Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 29 VIÐSKIPTI Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. Hagnaður af reglulegri starfsemi minnkar um 80% Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Hagnaður af reglulegri starfsemi Óreglulegar tekjur, nettó 2.101 1.946 268 142 29 74 2.986 2.389 268 (166) 142 70 -29,6% -18,5% 0,0% -79,6% +5,7% Hagnaður ársins 103 212 -51,4% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna Eigið fé Skuldir 5.229 4.405 +18,7% 1.405 3.824 1.263 3.142 +11,2% +21,7% Skuidir og eigið fé samtals 5.229 4.405 +18,7% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 26,9% 0,65 86 28,7% 0,75 433 -80,1% OZ.COM kynnir nýj a samskiptalausn HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Esk- ifjarðar hf. minnkaði á milli áranna 1998 og 1999. Hagnaður af reglu- legri starfsemi dróst saman um 80% en hann var 29 milljónir króna árið 1999 en 142 milljónir árið 1998. Hagnaður ársins er um 102,9 milljónir, samanborið við 212,2 millj- ónir króna árið áður. Meginástæður minni hagnaðar eru þær að veiðar á uppsjávarfiskum, loðnu og kol- munna, gengu mjög illa seinni hluta ársins, að því er fram kemur í til- kynningu frá íyrirtækinu, auk þess sem rækjuveiðar gengu illa og af- urðaverð á loðnu hefur verið lágt. Veiðar á loðnu hafa gengið vel eft- ir áramót og skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Jón Kjartansson og Hólmaborg, fengu tæp 30 þúsund tonn í flottroll áður en veiðar í nót hófust að nokkru marki, að því er fram kemur í tilkynningu. Verð á lýsi og mjöli er lágt um þessar mundir, sérstaklega lýsisverð og nokkur óvissa ríkir um verðþróun- ina á næstunni, að því er fram kem- ur í tilkynningunni. Verð á bolfis- kafurðum er hagstætt og rækjuveiðar virðast vera að glæðast. Esther Finnbogadóttir hjá grein- ingardeild Kaupþings segir afkomu Hraðfrystihúss Eskifjarðar ekki eins slæma og menn bjuggust við. „Það er ljóst að veiði brást og af- urðaverð var lágt. Það mátti því búast við slöku uppgjöri." Hagnaður af reglulegri starfsemi minnkar um 80% á milli ára og segir Esther það frekar í áttina að því sem við mátti búast og vísar til óreglulegra tekna félagsins. „Sveiflur eru eðlilegar í uppsjávarfiski en árið í ár fer mun betur af stað hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar," segir Esther. Aðalfundur Hraðfrystihúss Eski- fjarðar verður haldinn 30. mars nk. Stjórnin mun þar leggja til að greiddur verði 5% arður til hluthafa eða um 20,9 milijónir króna. OZ.COM hefur sett á markað sam- skiptalausn undir nafninu mPres- ence, og er það víðtæk þjónusta fyr- ir þráðlaus viðskipti um Netið sem fjarskiptafyrirtæki geta boðið við- skiptavinum sínum. Lausnin verður kynnt formlega í tengslum við Wireless 2000 sýninguna í New Or- leans í Bandai-íkjunum í þessari viku, en með þessu má segja að OZ.COM taki heimsfrumkvæði á sviði þráðlausra netviðskipta, segir Skúli Valberg Ólafsson, fram- kvæmdastjóri OZ.COM, í samtali við Morgunblaðið. „Það má segja að þetta sé önnur framsetning af iPulse hugbúnaðin- um sem OZ.COM hefur þróað. Það sem er lykilatriði í þessu er að iPulse er hluti af þessari lausn, en hún er framsett á þann hátt að það er OZ.COM sem hýsir lausnina þannig að fjarskiptafyrirtæki geta keypt hana hjá OZ og boðið