anir afar sjaldgæfar og bendir á að
um leið og yfirmaður fái vitneskju um
slíka bilun sé kassanum lokað uns við-
gerð hafi farið fram.
Morgunblaðið/Ásdís
Það heyrir til undantekninga að
vogimar bili, að sögn forráða-
manna Nýkaups.
Finnur hvetur þá viðskiptavini sem
telja hugsanlegt að þeirra vörar hafi
lent á umræddri vog að hafa samband
við Nýkaup á Eiðistorgi.
Spurt og svarað um skattamal
Eru sölulaun fasteignasala frádráttarbær?
Ibúð var í eigu einstaklings frá ármu 1982 til ársins
1999. Þarf að borga skatt af mismuni á söluverði
núna og þegar ibúðin var keypt? Má dreifa skatt-
lagningu á mörg ár ef önnur íbúð er ekki keypt í
staðinn? Eru sölulaun fasteignasala frádráttarbær?
Svar:
„I þessu tilviki telst söluhagnaðurinn ekki til skatt-
skyldra tekna þar sem eignarhaldstími íbúðarinnar er
lengri en tvö ár, þ.e. ef heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis
í eigu seljanda á söludegi var ekki meira en 600m3.
Hjá hjónum eru stærðarmörkin 1200m3.
í þeim tilvikum sem eignarhaldstími er skemmri en
tvö ár, og ekki er keypt annað íbúðarhúsnæði í stað
hins selda, telst mismunur á söluverði og kaupverði
framreiknuðu með verðbreytingarstuðli til skatt-
skyldra tekná. Sölulaunin eru þá dregin frá söluverði
áður en söluhagnaðurinn er reiknaður.
Ef hluti söluandvirðisins er greiddur með skulda-
bréfi til minnst þriggja ára er heimilt að dreifa þeim
hluta söluhagnaðarins sem svarar til hlutdeildar
skuldabréfanna í heildarsöluverði á afborgunartíma
bréfanna, þó að hámarki sjö ár. Sá hluti söluhagnaðar
sem heimilt er að dreifa framreiknast samkvæmt
verðbreytingarstuðli frá söluári til þess árs þegar
hann er tekjufærður hverju sinni. Úpplýsingar um
kaup og sölu íbúðarhúsnæðis er að finna á bls. 22 og
23 í leiðbeiningum með skattframtali."
Hvernig á að færa inn á skattskýrslu þegar fóður-
arfur er greiddur til barna þ.e. ekkjan gerir það.
Hvernig færa erfingjar þetta inn hjá sér?
Svar:
„Gera skal grein fyrir fengnum arfi í greinargerð
um eignabreytingar í lið 1.2 á fyrstu síðu framtals.
Skattframtali skal fylgja staðfesting á því að erfða-
fjárskattur hafi verið greiddur. “
Fyrirspyrjandi leigir út íbúð og spyr hvort viðhald
sé frádráttarbært eða einhverjir aðrir liðir í þessu
sambandi?
Svar:
„Viðhald telst ekki frádráttarbært í þessu sam-
bandi, heldur teljast heildarleigutekjurnar til tekna,
án frádráttar.
I þeim tilvikum sem maður hefur leigutekjur af
íbúðarhúsnæði, og á sama tíma leigugjöld vegna íbúð-
arhúsnæðis til eigin nota, er þó heimilt að draga leigu-
gjöldin frá leigutekjum. Þetta á þó aðeins við ef íbúð-
arhúsnæði sem ætlað er til eigin nota er leigt út
tímabundið."
Hætt er a<) tafca við fyrírspurnum íþáttinn Spurt og svarað
um skattamál aðþessu sinni en frestur til að skila skatt-
framtali rann út ígær, hinn 28, febrúar. Það er Hrefna Ein-
arsdóttir, starfsmaður bjá ríkisskattstjóra, sem hefursvar-
að fyrirspurnum lesenda.