hana sínum viðskiptavinum. Fjarskiptafyrirtækin fá þá að- gang að iPulse ásamt viðbótareigin- leikum sem við komum til með að bæta í þessa þjónustu jafnt og þétt. Þetta væru þá nýjar lausnir frá OZ eða þá frá öðrum netfyrirtækjum sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari heildarframsetningu sem við höfum kallað „Mobile Presence" eða „mPresence" á ensku,“ segir Skuli. í fréttatilkynningu frá OZ.COM segir að mPresence sé hannað með samskipti einstaklinga í fjarskipta- kerfum í huga, og bjóði m.a. upp á hraðar og öruggar sendingar skila- boða. „mPresence tengir notanda á auðveldan hátt við seljendur vöru og þjónustu á Internetinu, lausnin inniheldur alhliða notendaskrá, einnig samhæfða gjaldfærslu við viðkomandi símfyrirtæki og pers- ónulega þjónustu fyrir notendur. Þessa eiginleika geta t.d. síma- og farsímafyrirtæki sniðið að þörfum sinna eigin viðskiptavina,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að meginmark- mið með mPresence sé að færa þægindi samskipta og viðskipta sem Netið býður upp á yfir á þráð- lausa netmarkaðinn. „mPresence gerir notendum einnig kleift að nýta til fulls og stjórna aðgengi sem þeir vilja að aðrir hafi að þeim um hin ýmsu samskiptanet," segir í til- kynningunni. Þar segir einnig að OZ.COM hafi átt í nánu samstarfí við sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson, og þegar iPulse var kynnt hafi komið í ljós verulegur áhugi fjarskiptafyr- irtækja á að geta boðið upp á heild- arlausnir fyrir viðskiptavini sína. „Svarið við þessum kröfum er mPresence sem tengir saman þjón- ustu á síma-, farsíma og netmörk- uðunum, sem raunar eru óðum að renna saman í einn. mPresence er samhæft öllum nýjustu samskipta- stöðlunum, s.s. SMS, WAP, GPRS og W-CDMA (3G),“ segir í tilkynn- ingunni. Skúli Valberg segir einnig að mPresence muni bæta sam- keppnisstöðu fjarskiptafyrirtækja um allan heim, ekki síst þeirra sem eru smærri í sniðum og hafi ekki burði til að reka það kerfi sjálf sem þráðlaus netþjónusta krefjist. Viltu starfa í alþjóðlegu fjármálaumhverfi? - y r Lúxernborg er ein af hetstu miðstöovum fjárméiaumsyífe í tvrópu og þar reka um 220 bankar fré 50 bjóðiöndum starfsemi sína. Kaupthing Bank Luxembourg leitar að starfsmönnum Kaupthing Bank Luxembourg vill ráða til sín metnaðarfulla starfsmenn; sjóðsstjóra og lögfræðing/endurskoðanda. Sjóðsstjóri þarf að hafa til að bera hæfni og háskólamenntun auk þess sem reynsla af fjármálamarkaði er æskileg. Lögfræðingur/endurskoðandi þarf að vera sérfræðingur í fjárhagsskipan fyrirtækja og einstaklinga. Ef þú ert lögfræðingur, endurskoðandi eða með menntun og reynslu sem nýtist á fjármálamarkaði, er nú kjörið tækifæri til þess að sækja um vinnu hjá Kaupthing Bank Luxembourg. Þar myndir þú bætast í hóp 19 starfsmanna af 7 þjóðernum sem starfa hjá íslenskum banka í hjarta Lúxemborgar. Á verkefnasviði Kaupthing Bank Luxembourg eru m.a. alþjóðleg einkabanka- og fyrirtækjaþjónusta. Bankinn hefur að leiðarljósi að veita fjárfestum nýja möguleika í alþjóðlegu umhverfi. Skriflegar umsóknir skulu berast fyrir 20. mars tih Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 12 Rue Guillaume Schneider L-2522 Luxembourg. KAUPTHING BANK L U X L M I! () II RC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.